Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. 11 Er súpan innifalin? Ef ég væri ríkur, söng fiðlarinn á þakinu og hefur ekki verið einn um þá ósk. Hver hefur ekki átt sér þann dagdraum að græða á tá og fingri og eignast milljón í banka og kaupa hlutabréf í arðvænlegum fyrirtækj- um? Við lesum um það í ævintýrun- um og skáldsögunum hvemig ríka fólkið siglir um á snekkjunum og erfðaprinsamir heilla fegurðardís- imar. Við fylgjumst með því í tísku- blöðunum hvemig fína fólkið skartar sínu fegursta og sveiflar sér-í veislun- um. Og við sjáum auðkýfinganá aka um á drossíunum sínum og drekka kampavín með morgunmatnum. Hauningjan brosir við hvert fótmál og áhyggjumar hverfa eins og dögg fyrir sólu. Ó, þú sæla unaðslíf, ef ég bara væri orðinn svona ríkur. Þannig lá maður upp í loft á kvöld- in, ungur og óreyndur, og lét sig dreyma um ríkidæmi framtíðarinnar og beið þess með óþreyju að komast til manns til að höndla auðæfin og hamingjuna. Svo liðu árin, alvaran tók við og það tognaði á biðinni eftir auðæfun- um. Nú er ég orðinn miðaldra eins og sagt er um menn á besta aldri og er enn að bíða. Smám saman er ég farinn að sætta mig við að ef ég verð einhvem tímarln ríkur þá verður það sennilega of seint. Maður lifði að vísu lengi vel í voninni um happ- drættisvinninga, milljón hjá SÍBS eða einbýlishús hjá DAS, en það hálmstrá lét einnig bíða eftir sér og nú er ég löngu hættur að spila í happdrættum. Með sveittan skallann Samt vom það ekki happdrættin sem bmgðust, enda er manni sagt að happdrættisvinningar séu ekki til þess að ganga út. Mér varð á í mess- unni með öðrum og dapurlegi hætti. örlagaríkustu mistökin í þeirri fyrir- ætlan minni að verða ríkur var það glappaskot að ganga langskólaveg- inn. Þama sat ég í nærri því tuttugu ár með sveittan skallann og taldi mér trú um að ég væri að búa mig undir framtíðina og auðæfin. Fyrst landspróf, þá stúdentspróf, síðan há- skólapróf. Með ölium þeim þrautum og þrekraunum sem slíkrnn prófum fylgja. Langir dagar og svefíilausar nætur yfir skmddum og skólabókum, sjálfspíningu og sjúklegum mein- lætalifíiaði. Ekki þar fyrir að maður lifði sult og seym, enda tókst stúd- entum þeirra daga að fleyta fram lífinu með þeirri nýtni og ráðdeild sem hvarf út í buskann eftir að námslánin spilltu stúdentafátækt- inni. Ógæfa mín var hins vegar sú að ég náði prófunum. Á endanum sat ég uppi með háskólamenntun sem einhvem veginn varð að nýta. Það fór þess vegna fyrir mér eins og svo mörgum háskólagengnum vesal- ingnum að leiðin lá í embættis- mennsku að náminu loknu og þá höfðu næstum því þrátíu fyrstu ár ævinnar farið til spillis við að lesa bækur, í stað þess að græða fé. Eftir því sem mér skildist á góðviljuðu fólki hreppti ég væna stöðu og átti að una hag mínum vel. Þó var það svo einkennilegt að hversu mikið sem ég vann og hversu lengi sem ég beið létu háu launin stöðugt á sér standa og það var jafnan tvísýnt ástandið á heftinu þegar dró að mán- aðamótum. í þá daga þótti ekki við hæfi að barma sér enda blankheitin heldur ekki þess eðlis að maður þyrfti að segja sig á sveitina. Þar að auki vom til ýmsar aðferðir sem gerðu manni lífið léttara. Til að mynda ef farið var í leigubíl með öðrum var hag- kvæmt ráð að vera nógu lengi að taka upp veskið, þangað til ömggt var að einhver annar var búinn að borga bílinn. Það var hægt að fara á völlinn í seinni hálfleik þegar þeir vom hættir að selja inn og í bönkun- um var ráðið að draga allar afborg- anir í lengstu lög þangað til verðbólgan hafði étið upp eftirstöðv- amar. Stundum neyddist maður til að borða á vertshúsum með félögunum til þess að vera maður með mönnum enda þótt það væri lúxus sem ekki hæfði óbreyttum. Þá var farið vel yfir matseðilinn og spurt með alvöru- þunga: Er súpan innifalin? Það var aldrei valinn annar réttur en sá sem hafði súpima innifalda. Reyndar sé ég af nýjustu blaðadeil- unum að fátækir námsmenn em ekki dauðir úr öllum æðum enn og eiga góða að þegar flytja þarf bíltíkumar heim. í gamla daga áttu menn hvorki bíltíkur né aðgang að forstjórum, þannig að það em greinilega enn ráð. við námsmannafátæktinni. Fór á hausinn Ég er sem betur fer sloppinn úr húsmennsku hjá hinu opinbera fyrir löngu en enn þann dag í dag sé ég að háskólamenntaðir opinberir starfsmenn heyja harða og fremur vonlausa baráttu fyrir bættum kjör- um sínum. Mér er sagt að þeir séu svona nokkum veginn hálfdrætting- ar á við venjulegan iðnaðarmann, Ellert B. Schram hvað þá kaupsýslumenn, en njóta þó þeirra forréttinda að mega greiða skatta fram yfir aðra. Tannlæknamir hafa að vísu nokkra sérstöðu meðal háskóla- manna og það komu tímabil í ævi minni sem ég syrgði það mjög að hafa ekki farið í tannlæknadeildina, þó ekki væri fyrir annað en að geta gert við mínar eigin tennur sjálfúr. En svo sá ég þáttinn hjá honum Palla frænda um daginn og tók gleði mína á nýjan leik. Þar heyrði ég og sá að tannlæknar em hálfgerð lág- tekjustétt og það er greinilega tóm lygi að tannlæknar séu svona ríkir. Mér létti stórum við að heyra að ég hef ekki misst af auðæfunum þar. Einu sinni ákvað ég að gerast bis- nessmaður og keypti hlutabréf í vel metnu fyrirtæki sem hafði forstjóra á hverjum fingri og virtist pottþétt miðað við hvað forstjórunum vegn- aði vel. Áður en árið var liðið hafði þetta fyrirtæki farið á hausinn og ég er enn að borga hlutabréfið mitt í þrotabúið með vöxtum og verðbótum og sé ekki betur en skuldin hækki í öfugu hlutfalli við afborganfrnar. Nú hefur því jafhan verið haldið fram að hver sæmilega gefinn ungl- ingur eigi að leggja stund á lang- skólanám og hamrað á því að mennt sé máttur. Það getur vel verið rétt, en sá máttur er þá i mesta lagi fólg- inn í þeim mætti sem faðir vorið predikar og tilheyrir guðsríki. Það er alla vega of seint fyrir mig. Sú spuming gerist nefnilega áleitin hvort gáfur séu sama og greind, því það getur varla talist greindur maður sem er svo vitlaus að halda að hann komi undir sig fótunum með því að stunda nám fram að fertugu til þess að þiggja lúsarlaun að því loknu. Sú greind er að minnsta kosti ekki mjög praktísk. Sannleikurinn er sá að þeir sem voru svo heppnir að ná ekki prófúm eða nenntu hreinlega ekki að leggja fyrir sig vita gagnslausan lærdóm hafa öðrum fremur orðið ofan á í líf- inu eins og sagt er um þá sem efnast. Þegar ég sé til þessara manna, virði fyrir mér einbýlishúsin þeirra og bíl- ana og dugnaðinn, sem einkennir þá, hugsa ég stundum skaparanum þegj- andi þörfina fyrir þá ógæfu, sem henti mig, að halda ég hefði greind til að læra. Bara að ég hefði fallið á prófunum og orðið ríkur í staðinn! Þeir plumma sig Sjáið þið bara hvemig þeir plumma sig, strákamir, sem slepptu langskól- unum. Pálmi í Hagkaup reisir stærstu verslunarhöll norðan Alpa- fjalla. Óli Laufdal kaupir Sjallann, eftir að vera búinn að kaupa Hótel Borg og byggja Broadway. Óli Sig leggur undir sig Vörumarkaðinn og reisir kaffibræðslu og kaupir svo Olís með annarri hendinni. Blöðin segja að hann sé prentlærður upp á punt en hafi ekki einu sinni haft fyr- ir því að stunda prentið í hjáverkum. Huldumaðurinn Helgi Jónsson reisti sér hótel í Hveragerði og snaraði síð- an út sextíu milljónum til að leggja í Amarflug. Ekki fara heldur neinar sögur af langskólanámi hjá Helga þessum. Já, það er ekki hveijum manni gefið að verða ríkur nema þá þeim sem hafa gætt þess að láta ekki menntunina tefja sig frá gróðanum. Eihhver sagði frá því í þinginu um daginn að ung stúlka hefði lagt á sig háskólanám í hjúkrunarfræðum en uppgötvað að náminu loknu og fjór- um árum of seint að hún gæti haft þreföld laun í flugfreyjustarfi á við hjúkkustarfið á spítalanum. Þó hafði hana aldrei dreymt um að verða rík heldur bara þetta venjulega að eiga í sig og á. Það er víst til of mikils mælst að hjúkrunarfræðingar hafi nóg fyrir sig að leggja úr því þeir em svo vitlausir að mennta sig fyrir ævistarfið! Lukkunnar pamfílar Ekki get ég neitað því að stöku sinnum á lífsleiðinni hafa mér áskotnast allsæmileg laun. Ég hef meira að segja stundum haft rök- studda ástæðu til að halda að nú væri ég brátt að verða ríkur. En þá er eins og við manninn mælt að skatturinn hefúr óðar komið með krumluna og hirt bróðurpartinn af afrakstrinum. Mér er satt að segja ómögulegt að sjá, hvað þá skilja, hvemig nokkur maður getur orðið ríkur með því að afla sér tekna. Enda sé ég það í skattskránni, þegar ég fletti henni mér til hugarhægðar, að það em einmitt mennimir sem enga skatta borga sem verða ríkir. Það em mennimir sem kaupa fyrirtækin fyrir milljónimar. Sannast hér enn sem fyrr að það ber vott um mestu greindina að sleppa langskólaprófum og hafa vit á þvi að vinna sér ekki inn fyrir launum sem skatturinn hirðir. Það er kallað að hafa pen- ingavit og er ekki öllum gefið. Allra síst þeim sem taldir em vel gefnir. Einhveijar stéttir hjá ríkinu hafa svindlað á kerfinu með þvi að semja um bílastyrki í kaupbætur. Þetta mun vera hið alvarlegasta mál, og nú em nokkrir alþingismenn búnir að leggja fram þingsályktunartillögu um að skatturinn grípi í taumana. Það er auðvitað ófært að láta lág- launafólk komast upp með þann óskunda að lauma sér undan skattin- um með svona lummulegum aðferð- um. Þannig ber allt að sama brunni. Menntun og auðæfi eiga litla sam- leið. Þaðan af síður skattar og gróði. Það er sitt hvað gæfa og gjörvileiki. Um þetta er víst fátt að segja. Maður verður að láta sér nægja dag- draumana úr því sem komið er og gratúlera þeim lukkunnar pamfílum sem hafa haft vit á því að stytta sér leið framhjá langskólanáminu og vísindunum og máttlausu menntun- inni. Alveg öfúndarlaust. Maður finnur þó alténd ilminn af réttunum frá þeim ríku. Og svo má alltaf panta sér sams konar rétti þar sem súpan er innifalin! Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.