Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. Utlönd Stjórn Chiracs, forsætisráðherra Frakklands, er reiðubúin að breyta lítils háttar tillögunni að breytingum á starfsemi háskólanna en heldur að öðru leyti fast við áætlun sína. Þrátt fyrir mótmæli franskra stúdenta: Stjómin lætur ekki undan Forsætisráðherra Frakka, Jacques Chirac, og stjóm hans halda fast við hina margumdeildu áætlun sína um breytingar á starísemi háskólanna þrátt fyrir mótmæli stúdenta. Talsmaður forsetans tilkynnti, eftir klukkustundar langan fund í gær, að stjómin væri reiðubúin að breyta lít- illega þrem ákvæðum sem stúdentam- ir höfðu haíhað en að öðm leyti yrði ekki farið eftir tilmælum þeirra. Stúdentar héldu fjöldafundi um allt Frakkland í gær og búist er við að þeir haldi áfram mótmælaaðgerðum sínum. Fjöldagangan í París í fyrradag endaði með óeirðum og slösuðust tveir göngumenn alvarlega. Annar þeirra, sem var stúdent, missti auga er lög- regla kastaði handsprengju að honum. Um áttatíu lögregluþjónar slösuðust í átökunum. I gær vom verkamenn önnum kafn- ir við að mála yfir slagorð gegn stjóminni sem letruð höfðu verið á veggi utanríkisráðuneytisins. Einnig þurfti að setja nýjar rúður í söluskrif- stofu Air France en þar um kring urðu hörð átök í fyrrinótt. Við tilraunir sínar til að leysa deil- una hefur Chirac orðið fyrir miklum þiýstingi hægri sinnaðra innan flokksins en þeir em að mestu leyti ábyrgir fyrir tillögunni að lagabreyt- ingunum en þær fela í sér aukin réttindi háskólanna varðandi inn- tökureglur. Einnig er gert ráð fyrir að háskólamir geti sótt fjármagn til annarra en ríkisins. Óttast stúdentar að myndast geti enn meiri stéttaskipt- ing en þegar ríkir. Blóðugar óeirðir í Nýju Delhí Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innián óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbund. 8-9 Ab.Bb. Lb.Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 9-10,5 Ab 6 mán. uppsögn 10-15 Ib 12 mán. uppsögn 11-15.75 Sp Sparnaður - Lánsréttur Sparað í 3-5 mán. 9-13 Ab Sp. i 6 mán. og m. 9-13 Ab Ávisanareikningar 3-9 Ab Hlaupareikningar 3-7 Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Bb.Úb.Vb 6 mán. uppsögn 2,5-4 Úb Innlán með sérkjorum 8,5-17 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 5-6,5 Sb Sterlingspund 9-10,5 Ab Vestur-þýsk mörk 3,5-4 Ab Danskar krónur 7.5-9,5 Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 15,25-16, 25 Úb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge/19.5 Almenn skuldabréf(2) 16-17 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16-18 Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf Að 2.5 árum 5-6,75 Lb Til lengri tima 6-6,75 Bb.Lb.Úb Útlán til framleiðslu ísl. krónur 15-16,5 Vb.Sp SDR 8-8,25 Allir nema Ib Bandarikjadalir 7.5-7.75 Allir nema Bb.lb Sterlingspund 12.75-13 Allir nema Ib í Vestur-þýsk mörk 6.5 Allir nema Ib Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala 1517 stig Byggingavisitala 281 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% 1. okt. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 111 kr. Eimskip 228 kr. Flugleiðir 180 kr. Hampiðjan 131 kr. Iðnaðarbankinn 128 kr. Verslunarbankinn 98 kr. Mikill viðbúnaður var hjá ind- verska hemum í gær þar sem óttast var að sjö manns hefðu látið lífið í átökum fyrir utan stærsta hof síkka í Nýju Delhí. Hafði fjórtán ára gamall síkki ekið vömbíl á áttatíu kílómetra hraða inn í röð lögregluþjóna úr varaliði því er kallað hafði verið út vegna undanfar- inna óeirða og létust þrír lögreglu- þjónanna. Að því er indversk fréttastofa grein- ir frá drógu æfareiðir lögregluþjónar varaliðsins tvo menn úr bílnum og börðu þá til dauða. Haft er eftir vitni að bílstjórinn hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir barsmíð þá er hann hlaut. Einnig létust tveir síkkar er varaliðsmennimir skutu á hóp sem safhast hafði saman og kastað gijóti í þá. Einnig lentu þeir í ryskingum við lögreglumenn Nýju Delhí, börðu á fréttamönnum, sem vom þar nálægt, og eyðilögðu fjögur farartæki síkka er áttu leið hjá. Eftir fjöldamorð síkka á hindúum síðastliðinn sunnudag hafa hindúar safnast saman undanfama viku við hof síkka til þess að láta í ljós reiði sína. Á þriðjudaginn tókst hundrað síkkum, vopnuðum sverðum, að bægja frá sjö þúsund manns áður en lögregla kom á vettvang. Valdaráns- samsærí í Egyptalandi Sú uppljóstrun að bókstafstrú- aðir múhameðstrúarmenn hafi verið með ráðabmgg um að steypa stjóm Egyptalands hefur vakið athygli á öryggisvandamálum landsins. Fjórir Hðsforingjar era meðal þeirra þijátíu og þriggja sem eiga yfir höfði sér réttarhöld og lífstíð- arfangelsisvist ef þeir verða dæmdir sekir. Fréttir hafa ekki borist af því hvenær mennimir vom handtekn- ir en það virðist sem einhver tengsl séu á milli handtöku þeirra og annarra sem handteknir vom fyrir hálfu ári þegar kveikt var í ýmsum leikhúsum Kaíróborgar og mynd- bandaverslunum. Litið var á íkveikjuna í mynd- bandaverslununum sem merki þess að bókstafstrúaðir múhameðstrú- armenn hefðu verið að verki en þeir fyrirlíta allt sem þeir telja að komið sé frá Vesturlöndum. Við önnur tilfelli á þessu ári hafa múhameðstrúarmenn verið handteknir í Alexandríu með handsprengjur í fórum sínum sak- aðir um að hafa ætlað að fremja skemmdarverk á ríkisútvarpinu þar í borg. Og í Assiut er andrúms- loftið spennu þrungið. Her ísraelsmanna hefur margsinnis átt í útistöðum við stúdenta á vesturbakkanum og í fyrradag voru tveir stúdent- ar skotnir til bana. Vesturfoakkinn: TVeir stúdentar skotnir til bana (1) Við kaup á viðskiptavíxlum.og við- skiptajjkuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbankinn reiknar þó vexti af viðskiptavíxlum miðað við 19,5% árs- vexti. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skamm'tafanir: Ab=Alþýðubankinn, 3b = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparísjóðirnir. Yfirmenn ísraelshers hafa farið fram á rannsókn vegna atburðarins er ísra- elskir hermenn skutu til bana tvo palestínska stúdenta í gær og særðu fimmtán. Höfðu þeir tekið þátt í mót- mælagöngu gegn ísrael við Bir Zeit háskólann á vesturbakkanum. Fréttir herma að sjö stúdentar og lektor hafi verið handteknir. Að sögn talsmanns hersins skutu hermennimir upp í loftið og á jörðina eftir að stúd- entar höfðu reist steinvígi og hrópað slagorð gegn hemámi ísraela og árás- um þeirra á Palestínumenn í Líbanon. Haft er eftir stúdentum að hermenn- imir hafi hafið skothríð inn í hópinn án nokkurrar viðvörunar. Um 60 stúdentar, bæði arabar og gyðingar, mótmæltu fyrir utan bústað Shamirs forsætisráðherra í Jerúsalem eftir atburðinn. Félagar hinna látnu fluttu líkin af sjúkrahúsinu til greftrunar. Lögregla leitaði að líkunum þar sem óttast var að ef þeir yrðu bomir til grafar f Jerú- salem gæti það komið frekari óeirðum af stað. Samtals em um þrjú þúsund og fimm hundmð stúdentar við nám í Bir Zeit háskólanum sem er sá næststærsti á vesturbakkanum. Hafa háskólastúd- entar oft og tíðum átt í útistöðum við her Israelsmanna sem fyrirskipað hef- ur lokun háskólans öðm hvom. Israelsmenn hertóku vesturbakkann 1967 en hann tilheyrði þá Jórdaníu. Tæp milljón araba og fimmtíu þúsund gyðingar búa á svæðinu. Leki í kjarnorkuveri Tæpar tvær milljónir litra af geislavirku vatni hafa lekið í Hatch kjamorkuverinu í suðaust- urhluta Georgíufylkis í Bandaríkj- unum. Tólf starfsmenn kjamorku- versins em sagðir hafa komist í snertingu við vatnið. Starfsmönnum kjamorkuversins og almenningi var ekki talin stafa hætta af lekanum sem varð er rangur loki var opnaður. Frá 1980 hafa orðið tíu óhöpp í þessu sama kjamorkuveri og hefur forsvarsmönnum þess verið gert að greiða sektir upp á þijú hundr- uð sextíu og níu þúsund dollara samtals. Vaknaði tannlaus Hollendingur nokkur fór til tannlæknis til þess að láta draga úr sér tönn. Var hann svæfður en er hann vaknaði brá bonum heldur betur í brún þar sem búið var að draga úr honum allar geiflumar. Var greint frá þessu í tann- læknablaði. Þess var einnig getið að tannlæknirinn hefði verið ám- inntur opinberlega og gert að greiða hluta aðgerðarinnar þar sem hann hafði hvorki ráðfært sig við sjúklinginn né starfsfélagana áður en hann beitti töngunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.