Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Side 12
12 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. Lausafj áruppboð Nauðungaruppboð á lausaljármunum fer fram í dag, laugardag 6. desember, og hefst kl. 13.30 við vörugeymslu Dvergs h/f við Flatahraun í Hafnarfirði. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Fjáröflun til byggingar Biblíuskólans á Eyjólfs- stöðum á Héraði Samtökin Ungt fólk með hlutverk eru með kökubasar og föndur í Grensáskirkju sunnu- daginn 7. desember eftir messu (um kl. 15.) til styrktar byggingu Biblíuskólans á Eyjólfsstöð- um á Héraði. Góðar kökur og glæsilegt föndur. # BIAGK&DECKER jólatilboðinu Borvél, D154 R, + taska + stein- bor og tappasett + vírboltaburs’i + gúmmídiskur + 5 stk. sand- diskar. Jólaverð 5.804,- Slípijuðari, ON 41, + 10 stk. sandpappír P-60 + 10stk. P-100 + 10 stk. P 150. Jólaverð 2.613,- Stingsög, DN 531, + 3 stk. járn- blöð + 3 stk. gróf blöð + 3 stk. spónblöð. Jólaverð 3.003,- Hefill, ON 712, + hefilpoki. Jóla- verð 5.328,- Hitabyssa, HG 991, + sköfusett með 3 sköfum. Jólaverð 3.248,- Þú borgar fyrir vélina. Fylgihlutimir fylgja með. SÖLUSTAÐIR Reyjavik Bílanaust, Síðumúla 7-9 G. Þorsteinsson & Johnson, Ármúla 1 Haukur og Ólafur raftversl., Ármúla 32 Húsasmiðjan, Súðarvogi 3-5 Verslunin Brynja, Laugavegi 29 Zimsen, Hafnarstræti 21 Zimsen, Ármúla 21 Kópavogur Byko, Nýbýlavegi 6 Hafnarfjörður Byko, Dalshrauni 15 Lækjarkot, Lækjargötu 32 Akranes Versl. Axels Sveinbjörnssonar Ólafsvík Versl. Vík Tálknafjörður Bjarnabúð Ísafjörður Skipasmiðast. Marseliusar Bolungarvík Jón Fr. Einarsson, versl. Ólafsfjöður Valberg, byggingav. Húsavik Grímur og Árni Seyðisfjörður Stálbúðin Egilsstaðir Bílafell Neskaupstaður Raftversl. Sveins Elíass. Grindavik Bláfell Keflavík Stapafell Vestmannaeyjar G.S. byggingavörur Merming Hörpukeisari og harmleikari Mlchael Grant - Neró, 272 bls. Oagur Þorleitsson þýddi. Öm & örtygur, 1986. Þegar spurt er um helstu fól mann- kynssögunnar eru menn gjamir á að nefha Neró keisara. Á spjöldum sög- unnar hefur varðveist mynd af Neró sem holdtekju allra helstu lasta sem viðgengust á hnignunarskeiði Róma- veldis. Hann stendur okkur ljóslega fyrir hugskotssjónum eins og Tasítus lýsti honum þar sem hann horfir yfir hina brennandi Rómaborg, syngur fjálglega og leikur á hörpu. Menn hafa ekki einasta kennt Neró sjálfum um þennan bruna - hann vantaði lóð- ir undir glæsihöll þá sem síðar varð Gullhýsið - heldur einnig um að hafa skellt skuldinni á kristna menn og látið ofsækja þá fyrir. Meðan hann stjómaði Rómaveldi (54-68), hefur einnig verið talið að hann hafi fyrirkomið Brittaníkusi, syni Kládíusar, forvera síns í keisara- stóli, og látið drepa Agrippínu, móður sína, svo og Oktaviu, fyrri konu sína. Ýmsa fyrirmenn lét Neró einnig myrða fyrir litlar sem öngvar sakir. Sjálfur lagðist Neró í taumlausan ólifiiað og þótti sérfræðingur í ýmiss konar kynsvalli. Þetta segja ýmsar sagnfræðilegar heimildir, misjafnlega berum orðum. Vilhallir og trúgjarnir En hefði Neró farið eins illa út úr sögunni hefði hann látið kristna menn í friði? Flest af því sem við vitum um hann hefur nefhilega verið tilreitt af kristnum söguspekingum og annála- riturum. Ekki eru rómverskir sagnfræðingar heldur nógu áreiðanlegir. Þeir Tasít- us, Svetóníus og Díó Kassíus, sem mest skrifuðu um Neró, voru allir uppi nokkru eftir dauða hans. Auk þess vom þeir mjög svo vilhallir og trúgjamir. Oftar en ekki studdust þeir við end- urminningar Agrippínu, móður Nerós, sem ekki fékk að deila völdum með Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson syni sínum og var þarafleiðandi ansi hvassyrt um son sinn. Sagnfr æðingar nútímans, þar á með- al Michael Grant, sá sem skrifar bók þá sem hér er til umræðu, hafa gert mikið til að rétta við orðstír Nerós. Þeir draga vissulega ekki fjöður yfir lesti keisarans, sjúklega tortryggni, lostasemi og hégómagimd, en reyni þó ekki að eigna honum allt það sem upp á hann hefur verið borið. Grant telur til dæmis mjög ósenni- legt að Neró hafi ráðið Brittaníkusi bana, telur fráleitt að hann hafi kveikt í Rómaborg, og vill alls ekki eigna honum frumkvæðið í ofsóknum á kristnum mönnum. Það kemur einnig fram í bók Grants að í tíð Nerós hafi Rómaveldi verið stjómað „dável“. Landamæri vom vel varin, víkingum var stökkt brott af Svartahafi, Korbúló, hershöfðingi Ne- rós, lagði Armeníu aftur undir ríki Rómveria og við hina herskáu Parþa var gerður griðasamningur sem stóð í fimmtíu ár. Söng og dansaði Grant telur einnig að dregið hafi verið úr spillingu dómsmála og skatt- heimtu í stjómartíð Nerós og vel hafi verið farið með fjármuni ríkisins. Neró fær einnig hól fyrir afskipti sín af listum. Sjálfur átti hann þá ósk heitasta að verða mikill listamaður og reyndi ákaft að læra aðskiljanlegar listgreinar, höggmyndalist, málaralist, söng og ljóðagerð. Safhaði Neró um sig skáldum og listamönnum, keppti við þá og örvaði þá til dáða, svo fremi þeir leyfðu honum að vinna allar keppnir sem hann tók þátt í. Gullhýsið mikla, sem Neró lét reisa, var tímamótaverk í rómverskri bygg- ingalist, og betri og fegurri Rómaborg reis upp úr rústum brunans mikla árið 64, þökk sé Neró. Eftir sem áður var Neró samt „mannskæður" segir Grant, og bætir við: „Ekki þó nema þegar hann var hræddur, en því miður lét hann auð- veldlega hræðast. Stjóm hans var ógnarstjóm, vægari þó en algengt er nú á tímum, því að ógnir hans og hryðjuverk náðu ekki til nema örlítils hluta þegna hans.“ Bók Grants er umfram allt alþýðleg í besta skilningi. Ferill Nerós er ekki tekinn til gagngerrar endurskoðunar, heidur dregur höfúndur aðeins saman það sem vitað er með vissu um keisar- ann. Flest annað er látið liggja milli hluta, nema hvað helstu sögusagnir em skoðaðar og léttvægar fúndnar. Aðall þessarar bókar er myndskreyt- ing hennar. Birtur er mikill fiöldi mynda af allrahanda dýrgripum og fomminjum sem tengjast Neró og stjómartíð hans, auk alls kyns skýr- ingarmynda. Fyrir okkur leikmennina í sagnfræði er þessi bók kærkomin viðbót við doð- rantá þeirra Durant-hjóna og fleiri alþýðufræðara. Dagur Þorleifsson hef- ur þýtt hana á lipra og tilgerðarlausa islensku. -ai Ijóshærð og Ntfríð en... Et þú bara vissir. Höfundur: Helga Ágústsdóttir. Utgefandi: Iðunn. Önnur unglingabók Helgu Ágústs- dóttur segir frá Sigrúnu 17 ára og viðburðaríkum tíma í lífi hennar. Sigrún á siðavanda foreldra sem sjá um það að hún getur aldrei um frjálst höfuð strokið. Henni gengur illa að einbeita sér í náminu og er vísað til sálfræðings. Sumrinu eyðir hún á Mallorca. Reykjavík Ýmislegt drífur á daga Sigrúnar en ástarmálin em í brennidepli. Am- ar heitir draumaprins hennar. Ekkert samband kemst á á milli þeirra og lesandinn er raunar jafii- nær um það í sögulok hvort Arnar er verður allra þeirra tára sem Sigr- ún úthellir fyrir hann framan af sögu. Þó að Sigrún sé ljóshærð og litfríð sýnir Amar henni engan áhuga. Sigrún þorir ekki að eiga frumkvæðið og kvelst af minnimáttr arkennd. í og með vegna þessarar þráhyggju Sigrúnar gengur henni illa að einbeita sér að náminu en einnig vegna þess að hún er mjög óánægð heima og mikil togstreita milli hennar og foreldranna. Sigrún á góða vinkonu sem hún getur rætt vandamál sín við og er vandi hennar greinilega ekki sá að hún sé lokuð eða einangmð. Einnig er Benni vinur hennar makalaust spakur og ráðhollur. Hann á aldrei í vandræðum með að koma hlutun- um í orsakasamhengi. Fyrir honum eru vandamál Sigrúnar augljós eins og hann útskýrir fyrir henni: „Þú ert í fyrsta lagi alltof viðkvæm og tekur hlutina bókstaflega inn í merg og bein og svo skaparðu þér óþæg- indi og kvíða með því að fara á bak við fólkið þitt.“ (bls. 35) /... /þér gæti liðið miklu betur ef þú gerðir þér betur grein fyrir öllum þeim möguleikum, sem þú hefur og létir ekki hjartað sifellt stjóma í stað heilans." (bls. 38) í augum Benna og Ellu er ekki rétt skynsamlegt að vera frávita af ást á gæja sem virðir mann varla Bókmenntir Hildur Hermóðsdóttir viðlits. Dálítið greiðist úr flækju Sig- rúnar þegar hún fer að ganga til Páls sálfræðings sem fær hana til að líta bjartari augum á tilveruna. Honum tekst samt ekki að breyta viðhorfinu til foreldranna. Mallorca Þegar skólanum lýkur fær Sigrún að fara í vist til Mallorca og gerist þar u.þ.b. helmingur bókarinnar. Hún dvelur hjá góðri og skilnings- ríkri fjölskyldu og kynnist spænsk- um vinum hennar. Fyrr en varir er hún ástfangin á ný. Gæinn er enskur og dregur Sigrúnu á asnaeyrunum lengi vel. Um síðir kemur í ljós að hann er í sambúð með annarri og verður það hinni bláeygðu Sigrúnu mikið áfa1' y.o öðm leyti er Spánar- dvölin hugljúf og skemmtileg og hún kveður hina raungóðu vini sina með miklum söknuði þegar hún heldur heim. Hún hefur líka séð að þrátt fyrir allt er hún eftirsóknarverð og það em fleiri fiskar í sjónum en Amar og Paul. Milli tveggja heima Sigrún er unglingur í nútímasam- félagi sem stríðir við ýmis vandamál. Þau em þó miklu fremur persónu- bundin heldur er þjóðfélagsleg. Hún er feimin og dreymin, á erfitt með að taka ákvarðanir og vita hvað hún vill. Eins og Benni vinur hennar segir: „ótrúlega lagin að búa til flækjur". Vandamál hennar virðist þó fyrst og fremst það að hún á of fullkomið heimili þar sem allt fer „eftir föstum reglum og lögmálum, sem ekkert virðist geta haggað; engu mátti hagga." Og hún á foreldra sem em gamaldags og siðavandir. Fylgj- ast með hverju fótmáli hennar og leggja allar hennar ferðir og gerðir út á versta veg. Virðist hér um „tímaskekkju" að ræða í orðsins fyllstu merkingu. Sigrún er orðin 17 ára, komin í menntaskóla og hreint er ótrúlegt hvað hún lætur bjóða sér í þessu efni. Á Mallorca er Sigrúnar einnig gætt vandlega þó að ýmislegt gerist úti í næturmyrkrinu. Þar er allt á léttari nótunum og hún nýtur skilnings og tillitssemi sem hún þekkir ekki að heiman. Fjarlægðin frá foreldrum hefur vafalaust orðið Sigrúnu til góðs en kannski hefur togstreitan innra með henni síst minnkað við Spánarför- ina. Greinilega hefur hún samt þroskast og sér nú heiminn í nýju ljósi þó að tilfinning hennar við heimkomuna sé sú að hún togist „milli tveggja heima, þess spánska og íslenska“. Vonandi er hún nú færari um að láta heilann stjóma gerðum sínum í stað hjartans. Það sem vegur þyngst í þessari sögu er söguþráður sem er þmnginn nokkurri spennu. Lesandi fylgir Sigrúnu nær hvert fótmál 213 bls. án þess að leiðast sú samfylgd. Þó á stundum hefði höíúndur að ósekju mátt stytta mál sitt. Umhverfið er trúverðugt: Reykjavík og Mallorca í nútímanum. Misræmis gætir hins vegar í þvi hve staðháttum er ná- kvæmlega lýst á Spáni og hverium stað þar gefið rétt nafn en á íslandi fáum við ekki einu sinni að vita í hvaða skóla Sigrún gengur. Talað er um „götuna þar sem Amar bjó“ elliheimilið, torgið, og krakkamir skemmta sér í „Bláa hellinum"? Sagan er skrifuð á góðu og eðlilegu máh sem bæði unglingar og full- orðnir geta áreiðanlega sætt sig við. HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.