Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. HITT Stafasúpa ÞETTA! Jólasveinninn kemur í bæinn með fullan poka af stöfum. í stafasúp- unni hans er búið að fela 12 nöfn á ýmsu sem tengt er jólunum. Orðin eru: 1. jata 2. stjarna 3. kerti 4. jólasveinn 5. gjafir 6. snjór 7. friður 8. jólatré 9. skraut 10. kökur 11. matur 12. bækur Orðin eru ýmist falin lárétt, lóð- rétt, á ská, aftur á bak eða áfram. Þegar þú hefur fundið orðin skaltu leggja þunnt blað yfir þraut- ina, taka orðin í gegn á blaðið og senda það til: BARNA-DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Ekki skemma BARNA-DV. Þú skalt klippa það út úr DV og safna saman í möppu þar til þú átt stóra, skemmtilega bók! Brandarar RAKARINN: - Hvernig viltu láta klippa þig? PALLI: - Eins og bróður minn. RAKARINN: - Og hvernig hefur hann það? PALLI: - Alveg ágætt, þakka þér fyrir! Gústi var í kristinfræðitíma þegar kennarinn spurði hann: - Gústi, geturðu sagt mér hvaða ár Jesús fæddist? - Árið 1827, svarar Gústi. - Nei, Gústi minn. Það er ekki rétt. - Nú, það hefur þá bara verið sí- manúmerið hans! GUÐRÚN: - Það er svo undarlegt með mig að ég get ekki sofið þegar ég drekk kaffi! MARGRÉT: - Það er alveg öfugt við mig. Ég get ekki drukkið kaffi þegar ég sef! BIRNA: - Ég ætla að hringja til Stínu og biðja hana um að koma og leika við okkur. Ég bara man ekki símanúmerið hjá henni! DÓRA: - Það er allt í lagi. Ég skal hringja og spyrja hana um það! Hvað heitir jólasveinninn? POiSTUR Geturðu raðað stöfunum rétt sam- an? Hvað heitir karlinn? Sendið lausn til: BARNA-DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Skyndipróf Geturðu fundið 6 atriði sem ekki eru eins á báðum jólamyndunum? Hvað ertu fljót(ur) að finna þau? Ef fleiri börn eru á heimilinu er tilvalið að fara í keppni. Hver verð- ur fyrstur í skyndiprófinu? Sendið lausn til: BARNA-DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Smásagan okkar í 5. tbl. verð; ur um þessa mynd. Semjið nú stutta sögu um stelpurnar og síðan birtist besta sagan. sem að sjálfsögðu hlýtur verðlaun. Dragið ekki að senda söjguna og setjið gjarnan með að hun sé viS mynd ur 2. tbl. eða sagan okkar nr. 2. Utanáskriftin er: Barna-DV Þverholti 11, Reykjavík. Kæru krakkar! Enn er BARNA-DV svo nýtt að fátt er um bréf. Þið skuluð vera fljót að taka fram blað og blýant og skrifa okkur. Skrifið það sem ykkur liggur á hjarta. Það geta verið stuttar sögur og frásagnir, vísur, gátur, brandarar og fleira. Og ekki gleyma teikningunum og ljósmynd- unum. BARNA-DV er blaðið ykkar og því ráðið þið nokkuð ferðinni! Hittumst aftur í næstu viku. Bless, bless.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.