Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986. 7 Fréttir Fiskiskipaflotinn: Meðalaldur minni fiski- bátanna hættulega hár? margir hafa hætt við úreldingu á þessu ári vegna kvótakerfisins Meðalaldur fiskibóta hér á landi er orðinn mjög hár, hættulega hár segja sumir, þar á meðal talsmenn sjó- manna. Sem dæmi um aldur bátanna má nefiia að meðalaldur báta af stærð- inni 50 til 100 lestir er 28,7 ár og fjöldi bátanna er 102, þar af 74 tréskip. Með- alaldur 100 til 150 lesta er 18,7 ór og fjöldi þeirra 86. Og meðalaldur 150 til 200 lesta báta er 20,5 ár og fjöldinn 48 en aftur á móti lækkar meðalaldur- inn af stærðinni 200-300 lesta, en hann er 16,9 ár og fjöldinn 72. Meðalaldur- inn er sum sé hæstur í þeim stærðar- flokki þar sem bátaljöldinn er mestur. Ástæður þessa eru fleiri en ein. Höf- uðástæðan er sú að þegar kvótakerfið á bolfiski var tekið upp hækkaði verð gamalla báta uppúr öllu valdi ef þeir höfðu stóran kvóta. Ef útgerðarmaður úreldir 50-100 tonna bát og fær sér nýjan 100-200 tonna bát í staðinn færist bolfiskkvóti minni bátsins yfir á þann stærri sem aftur hefur meiri veiðimöguleika og þess vegna er það fysilegri kostur að gera gamla bátinn út. Að auki er svo verð gamalla báta með góðan kvóta miklu hærra á frjálsum markaði en það raunverð sem Úreldingarsjóður greiðir fyrir hann til úreldingar. Ofan ó þetta bætast svo breyttar lánareglur Fiskveiðasjóðs. Nú fá þeir sem láta smfða báta fyrir sig erlendis 60% af andvirði hans lánað en 65% ef hann er smíðaður innanlands. Aður fékkst hærra lán og að auki var hægt að fá erlent lán til viðbótar. Gátu menn oft fengið allt verð bátsins lón- að. Nú fá þeir bara þessi 60%-65% lánuð. Mikið hefur verið um það að menn láti breyta og byggja nýtt á gömlu bátana. Margir bera ugg í brjósti vegna þessa og segja að skrokkar gömlu bátanna séu orðnir svo lélegir að þeir þoli ekki þessar endurbætur á yfirbyggingunni. Umræða um mólið hefur farið vax- andi að undanfomu og menn lýst áhyggjum sínum vegna þess. -S.dór Um 700 manns heimsóttu fyrirtækið Harald Böðvarsson & Co þegar 80 ára afmælis þess var minnst á dögunum. Hér er hluti veislugesta. Akranes: Fjölmenn afmælis- veisla hjá HB & Co Mikið fjölmenni kom saman til að minnast 80 ára afinælis fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækis Haralds Böðv- arssonar & Co á Akranesi á dögunum. í tilefhi þessara merku tímamóta í sögu fyrirtækisins var haldin vegleg afinælisveisla í nýjum og glæsilegum húsakynnum sem ætluð em starfsfólki fyrirtækisins. Það voru ekki færri en 700 manns, starfsfólk og velunnarar HB & Co, sem heimsóttu afinælisbamið á heiðurs- daginn. Var boðið upp á kaffi og rjómatertu sem var hvorki meira né minna en 10 metrar á lengd. Þá höfðu forráðamenn HB & Co látið gera heimildarkvikmynd um fyrirtækið í tilefni áttræðisafinælisins. Sú mynd var sýnd í veislunni. Forráðamenn létu ekki þar við sitja því efnt var til kvikmyndasýningar fyrir bömin í Bíóhöllinni en það var einmitt stofnandi HB & Co, Haraldur Böðvarsson, sem gaf Akumesingum ofangreint kvikmyndahús. JSS '*Sbmst Afmælistertan var hvorki meira né minna en 10 metrar á lengd, það er að segja í upphafi veislunnar. Veislugestir notuðu tækifærið til að spjalla saman yfir kaffjbollunum. DV-myndir Árni S. Árnason Prófmálið í borgardómi: Berjumst fyrir breyttum lögum um fjölbýlishús - segir lögfræðingur Húseigendafélagsins „Við munum berjast fyrir breyting- um á fjölbýlishúsalögunum, 12. málsgrein þeirra sem dómurinn byggir á, og miðar sú barátta að því að fó efhissvið greinarinnar þrengt,“ sagði Sigrún Benediktsdóttir, lögfræðingur Húseigendafélagsins, í samtali við DV er við inritum hana álits á dómi þeim sem nýlega var kveðinn upp i borgar- dómi þar sem húseigandi var sagður ábyrgur fyrir gjörðum leigjanda síns. „Jafhframt því að berjast fyrir þess- ari breytingu skorum við á alla húseigendur að hafa ávallt í gildi full- nægjandi tryggingar á eignum sínum, bæði húseigendatryggingu og innbús- eða heimilistryggingu." Sigrún átti ekki von á að fleiri mál þessu lík mundu fylgja í kjölfar þessa dóms. Hún sagði að brýnt væri að af- greiðsla á fyrrgreindum lagabreyting- um gengi hratt í gegnum alþingi því ef ekkert jtöí að gert væri sú hætta fyrir hendi að húseigendur hættu að leigja út íbúðir sínar í einhverjum mæli. -FRI Nýtt! Látið ekki happ úr hendi sleppa langaidagsmarkaðnr Lagerinn verður opinn á morgun frá kl. 10-16 Þar eru til sölu með ríflegum afslætti ýmsar gerðir af gólfteppum, flisum, hreiníætistækjum og öðrum byggingavörum. Stórhöfða, sími 621100 -Hringbraut, simi 28600. 2 góðar byggingavöruverslanir. Austast og vestast í borginni OPIÐ KL. 8-18 VIRKA DAGA KL. 10 - 16 LAUGARDAGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.