Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Page 4
4 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. Fréttir Foival Alþýðubandalagsins á Norðuriandi eystra í dag: Konur berjast um annað sætið Steingrímur J. Sigfusson þingmað- ur þykir mjög öruggur með að fa 1. sætið í forvali Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra sem fram fer í dag, laugardaginn 6. des- ember. JaMramt er talið víst að kona hreppi annað sætið og eru einkum tvær nefndar til sögunnar, Svanfiíður Jónasdóttir, Dalvík, og Sigríður Stefansdóttir, Akureyri. Þá þykir líklegt að Bjöm Valur Gísla- son, sjómaður á Ólafsfirði, lendi í 4. sæti. Úrslit forvalsins em ekki bindandi fyrir uppstillinganefiid flokksins heldur einungis leiðandi. Sjö em í framboði og er skipað í fjögur efetu sætin. Rétt til þátttöku hafa félagar í Alþýðubandalaginu og Æskulýðs- fylkingunni í kjördæminu, alls á fjórða hundrað manns. Talningu at- kvæða verður lokið seint í kvöld ef kjörgögn berast vegna veðurs. Engin smölun Harður slagur er ekki í gangi milli frambjóðenda. Fólk er tilbúið í slag- inn og tekur úrslitunum. „Það er ekki sama rosalega framagimin hjá okkiu og hjá framsóknarmönnum," sagði einn alþýðubandalagsmaður við DV og bætti við: „Ég get ekki séð að nein smalamennska sé í gangi." „Það dettur engum í hug annað en að Steingrímur verði efstur," var samhljóða niðurstaða þeirra al- þýðubandalagsmanna sem DV ræddi við vegna forvalsins. Spuming um öryggi Steingríms í 1. sætið virtist meira að segja koma á óvart. Frambjóðendur ungir Mjög áberandi er hve frambjóð- endumir em allir ungir. Svanfiíður Jónasdóttir, Dalvík, er 35 ára, Si- gríður Stefánsdóttir, Akureyri, er 37 ára, Örlygur Hnefill Jónsson, Húsa- vík, er 33 ára, Steingrímur J. Sigfús- son er 31 árs, Bjöm Valur Gíslason, Ólafefirði, 27 ára, Benedikt Sigurð- arson, Akureyri, 34 ára og Auður Ásgrímsdóttir, Raufarhöfn, 40 ára. Það er ekki aðeins að Steingrímur sé áhrifamikill í Alþýðubandalaginu í kjördæminu heldur er hann, að sögn flokksmanna, mjög áhrifamikill innan flokksins. Tekið hefur verið eftir því hve oft hann kemur fram fyrir hönd flokksins í umræðum út á við. „Harrn er duglegur maður með mjög góðan talanda. Hann var fyrst kjörinn á þing í síðustu kosningum og stóð sig þá frábærlega vel í kosn- ingabaráttunni. Á sameiginlegum fundi flokkanna í Sjallanum var hann margklappaður upp fyrir skörulegan málflutning," sagði einn alþýðubandalagsmaður um Stein- grím. Kona lendir örugglega í öðm sæt- inu, segja flokksmenn. Svanfríður Jónasdóttir, kennari og bæjarfúll- trúi á Dalvík, var í 2. sætinu síðast og telja margir að hún muni skipa það sæti aftur. Svanfríður Svanfrfður hefur setið í miðstjóm Alþýðubandalagsins þrjú kjörtíma- bil og þykir skeleggur bæjarfúlltrúi. í bæjarstjómarkosningunum sl. vor Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi hún hispurslaust KEA. Hún vill að það starfi öðruvísi, að ákvarðanir um KEA á Dalvík séu ekki teknar við eitthvert skrifborð á Akureyri heldur sé valdið á Dalvík. Fyrir þetta fékk hún orð á sig hjá framsóknarmönnum fyrir að vera á móti KEA. Svanfríður vill einnig að embætti sýslumannsins hafi sterkan fulltrúa á Dalvík þannig að Dalvík- ingar þurfi ekki alltaf að fara til Akureyrar til að þinglýsa og þess háttar. Sigríður Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfull- trúi ú Akureyri, kemur líka sterk- lega til greina í 2. sætið. Hún er oddviti Alþýðubandalagsins í bæjar- stjóm Akureyrar. Hún kemur vel fyrir og margir flokksmenn vilja sjá hana í 2. sætinu og sjá hana snúa sér í framtíðinni meira að lands- málapólitíkinni. Vert er að geta þess að Kvenna- listinn bauð fram í kjördæminu í síðustu kosningum og fékk 791 at- kvæði. Hvað konumar gera að þessu sinni hggur ekki fyrir en óneitanlega gæti það styrkt stöðu Alþýðubanda- lagsins í kjördæminu að hafa konur bæði í 2. og 3. sæti listans. Fréttaljós Jón G. Hauksson DV, Akureyri Bjöm Valur Bjöm Valur Gíslason, stýrimaður á Ólafefirði, situr í bæjarstjóm þar í bæ. Hann er sagður vaskur maður í framgöngu og segja skoðanir sínar hispurslaust. Þykir líklegt að Bjöm lendi í 4. sætinu. Örlygur Hnefill Örlygur Hnefill Jónsson er lög- fræðingur á Húsavík. Hann hefur tekið virkan þátt í flokksstarfinu í bænum en er ekki mjög þekktur út á við. Spáin er að hann lendi í 5. sætinu. Benedikt Benedikt Sigurðarson er skóla- stjóri bamaskóla Akureyrar, eða íslands, eins og sumir segja. Bene- dikt er bróðir Erhngs Sigurðarsonar sem séð hefur um þáttinn íslenskt mál í útvarpinu. Erlingur er giftur Sigríði Stefansdóttur, bæjarfulltrúa flokksins, sem áðan var minnst á. Sigríður er því mágkona Benedikts. Spáin um að Benedikt lendi í 6. sæti byggist ekki hvað síst á því að Si- gríður lendi í 2.-3. sæti og að ekki sé rúm fyrir tvo Akureyringa svo ofarlega ú listanum. Auður Þá er komið að Auði Ásgríms- dóttur. Hún er formaður verkalýðs- félagsins á Raufarhöfn. Þar sem litið er á Steingrím sem fulltrúa Norður- Þingeyjarsýslu, Steingrímur er frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði, þá er Auður ekki talin verða í efetu sætun- um. í síðustu alþingiskosningum 23. apríl 1983 fékk G-listi Alþýðubanda- lagsins 2307 í kjördæminu. í vor mega 18-20 ára kjósa og telja ýmsir að Alþýðubandalagið fái vænan skerf af atkvæðum frá þessum ald- urshópi. Hvaða áhrif hefur Stefán? Stuðningsmenn flokksins hafa jafriframt velt því fyrir sér hvaða áhrif sérframboð Stefáns Valgeirs- sonar hafi. Stefan hefur mikið fylgi í Norður-Þingeyjarsýslu, ú stöðum eins og Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfh, eða heimaslóðum Stein- gríms J. Sigfússonar. Ekki virðist hræðslan þó mikil hjá alþýðubanda- lagsmönnum. Þeir telja Stefán taka mest frá Framnsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. En hvað um það, forval Alþýðu- bandalagsins er í dag. Þetta forval hefur ekki verið mjög umtalað manna á meðal og ekki er harður kosningaslagur í gangi. Steingrímur J. Sigfússon, 31 árs gamli þingmað- urinn og Þistilfirðingurinn, er öruggur með efeta sætið. Opinber þjónusta hækki ekki umfram 5% næsta ár „Við höfum verið með þijá embætt- ismenn í því síðan í síðustu viku að finna leiðir til þess að halda hækkun- um á opinberri þjónustu niðri á næsta ári. Markmiðið er að í heild verði hækkanir ekki umfram verðbólgu- spána, sem er um 5%,“ sagði Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra í morgun. í þessu verkefin eru Þórður Frið- jónsson efnahagsráðgjafi, Georg Ólafeson verðlagsstjóri og Hallgrímur Snorrason hagstofústjóri. „Með þessu ætlum við okkur að mæta óskum samningsaðila á vinnumarkaðnum,“ sagði ráðherrann „og ég hef trú á að það takist. Stofnanir standa að vísu mjög misjafnlega og sumar mjög vel eins og stofhanir Reykjavíkurborgar. Aðrsu eru illa staddar.“ Steingrímur nefndi sérstaklega Póst og síma og nýjustu, stóru hitaveitum- ar sem vandamál í þessu sambandi. Hann sagði að einnig ættu nokkrar stofnanir í greiðsluerfiðleikum vegna mikillar framkvæmdagleði. „Skattahugmyndir samningsaðila hafa einnig verið til skoðunar og að sumu leyti fara þær saman við okkar áform, til dæmis er einfoldun tekju- skattskerfisins. Annað er flóknara og verður ekki afgreitt á tveim, þrem dögum. Við munum koma til liðs í þessum kjarasamningum eins og nokkur kostur er á. En það verður ekki um nein bein fjárframlög úr ríkis- sjóði að ræða í þetta sinn,“ sagði forsætisráðherra. Ráðherrar biðu í morgun eftir fund- arbeiðni samningsaðila og Steingrím- ur sagði að hugsanlega kæmi ríkis- stjómin saman í framhaldi af slíkum ftindi. -HERB Það er ekki algengt aö íslenski fáninn sé notaður sem gluggatjöld, en Ijós- myndari DV kom auga á þennan fána í glugga á húsi við Álfhólsveg í Kópavogi. Til eru lög um islenska fánann en þar er ekki tekið fram aö ekki megi nota hann sem gluggatjöld þó svo að sumum geti fundist slík notkun óviðeigandi. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er lít- ið sem ekkert um það að fólk bendi á misnotkun islenska fánans sem flestir bera mikla virðingu fyrir. SJ/DV-mynd S. Efasemdir uppi um virðisaukaskattinn - óvíst hvort hann verður að lögum á þessu þingi „Annaðhvort er að ganga í þetta núna með þeim ásetningi að koma firumvarpinu í gegn þannig að það verði að lögum á þessu þingi. Ef menn hafa ekki tn' á að það gangi þá verður auðvita/ -kkert úr því að þessi kerfisbreytú .omist á 1. jan- úar 1988,“ sagði afur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfetæðis- flokksins, um virðisaukaskattinn. Efasemdir eru uppi um að virðis- aukaskattur, sem leysa á söluskatt, langstærstu tekjulind ríkissjóðs, af hólmi, verði að lögum á þessu þingi. „Þingflokkur Framsóknarflokks- ins hefur heimilað að frumvarpið verði lagt fram en með fyrirvara. Við gerum ráð fyrir því, eins hjá okkur auðvitað, að menn séu tilbún- ir að skoða breytingartillögur," sagði Ólafur. Andstaða fer ekki eftir flokk- um „Það er rétt að það er andstaða en hún fer ekki beint eftir flokkum, held ég. Það eru ýmsir sjúlfetæðis- menn andvígir virðisaukaskatti yfirleitt, mega ekki heyra hann nefhdan. Það er alveg ljóst að það verða ýmsir hagmunaárekstrar við það að þessi kerfisbreyting á sér stað. Það eru ýmsir sem hafa haft hag af því að við búum við gjörónýtt sölu- skattskerfi. Við töku virðisaukaskatts kemur söluskattur á ýmsar vörur og þjón- ustu sem sloppið hafa við söluskatt- inn til þessa. Og það er alveg ljóst að þeir sem lenda í því að þurfa að fara að borga virðisaukaskatt eru ekkert yfir sig hrifhir." - Er andstaða innan þingflokks sjálfetæðismanna við frumvarpið eða einstakar greinar þess? „Ég kann ekki að greina frá því. Menn voru á einu máh um að frum- varpið skyldi lagt fram. En það er eftir sem áður auðvitað efi í huga ýmissa manna um að þetta sé rétt og þó að menn hafi verið með þetta á milli handanna nánast óslitið í tólf ár þá þykir mönnum enn að þeir hafi ekki kynnt sér þetta nægi- lega vel til þess að þeir séu tilbúnir til þess að taka afetöðu. Það getur vel verið að það verði einu sinni enn að taka tillit til þessa. Þess vegna er ég ekki tilbúinn til að segja neitt ákveðnar um það hvort þetta mál nær fram að ganga núna eða ekki. Ég get ekki svarað því á þessari stundu." Söluskatturinn óréttiátur „Ég held að eftir því sem menn kynna sér þetta mál frekar þá skilji menn betur nauðsyn á kerfisbreyt- ingu. Mér virðist að það sé orðið ýmsum ljósara hverjir ágallar eru á söluskattskerfinu og að við getum ekki búið við það lengur. Við búum við 25% söluskatt sem er þannig að hann er óréttlútur skattur. Erfiðleikar við eftirlit stafa fyrst og fremst af því að undanþágur eru of margar. Og því er að minnsta kosti haldið að okkur, af þeim sem gerst þekkja, að það sé ekki hægt að bæta þessa flík þannig að einhver mynd sé á.“ - Jafnvel ekki með þeim 30 nýju starfemönnum, sem eru ætlaðir í virðisaukaskattinn? „Nei. Það er ekki hægt. Það held ég að sé alveg ljóst,“ svaraði Ólafur. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.