Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Qupperneq 30
42
HIMNASENDING VIKUNNAR
CHINA CRISIS - ARIZONA
SKY (VIRGIN)
China Crisis er orðin ein
af þessum traustu hljóm-
sveitum sem bregst sjaldan
eða aldrei bogalistin eða
öllu heldur tónlistin. Hér
er gullfallegt lag í þægileg-
um takti og smekklegri
útsetningu þar sem blást-
urshljóðfæri eiga skemmti-
lega innkomur. En fyrst og
fremst er það hugljúf meló-
dían sem heillar.
AÐRAR GÓÐAR
SENDINGAR
SPANDAU BALLET -
THROUGH THE BARRICA-
DES
(CBS)
Hér er annað ljúffengt lag,
Spandau tilheyra trausta
hópnum líkt og china
menn; þetta lag öllu betra
en fyrri smáskífan, Fight
For Ourselfs. Kassagítar-
inn leikur stórt hlutverk í
þessu rólega lagi sem byrj-
ar ósköp hæglætislega en
eykur við styrkinn eftir því
sem á það líður.
SIMPLE MINDS -
CHOSTDANCING (VIRGIN)
Það er meira draugatalið
þessa dagana í Bretlandi,
önnur hver hljómsveit með
einhver draugalög og þar á
meðal Sipmle Minds í týp-
ísku Simple Minds lagi,
kröftugur taktur og kraft-
mikill söngur Jims Kerr
einkennir en þar fyrir utan
er lagið líka gott.
BRUCE SPRINGSTEEN -
WAR (CBS)
Mögnuð útsetning
Springsteen á þessu gamla
lagi gefur því nýtt líf og
Brúsi hnykkir líka á boð-
skapnum með hjartnæmri
ræðu í upphafi lags. Hann
er engum líkur.
PAUL SIMON -
THE BOY IN THE BUBBLE
(WB)
Þessi náungi er sömuleiðis
engum líkur, hann fer
ótroðnar slóðir óhræddur
og stendur og fellur með
því sem hann gerir. Þetta
er sérkennilegt lag með
sérkennileg hljófæri í aðal-
hlutverkum, bassa og
harmóniku. Afríkustíllinn
leynir sér ekki og söngur-
inn er hálftalaður, nokk-
urskonar rap. Þrælgott.
EURYTHMICS -
A MIRACLE OF LOVE (RCA)
Enn ein ballaðan sem boðið
er uppá á smáskífu um
þessar mundir, engu líkara
en að tónlistamenn séu
fallnir í botnlausa rjómatík
svona íyrir jólin. En gam-
anlaust er þetta enn ein
fjöðrin í hatt Eurythmics
sérlega fallegt og viðkunn-
anlegt lag.
-SÞS-
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986.
Bubbi Morttiens - Frelsi til söiu
Frelsið er dýimætt
Oft hefur verið beðið eftir nýrri plötu
frá Bubba Morthens með mikilli eftir-
væntingu en engri þó einsog þeirri
síðustu, Frelsi til sölu. Þar kemur til
mikið umtal um plötuna sem nær
meira en ár aftur í tímann og ennfrem-
ur ýmis ummæli sem Bubbi hefur látið
frá sér fara um plötuna á meðan hún
var í vinnslu.
Eftirvænting sem þessi getur verið
tvíeggjað vopn; menn kannski búast
við meiru en platan síðan stendur
undir eða þá að dæmið gengur upp;
platan reynist vera eftirvæntingarinn-
ar virði og kannski gott betur en það.
Og í þessu tilfelli á síðara atriðið
við; aldrei hefur Bubbi sent frá sér
plötu sem er eins jafngóð og þessi er.
Reyndar tel ég að fáar ef nokkur ís-
lensk plata standist samanburð við
Frelsi til sölu og er þá nokk sama við
hvað er miðað.
Fyrst og fremst eru það auðvitað
lögin sem skapa plötuna en úrvinnsla
þeirra skiptir oftar en ekki sköpum
um hvernig heildarmyndin lítur út
þegar upp er staðið.
Hér fer þetta allt vel saman; lögin
hvert öðru betra og útsetningar og
frágangur einsog hann gerist bestur.
Og þar á stóran þátt sænski rokkarinn
Christian Falk, sem auk þess að að-
stoða Bubba við útsetningar á plöt-
unni, leikur á fjöldann allan af
hljóðfærum og heilum og stjómar upp-
tökum.
Christian þessi Falk er þannig til-
kominn í þetta samstarf við Bubba að
platan er gefin út og kostuð af sænska
hfjómplötufyrirtækinu Mistlur og
Gramminu hér heima. Mistlur hefur
síðan meðal annars á sínum snærum
eina þekktustu rokkhljómsveit Svía,
Imperiet, þar sem Christian Falk er
einn liðsmanna.
Samningur Bubba við Mistlur gerir
það að verkum að öll aðstaða Bubba
við undirbúning og vinnslu á plötum
sínum breytist mjög. Hann hefúr sjálf-
ur sagt að aldrei hafi hann fengið
jafiigóðan tíma til vinnslu einnar plötu
og nú og ekki verður betur séð en
þeim tíma hafi verið vel varið.
Einsog áður hefur verið sagt er hér
hvert lagið öðru betra; þau em einfold
og flókin í senn; sum em fljót að síast
inní mann, önnur lengur.
Textamir em ekki mikið síðri; og
hefúr Bubbi greinilega lagt meira í þá
en oft áður. Innihaldið er svipað og
það sem Bubbi hefur verið að yrkja
um allan sinn feril; mótmæli og ádeil-
ur á ýmislegt sem Bubba finnst miður
fara í okkar þjóðfélagi og umhverfi.
Á einum stað skýtur hann þó yfir
markið að mfnu mati en það er í text-
anum um gaukinn í klukkunni, sem
ku fjalla um forseta vom.
Söngur Bubba á plötunni er mjög
góður, hann er fágaðri en oft áður og
Bubbi sýnir á sér nýja hlið sem söngv-
ari þar sem hann fetar í fótsor Tom
Waits í titillagi plötunnar.
Frelsi til sögu er tvímælalaust besta
íslenska platan sem komið hefur út á
þessu ári og að mínu mati ein sú besta
sem út hefur komið hér á landi í gegn-
um árin.
-SþS
_____Ultravox - U-VOX
Ljós í myrkrinu
Þá em Ultravox aftur komnir á
kreik. Hljómsveitin hefur ekki sent frá
sér nýja plötu í rúm tvö ár. Sú síðasta
var Lament. Að visu tók söngvarinn
Midge Ure sig til og gaf út sólóplötuna
The Gift í fyrra. Gjöfin var hins vegar
svo lík tónlist Ultravox að hún hefði
eins getað borið nafn hljómsveitarinn-
ar.
Ultravox hóf feril sinn í nýrómantík-
inni, sællar minningar. Dansandi
hljóðgervlatónlist var vörumerkið í þá
daga og víst er að liðsmenn sveitarinn-
ar kunna ýmislegt fyrir sér á því sviði.
Hver man til dæmis ekki eftir hinu
stórgóða lagi Vienna. Á Lament mátti
enn finna merki nýrómantíkurinnar
sem þá, til allrar óhamingju fyrir
Ultravox, var á undanhaldi. Það gleði-
legasta við nýjustu plötu sveitarinnar
er að tónlistin er orðin rokkaðri.
Hvildin hefur gert hljómsveitinni gott.
U-Vox er á heildina litið áheyrileg-
asta plata. Lögin eru mörg hver
bráðskemmtileg og útsetningar mun
fjölbreyttari en áður. Trommuleikari
Big Countiy, Mark Brzezicki, hleypur
í skarðið fyrir Warren Cann, sem ku
vera hættur. Brzezicki er stórgóður
trommari og nærvera hans á plötunni
gefúr tónlistinni mun ferskara yfir-
bragð. Af frambærilegum lögum á
U-Vox má nefna Same old story, sem
náð hefur nokkrum vinsældum, Dre-
am on, Follow your heart, og ekki síst
Time to kill þar sem áðumefndur
Brzezicki er í aðalhlutverki. Lagið AU
fall down er einnig áheyrilegt þó tón-
listarlega skjóti það skökku við annað
efni plötunnar. Þjóðlagahljómsveitin
The Chieftains aðstoðar Ultravox í því
lagi! Ekta þjóðlagapopp.
U-vox sannar að Ultravox er ekki
dauð úr öllum æðum. Þetta er lífleg
plata. Ljós punktur í þungbúnu
skammdeginu.
-ÞJV
Mezzoforte - No Limíts
No Limits markar tímamót í ferli
þekktustu hljómsveitar okkar íslend-
inga, Mezzoforte. f fyrsta skipti á
breiðskífu er söngvari með hljómsveit-
inni og eins og gefúr að skilja breytist
heildarsvipur hljómsveitarinnar tölu-
vert þó lögin, sem sungin eru, séu
aðeins þijú.
Þrátt fyrir þá gæðatónlist sem Mezzo
forte hefur sent frá sér á undanfomum
þremur árum hafa þeir ekki náð aftur
þeim vinsældum sem þeir náðu erlend-
is í gegnum Garden Party. Það er því
skiljanlegt að reyndar skuli nýjar leið-
ir. Mezzoforte hefur áður sent frá sér
sungið lag á smáskífú, This Is the
Night. Lag sem náði þó ekki þeim vin-
sældum sem vonast hafði verið til. Það
lag söng enskur söngvari, Noel
McCalla. Hann syngur einnig lögin
þrjú á No Limits sem öll sveija sig í
ætt við This Is the Night.
Sjálfsagt em ekki allir sáttir við
þessar breytingar á tónlist Mezzoforte.
Poppkynslóðin kann sjálfsagt að meta
þessi lög. Þau eru taktföst, vel sungin
og þótt fönkáhrifin séu greinileg þá
em þau um leið svellandi danslög.
Lögin þijú, No Limit, Nothing Lasts
Forever og Another Day, eins pottþétt
og þau em, verða samt vonandi aldrei
sú tónlistarstefiia sem Mezzoforte mun
um ókomna framtíð tileinka sér. Til
þess em þau of léttvæg. Enda er það
svo að á No Limits em mun bitastæð-
ari tónverk þar sem hæfileikar strák-
anna fjögurra em betur nýttir og er
svo sannarlega ekki um neina stöðnun
að ræða hjá þeim þegar kemur að
Kaflaskipti
þeirri tónlist sem þeir em þekktastir
fyrir.
Ef eitthvað er þá em þeir orðnir jass-
aðri en áður eins og best kemur fram
í blúsnum hans Eyþórs, E.G. Blues,
geysikraftmiklum blús sem grípur
mann við fyrstu hlustun. Þeir sem
hafa farið á tónleika með Mezzoforte
kannast ömgglega við stefið. Þeir
hafa á undanfömum árum verið að
leika sér að þessum blús.
Þrátt fyrir jassáhrif er það samt raf-
magnaða fönkið sem er aðalsmerki
Mezzoforte og er leitun að betri hljóm-
sveit á því sviði. Lög Friðriks Icebrea-
ker og Joyride em einkennandi fyrir
þessa tónlist og em kannski þau lög
sem minna mest á fyrri verk. Evoluti-
on eftir Eyþór er magnað verk sem
vinnur á við hveija hlustun. Sama
má segja um Ciystal Rain eftir Frið-
rik. Rólegt stef sem þeir félagar gera
frábær skil.
Það þarf ekki að fjölyrða um hljóð-
færaleik Þeirra Friðriks, Eyþórs,
Gunnlaugs og Jóhanns. Þeir em sér-
fræðingar hver á sfnu sviði og mynda
einn samstilltasta hóp sem um getur
á tónlistarsviðinu. Þeirra helstu að-
stoðarmenn á No Limits em söngvar-
inn Noel McCalla og saxófónleikarinn
David O’Higgins sem er greinilega
mjög góður saxófónleikari en fær ekki
mikið svigrúm hér.
No Limits er kannski ekki jafnbesta
plata Mezzoforte en inn á milli em
slík snilldarverk að þau lyfta henni
langt yfir meðallag. HK.
fvlason, Davíd Gilmotir on
starfi áfram undir ftafninu
!Kwlmmb'inMí n«Ufúi>il? 1
jjji IJirilMilH if'íif
til að fara í mál viöþá útaf
nafni hljómsveitarinnar. Þess
íEfg
auki... CaitO'Riordan
Hún liefur hætt um stundar-
sakir áður en nú mun ákvörð
slasaðist litillega í umferð
aróhappi á dönunum er bíll
kom i Ijós að li/larr hafði feng
gengurnú ummeö
craga... Alltaferunýir
ið
sanran... ElvisCostellovará
tónleikaferð í Svíþjóð á dög-
fjjj m [íj íi || ÍK íiillJI
kom svo hressilega á óvart
er hann birtístásviðinuá
tónleikum Tbe Fabulous
Thunderbirds í Stokkhólmi og
tók létta sveiflu í gömlu blús-
•ISIÉi
Midler erorðin léltan, hún
lijáiparstarfið í Eþiópiu. Pen
fíj iWÍÍíWffji i KTiTMilI
iiít ijis o xp mim rS-i I:
inn á næstunm ef hann vinnur
mál sem hann hefur höfðað á
hendur fronskum hlaðamamti
sem Kallaði Bob handbcndi
Eþíópiu... sæl aðsmm