Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Page 20
20 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. Sælkerinn Matur og menning Á undanförnum árum hafa átt sér stað miklir fólksflutningar í Evrópu. Verkamenn frá löndum fyrir botni Miðjarðarhafs og löndum Suður-Evrópu hafa þyrpst til Norður-Evrópu. Þess- um flutningum hafa fylgt miklir félagslegir örðugleikar sem kunnugt er. Hinir erlendu verka- menn hafa átt í erfiðleikum með að tileinka sér lifnaðarhætti hinna iðn- og tæknivæddu Norð- ur-Evrópubúa. Eitt af því sem einkennir hið erlenda verkafólk er að það stendur vörð um menn- ingu sína sem í flestum tilvikum er mun eldri og ekki síður merki- leg en menning okkar. Umsjón: Sigmar B. Hauksson Meðal annars halda erlendu verkamennimir fast í matarvenj- ur sínar. Víða, t.d. í Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku og Sví- þjóð, hafa hinir erlendu verka- menn opnað veitingahús og matvöruverslanir. Það er reglu- lega ánægjulegt að heimsækja þessa staði. Er þú, lesandi góður, ert á ferð í títtnefndum löndum ættir þú ekki að láta undir höfuð leggjast að heimsækja t.d. þessar verslanir og kynna þér vöruúr- valið og skoða mannlífið. Þá er hægt að kaupa ýmislegt, t.d. krydd sem ekki fæst annars stað- ar. Þessi litla verslun er í „Söluhöllinni" í Gautaborg. I búðinni eru á boðstólum ytir 500 vörutegundir - ótrúlegt en satt. Er ekki sild sælgæti? Jú, það hefur nú verið talið svo. Að vísu hafa íslendingar ekki verið eins miklir síldameytendur og Danir og Svíar - hvemig nú sem á því stendur. Vel verkuð síld er ljómandi matur og að auki er síldin ódýr og holl. Því miður er það nú svo að íslenskum síldarréttaframleiðendum hefur enn ekki tekist að framleiða eins góða síldarrétti og frændur vorir á Norð- urlöndum, sem betur fer em þó til nokkrar undantekningar á því. Það er Sælkerasíðunni hulin ráðgáta hvemig á þessu stendur. Það er ansi hart fyrir okkur íslend- inga að þurfa að kaupa danska síld í verslunum. Fróðir menn fullyrða að í íslensku verksmiðjunum séu sömu eða svipuð tæki og í dönsku og sænsku verksmiðjunum. Ein- hverjir íslendingar hafa meira að segja farið til náms og þjálfunar til áðurnefhdra landa. Þrátt fyrir þetta em íslensku síldarréttimir lakari vara en sú danska eða sænska. Hvemig stendur á þessu? Augljós- asta skýringin er sennilega sú að ekki er notuð fyrsta flokks síld, það getur ekki annað verið. Víkjum nú að öðm. Einn af mörgum kostum síldarinn- ar er að það má matreiða hana á ótal vegu. Þessa dagana er hægt að fá í verslunum bæði nýja og saltaða síld. Hvemig væri nú að útbúa góm- sæta síldarrétti fyrir hátíðimar? Hér koma tvær auðveldar uppskriftir. Fyrsta réttinn getum við kallað: „Kraftmikla karrísíld" Það sem þarf er: 4 útvötnuð síldarflök, fisksalinn tek- ur roðið af flökunum fyrir ykkur. Þá er það kryddlögurinn: 1 laukur, skorinn í þunnar sneiðar 1 msk. karrí 10 svört piparkom (grófmöluð) 1 dl edik 1 /2 dl vatn 1 dl sykur Blandið öllum þessum efnum vel saman og hellið í pott. Hitið nú kryddlöginn. Þegar hann fer að sjóða er potturinn tekinn af hellunni og lögurinn látinn kólna. Síldarflökin em nú skoluð úr köldu vatni, snyrt og þeim raðað í bakka. Leginum er svo hellt yfir þau og bakkinn geymdur á köldum stað yfir nótt. Síldin er svo tekin upp úr legin- um og hún skorin í hæfilega stóra bita og þeim raðað í kmkkur. Legin- um er svo hellt yfir. Óþarfi er að nota allan löginn. Þá kemur hér sænskur síldarréttur sem er sérlega góður. í hann þarf: 4-6 nýjar síldar sem búið er að skera hausinn af, gera að og hreinsa vel. Síldin er svo skorin í hæfilega bita. Þá er það kryddlögurinn. í hann þarf: 2 dl vatn 2 dl edik 2 tsk. salt 5 hvít piparkom / 5 kom allrahand^ 2 lárviðarlauf ' Lögurinn er látinn sjóða í 10 mín. Þá er síldin sett í og hún látin sjóða í 5 mín. Síldin er látin kólna í leginum. Með þessum síldarrétti er t.d. gott að hafa gróft brauð og soðnar kart- öflur. Vel verkuð síld er Ijómandi matur. Þrælgóður lystauki Hér áður fyrr þótti sjálfsagt að bjóða hanastél fyrir matinn. Nú hef- ur nokkuð dregið úr vinsældum hanastélanna eða kokkteilanna. Segja má að nú orðið sé minna dmkkið af brenndum vínum fyrir mat en áður enda er það ekki gott fyrir bragðlaukana. Vinsældir léttra vínblandna hafa hins vegar aukist, flestir kannast t.d. við franska lystaukann „KIR“ sem ér þurrt hvít- vín bragðbætt með sólberjalíkjör. Hér kemur uppskrift að léttum for- drykk sem er mjög góður og raunar ekki ósvipaður KIR. í drykkinn þarf: 4 hluta vel kælt rósavín og einn hluta Grand Mamier. í staðinn fyrir rósavín má nota freyðivín eða þá þurrt hvítvín. At- hugið að vínið verður að vera vel kælt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.