Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Side 29
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. I Hinhliðin 29 • Bogi Ágústsson, fréttamaður sjónvarpsins, segist heist vilja hitta Margréti Thatcher, forsætisráðherra Bretiands. „Er ennþa svolftið hrifinn af konunni“ - segir Bogi Ágústsson fréttamaður „Ég er þessa stundina að vinna að skipulagsmálum varðandi er- lendu fréttadeildina en ekki í beinni fréttamennsku. Það kemur þó von- andi fljótlega að því að ég fari að starfa sem fréttamaður, það er þó óljóst ennþá hvenær það verður. Nú, mér líst mjög vel á framtíðina hér hjá sjónvarpinu. Ég er mjög ánægður með samkeppnina sem komin er og vil nota tækifærið og óska félögum mínum á Stöð 2 alls hins besta. En ég vonast að sjálf- sögðu eftir því að við munum jarða þá i fréttamennskunni og að heiðar- legum vinnubrögðum verði beitt í samkeppninni," sagði Bogi Ágústs- son, fréttamaður hjá sjónvarpinu, er ég sló á þráðinn til hans í vikunni. Bogi er „gamall refur“ í frétta- mennskunni. Hann hóf störf hjá sjónvarpinu árið 1977. Árið 1984 hélt hann erlendis og var fréttamað- ur sjónvarpsins á Norðurlöndum þar til í haust eins og sjónvarpsá- horfendur hafa væntanlega tekið eftir. Bogi er nú alkominn heim og eru eflaust margir sem fagna endur- komu hans þótt þeir hinir sömu verði eflaust að bíða einhverja stund eftir því að sjá hann á ný á skján- um. Svör Boga fara hér á eftin Fullt nafh: Bogi Ágústsson. Aldur: 34 ára. Maki: Jónína María Kristjánsdótt- ir. Böm: Ágúst, sem er sex ára, og Þórunn Elísabet sem er fimm mán- aða. Laun: Ætli fastalaunin séu ekki á bilinu 42-45 þúsund krónur. Bifreið: Ford Escort árgerð 1985. Helsti veikleiki: Mér hættir til að vinna of mikið. Helsti kostur Fæ letiköst af og til. Hvað myndir þú gera ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti? Ég myndi eins og margir fleiri huga að húsnæðismálunum og eflaust eyða einhverjum hluta til að njóta lífsins. Myndir þú vilja vera ósýnilegur í einn dag? Nei, ég hef engan sérstak- an áhuga á því. Mestu vonbrigði í lífinu: Engin sér- stök. Ég hef verið lánsamur maður. Mesta gleði í lífínu: Að eignast heil- brigð böm. Uppáhaldsmatur: Ég er mjög lítill matmaður og get varla nefnt eitt- hvað sérstakt. Vel matreiddur kjötréttur er þó í mestu uppáhaldi. Uppáhaldsdrykkur: Kaffi. Uppáhaldslag: Þetta er erfið spum- ing. Ég held að ég verði að nefna Intermetso, atriði úr óperunni Cavaleria Rusticana. Uppáhaldshljómsveit: Daire Straits. Umsjón: Stefán Kristjánsson Uppáhaldssöngvari: Kim Larsen. Uppáhaldsstjómmálamaður: Ef ég á að nefha íslenskan stjómmálamann þá get ég ekki svarað því. En af erlendum stjómmálamönnum vil ég nefna Paul Schlúter. Uppáhaldsíþróttamaður: Preben Elkjær Larsen. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Það er auðvitað erfitt að gera upp á milli vinnufélagana en ætli ég nefhi ekki Ögmund Jónasson. Uppáhaldsblað: Ég les öll íslensku blöðin en ég bíð ekkert spenntur eftir neinu þeirra. Ég segi The Ti- mes. Uppáhaldstímarit: The Economist. Uppáhaldsrithöfundur: Dick Franc- is. Ef þú yrðir bóndi á morgun, með hvaða skepnur vildir þú helst búa? Svin. Við hvaða skepnur ert þú mest hræddur: Geitunga. Ætlar þú að kjósa sama flokk í kom- andi alþingiskosningum og þú kaust síðast? Já. Hlynntur eða andvígur ríkisstjóm- inni: Vil ekki svara þessu. Hlynntur eða andvígur núverandi meirihluta í borgarstjóm: Vil heldur ekki svara þessari spumingu. Það er ekki vegna þess 'að ég vilji ekki láta skoðanir mínar uppi heldur vegna þess að ég tel að fréttamenn eigi ekki að vera harkalega merktir. Hvaða verk ert þú ánægðastur með af verkum þínum í sumar? Umljöll- un mína um afmæli Berlinarmúrs- ins. Eitthvað sérstakt sem þú stefnir að í vetur? Já, að vinna að því með félögum mínum á erlendu frétta- deildinni að gera hana þannig úr garði að hún standi engum að baki. Éf þú yrðir að syngja eitt lag á Amarhóli að viðstöddu fjölmenni, hvaða lag myndir þú velja þér? Ég hef einu sinni verið plataður til að syngja opinberlega. Það var á ára- mótadansleik Ríkisútvarpsins. 1 ljósi þeirrar reynslu myndi ég reyna að raula „Dúa di“. Myndir þú telja þig góðan eigin- mann? Ekki mjög slæman. Vaskar þú upp fyrir eiginkonuna? Nei, það geri ég ekki. Þegar ég vaska upp þá geri ég það fyrir heim- ilið. Besta bók sem þú hefur lesið: Ég er mjög mikill lestrarhestur og til greina koma þúsundir bóka. Ég get ekki nefnt eina sérstaka. Fallegasti kvenmaður sem þú hefur séð: Eftir 11 ára hjónaband er ég ennþá svolítið hrifinn af konunni minni en ég hef auðvitað séð marg- ar aðrar fallegar konur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta: Margréti Thatcher. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég tók ekki sumarfrí. Ég fór hins vegar í vetrarfri til Cambridge og það var mjög gaman. Hvor finnst þér myndarlegri, Raisa Gorbatsjov eða Nancy Reagan? Ég hef ekki tekið afstöðu til þess. Hins vegar finnst mér að mestu skipti hvor er myndarlegri sem innri mað- ur. -SK Einstaklingsrúm. Verö frá 13.800 m/dýnum. Hjónarúm. Verö frá 20.900 m/dýnum. Opið laugardag til kl. 18, sunnudag kl. 14-17. NYFÖRM REYKJAVÍKURVEGI 66 - 220 HAFNARFIRÐI SÍMI 54100 ÚRVALS NOTAÐIR Árg. Km Verð. Chervolet Monsa sl/e 2d. 1986 13.000 440.000,- Opel Rekordd. GL 1985 66.000 700.000,- Toyota Camry disil 1984 104.000 500.000,- IsuzuTrooper bensin 1982 84.000 520.000,- Volvo 244 GL 1982 57.000 390.000,- MMCSapporo GLX 1982 77.000 340.000,- Skoda 120 LS 1985 15.000 145.000,- Isuzu pickup d. 1982 77.000 365.000,- Opel Kadett luxus 5 d. 1982 30.000 235.000,- Volvo 145 st. 1973 15.000á vél 100.000,- AudilOOLS 1982 98.000 370.000,- Saab 99 GLI 1981 38.000 310.000,- Saab 99 GLI 1981 87.000 260.000,- Opel Corsa LX 1986 9.000 300.000,- Opel Kadett GL, 5d. 1985 24.000 380.000,- Opel Ascona fastback 1984 13.000 400.000,- Opel Corsa 1984 30.000 250.000,- Opel Senator 1982 58.000 595.000,- Subaru 1800 4x4 1983 96.000 370.000,- Opel Rekord 1982 58.000 340.000,- MMCTredia 1983 72.000 330.000,- Isuzu van disil 1983 60.000 380.000,- BMW518 1981 81.000 320.000,- Mazda 929 LTD, Sjálfsk. 1982 74.000 370.000,- MMC Galant 2000 GLS 1982 79.000 280.000,- Isuzu Trooper bensin 1984 24.000 750.000,- Citroen Axel 1986 10.000 230.000,- Volvo 244 DL 1980 89.000 270.000,- Opið laugardaga 13-17. Sími 39810 (bein lína). BILVANGURst= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.