Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Síða 45
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. 45 ' Stjömuspá Stjömuspá Spáin gildir fyrir sunnudaginn 7. desember. Vatnsberinn (21. jan.-19. febr.): Þú ættir að ganga frá viðskiptum í dag, þetta verður þinn dagur. Kvöldið verður einstaklega ljúft og þú mátt búast við að hitta gamla vini. Fiskarnir (20. febr.-20. mars): Forðastu að eyða um of í dag þó þú sjáir eitthvað sem þú hefur lengi haft í huga að kaupa. Eldri persóna tekur meira af tíma þínum heldur en þú mátt missa. Hrúturinn (21. mars-20. apríl): Það verður mikið að gera í dag og þú þarft á öllu þínu góða skapi að halda til að bjarga einhverju á síðustu stundu. Þú átt það skilið að kvöldið verði þitt. Nautið (21. apríl-21. júní): Þú fréttir eitthvað sem þú hefur áhyggjur af en eitthvað kemur upp sem hvílir hug þinn. Ástamálin eru ekki í sem bestu formi en allt er á batavegi. Tvíburarnir (22. maí-21. júní): Þú ert ótrúlega kröftugur í dag en yfirkeyrðu þig ekki því þú mátt búast við óvenjulegu boði. Þú kætist við óvæntar fréttir. Krabbinn (22. júní-23. júlí): Þú ættir að reyna eitthvað nýtt og öðruvísi, sérstaklega varðandi dagleg störf. Haltu þér á mottunni ef fólk er að rífast í kringum þig. Ljónið (24. júlí-23. ágúst): Ef þú þorir að taka smáséns fjárhagslega hefurðu heppn- ina með þér í dag. Einhver nátengdur þér óskar að leyna þig einhverjum viðskiptaerfiðleikum. Meyjan (24. ágúst-23. sept.): Hafðu augun opin fyrir góðu kaupunum en keyptu samt ekkert það sem þig ekki vantar. Ástamálin eru í uppgangi og kvöldið verður besti tíminn. Vogin (24. sept.-23. okt.): Vertu ekki feiminn ef þú tekur þátt í einhverjum félags- málum, þú hefur mikið fram að færa. Daglegar venjur þínar þarfnast athygli þar sem svo virðist sem ný ábyrgðar- störf verði lögð þér á herðar á næstunni. Sporðdrekinn (24. okt.-22. nóv): Reyndu að fá meira næði svo þú getir haldið þig að áhuga- máli þínu. Hugsaðu alvarlega um leiðir til þess að spara. Allt bendir til þess að pyngjan léttist mjög á komandi dögum. Bogmaðurinn (23. nóv.-20. des.): Vinur þinn gæti stungið upp á einhverju óvenjulegu, sem mun höfða til ævintýramennsku þinnar. Það verður mikil spenna í loftinu sérstaklega fyrir hádegi en breytist þegar á líður. Steingeitin (21. des.-20. jan.): Þér mun finnast þetta heppilegur tími til að gera breyting- ar í lífi þínu. Einhverjir gamlir vinir virðast vara að reyna að ná í þig og færð sennilega mjög spennandi bréf fljótlega. Spáin gildir fyrir mánudaginn 8. desember. Vatnsberinn (21. jan.-19. febr.): Þú þarft að sýna persónulegum málum meiri athygli. Þú skalt vega og meta vel öll boð sem þú færð, stundum væri betra að vera bara heima. Þú finnur einhverjar skýr- ingar eftir hádegið. Fiskarnir (20. febr.-20. mars): Ástamálin virðast veita þér óvænta ánægju í dag. Hafðu hemil á tilfinningum þínum og forðastu að gera of mikið. Kvöldið ætti að vera besti tíminn. Hrúturinn (21. mars-20. april): Dagurinn virðist henta þér prýðilega, það eina sem þú þarft að gera er að vera í góðu skapi og skipuleggja tíma þinn. Láttu ekkert koma þér í uppnám seinnipartinn því að misskilningur gæti eyðilagt skemmtilegt kvöld. Nautið (21. apríl-21. maí): Einhver treystir á aðstoð þína í dag. Gefðu rausnarlega án þess að tengjast öðrum persónum of alvarlega. Þú ættir' að komast hjá óþægindum með því að halda þínu striki. Tvíburarnir (22. maí-21. júní): Gættu heilsu þinnar, þú ættir ekki að ofgera þér því það kemur niður á þér seinna. Einbeittu þér að því að gera eitthvað fyrir sjálfan þig. Aðrir eru tilbúnir að aðstoða ef þú leyfir þeim það. Krabbinn (22. júní-23. júlí): Persónulegt vandamál gætirðu leyst á fljótlegri og auð- veldari hátt en þú heldur ef þú ert tilbúinn til að hlusta á ráðleggingar. Kvöldið er sérlega hentugt til að taka djarfar ákvarðanir. Ljónið (24. júIí-23. ágúst): Þetta er ekki dagurinn sem stendur í sambandi við ferða- lög. Því þarftu að sýna fyllstu gætni. Athugaðu vel öll mál áður en þú lætur þau frá þér fara. Meyjan (24. ágúst-23. sept.): Spennan, sem verið hefur, eyðist með kvöldinu og þú ætt- ir að skemmta þér mjög vel ef þú ferð út á Iífið með vinum þínum. Betri umhugsun um heilsu þína gæti leyst mjög mörg vandamál. Vogin (24. sept.-23. okt.): Þú þarft að fara vel yfir fjármálin í dag. Þú verður feginn seinna. Þú ættir að skipuleggja ferðaáætlanir og frítíma þinn í dag. Sporðdrekinn (24. okt.-22. nóv.): Vertu nærgætinn þegar um skoðanir er að ræða þvi aðrir eru viðkvæmari en þú heldur. Þú ættir ekki að flækja þér í mál annarra í dag. Bogmaðurinn (23. nóv.-20. jan.): Haltu skoðun þinni gagnvart fólki sem heldur að það viti betur en þú. Vertu nærgætinn og reyndu að komast hjá því að rífast. Steingeitin (21. des.-20. jan.): Vinir þínir gætu haft góðar fréttir handa þér. Varastu að ofgera þér þó að tíminn framundan verði mjög annasamur. Slökkvilið Lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 18455, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. HafnarQörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 3333, slökkvilið sími 2222 og sjúkrabifreið sími 3333 og í símum sjúkrahússins 1400, 1401 og 1138. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 1666, slökkvilið 2222, sjúkrahúsið 1955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, brunasími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Kvöld- og helgarþjónusta apótekanna í Reykjavík 5. - 11. des. er í Holts- apóteki og Laugavegsapóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsl- una frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga en til kl. 22 á sunnudögum. Upp- lýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9 18.30, laugardaga kl. 9 12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga föstu- daga kl. 9 18.30 og laugardaga kl. 11 14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9 19, laugardaga kl. 9 12. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðarapótek og Apótek Norðurbæjar eru opin virka daga frá kl. 9 19 og á laugardögum frá kl. 10 14. Apó- tekin eru opin til skiptis annan hvem sunnudag frá kl. 11 15. Upplýsingar um opn- unartíma og vaktþjónustu apóteka eru gefnar í símsvara Hafnarfjarðarapóteks. , Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9 19 virka daga, aðra daga frá kl. 10 12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9 19 nema laugardaga kl. 10 12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9 12.30 og 14 18. Lokað laugardaga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Ak- ureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á opnunartíma búða. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgi- dagavörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidög- um er opið kl. 11 12 og 20 21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Heflsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 11100, Hafharfjörður, sími 51100, Keflavík, sími 1110, Vestmannaeyjar, sími 1955, Akureyri, sími 22222. Tannlæknafélag íslands Neyðarvakt alla laugardaga og helgidaga kl. 10 11. Upplýsing- ar gefur símsvari 18888. Læknar Reykjavík - Kópavogur: Kvöld- og nætur- vakt kl. 17 8, mánudaga fimmtudaga, sími 21230. Á laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar en læknir er til viðtals á göngudeild Landspítalans, sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8 17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólarhringinn (sími 696600). Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8 17 og 20 21, laugardaga kl. 10 11. Sími 27011. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17 8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Dagvakt. Ef ekki næst í heimilis- lækni: Upplýsingar hjá heilsugæslustöðinni í síma 3360. Símsvari í sama húsi með upplýs- ingum um vaktir kl. 17. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 1966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8 17 á Læknamið- stöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidaga- varsla frá kl. 17 8. Upplýsingar hjá lögregl- unni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heiiinsóknartírm Landakotsspítali: Alla frá kl. 15 16 og 19 19.30. Barnadeild kl. 14 18 alla daga. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud. föstud. kl. 18.30 19.30. Laugard. sunnud. kl. 15 18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15 16 og 18.30 19. 30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15 16 og 19.30 20.00 Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15 16, feður kl. 19.30 20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 16.30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15 16 og 18. 30 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 16.30. Landakotsspítali. Álla daga frá kl. 15.30 16 og 19 19.30. Barnadeild kl. 14 18 alla daga. Gjörgæsludeild eftir samkomulagi. Grensásdeild: Kl. 18.30 19.30 alla daga og kl. 13 17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud. laugard. kl. 15 16 og 19.30 20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15 16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15 16 og 19 19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15 16 Sjúkra- húsið Ákureyri: Alla daga kl. 15.30 16 og 19 19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15 16 og 19 19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30 16 og 19 19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14 17 og 19 20. Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl. 15 16 og 19.30 20. Vistheimilið Vífilsstöðum: Sunnúd. kl. 14-17. Fimmtud. kl. 20-23. Laugard. kl. 15-17. Söfinin Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn: Þingholtsstræti 29a, sími 27155. Sólheimasafn, Sólheimum 27, sími 36814. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, sími 36270. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, Gerðu- bergi 3 5, símar 79122 og 79138. Opnunartími ofangreindra safna er: mán. föst. kl. 9 21, sept. apríl einnig opið á laugardögum kl. 13 16. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, sími 27640. Opnunartími: mán. föst. kl. 16 19. Lestrarsalur aðalsafns, Þingholtsstræti 27, sími 27029. Opnunartími: mán föst. kl. 13 19, sept. apríl, einnig opið á laugardögum kl. 13 19. Bókabílar, bækistöð í Bústaðasafni, sími 36270. Bókin heim, Sólheimasafni, sími 83780. Heimsendingaþjónusta fyrir fatlaða og aldr- aða. Símatími mánud. og fimmtud. kl. 10 12. Sérútlán, aðalsafni, Þingholtsstræti 29a, sími 27155. Bækur lánaðar skipum og stofnun- um. Sögustundir fyrir börn á aldrinum 3-6 ára. Aðalsafni: þriðjud. kl. 14 15, Bústaða- safni og Sólheimasafni: miðvikud. kl. 10 11 og Borgarbókasafninu í Gerðubergi: fimmtud. kl. 14 15. Ameríska bókasafnið: Opið virka daga kl. 13 17.30. Ásmundarsafn við Sigtún. Opnunartími safnsins er á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum frá kl. 14 17. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 13.30 16. Árbæjarsafn: opið eftir samkomulagi. 13.30-18 nema mánudaga. Strætisvagn 10 frá Hlemmi. Listasafn íslands við Hringbraut: Opið dag- lega frá kl. 13.30-16. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laug- ardaga kl. 14.30 16. Norræna húsið við Hringbraut: Opið dag- lega frá kl. 9 18 og sunnudaga frá kl. 13 18. Þjóðminjasafn íslands er opið sunnudaga, þriðjudaga. fimmtudaga og laugardaga frá kl. 13.30 16. Bflanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Sel- tjarnarnes, sími 686230. Ákureyri, sími 22445. Keflavík sími 2039. Hafnarfjörður, sími 51336. Vestmannaeyjar, sími 1321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjarnarnes sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Seltjarnar- nes, sími 621180, Kópavogur. sími 41580, eftir , kl. 18 og um helgar sími 41575, Akureyri, sími < 23206. Keflavík, sími 1515. eftir lokun 1552. Vestmannaeyjar, símar 1088 og 1533. Hafnar- fjörður. sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík. Kópavogi, Sel- tjarnamesi, Akureyri, Keflavík og Vest- mannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. — Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitu- kerfum borgarinnar og í öðmm tilfellum, sem j borgabúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgar- j stofnana. $ LaUi og Lína „Ég ætlaði að fara til læknis. En þegar ég var orðin nógu hress til þess að fara á biðstöðina var mér alveg batnað." Vesalings Emma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.