Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Page 33
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986.
45
Fyrir ári giftist Phylicia Ahmad Rac-
had iþróttafréttaritara. Er þetta
þriðja hjónaband hennar og á hún
nú von á barni með eiginmanninum.
Debbie Allen ku vera óhamingjusöm
eftir skilnaðinn við plötuframleið-
andann Winn Wilfred þó svo að það
verði varla greint á þessari mynd.
Jacquline berst enn gegn Brigitte -
núna á opinberum vettvangi.
Margar Hollywoodstjörnur eru
örlátar á fé til foreldra sinna sem oft
á tíðum eru fátækir. Það tilheyrir
eiginlega og hefur þar að auki heil-
mikið auglýsingagildi. En nú hefur
sá er græðir einna mest, Sylvester
Stallone, hætt öllum greiðslum til
móður sinnar, Jacquline. Tilefnið er
árás hennar á nýju, dönsku eigin-
konuna hans, Brigitte Nielsen.
Fullyrðir mamman að Brigitte hafi
gifst til fjár og gerði hún allt sem í
hennar valdi stóð til þess að koma í
veg fyrir hjónabandið. Brigitte hefur
reynt sitt ýtrasta til þess að blíðka
tengdamömmu og ausið hana gjöfum
en sú gamla hefur brugðist hin versta
við þar sem gjafimar eru keyptar
fyrir fé sonarins. Hefur Jacqueline
nú lýst yfir stríði milli sín og
tengdadótturinnar.
Systurnar Phylicia Ayers-Allen
(Cosby) og Debbie Allen (Fame)
hafa öðlast mikið hrós og fengið
mikið fé fyrir frammistöðu sína
sem eiginkona Bills Cosby og
danskennarinn í Fame. En ekki
er allt gull sem glóir og kenna
þær báðar framanum um mis-
heppnuð hjónabönd.
Phylicia, sem er 39 ára, er nú
gift í þriðja sinn og á von á bami
þannig að ekki er loku fyrir það
skotið að íslenskir sjónvarpsá-
horfendur sjái hana í því velmeg-
unarástandi. Hún er ánægð í
þessu síðasta hjónabandi sínu
sem varað hefur í eitt ár en það
sama er ekki hægt að segja um
litlusystur.
Debbie, sem er hálffertug, er
óhamingjusöm eftir skilnaðinn
við plötuframleiðandann Winn
Wilfrid en honum var hún gift í
sex ár. Segir hún vandamálin
hafa byrjað þegar þau neyddust
til þess að búa fjarri hvort öðru
vegna atvinnunnar. Winn bjó í
New York en Debbie í Holly-
wood. Ástin var ekki nógu heit
til þess að þola þann aðskilnað.
Nýtur ekki lengur
stuðnings sonarins
Sylvester og Brigitte reyndu að blíðka Jacquline en gáfust upp.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði . . .
Joan Collins
eða Alexis í Dynastyseríunni er
að verða vitlaus aftur og það í
raunveruleikanum og nýtur hún
stuðnings eiginmannsins, hans
Peter Holm frá Sviþjóð. Frúin
er óhress yfir því að tilheyra lág-
launafólki því að hún fær aðeins
tæpar 3 milljónir fyrir hvem þátt.
Henni er svo sem vorkunn þar
sem það hefur komið í Ijós að
John Forsythe, sem leikur Blake
Carrington, fær næstum því
einni milljón meira. En áður en
Joan Collins fer alveg í hundana
getur hún huggað sig við að
Linda Evans fær um 200 þús-
und krónum minna en hún sjálf
fyrir hvern þátt. Þótt óskiljanlegt
sé virðist Linda vera ánægð með
þau lúsarlaun.
Friðrik
krónprins
stýrir Danmörku meðan mamma
og pabþi fara í innkaupaferð til
London. Er það í fyrsta skipti
sem landinu er stýrt af nýliða I
hernum. Ekki er gert ráð fyrir að
hann þurfi að yfirgefa bæki-
stöðvarnar þrátt fyrir ábyrgðar-
störfin. Hefur hann reyndar
kosið að sofa þar í harðri koju
í stað þess láta fara vel um sig
innan um æðardúnsængurnar
heima í höllinni, sem honum er
heimilt.
Theo
eða Malcolm-Jamal Warner,
eini drengurinn í sjónvarpsþátt-
unum Fyrirmyndarfaðir, er
frægari í heimabæ sínum, New
York, en Michael Jackson. Það
fullyrðir hann að minnsta kosti
sjálfur. Malcolm er 15 ára en
hefur leikið frá því hann var
aðeins átta ára gamall. Þykir
honum bara skemmtilegt að láta
kalla sig Theo á götum úti og
er staðráðinn í því að halda
áfram á sömu braut.