Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Síða 41
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. 41 George Michael snýr aftur Andlit söngvarans er tæpast sýni- legt í rökkrinu í upptökuherberginu. Við heyrum þó að það er örugglega hann sem er að syngja. Skyndilega skipar söngvarinn aðstoðarmönnum sínum að hætta. Hann tekur af sér heynartólin og gengur inn í stjórn- herbergið. „Það vantar meiri kraft í þetta,“ segir George Michael við aðstoðar- mennina. Milljónir unglingstelpna víða um heim hafa undanfarið dáð þennan mann sem lengi þótti betri helmingurinn af dúettinum Wham!. Dúettinn hefur nú sungið sitt síðasta en George Michael heldur ótrauður áfram og ætlar að gera plötu sem á að fara á toppinn. Hann hefur hingað til átt greiða leið þangað. Sumir segja þó að skýr- ingin á vinsældunum liggi öðru fremur í að útlit hans er eins og hver önnur guðsgjöf fyrir sjónvarpsstöðv- eu-nar sem ekkert sýna annað en tónlistarmyndbönd. Hamhleypa til vinnu George Micnael vinnur hratt. Dag- inn fyrir þann sem hér segir frá var aðeins til hugmynd að lagi eftir þá Michael og David Austin gítarleik- ara sem um árabil hefur starfað með Michael. Á öðrum degi er verið að fínpússa lagið. „Það má sjá að Michael hefur góða stjórn á öllu,“ segir Chris Porter sem lengi hefur stjórnað upptökum fyrir Michael. Hann átti m.a. stóran hlut í vinsælasta lagi Wham! frá árinu 1984: Wake Me Up Before You Go- Go. „Oft þróast lögin hjá honum út frá einu stefi eða nokkrum hljómum," heldur Chris áfram. „Eftir nokkra daga er lagið fullmótað.“ George Michael er sjálfsöruggur í hljóðverinu og það er erfitt að ímynda sér að hann sé aðeins tuttugu og þriggja ára gamall. Samt hefur hann verið á vinsældalistunum síð- astliðin fimm ár. Lög hans hafa náð fyrstu sætunum og aðdáendunum virðist fjölga með hverjum degi. Líf hans snýst um vinsældir og þrátt fyrir að hann hafi fyrir tæpu ári sagt skilið við dúettinn Wham! og æskufélaga sinn, Andrew Ridge- ley, þá minnka vinsældirnar ekkert. Það er viðurkennt að hann hefur hæfileika til að semja popplög þótt ýmsum virðist sem hann hafi fátt annað til brunns að bera. Fórnaði öllu fyrlr vinsældirnar „Ég fómaði öllu fyrir vinsældirnar meðan á Wham! ævintýrinu stóð,“ segir Michael. „Þetta var hljómsveit sem var rekin eins og hvert annað fyrirtæki. Markmiðið var að græða á táningunum. Ég tók áhættuna á að hætta með Wham! þótt ég vissi að ég þyrfti að vinna vel til að halda velli." Allir eru sammála um að það hafi tekist framar vonum. Hann hefúr breytt stílnum og ræður núna hvað hann gerir. Hann er í raun framleið- andi að eigin verkum. Núna spyrja menn af hverju hann hafi verið að vinna með öðrum í upphafi ferilsins. Félaginn, Ridgeley, vill engu svara um samvinnuna við Michael. Hann býr núna i Mónakó til að forðast skatta og einbeitir sér að kapp- akstri. Michael heldur því fram að Ridgeley hafi verið Wham! byrði og að þeir hafi báðir vitað það. „Við reyndum heldur aldrei að fela það,“ segir Michael. „Við vorrnn umfram allt heppnir skólastrákar," heldur Michael áfram, „en vissum það varla sjálfir og svo virðist sem aðdáendur okkar hafi alls ekki gert það. Við vorum aðallega að leika fyrir myndavélarn- íu- en þorðum ekki lengi vel að viðurkenna að við vorum í raun og veru ekki svona. George Michael - Wham! gat aldrei gengið til lengdar. Ábyrgur ungur maður Ég hef tekið eftir því á myndum frá Wham!-tímanum að ég er mjög sjald- an brosandi. Mér fannst þá sem mikil ábyrgð fylgdi því að vera í Wham!. Á myndunum er eins og ég sé mjög áhyggjufullur.“ Áf myndunum að dæma virðist Michael vera ábyrgur ungur maður. Hann átti, samkvæmt skýringum þeirra tíma, að vera stjama sem hafði stjóm á ferli sínum og vissi hvað hann vildi. Þetta var George Michael. Öðm máli gegndi um Ge- orgios Panayiotou sem er raunveru- legt nafn hans. Sá skildi aldi’ei almennilega út á hvað allt tilstandið gekk. Michael er sonur veitingamanns frá Kýpur. í skóla þótti hann ekki sérlega álitlegur meðan félagi hans vakti athygli kvenfólksins. „Mér finnst þetta enn vera svo,“ segir Michael „þótt mér hafi verið sagt annað.“ Þýtt/GK PEARUE tannfarðlnn fsast loksins á islandi. Pearlie er EKKI lannkrem, heldur TANNFARDI (TOOTH MAKE-UP). Qefur aflituðum tönnum, tann- fyllingum og gervitönnum NÁTTÚRULEGA HVÍTA áferö. Nptáð af fyrirsætum og sýningarfólki. Einfalt i notkun, penslaö á á fáeinum augnablikum. Rannsakað á efnafræðistofnun; skaðlaust heilsu notenda, sjcáölaust tönnum. PÓSTSENDUM (póstkrafa) UM LAND ALLT OG REYKJAVÍK. Send- ið auglýsinguna i heilu lagi, utfyllta hér að neöan: ' jr „ VINSAMLEGA SENDIÐ MÉR-----------L stk. ffEARLIE tannfarða. Verð kr. 490,- Nafn---ÍL----------- * ' ■ ' • ! j \............. •_____ Heimlli_____________________________________________ Póstnr--------------RtHAL— ^ EÐA HRINGIÐ i SÍMA (91)611659, simí|y|ifi allan sólarhringinn, og pantið simleiðis hvort sem þér búið i Reykjavík eða á landsbyggöínni. SENDIST TIL: • * PEARLIE UMBOÐIÐ, SKÓLABRAUT 1. BOX 290, 171-SELTJARNARNES. ~~ Má setja ófrímerkt í póst. NYTT! TANNUTUN!! NEW NATURAL COLOUR -v ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.