Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. 15 Leynilögreglu og spæjaraþættir hafa alltaf notið mikillar hylli sjónvarpsá- horfenda. Á Stöð tvö er verið að sýna einn slíkan, „The Equalizer" sem gæti í lauslegri þýðingu útlagst sem jafhar- inn eða sá sem jafnar málin. Söguhetjan í þessum þáttum er eldri maður, Robert MeCall. Hann er grá- hærður og virðulegur fyrrum leyni- þjónustumaður sem gafst upp á kerfinu og fór að vinna sjálfstætt. MeCall líkaði ekki allt það sem hann sá hjá leyniþjónustunni, honum þótti kerfið seinvirkt og ómanneskjulegt og réttlætið brogað á köflum. McCall tók stóra ákvörðun, sagði upp störfum og hóf baráttu gegn glæp- um á eigin vegum og með eigin aðferðum. Höfiiðstöðvamar eru íbúð hans á Manhattan. Þaðan hjálpar hann þeim sem hafa orðið undir í kerf- inu, hafa þrautreynt allar venjulegar hjálparleiðir og lent í blindgötu. Einfari McCall auglýsir þjónustu sína í dag- blöðum þar sem hann lofar að snúa vindinum skjólstæðingum sínum í hag þegar á móti blæs. Símanúmerið, sem hann gefur í auglýsingunni, er eina leiðin til þess að komast í samband við hann og einu sinni á klukkustund fer McCall yfir skilaboðin sem sím- svarinn ber honum. Málin, sem spæjarinn snjalli glímir við, eru jafnfjölbreytileg og viðskipta- vinir hans eru margir. Eitt sinn leitaði ásjár hjá honum ung og aðlaðandi frá- skilin kona sem var ofsótt af geðsjúk- um manni sem hótaði að myrða hana. Konan fékk enga aðstoð hjá lögregl- unni vegna þess að enginn glæpur hafði verið framinn. En McCall var ekki lengi að leysa málið og það fékk farsælan endi. Annað mál varðaði lítinn kínversk- an dreng sem rænt var í misgripum fyrir son milljarðamærings. McCall lendir upp á kant við lögregluna í þessu máli því honum er aðeins annt um að færa örvilnaðri móðurinni aftur son sinn en lögreglunni er mest í mun að hafa hendur í hári glæpamann- anna. sjónvarp sé í litlu samræmi við mennt- un mannsins og fyrri feril. Það ræður þó mestu að hér eru miklir peningar í húfi. Á árunum fyrir 1980 hlaut hann margar viðurkenningar fyrir leik í sjónvarpsmyndum og er mjög eftirs- óttur í slík hlutverk. Hann hefur komið við sögu við gerð um 200 sjónvarpsþátta. Flestir þeirra hafa verið teknir á Englandi. Hann var hæstlaunaði sjónvarpsleikarinn á árinu 1977 en hefur dalað nokkuð síð- an. Auk þess að leika í sjónvarpsmynd- um hefur Woodward getið sér gott orð sem söngvari og heftir hljóðritað 11 breiðskífur. Hann átti heiðurinn af tónhstinni í áströlsku kvikmyndinni Breaker Morant og hlaut fyrir gull- plötu í Ástralíu. -VAJ Sigfús Þór Elíasson, prófessor í tannlækningum: ’Böm og unglingar þurfe mjólk* -tannanna v^ia Með skynsamlegu mataræði, flúoruppbót og góðri munnhirðu er má forðast flestar tannskemmdir og megniö af tannvegssjúkdómum. (nýrri rannsókn, sem prófessor Sigfús Þór Elíasson geröi, kom fram aö tannheilsu íslenskra skólabarna er mjög ábótavant. Foreldrar, skólar og aðrir, sem sjá um uppeldi bama og unglinga þurfa aö spymaviðfótum og sjátil þess aö börnin borði réttafæðu og hirði tennur sínar. Jafnframt þarfaö vera á verði gagnvart nútíma matvælaiðnaði þar sem sykri er bætt í fæöuna. ViÖ eölilegar aðstæöur* dregur mjólk úr tannskemmdum. Prótein í mjólkinni og hið háa kalk- og fosfórinnihald mjólkurinnar er vemdandi fyrir tennumar. Mjólkin dregur þannig verulega úr áhrifum sýru, sem myndast meö gerjun í tannsýklunni, hindrar úrkölkun vegna sýruáhrifa og hjálpar til við endurkölkun á byrjandi tannskemmd. Þessir eiginleikar mjólkurinnar koma skýrt í Ijós, þegar hennar er neytt með sykurríkum mat, t.d. veröur minni sýrumyndun í munninum ef mjólk er sett út á morgunkom, sem inniheldur sykur. Mjólk ætti að vera hluti af hverri máltíð, bæði heima og í skólanum - tannanna vegna, til vaxtar þeirra og vemdunar. * Varast skal að láta börn sofa með pela. I svefni hægir á munnvatnsrennsli og jafnvel mjólk sem inniheldur einungis lítinn mjólkursykur getur valdið skaða á tönnunum ef hún situr langtímum saman I munninum. Óvenjulegur spæjari Þegar McCall þarf að hitta skjól- stæðinga sína boðar hann til fundar á litlu kaffihúsi sem hann heldur mikið upp á, til að gera samræður afslapp- aðri. Þó hann sé í eðli sínu einfari heldur hann samt sambandi við gamlan kunningja hjá New York lögreglunni, Bumett lögregluforingja. Bumett er honum stundum innan handar þó hann sé reyndar þeirrar skoðunar að aðferðir McCall séu allt annað en venjulegar og alltof hættu- legar þó ámgursríkar séu . Flestir skjólstæðingar McCalls verða hissa þegar þeir hitta hann í fyrsta sinn. Þessi virðulegi og vinalegi eldri maður lítur fremur út fyrir að vera skrifstofumaður en einkaspæjari. Hann ekur um á svörtum Jagúar og rödd hans er lágvær og vinaleg en engu að síður skipandi og valds- mannsleg. Og útlit hans getur breyst snögglega og orðið heiftúðugt og ógn- vekjandi þegar hann eltist við þorpar- ana. McCall er einfari og einkalíf hans rólegt og kyrlátt. Hann er fráskilinn og hann og kona hans hafa ekkert samband sín á milli. Hún hefur skapað sér sinn eigin feril og þau eiga fátt sameiginlegt. Saman eiga þau þó einn son sem er tónlistamemi og þráir nán- ara samband við foður sinn. McCall er ekki mikill kvennamaður. Frístundum sínum kýs hann helst að eyða heima með góða bók eða hlusta á klassíska tónlist. Edward Woodward Það er Edward Woodward sem leik- ur bjargvættinn McCall. Hann öðlað- ist ekki frægð fyrr en hann var kominn á efri ár. Samt á hann að baki langan feril sem leikari. Hann er Englending- ur og lék fyrst á sviði í Lundúnum árið 1954. Þá hafði hann nýlega lokið prófi sem leikari frá Royal Academy of Dramatic Arts. Ýmsum þykir sem þátttaka hans í gerð venjulegra lögregluþátta fyrir MJÓLKURDAGSNEFND íris Ólaf sdottir veit hversu mikiivægt það er að borða réttan mat og hirða tennurnar vel. Hún drekkur mjólk og tryggir tönnunum þannig það kalk sem þær þurfa. Hvað er hæfileg mjólkurdrykkja? eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson Ráðlagður Hæfilegur Aldurshópur dagsskammtur mjólkurskammtur ár (RDS)afkalkiímg (2,5 dl glösjr Bömf-10 800 2 Unglingar 11 1200 3 F ullorðnir karlar ogkonur* 800 2 * Margir sérfræðiníjar telja að kalkþörf kvenna eftir tíðahvörf sé mun hærri eða 1200-1500 mg/dag. Reynist það rétt er hæfilegur mjólkurskammtur ekki undir 3 glösum á dag. * (Með mjólk er átt við nýmjólk, léttmjólk og undanrennu).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.