Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfuféiag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Búvörumafían sækir fram Ánægjulegt er, að þingmenn, með Karl Steinar Guðnason í broddi fylkingar, hafa gert tilraun til að vara ríkisstjórnina við áformum búvörumafíunnar um að ná tökum á eggjaframleiðslu í landinu - gegn hags- munum launþega, neytenda og skattgreiðenda. DV hefur undanfarnar vikur skýrt frá tilraunum gælufyrirtækisins íseggs til að kaupa eggjaframleiðslu- hluta Holtabúsins og ná þannig tæpum eða rúmum helmingi eggjadreifingarinnar í landinu. Með því fengi ísegg lagalegan grunn til að heimta kvótaskiptingu. ísegg er eitt af nýjustu gæludýrum búvörumafíunn- ar. Því var komið af stað með fé úr sjóðum, sem neytendur halda uppi í verði ýmissar einokunarvöru hins hefðbundna landbúnaðar. Það átti að safna smá- framleiðendum saman undir hatti búvörumafíunnar. Þannig átti að nota peninga neytenda til að gera framleiðslu mafíubændanna ódýrari en framleiðslu hinna sjálfstæðu bænda, sem reka stórbú og halda niðri verði á eggjum. Þannig átti smám saman að koma upp einokun, eins og einnig hefur verið reynt með ísfugli. Þetta hefur gengið hrapallega. ísegg er á heljarþröm og rambar á barmi gjaldþrots. Reksturinn hefur verið í þungum stíl búvörumafíunnar. Fyrirtækið hefur greitt eggjabændum seint og illa og lítið, svo að margir þeirra hafa gefizt upp á viðskiptunum við gæludýrið. Ráð búvörumafíunnar til lausnar er, að ísegg kaupi stærsta eggjabú landsins, eggjahluta Holtabúsins. Þar með fengi ísegg hinn langþráða helming eggjadreifing- arinnar í landinu og gæti krafizt þess, að samkeppni yrði lögð niður með kvótakerfi. Samkvæmt búvörulögum, sem Framsóknarflokkur- inn og Sjálfstæðisflokkurinn bera ábyrgð á, er land- búnaðarráðherra heimilt að skella kvótakerfi á nýjar búgreinar, ef meirihluti framleiðenda í viðkomandi grein fer fram á það. Þetta vald vill ráðherra nota. Þar sem ísegg getur ekki keypt eggjahluta Holtabús- ins af eigin rammleik, er enn einu sinni leitað til eins hinna mörgu sjóða, sem búvörumafían liggur á. Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins hefur tekið á sínar herðar 50-70 milljón króna ábyrgð handa íseggi til kaupanna. Framleiðnisjóður hefur beðið landbúnaðarráðherra að heimila þessa fáránlegu fyrirgreiðslu. í umræðunum á Alþingi í gær lofaði ráðherrann að bera málið upp í ríkisstjórninni. Því er ekki enn ljóst, hvort búvörumaf- íunni tekst að ná eggjaframleiðslunni undir sig. Ef það tekst, er fyrst settur á kvóti og verðið síðan hækkað í skjóli einokunarinnar, nákvæmlega eins og gert hefur verið í hinum hefðbundnu greinum, mjólkur- og sauðíj árafurðum. Þar hefur slík framleiðslustýring leitt til okurverðs og offramleiðslu í senn. Markmið búvörumafíunnar er tvíþætt. Annars vegar vill hún gera smáum og óhagkvæmum framleiðendum kleift að halda áfram í skjóli okurverðs. Hún vill hlífa þeim fyrir samkeppni frá stóru búunum, sem hafa þanizt út, af því að þau hafa boðið neytendum lægra verð. Hitt markmiðið er að hækka svo verð á afurðum hlið- arbúgreinanna, að þær valdi hinum hefðbundnu búgreinum minni samkeppni en ella. Búvörumafían vonar, að á þann hátt megi aftur færa hluta neyzlunnar til hinna hefðbundnu greina og lækka afurðafjöllin þar. Sókn búvörumafíunnar er á kostnað neytenda, eink- um láglaunafólks, svo og skattgreiðenda. Ef hún nær eggjunum, tekur hún kjúklingana og svínakjötið næst. Jónas Kristjánsson Hvert er þessi rúta að fara? í talfæri Gunnar Gunnarsson komið Angmaksalik!" galaði maður til þeirra fullorðnu sem gátu þá farið að búast við heimsfréttunum. Af ein- hverjum ástæðum voru þessar „veð- urfregnir frá VeðUrstofunni" það leiðinlegasta útvarpsefrii sem maður gat hugsað sér - en vissulega ákaf- lega nauðsynlegar. „Fyrir sjómenn- ina,“ sagði fullorðna fólkið. Núorðið, þegar útvarpsstöðvaniar eru fleiri en ein og meira að segja komið sjónvarp úr ýmsum áttum hef ég fest ást á upplýsingastaglinu frá Veðurstofunni. Ég kveiki á gamla útvarpinu mínu klukkan fimmtán mínútur fyrir sjö og hlusta hugfang- inn á lesarann - og finnst því skemmtilegra sem hann les stirðleg- ar; Angmagsalik, Djúpidalur, Sauðanes, Leirvik og veðurskipin (já, hvar eru veðurskipin Líma og Bravó og öll hin?) eru fastir punktar í tilverunni, mynda mína heimsmynd og ég slekk á viðtækinu hvenær sem árás bö byijar ellegar bylgjuballið. Og nú efast ég um að ég þori að fikta framar við útvarp þegar þeir eru famir að hóta gospelgaspri líka. Hér áður notuðu þeir hjá gamla Utvarp- inu guðsorð í dagskrárlok til þess að „hreinsa tækin“ eins og þeir sögðu. Nú er allur „Ijósvakinn" orð- inn útbíaður og ekki séns að skrúbba, sama hve mikið þeir god- sprella. Eyrnaskítur Hin eintóna poppmúsík, sem út úr útvarpi og sjónvarpi stendur, mun án efa einhvem tíma í framtíðinni verða tekin til marks um götótta menningu okkar tíðar. í raun og veru er það afar ótrúlegt að allur fjöldinn hafi skemmtun af því að fylgjast með vinsældalistanum elleg- ar fylgjast með endalausri sagnfræði poppsins sem sjónvarpið býður manni í síbylju. En allt það mál skiptir í raun litlu: maður snýr sér undan, slekkur á apparatinu og finn- ur sér eitthvað að gera: það er nefhilega lúxus að vera uppi á vorri tíð þegar það er allt að þvi ljótt að láta sér leiðast. En í allri hávaðam- engun tíðarinnar langar mig að benda á hliðstæðu í sögunni. í Aust- urstræti hefur mektugi kaupmaður- inn í Kamabæ (hvílíkt skrípanafn!) komið upp hátalara og mokar út í gegnum hann þeim eymaskít sem honum finnst að sé góður í fólkið. Á síðustu öld var þama búandi annar velmektar bóndi og sá hafði fjós og veitti haugnum út á gangstéttina þar sem fólkið átti að komast þurrum fótum. Það þurfti sérstaka samþykkt í bæjarstjóm til að neyða bóndann út í að veita sínum skít annað. Eitt- hvað svipað þyrfti að gera við þennan Gulla. Gunnar Gunnarsson. Milan Kundera sagði í viðtali við íslenskan blaðamann um daginn að hann teldi það misskilning að hægt væri að læra af reynslunni. Hvemig á það að vera hægt? spurði rithöf- undurinn og heimspekingurinn - enginn dagur er eins og gærdagur- inn, vandamálin jafhan ný af nál- inni. Orðalagið var reyndar eitthvað annað, en inntakið þetta. Samkvæmt þessu hlýtur hver dagur að vera sem merkilegt ævintýri - og hugtökum eins og vana eða leiðindum ofaukið. Trúlega á Kundera ekki nákvæm- lega við það. Ég reikna með að hann geti fallist á það að rútuferð milli Reykjavíkur og Keflavíkur í dag sé svipuð þeirri og farin var í gær - að minnsta kosti hvað bílstjórann snertir. Og þegar bílstjórinn, sem ekið hefur þessa vegalengd heila starfsævi, lítur yfir farinn veg mun hann væntanlega eiga erfitt með að minnast hverrar einstakrar ferðar. Samt em dagamir ekki ljósrit hver af öðrum. Fólkið í Keflavíkur- rútunni er ekki það sama dag eftir dag, bílstjórinn lendir í margs konar veðri, þarf að bregðast við ýmsum viðburðum og heilsa upp á margan manninn. Það er reyndar ákaflega skemmti- legt að fylgjast með fólki í starfi, horfa á nýliða og bera saman við þá sem orðnir em vanir. „Gömlu hundamir“ em oft og tíðum svo augljóslega þreyttir, eða orðnir upp- fullir af þeim misskilningi eða vitneskju - að hver dagur sé ljósrit af öðrum og allt jafri hundleiðinlegt. Við könnumst við þessi þreytulegu, jafiivel geðillskulegu viðbrögð þess vana þegar sá óvani ber upp einfalda spumingu: Hvert er þessi rúta að fára? Aö láta sér leiðast í nútímanum leggja menn sig í framkróka við að útrýma leiðanum. Krafa tímans er að allt sé skemmti- legt. Við sem orðin erum svo háð fjölmiðlum af öllu tagi heimtum að þessir miðlar séu svo óskaplega skemmtilegir: útvarp, sjónvarp, blöð, tímarit, bækur, kvikmyndir og mál- verk. Allt einn samfelldur skellihlát- ur. Fyrir nokkrum árum sat ég gest- komandi á heimih einu og einkason- urinn, tíu ára, kom heim úr skólanum og settist hjá okkur, fiiður sínum og mér, og var gráti nær. - Hvað er að? spurði faðirinn. - Það var svo leiðinlegt í skólan- um, sagði stráksi. Faðir hans útskýrði þá fyrir syni sínum að það væri ekkert athuga- vert við það þótt lífið væri stundum óskaplega leiðinlegt - því ef það væri ekki stöku sinnum leiðinlegt yrði það aldrei skemmtilegt. - Við getum ekki haft áramóta- skaup á hveijum degi - það verða allir vitlausir af því. - Það er rétt, sagði bamið og tók gleði sína. í bamaskólanum var okkur sagt frá íslenskri baðstofumenningu fyrri tíma. Ég man hve illa mér gekk að skilja orðið „baðstofa". Ég setti það auðvitað í samband við sundlaug eða baðherbergi og mér vitanlega var engin sérstök „menning" á þessum stöðum, bara vatn, sápa og berir kroppar. En þessi gamla baðstofu- menning, sem bamaskólinn kenndi okkur um, sagði firá fólki sem sat á rúmum sínum og kembdi hærur, spann þráð, tálgaði eða skar út, kvað rímur, sagði sögur ellegar las upp úr guðsorðabókum. Þessi mynd af forfeðrum vorum fyllti mig óskaplegum leiða og samúð með þessu fólki. Ég var svo sann- færður um að þessi löngu kvöld í torfkofa hefðu verið svo brjálæðis- lega leiðinleg; hugsið ykkur bömin sem vom útkeyrð eftir langan vinnudag að þurfa að dotta undir guðsorðaþmglinu við suð í rokk og skraf í fólki. Þarna inni hefur mann- skapnum ekki leyfet að leika sér. En spumingin er svo vitanlega sú hvort hugtakið leiðindi hafi yfirleitt verið til. Tilveran hjá flestum var auðvitað bara vinna og hvíld; leiðinn er ný uppftnning. „Veðurfregnir frá Veðurstof- unni“ Á þeirri sælu tíð þegar aðeins var til ein útvarpsstöð á íslandi var maður stundum látinn hlaupa frá verki til að nema fréttimar ellegar veðrið. Þegar lesarinn á Veðurstof- unni stautaði sig gegnum skeytin, þuldi nöfnin á veðurathugunarstöð- unum vissi maður hvar maður var kominn á sólarhringnum. „Það er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.