Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986. Neytendur Okkur finnst alltaf að rautt sé litur jólanna, en litur aðventunnar, sem er upphaf kirkjuársins, er fjólublátt. Þess vegna er það alls ekki út I hött að hafa fjólublátt á aðventukransinum sínum. Aðventan hefst á sunnudaginn Fyrsti sunnudagur í jólaföstu eða aðventu er á sunnudaginn. Þá á að kveikja á fyrsta kertinu í aðventu- kransinum. Grenikransamir em auðvitað sérlega jólalegir en þeir geta verið eldfimir þegar þeir þoma í heitum húsakynnum okkar. Ymsar tegundir af aðventukrönsum hafa komið á markaðinn á undanfömum árum, eins og t.d. úr leir eða gleri. Einnig má hugsa sér að raða saman á stóran disk fiórum eins kertastjök- um og nota sem aðventukrans. Hægt er að fá grenikrans til að hafa á borði á tæpl. 1000 kr., krans til að hengja upp á tæpar 1200 kr. og krans á statífi á tæpar 1400 kr. Sömuleiðis fást ýmiss konar að- ventuskreytingar á allt frá 800 kr. og upp úr. Greni var komið í Blómavali fyrir helgi og kostaði tæpt 'h kg 150 kr. Við leyfum okkur að benda á að fyr- ir óvana fer heilmikið greni í að binda upp aðventukrans. -A.BJ. Kokkteilar og aðrir blandaðir diykkir Kokkteilar og aðrir blandaðir drykkir nefnist nýútkomin bók sem Símon Sigurjónsson barþjónn þýddi, breytti og staðfærði. í bókinni er að finna fiöldann allan af kokkteilaupp- skriftum, púns- og bolluuppskriftum. Við leyfum okkur að birta tvær upp- skriftir úr bókinni. Tenderberry nefiiist glæsilegur drykkur úr jarðar- beijum: 6-8 jarðarber 3cl grenadine 3 cl ferskur rjómi 3 cl engifer gosdrykkur Látið jarðarberin, grenadínið og ijómann í rafmagnshristara ásamt muldum ís í pott og setjið á mesta straum í ca 15 sek. Framreitt í stóru glasi. Stráið engiferdufti yfir drykkinn. Skreytið með jarðarbeijum. Kampavínsbolla 250 g flórsykur 3 heilflöskur kampavín 6 fl sódavatn 6 cl koníak 6 cl Marachino (kirsuberjalíkjör) 6 cl orange Curaco Setjið allt efrúð í stóran pott eða-bollu- skál, mikið af ís og hrærið í þar til ísinn er bráðnaður. Skreytið drykkinn með ferskum ávaxtasneiðum. Er fyrir 15-20 manns. Útgefandi þessarar snotru bókar er Setberg. Litmynd er af sérhveijum drykk. Bókin kostar 688 kr. út úr búð. -A.BJ. Við myndum þessar ágætu tvær bækur saman, efni þeirra er skylt, þær fjalla um mat og drykk. Af matarmenningu annarra þjóða Umhverfis jörðina á 80 réttum nefnist nýútkomin matreiðslubók. Höfundar eru Inger Grimlund og Christine Samuelsson en Edda Óskarsdóttir þýddi og staðfærði. Eins og nafnið bendir til er að finna uppskriftir frá ýmsum löndum í bók- inni en henni er skipt í tólf kafla. Einnig er að finna ýmsan fróðleik um matarmenningu hinna ýmsu þjóða. í kaflanum, sem fiallar um indverskan mat, segir m.a.: „Það sem gefúr indverska matnum sín sérstöku einkenni er masala, blanda af kryddi og jurtum, sem gefúr hverjum rétti sitt sérstaka bragð. Blandan getur verið svo mild að jafri- vel næmustu bragðlaukar geta ekki fúndið hvert kryddið er. Eða svo sterkt og brennandi að maður fær tár í aug- un og á erfitt um mál. Hæfriin við að blanda masala er aðalsmerki mat- sveinsins og sagt er að enn séu til fín heimili sem hafi í þjónustu sinni sér- stakan masala-kokk sem á sína eigin blöndu sem hefur gengið í erfðir mann fram af manni.“ Bókin er gefin út af Markaðsútgáf- unni, hún er piýdd fiölda litmynda og kostar 1380 kr. -A.BJ. Eplakaka í jólaönnum Margar tegundir eru til af eplakök- um. Þessi er góð og fljótbökuð. Það getur verið gott að eiga eitt- hvað gómsætt til þess að gæða sér á með kaffinu svona rétt í byrjun jóla- föstu. Héma er uppskrift að epla- köku sem er fljótbökuð. 2 egg 225 g sykur 100 g smjörl. 1 'h dl mjólk 175 g hveiti 3 tsk. lyftiduft 3-4 gul epli Þeytið egg og sykur. Setjið mjólk og smjörl. í pott og látið sjóða og hellið alveg sjóðandi út í eggjahrær- una og hrærið í á meðan. Sigtið hveitið varlega út í og gætið þess að hveitið fari ekki í kekki. Hellið deiginu í smurt bökunarform (20x30 cm). Flysjið eplin, takið kjamahúsið úr og skerið í sneiðar og raðið ofan á deigið. Stráið strásykri yfir ephn. Bakist í 180-200° C heitum ofni í 20-25 mín., eða þar til kakan er orð- in ljósbrún. Kælið í forminu og skerið kökuna svo í hæfilega bita. Hráefniskostnaður reiknast okkur að sé um 90 kr. -A.BJ. Ryðblettir, kopar- hreinsun og skóviðgerðir Kristín hringdi og bar fram þijár fyrir- Hér er Sigurbjöm Þorgeirsson skó- smiður við vinnu sína. spumir til okkar: 1. Er til betra efiii en sýrusalt til að ná ryði úr fötum? 2. Má nota kopargrautinn, sem skrif- að var um á neytendasíðu nú fyrir stuttu, utan á koparpotta? 3. Er föst verðskrá hjá skósmiðum? í bókinni Blettahreinsun, sem Kven- félagasamband Islands gefur út, er gefið upp að gott sé að nota ryðbletta- eyði á lyðbletti. Bent er á að fylgja leiðarvísinum. Ef það er ekki hægt má nota oxalsýru. Leysið upp 1 msk. af oxalsýru í 1 dl af vatni og dýfið blettinum í upplausnina, skolið síðan vandlega með vatni. Athugið að oxal- sýra er eiturefni. Reynið meðferðina á pjötlu af efninu til þess að ganga úr skugga um hvort liturinn þolir með- ferðina. Kopargrautinn má nota á allt sem ömgglega er úr kopar. Kannað var verð á skóviðgerðum, sjá töflu hér á síðunni. -BB Verðkönnun á skóviðgerðum Við gerðum verðkönnun á skóvið- gerðum nú á dögunum. Þá kom í ljós að verð á viðgerðum er allt mjög svip að hjá skósmiðum. Þegar talað er um grunnverð er átt við að viðgerð fæst ekki undir þessu verði en hún hækkar eftir því sem skómir eru verr famir. Það er því betra að trassa ekki að fara með skóna í viðgerð. Það er aldr- ei fallegt að sjá skótau á fótum sem ekki er vel hugsað um. Taflan sýnir þær skóvinnustofur sem haft var samband við og grunnverð -BB þeirra á algengustu skóviðgerðum. Grunnverð á skóviðgerðum Minnsta viðg. Hæla skó Sóla alveg + hæla með gúmmíi Skóvinnus. Heiða 70 kr. Skóarinn 70 kr. Gísli Ferdinands 70 kr. Halldór Guðbjarts. 70 kr. Skóvinnus. Hafþórs 70 kr. Skóvinnus. Halldórs 70 kr. Skóvinnus. Sigurbjörns 70 kr. Skóvinnus. Sesar 90 kr. Kven. Karla Kven. Karla ca260 280 kr. ca650 700 kr. ca260 290 kr. ca690 750 kr. ca250 290 kr. ca690 750 kr. ca260 290 kr. ca690 750 kr. ca 260 295 kr. ' ca750 750 kr. ca260 290 kr. ca690 750 kr. ca 260 260 kr. ca700 750 kr. ca260 290 kr. ca795 825 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.