Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. 19 Margir eru óánægðir með eyrun á sér. Hér er verið að endurskapa eyrun á ungri stúlku. TIL SÖLU NOTAÐIR SLEÐAR Höfum úrval vélsleða á Verð aHt frá 120.000,- kr. Opiö alla daga frá kl. 9-19, laugardaga frá kl. 10-17 Velsleöasalan BIFRHÐAfi & LANDBÚNAÐARVÉLAR 84060 &38600 Útstæð eyru hafa aldrei þótt mikil prýði og margir hafa reynt að líma þau niður í þeirri von að smám sam- an legðust þau þéttar að höfðinu, en þessi viðleitni hefur sjaldnast borið nokkurn árangur. Þetta er hins veg- ar hægt að laga með einfaldri skurðaðgerð. Eins er með of stór eyru, þau er tiltölulega einfalt að minnka í óskastærðina. Brjóstaaðgerðir Fjöldi kvenna hefur minnimáttar- kennd út af brjóstum sínum og einnig þar hafa lýtaskurðlækningar komið til hjálpar. Algengt er að konur vilji fá stærri brjóst og er það vandamál leyst með því að setja silikonpúða í brjóstin. Vandamálið við þá aðferð er hins vegar það að þessir púðar eiga það til að verða grjótharðir. Framleið- endur vinna nú að því hörðum höndum að yfirstíga þetta vandamál og er líklegasta lausnin talin sú að nota einhvers konar froðu í stað púðanna. En konur þjást líka vegna of stórra bijósta og einnig það er hægt að lækna. Of stór og þung brjóst geta valdið eiganda sínum ýmsum erfið- leikum öðrum en minnimáttarkennd vegna útlitsins, eins og til dæmis slæmri vöðvabólgu í herðum. Það er ekki nóg að vera með fall- egt nef og lítil, sæt eyru ef maður er alltof feitur og enn koma lýta- skurðlækningar til hjálpar. Venju- legasta aðferðin til að losna við óæskilega fitu á mitti, mjöðmum og lærum var sú að skera hana burt. En þá sat fólk uppi með stærðarör og það þótti ekki til mikilla bóta. Nú eru skurðlæknar farnir að nota sogaðferðina í vaxandi mæli. Þá er einfaldlega komið fyrir á fitusvæðinu sérstakri slöngu og allt það sem ekki á að vera einfaldlega sogið burt. Með aðstoð lýtalækna er hægt að halda sér unglegum fram á grafar- bakkann og margir notfæra sér það í kapphlaupi við hina eilífu æsku. En þessar lýtaskurðlækningar kosta mikið fé og ekki á færi nema vel efn- aðra að láta taka sig ærlega í gegn. -VAJ Bandarískur jólapappír og merkimiðar með Gretti Líka Grettis loðdýr LAUGAVEGI178, SÍMI686780. AUKUM TÆKIFÆRI FATLAÐRA KAUPUM MIÐA i SÍMAHAPPDRÆTTI STYRKTARFÉLAGS LAMAÐRA 0G FATLAÐRA VINNINGAR GLÆSILEGIR SUBARU BÍLAR STUÐNINGUR YKKAR ER OKKAR STOÐ DREGIÐ 24. DES.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.