Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. Fréttir__________________________________________________________________________________ dv EfHr sölu Hottabúsins: Framleiðslustjómunar krafist á gmndvelli umdeilds meirihluta Búist er við að krafist verði fram- leiðsluráðslögum þar sem segir að fellssveit að eggjaframleiðendur stjómun á eggjaframleiðslunni, með verði einnig seld. Tilgangunnn með leiðslustjómunar í eggjaframleiðslu framleiðslustjómun megi setja á ef teldu að ísegg myndi ekki ná meiri- því að fella hana undir alifuglafram- þessari sölu er sagður sá að koma í kjölfar kaupa íseggs eða aðila inn- meirihluti alifuglaframleiðslunnar hluta í eggjaframleiðslunni enda leiðslu. allri alifuglaframleiðslunni undir an Sambands eggjaframleiðenda á krefst þess. þótt eggjadeild Holtabúsins bættist Samkvæmt upplýsingum sem DV stjómun. eggjaframleiðslu Holtabúsins ó I samtali við DV sagði Gunnar við hlut þess og sagði hann að með hefur aflað sér benda líkur til að -ój gmndvelli þess ákvæðis í fram- Geir Gunnarsson hjá Vallá í Mos- þessum hætti ætti að þröngva í gegn kjúklingaframleiðsla Holtabúsins Frá kerrunni heyrðist hljóma „Jólasveinar einn og átta..“ af mikilli innlifun þegar jólasveinarnir óku salíbunu með fulla kerru bama Jóla- svein- arnir í salíbunu með börnin í dag og næstu laugardaga klukkan 14 til 18 geta böm á öllum aldri fengið sér salíbunu með jólasveininum á sleðakeiru. Það er verslunin Penninn í Hallamúla sem stendur að þessari nýung til að gleðja hjörtu yngri kyn- slóðarinnar. Jólasveinamir verða á bílaplaninu á bak við verslunina með fagurskreytta kerruna tilbúnir að fara á rúntinn og þeir luma eflaust á einhverju góðgæti í pokahominu. Foreldrar yngri bamanna geta bmgðið sér meðbömunum í kerruna. DV mynd BG Vélsleðaslysið í fyrradag: „Hélt að þeir væru dánir“ Ján G. Hauksacm, DV, Akureyri „Ég var staddur heima, úti við glugga, og sá þegar þeir þeyttust í loftið af vélsleðanum. Síðan var enga hreyfingu að sjá og satt að segja hélt ég að þeir væm báðir dánir,“ sagði Jóhannes Jóhannesson, bóndi í Kálfeárkoti, ólafefirði, sem varð vitni að vélsleðaslysinu í fyrradag, þegar tveir ólafefirðingar slösuðust alvarlega. Mennimir, sem báðir em á milli tvítugs og þrítugs, lágu á sjúkrahúsi Akureyrar í gær. Annar þeirra, Sig- uijón Magnússon, er með þrjá hryggjarliði brákaða. Hann hefur sloppið við varanleg örkuml. Hinn, Ásgrímur Pálmason, er illa mjaðma- grindarbrotirm. Ásgrímur slasaðist mikið fyrir þrem árum þegar tankur, sem hann var að vinna við í Vélsmiðju Ólafe- fjarðar, sprakk. Ásgrímur mjaðma- grindarbrotnaði þá og átti í þeim meiðslum í marga mánuði. Þeir vom á leið fram að bænum Karlsstöðum fremst í Ólafsfjarðar- sveit eftir hádegið í fyrradag þegar slysið varð, við brúna yfir Fjarðará. Við enda brúarinnar var snjóhengja sem myndaði stökkpall. Sleðinn þeyttist út í loftið og flaug marga metra, lenti á veginum og þaðan fór hann ofan í ána. I loftinu hentu mennimir sér af sleðanum og lentu á veginum. „Ég reyndi þegar að hringja í sjúkraliðið og lögregluna en náði ekki sambandi. Þegar það gekk ekki fór ég niður efitir. Sigurjón var þá búinn að ganga frá brúnni langleið- ina að bænum. Hann sagði að Ásgrímur væri meiddur og að hann lægi í snjónumsagði Jóhannes í gær. Þeir Sigurjón og Ásgrímur komust á sjúkrahúsið á Ólafefirði eftir um tvo tíma, en þaðan var flogið með þá á sjúkrahúsið á Akureyri. Ríkisútgjöldin 17% fvam úr fjárlögum 1985: Allt úr böndunum hjá Jóni Helgasyni Landbúnaðarráðherra, Jón Helgason, á metið í eyðslusemi sam- kvæmt ríkisreikningi fyrir síðasta ár, 1985. Ráðuneyti hans fór með 53,6% meira en ráðgert var í fjárlög- um. Að visu gerði Jón þetta ekki hjálparlaust þvf ýmsar ráðstafanir komu á hans reikning sem félagar hans í Stjómarráðinu stóðu einnig að. Þannig var til dæmis um stór- auknar útflutningsbætur og björgun Áburðarverksmiðjunnar. í þá björgun fóru litlar 130 milljón- ir króna og útflutningsbætur urðu 556,6 milljónir í staðinn fyrir 380 milljónir ó fjárlögum. Jarðræktar- framlög fóru einnig langt fram úr fjárlögum og urðu 217 milljónir í staðinn fyrir 140 milljónir króna. Alls urðu útgjöld landbúnaðarráðu- neytisins 1.472 milljónir króna en voru á fjárlögum áætluð verða 882 milljónir. Æðsta stjóm ríkisins reyndist einnig dýr í rekstri og fór 46,1% fram úr fjárlögum. Þetta á nokkuð jafnt við um forsetaembættið, Alþingi og ríkisstjóm. Hæstiréttur hélt hins vegar í við sig. 258,6 milljónir fóm í þennan lið en áætlun fjárlaga hljóðaði upp á 177 milljónir króna. Önnur ráðuneyti sem fóm hressilega fram úr fjárlögum vom félagsmála- ráðuneytið, viðskiptaráðuneytið og Hagstofan. í kjölfar þeirra komu sjávarútvegsráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneyti og mennta- málaráðuneytið. Sem sannri fyrirmynd tókst Þor- steini Pálssyni að halda útgjöldum fjármálaráðuneytisins niðri. Það gerði hann af slíkum ákafa að eftir árið hafði hann hert sultarólina um 3,7%. Fjármálaráðuneytið var eitt um að eyða minna en fjárlög gerðu ráð fyrir. Ríkisendurskoðun, iðnað- arráðuneyti, samgönguráðuneyti, forsætisróðuneyti og sjálf fjárlaga- og hagsýslustofriun fóm ekki nema 5,8-8,4% fram úr fjárlögum, sem er auðvitað broslegt miðað við eyðslu- ráðuneyti ársins. -HERB Segja neyðarástand i málefnum fatlaðra - höta sérframboði við næstu alþingiskosningar Samtök fatlaðra, Öryrkjabanda- lag Islands og Landssamtökin Þroskahjálp, íhuga möguleika á sér- framboði fatlaðra eins og DV skýrði frá fyrir rúmri viku. Á fundi aðildar- félaga samtakanna þann 26. nóv- ember var þessi möguleiki ræddur. DV hefur borist greinargerð um þennan fund. Þar segir: „Sú hugmynd kom upp á fundinum að fatlaðir gripu til þess örþrifaráðs að bjóða fram lista fatlaðra í al- þingiskosningunum ef það mætti verða til þess að opna augu stjóm- málamanna fyrir því neyðarástandi sem nú ríkir í þessum málaflokki. Töldu ræðumenn þetta einn hugs- anlegan kost í baráttunni. Engin ákvörðun var þó tekin en ákveðið að athuga þennan möguleika betur. Ástæðan fyrir því að fatlaðir og samtök þeirra tala nú um örþrifaráð í baráttu sinni er fyrst og fremst sú að á síðustu árum hafa kjör öryrkja og aðstandenda þeirra versnað þannig að viða ríkir neyðarástand. Um er að ræða kröfur um hreinar frumþarfir, bæði efnahagslegar og félagslegar, sem oft blandast saman. Á síðustu áratugum hefur fötluð- um flölgað að mun og er það meðal annars vegna bættrar læknisþjón- ustu og nýrra uppfinninga á því sviði og einnig vegna vaxandi tæknivæð- ingar og hraða í þjóðfélaginu og atvinnulífinu. Ástandið er svo alvarlegt að marg- ir aðstandendur fatlaðra brotna undan álaginu. Hjónabönd splundr- ast og fjölskyldur brotna saman og gefast upp. Margir fatlaðir standa nánast á götunni og hafa enga möguleika til að fá tækifæri til að búa á eigin vegum. í þessari stöðu huga samtök fatl- aðra að nýjum leiðum í baráttunni fyrir grundvallarmannréttindum fatlaðra og vilja ekki viðurkenna að ástand efhahagsmála sé þarrnig að við getum ekki lifað í siðuðu þjóð- félagi sem ekki ber út sína minnstu bræður." -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.