Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. Handknatflelkur unglinga Urslití , umferð deildakeppni 2. fl. kvenna Deildakeppni 2. flokks kvenna (1. umferð) var spiluð sl. helgi. Vík- ingsstelpumar unnu í 1. deildinni og era því Vfkingar deildarmeist- arar bæði í 2. flokki karla og kvenna eftir 1. keppninnar. umferð deilda- 1. deild, 2. flokkur kvenna. Leikstaður Seltjamames Víkingur-UBK 16-10 Víkingur-Grótta 13-12 Víkingur-FH 15-11 Víkingur-KR 20- 9 Víkingur-Fram 14- 9 Grótta-FH 15-15 Grótta-UBK 17-12 Grótta-KR 27-10 Grótta-Fram í 18-22 Fram-KR 22- 9 Fram UBK 16-11 Fram-FH 18-13 FH-KR 18-15 FH-UBK 24-14 KR-UBK 16-11 Lokastaðan stig 1. Víkingur 10 78-51 2. Fram 8 87-65 3. Grótta 5 89-72 4. FH 5 81-72 5. KR 2 59-98 6. UBK 0 58-89 KR og UBK falla í aðra deild. 2. deild, 2. flokkur kvenna. Leikstaður Vestmannaeyjar Eyjastúikur unnu léttan sigur í 2. deild 2. flokks kvenna á heima- velli sínum um síðustu helgi. Stjaman fylgir þeim upp fyrstu deild. Bæði þessi lið eiga eftir að beijast á toppi fyrstu deildar í næstu umferð. Úrslit einstakra leikja. ÍBV-Ármann 5- 0 Ármann mætti ekki til leiks. fBV-Stjaman 15- 8 ÍBV-Njarðvík 31- 7 ÍBV-ÍA 19-10 ÍBV-Haukar 27- 6 Stjaman-Haukar 22-11 Stjaman-Njarðvík 28- 7 Stjaman-fA 19- 7 Stjaman-Ármann 20-14 Ármann-Haukar 15-17 Ármann-Nj arð vík 24-14 Ármann-ÍA 11-12 ÍA-Haukar 10-15 ÍA-Njarðvík 17-11 Haukar-Njarðvík 12-11 Lokastaðan stig 1. ÍBV 10 97- 31 2. Stjaman 8 97- 54 3. Haukar 6 61- 85 4. ÍA 4 56- 75 5. Áimann 2 64- 68 6. Njarðvík 0 50-112 ÍBV og Stjaman fara upp í fyrstu deild en Ármann og Njarðvík falla i 3. deild. 3. flokkur kvenna, 3. deild. Leikstaður Vogaskóli Afturelding-Keflavík 22-10 HK-Valur 13-12 HK-Keflavík 17-12 Afturelding-Valur 17-13 Afturelding-HK 21-16 Valur-ÍBK 19-14 Lokastaðan stig 1. Afturelding 6 60-39 2. HK 4 46-45 3. Valur 2 4444 4. ÍBK 0 36-58 Afturelding og HK vinna sér sæti í annarri deild. Deildimar í 2. flokki kvenna verða þá þannig skipaðar í nasstu umferð deildakeppninnar. 1. deild: Víkingur, Stjaman, ÍBV, Grótta, FH og Fram. 2. duild: KR, UBK, Haukar, ÍA, HK og Afturelding. 3. deild: Valur, Ámiann, Njarðvík C-_____________________________I Einar Einarsson, fyririiði 2. flokks Stjömunnar „Líkamlega evfiðara að spila í meistara- flokki en 2. flokki“ Einar Einarsson. „Þetta er geysilega jöfti keppni. Lið- in em öll sterk í deildinni og allir geta imnið alla. Fyrirfram töldust FH-ingar sigurstranglegastir en þeir töpuðu fyrir Víkingum í sínum fyrsta leik. f rauninni getur allt gerst og það er ógjömingur að spá um úrslit," sagði Einar Einarsson, fyrirliði Stjömunnar í 2. flokki karla, þegar ég ræddi við hann eftir sigurleik Stjömunnar gegn KR sl. laugardag. Einar sagði að þeir hjá Stjömunni væm með nýtt hð í 2. flokki karla en þeir væra þó búnir að spila lengi saman í gegnum yngri flokkana. „Við erum með tvo stráka úr 3. flokki í byijunarliðinu en þeir standa vel fyrir sínu og styrkja liðið,“ sagði Einar. Leikur Stjömunnar og KR í 2. flokki karla var frábær á að horfa. Vamar- leikur beggja hða mjög góður og oft sáust skemmtileg tilþrif í sóknarleikn- um. Stjaman vann leikinn með 19 mörkum gegn 15 og í raun tiyggði sá sigur þeim annað sætið í deildinni á eftir Víkingum. Enn um framkvæmdamál Framkvæmd deildakeppninnar um sl. helgi tókst ágætlega. Fyrir- fram mátti búast við miklum erfið- leikum hér í Reykjavík og vom menn svartsýnir á að hlutimir hreinlega gengju upp að þessu sinni. Forráðamenn Reykjavíkurfélag- anna og HKRR voru og eru óhressir með vinnubrögð HSÍ. Þeir fengu ekki nauðsynlegar upplýsingar frá HSÍ fyrr en á síðustu stundu og húsnæðismál vom ekki komin á hreint nokkrum dögum fyrir keppn- Ég hef talað við stjómarmenn bæði í HSÍ og HKRR sem kvarta yfir því sem þeir kalla samstarfeerf- iðleika við starfemenn HSf og skort á þjónustu og upplýsingastreymi frá skrifetofú HSf. Sumir ganga svo langt að segja að starfemenn HSÍ vilji deildakeppnina í yngri flokkun- um feiga vegna aukinnar vinnu sem framkvæmd hennar hefur í för með sér. Ég ræddi við Jón Erlendsson, starfemann HSl, og tjáði hann mér að t.d. það að raða flokkum niður á íþróttahúsin væri ekki mál HSÍ heldur ÍBR. Jón sagði að umsvif handknattleiksins væm alltaf að aukast og að hann væri í rauninni að sprengja allt utan af sér. Sem dæmi tók Jón Erlendsson að í ár þyrftu Reykjavíkurfélögin að sjá um 8 leikhelgar og að auki úrslitakeppn- ir en fyrir þremur árum hefðu umsjónir Reykjavíkurfélaganna ve- rið 3 leikhelgar + úrslitakeppni. Það er sem sagt fjölgun úr þremur helgum í átta á sl. þremur árum. Húsnæðisskortur á höfuðborgar- svæðinu væri orðinn vandamál því ekki væri hægt að ganga endalaust Bw «■** Umsjón: w * ’ Ragnar hK- Hermanns- ar 1J son á tíma annarra íþróttagreina í íþróttahúsum borgarinnar. Jón sagði að afleiðing þessa væri að reynt hefði verið að hafa fleiri en 1. flokk í hverju húsi og skapaði það óánægju mótanefhdarmanna hjá HSÍ og starfemanna HKRR. „Menn verða bara að skilja að það era fleiri íþróttagreinar en handknattleikur stundaðar á íslandi," sagði Jón Er- lendsson. Nokkur hiti er í þessum málum um þessar mundir og m.a. sagði Þor- steinn Jóhannesson sig lir móta- nefiid HSÍ vegna þess sem hann kallar samstarfeörðugleika við starfemenn HSf. Þorsteinn mun einnig vera óánægður með fram- kvæmd deildakeppni yngri flok- kanna. Það er alveg ljóst að það verður að taka þessi mál alvarlega í gegn og reyna að finna lausnir sem allir geta sætt sig við og verða hand- knattleiknum til framdráttar hér á landi. Ásgeír Sveinsson, fyririiði 2. flokks Víkings: „Liðsheildin er okkar aðal“ „Lið okkar er góð blanda liðsheildar og einstaklingsframtaks. Við tökum einn leik fyrir í einu og stefnum alltaf á sigur. Sigurviljinn er geysilegur. KR-ingar vora okkar erfiðustu and- stæðingar. Þeir era það alltaf. FH- ingar eiga efitir að verða erfiðir í vetur og ég held að þessi þijú lið, Vflcingur, KR og FH, muni berjast um fslands- meistaratitilinn í öðrum flokki karla í vetur,“ sagði Ásgeir Sveinsson, fyrir- liði Víkinga í 2. flokki karla, þegar ég ræddi við hann eftir sigurleik Víkings gegn Aftureldingu sl. sunnudag. Með þessum sigri tiyggðu Víkingar sér sig- ur í deildakeppni 2. flokks karla. Lið Víkings er mjög jafiit og sterkt. Meistaraflokksmennimir, Ami Frið- leifcson og Bjarki Sigurðsson, era hörkugóðir einstaklingar en megin- styrkur liðsins er þó hversu jafngóðir leikmenn þess eru. Fyrsta umferð 1. deildar keppni 4. flokks karia og kvenna Ekki tókst að ná saman öllum úrslitum í 4. flokki karla og kvenna og verður því umfjöllun um þessa flokka að bíða til næsta laugar- dags. Til gamans ætla ég þó að láta fylgja með úrslit úr 1. deild 4. flokks karla. 4. flokkur karla, 1. deild Fylkismenn komu mjög á óvart með þvi að vinna öraggan sigur í 1. deild 4. flokks karla. Fyrirfram var búist við að lið Fram myndi vinna deildina en þeir töpuðu bæði fyrii Fylki og Aftureldingu. Röð þriggja efstu liða 1. Fylkir 2. Afturelding 3. Fram Stig 10 6 6 Úrslit úr fyrstu deild 4. flokks kvenna lágu ekki fyrir. Asgeir Sveinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.