Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. Bannað að hallmæla z: 7 Jörundi Jón G. ILiuksson, DV, Akureyn: „Móðir mín lét mig fá menið þeg- ar ég gifti mig fyrir fimmtán árum,“ sagði Lára María Ellingsen á Ak- ureyri, núverandi handhafi þess fræga mens sem Lauritz M. Knuds- en gaf konu sinni Margrethe Andreu þegar þau giftust árið 1809. Menið hefur gengið í beinan kvenlegg kynslóð fram af kynslóð og er Lára sú sjöunda sem ber það. Skilyrðið sem fylgir meninu er að handhafi þess gifti sig af fúsum og frjálsum vilja. Lára er þrjátíu og sjö ára Reyk- víkingur, dóttir hjónanna Sigríðar Ólafar og Othars Ellingsen. Afi Láru, Othar Ellingsen, stofnaði fyrirtækið 0. Ellingsen í Reykjavík fyrir sjötíu árum. Lára giftist norð- ur til Akureyrar, Erlingi Aðal- steinssyni tæknifræðingi. Dóttir þeirra, ólöf Höm, er ellefu ára og hún fær menið þegar hún giftir sig. „Ég fékk menið eftir athöfnina í Neskirkju," sagði Lára María. „Móðir min flutti stutta tölu í gift- ingarveislunni, rakti sögu mensins og setti það síðan á mig.“ Jörundur hundadagakon- ungur Að sögn Láru ber hún menið við mjög hátíðleg tækifæri, mest í íjöl- skylduboðum. „Nei, nei, svona persónulegt men fer maður ekki með í Sjallann." í meninu er hárlokkur af Lauritz Michael Knudsen sem Margrethe giftist af fúsum og frjálsum vilja, nýskilin við þann sem hún vildi aldrei giftast en var neydd til. Fest- in er líka sérstök. „Það er fléttað úr hárlokkum af langömmu minni, Guðrúnu Brynjólfsdóttur," sagði Lára. Jömndur hundadagakonungur kemur við sögu þessa mens. Hann veitti Margrethe skilnað svo hún gæti gifst Lauritz. Þau gengu í það heilaga og eignuðust tíu börn. Eng- in smáætt, eins og kemur fram hér annars staðar á síðunni. Afkom- endumir eru um þrjú þúsund átta hundmð og fimmtíu. Menið gengur aðeins í kvenlegg þannig að handhafi þess verður að eiga stúlkubarn til þess að menið strandi ekki heldur gangi í erfðir frá kynslóð til kynslóðar. Dóttir Lám er ellefu ára. Hún fær menið en eigi handhafi þess fleiri en eina stúlku þá fær ekki sú elsta það heldur sú sem giftir sig fyrst. Og vegna þess að Jömndur hundadagakonungur veitti skiln- aðinn forðum, sem varð til þess að Lauritz og Margrethe gátu gifst, er það ekki vel séð í Knudsensætt að Jörundi sé hallmælt. „Maður tekur því alltaf með ákveðnum fyrirvara sé fólk að hall- mæla Jömndi og ég veit að heima hjá einum í ættinni er beinlínis bannað að hallmæla honum,“ sagði Lára María Ellingsen. LáraMaríaEllingsen: Ég ber menið aðeins við hátíðleg tækifæri, fer til dæmis aldrei með það í Sjallann. Lára María og dóttir hennar, Ólöf Höm sem fær menið góða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.