Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Side 44
44 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. Tillcynriingar Til umhugsunar Þú, sem gefur börnum gjaílr þessi jól. Hvað ætlarðu að gefa þeim? Við hvetjum þig til að vanda valið vel. Það setur eng* inn tímasprengju í jólaböggul bamanna né heldur önnur vopn. - Gerið bömin ekki að litlum hermönnum: - Gefið þeim friðar- gjafir og leggið með þeim áherslu á frið, samvinnu og bróðurkærleika. Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna. Vímulaus æska Skrifstofa foreldrasamtakanna Vímulaus æska, Síðumúla 4. Opið mánudaga kl. 13-16, þriðjudaga kl. &-12, miðvikudaga kl. 9-12, fimmtudaga kl. 9-10, föstudaga kl. 9-12. Sími 82260. Jólatónleikar kórs Félags Snæfellinga og Hnappdæla Kór Félags Snæfellinga og Hnappdæla heldur jólatór.leika sunnudaginn 7. nóv-- ember nk. í félagsheimili Sóknar, að Skipholti 50a. og hefjast þeir kl. 15. Á síð- astliðnu ári hélt kórinn aðventutónleika í Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi. Nú vill hann gefa Snæfellingum, sem bú- settir eru á höfuðborgarsvæðinu, og gestum þeirra kost á að hlýða á söng sinn. Einnig verða kaffiveitingar. Söngstjóri er F’nðrik Kristinsson frá Stykkishólmi og undirleikari er Þóra Guðmundsdóttir frá Miðhrauni. Jólahappdrætti 1986. SÁÁ reynir nýja leið: Allir vinningar dregnir út Nú um nokkurt skeið hafa líknarfélög á íslandi treyst einna mest á happdrætti til fjáröflunar. Velvild almennings hefur verið aflgjafi þeirrar starfsemi sem hvert félag hefur haft með höndum. Hefur þá verið farið að reglum sem dómsmálaráðu- neytið hefur sett. Meginreglan er sú að heildarverðmæti vinninga skuli nema sjötta hluta verðmætis útgefinna miða. Þegar upp er staðið hefur selst ákveðinn hluti miða og vinningar þar af leiðandi dregist út í svipuðu eða sama hlutfalli. Til dæmis ef selst hefur fjórðungur miða, þá dregst út um fjórðungur vinninga. Þetta fyrirkomulag hefur sætt gagnrýni sem er skiljanleg. Hefur umræða í sam- félaginu verið nokkuð neikvæð og við- brögð á þann veg að þessi fjáröflunarleið hefur ekki verið líknarfélögunum eins gjöful og áður. SÁÁ vill nú í jólahappdrætti sínu koma til móts við fram komin sjónarmið og lang- ar um leið að eyða tortryggni sem uppi hefur verið. SÁÁ fór þess á leit við dómsmálaráðu- neytið að það heimilaði að dregið yrði úr seldum miðum eingöngu. Var það leyft að nýjum skilyrðum uppfylltum. SÁÁ dregur því eingöngu úr seldum miðum í jólahappdrætti 1986. Vinningar eru þó engu að síður glæsilegir sem fyrr: 1 Daihatsu Rocky jeppabifreið, að verðm. 567.700 kr. 3 Daihatsu Charade fólksbifr., að verðm. 322.200 kr. stk., 10 Daihatóu Cuore fólksbifreiðir, að verðm. 269.600 kr. stk., 8 JVC videotökuvélar GR 7C, að verðm. 125.900 kr. stk., 75 JVC tvöf. kassettuútvarpst., að verðm. 11.750 kr. stk., 75 BMX luxus reiðhjól, að verðm. 9.900 kr. stk. Heildarverðmæti vinninga er því 6.861.250,- krónur. Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum má sjá að samtökin taka hér vissu- lega mikla áhættu. Mikilvægt er að greiða heimsenda miða fyrir kl. 12 á hádegi á aðfangadag. Síðan verður dregið úr seldum miðum í beinni útsendingu á Rás II milli kl. eitt og þrjú e.h. á gamlársdag. Stuðningur þjóðarinnar hefur allt frá stofnun SÁÁ verið styrkur samtakanna. SÁÁ reiðir sig enn á þennan stuðning um leið og SÁÁ kemur til móts við gagnrýni og athugasemdir með nýju fyrirkomulagi happdrættisins. Vonandi til endumýjunar trausts og til hagsbóta beggja. SÁÁ nefnir happdrættið nú „Jólagjöf SÁÁ“ og hefur það tvíþætta merkingu. Við teljum stuðning fólksins í landinu vera jólagjöf til SÁÁ og þeir sem hreppa einhvern hinna 172 vinninga fá jólagjöf frá SÁÁ. Vinningar fara allir, því eins og fyrr segir er aðeins dregið úr seldum mið- um. Vinningarnir eru auk þess skattfrjáls- ir. Skip úr franska flotanum Tvö skip úr franska flotanum Agostra og Rhone Komu í kurteisisheimsókn í Reykja- víkurhöfn í gær. Skipið mun dvelja hér til 10. desember. Eingöngu verða heimilaðar heimsóknir almennings í birgðaskipið Rhone sunnudaginn 7. desember frá kl. 14-17. Afmælistónleikar í tilefni 75 ára afmælis Háskólans. 1 tilefni af 75 ára afmæli Háskóla íslands gangast tónleikanefnd Háskólans og Há- skólakórinn fyrir afmælistónleikum sunnudaginn 7. desember. Þeir verða haldnir í Norræna húsinu og hefjast kl. 17. Kristinn Sigmundsson baritón og Jón- as Ingimundarson píanóleikari flytja ítalskar óperuaríur og sönglög eftir eldri og yngri íslensk tónskáld. Einnig syngur Góðtemplarahúsið í Hafnar- firði 100 ára Sunnudaginn 7. desember verður þess minnst með samkomu í Góðtemplarahús- inu í Hafnarfirði að 17. desember nk. verða liðin 100 ár frá vígslu hússins. Það var stúkan Morgunstjarnan nr. 11, stofnuð 1885, sem lét reisa húsið. Var það að mestu byggt fyrir samskotafé og í sjálfboðavinnu og er fyrsta templarahúsið hér á landi. Þegar stúkan Daníelsher nr. 4 var stofnuð í Hafnarfirði árið 1888 gaf Morgunstjarn- an henni helming hússins og siðan hafa þær átt húsið saman. Góðtemplarahúsið var lengi eitt helsta samkomuhúsið í Hafn- arfirði og um áratugaskeið miðstöð alls konar menningar- og félagslífs. Auk þess sem stúkurnar hafa alltaf haldið þar sína fundi og samkomur fóru þar fram söng- skemmtanir, sjónleikir, dansskemmtanir og um tíma íþróttaæfingar og guðsþjón- ustur. Enn þjónar Góðtemplarahúsið þörfum ýmissa félagasamtaka og mörgum finnst hvergi þægilegra að koma saman en í þessu gamla og hlýlega húsi. Margir hafa og sýnt hlýhug sinn og velvild til hússins með gjöfum og styrkjum. Vill hús- nefndin þakka öllum sem þar hafa átt hlut að máli. Eimm manna nefnd stúkufélaga hefur umsjón með rekstri hússins. For- maður hennar er nú Ólafur Jónsson sem hefur verið húsvörður um langt skeið. „I smjásjá" bíður ársloka Nú er nýtt leikhús að líta dagsins ljós, Litla svið Þjóðleikhússins að Lindargötu 7. Opunarverk Litla sviðsins verður nýtt leikrit eftir Þórunni Sigurðardóttur, „1 smásjá", í leikstjóm Þórhalls Sigurðsson- ar. Hönnuður leikmyndar og búninga er Gerla og ljósahönnuður Björn Bergsteinn Guðmundsson. Frumsýning átti að verða nú um mánaðamótin, en sökum veikinda eins leikaranna er nú stefnt að frumsýn- ingu 30. desember. Leikaramir Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Sigurður Skúlason fara öll með stór hlutverk í þessu magnaða nýja verki Þórunnar sem bíður frumsýningar. Kvöldlokkur á jólaföstu Þriðjudaginn 9. desember kl. 20.30 verða „Kvöldlokkur á jólaföstu“ í Áskirkju í Reykjavík. Blásarakvintett Reykjavíkur stendur fyrir þessum tónleikum ásamt ell- efu félögum sínum. Þetta er í sjötta sinn sem „Kvöldlokkur á jólaföstu“ hljóma, nú í Áskirkju, en síðustu ár hafa þær heyrst í fimm öðrum kirkjum í Reykjavík. Háskólakórinn undir stjórn Áma Harðar- sonar erlend og innlend lög, þ.á m. lög sem hafa verið samin sérstaklega fyrir kórinn. í vetur er 13. starfsár Háskólatónleika sem tónleikanefnd Háskólans stendur fyrir. Undanfarin misseri hafa þeir verið í há- deginu á miðvikudögum í Norræna húsinu. Upphaflegur tilgangur Háskóla- tónleika var tvíþættur, að örva menning- arlegt félagslíf í Háskólanum og að auka tónlistarlíf í Reykjavík. Nú orðið skipa þeir fastan sess í tónlistarlííi borgarinnar. Viðskipta- og tölvublaðið, 6. tölublað 5. árgangs, er komið út. Meðal efnis eru fréttir úr viðskiptalífi, sagt er frá nýstofnuðum fyrirtækjum og nýútkomnum bókum sem fjalla um tölvur og tölvutækni. Tækni- og tölvunýjungar er meðal fastra þátta. Af erlendu efni má nefna grein um afdrif breska dagblaðsins TODAY og við- ureign eiganda þess við verkalýðsforystu breskra prentara. Viðskipta- og tölvublaðið íjallar að stað- aldri um hugbúnað. Ritvinnsla. Að þessu sinni er birt ítar- leg lýsing á ritvinnslukerfínu „Word- Perfect“ þar sem getið er allra helstu eiginleika kerfísins, mismunandi notkun- ar þess, vinnslu og ýmissa sérverkefna, svo sem prentsetningar o.fl. Þessi grein gefur einnig þýðingarmiklar upplýsingar sem koma að góðu gagni við val á hvaða rit- vinnslukerfí sem er. Launakerfí. í þessu tölublaði er einnig ítarleg lýsing á tveimur kerfum til útreikn- ings á launum. Bæði þessi kerfí eru ætluð fyrir einkatölvur og eru hönnuð og sett upp af íslenskum hugbúnaðarfyrirtækjum. Þessar tvær greinar svara þeim spurning- um, sem margir velta fyrir sér, hvort það borgi sig fyrir smærri fyrirtæki að tölvu- vinna launareikning. Sölukerfí. Mörgum mun koma á óvart hve öflugt hjálpartæki ódýr einkatölva getur verið fyrir sölumann. Lýst er nýju íslensku sölukerfi og sýnt hvernig það eykur afköst sölumanns. Auk þessa eru athyglisverðar greinar, m.a. um nýjan þýðanda sem eykur hrað- virkni „dBase“ gagnasafnskerfa, sagt frá nýju netkerfí, sérhannaðri forritasam- stæðu fyrir iðnaðarmenn og framleiðslu- fyrirtæki. Að þessu sinni eru bomir saman tveir algengir tölvuprentarar, lögð eru afkasta- próf fyrir prentarana, birt letursýni og greint frá tæknilegum eiginleikum. Grein- in varpar ljósi á fjölmörg atriði sem hafa þarf í huga þegar velja á tölvuprentara. Viðskipta- og tölvublaðið kemur út 8 sinnum á ári. Utgefandi er Fjölnir hf. Rit- stjóri er Leó M. Jónsson. Jólafundur Kvenfélags Bú- staðasóknar verður mánudag 8. des. kl. 20.30 í safnaðar- heimili kirkjunnar. Til skemmtunar verður leiksýning Alþýðuleikhússins. Spilakvöld Kársnessóknar Spiluð verður félagsvist í safnaðarheimil- inu Borgum þriðjudaginn 9. desember kl. 20.30. Kvikmyndasýningar MIR Reglulegar kvikmyndasýningar verða í vetur á hverjum sunnudegi kl. 16 í bíósal MÍR, Menningartengsla Islands og Ráð- stjómarríkjanna, að Vatnsstíg 10. Nú í desember verða sýndar frétta- og fræðslu- myndir af ýmsu tagi en eftir áramótin hefjast sýningar á leiknum sovéskum kvikmyndum, nýlegum og gömlum. Nk. sunnudag, 7. desember, verða sýndar þrjár myndir með skýringum á íslensku: 1. „Til móts við komandi öld“ mynd um 27. þing kommúnistaflokks Sovétríkjanna, 2. „Allt í þágu mannsins“ mynd um heilbrigðismál í Sovétríkjunum, 3. „Erindrekar friðar og vináttu“ mynd um 60 ára afmælishátíð Sovéska vináttufélagasambandsins og ýmsa heimsþekkta menn sem tengst hafa störfum þess. Aðgangur að kvikmynda- sýningum MÍR er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Skoðunarstöðvar Bifreiðaeft- irlits ríkisins Neytendasamtökin fagna því að á fjárlög- um er gert ráð fyrir Qárveitingu til byggingar skoðunarstöðva fyrir bifreiðar á vegum Bifreiðaeftirlits ríkisins. Veruleg umræða er að jafnaði um Bifreiðaeftirlitið og gætir þá gjarnan gagnrýni vegna lé- legrar þjónustu. Ástæða þessa er að stórum hluta sú að hvergi á landinu fer bifreiðaeftirlit fram við fullnægjandi að- stæður. Það er því löngu tímabært að byggðar verði skoðunarstöðvar á helstu þéttbýlisstöðunum. Skoðunarstöðvar munu flýta mjög allri skoðun og jafnframt gera hana miklu nákvæmari og öruggari. Mun fleiri þætti í búnaði bifreiða mætti athuga en kleift er við núverandi aðstæð- ur. Þetta stuðlar því jafnt að bættri og fljótari þjónustu sem stórauknu umferðar- öryggi. Neytendasamtökin hvetja fjárveit- ingavaldið til þess að sjá svo um að þessi fjárveiting komist sem fyrst til skila til þess að binda megi enda á núverandi ástand sem er fyrir neðan allar hellur. Félag kennara á eftirlaunum Aðventufagnaður félagsins verður í dag, laugardag, kl. 14-18 á Grettisgötu 89, 4. hæð. Félagsvist, kaffiveitingar, jólaminn- ingar og fjöldasöngur. Ljóða- og söngdagskrá á A. Hansen Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi ljóða- og söngdagskrána „Ástin er....“ á veitinga- húsinu A. Hansen 18. nóvember sl. Dagskráin var unnin að mestu leyti í hóp- vinnu. Leikfélagið fékk til liðs við sig þá Símon Jón Jóhannsson og Helga Guð- mundsson til að vinsa úr þau ljóð sem nota ætti því að, eins og alkunna er, hafa flest íslensk ljóðskáld samið eitthvað tengt ástinni. Það er nánast sama hvaða stefnu skáldin fylgja, öll hafa þau reynt eitthvað við ástina. I ljóðadagskránni „Ástin er....“ er stiklað á stóru í gegnum tímann og reynt að gefa sýnishorn af kveðskap ís- lenskra ljóðskálda frá upphafí ljóðsins. Dagskráin er fjölbreytt og sýndar eru bæði alvarlegar og „kómískar“ hliðar á ástinni. Síðustu sýningar fyrir jól á „Ástin er...“ verða mánudaginn 8. og þriðjudag- inn 9. des. og hefjast þær kl. 21. Aðventukvöld í Laugarnes- kirkju Sunnudaginn 7. desember verður aðventu- kvöld í Laugameskirkju kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins verður Dr. Gylfi Þ. Gíslason fyrrv. ráðherra. Unglingar úr æskulýðsstaríl Laugameskirkju sýna helgileik undir stjóm Jónu Hrannar Bolladóttur guðfræðinema. Einnig verður flutt tónlist undir stjórn organistanna Ann Toril Lindstad og Þrastar Eiríkssonar. Sóknarpresturinn sér um helgistund í lok samkomunnar. Eftir samkomuna í kirkj- unni verður heitt súkkulaði og smákökur á boðstólum í safnaðarheimilinu. Konur úr Kvenfélagi Laugamessóknar undirbúa þessar veitingar. Um morguninn kl. 11 verður bamaguðsþjónusta með fjölbreyttu efni fyrir bömin. Engin messa verður kl. 14. Aðalfundur Hjálparstofnunar kirkjunnar Á fundi aðalstjórnar Hjálparstofnunar kirkjunnar 24. nóv. sl. var ákveðið að stefna að því að halda aðalfund stofnunar- innar um miðjan janúar nk. Samþykkt var að fram til aðalfundar yrði málum skipað á eftirfarandi hátt: 1. Formaður aðalstjórnar var kosinn Gunnlaugur Finnsson. 2. Sigurjóni Heiðarssyni skrifstofustjóra var falið að fara með prókúru fyrir stofnunina fram til aðalfundar. 3. Ákveðið var að gefa fólki kost á að gefa til hjálpar- og líknarstarfa á að- ventunni. Söfnunarfé verði varið til ákveðinna verkefna innanlands og er- lendis, sem framkvæmdastjórn mun kynna innan tíðar. Ekki verði lagt í mikinn kostnað vegna þessara safnana. Ennfremur var eftirfar- andi samþykkt: „Stjómin harmar þær árásir sem starfsfólk og fráfarandi stjómarformaður hafa orðið fyrir“. Lagarefirfrumsýnd í Laugar- ásbíöi Laugarásbíó frumsýnir gamanmyndina Lagarefir (Legal eagles). Lagarefir íjallar um ríkissaksóknara (Robert Redford) sem flækist inn í sakamál hjá hálíklikkuðum lögfræðingi (Debra Winger). Þau reka mál fyrir sérvitran listamann (Ilaryl Hannah) sem varla má láta á sér kræla án þess að glæpur sé framinn. Redford flækist þarna inn í dularfullan heim listamanna í New York, lendir í ósiðlegu athæfi með skjól- stæðingi sínum og missir síðan metnaðar- fullt starfið í ofanálag. Lagarefir var ein best sótta myndin síðasta sumar í Banda- ríkjunum. Leikstjóri hennar er Ivan Reitman sá hinn sami og leikstýrði gaman- myndunum Ghostbusters og Stripes. Síamsköttur týndur Ómerktur síamsfressköttur, eins og hálfs árs gamall, tapaðist frá Tjarnargötu 42, 16. nóvember sl. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Kattavinafé- lagið eða Jóhann í síma 19492. Fundar- laun. Jóhann G. Jóhanns sýnir í Gerðubergi í dag, 6. desember, opnar Jóhann G. Jó- hannsson, myndlistar- og tónlistarmaður, málverkasýningu í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi, Breiðholti. Á sýningunni verða yfir 80 verk (flest vatnslitamyndir) unnin á tímabilinu ’85-’86. Sýningin, sem er sölusýning, stendur til 14. desember og verður opin daglega frá kl. 14-22. Aðgang- ur er ókeypis. Sölusýning og kynning á Kópavogshæli Sölusýning á munum sem vistmenn á Kópavogshæli hafa unnið og kynning á starfsemi hælisins verður í dag, 6. desemb- er kl. 14. Fyrirlestur á vegum rann- sóknarstofnunar uppeldis- mála Þriðjudaginn 9. desember flytur Njáll Sig- urðsson námstjóri fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar uppeldismála er nefnist: Svipmyndir úr sögu tónmennta- kennslu á Islandi. Fyrirlesturinn verður haldinn í Kennaraskólahúsinu við Laufás- veg og hefst kl. 16.30. öllum er heimill aðgangur. Basarar Kvenfélagið Fjallkonurnar heldur jólabasar í dag, 6. desember, kl. 13 í Gerðbergi. Lukkupokar, happdrætti, kökur og laufabrauð ásamt ýmsum góðum vörum. Kökubasar Framkvenna Kökubasar verður í Framheimilinu við Safamýri, sunnudaginn 7. desember kl. 14.00. Framkonur. Varmi Bilasprautun N YFORM Reykjavikurvegi 66, Hafnarfirði, sími 54100. Sjónvarps- skápar, 10 tegundir, 4 litir. Verð frá kr. 5.500,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.