Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Síða 48
FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrifft - Dreifing: Sími 27022 Borgarsprtalinn verður seldur Nú er ljóst orðið að Borgarspítalinn verður seldur ríkinu, líklega á næstu dögum. Ef spítalinn verður settur á fjárlög eru þær verðhugmyndir sem settar hafa verið fram um 600 til 700 milljón- ir króna. Auk þess mun Reykjavíkur- borg vilja fá um 15 prósent af byggingarkostnaði þeirra bygginga sem borgin hefur byggt. Borgarstjóri kynnti hugmyndir borgarinnar á fjölmennum fundi með starfsmönnum Borgarspítalans í gær. Skiptar skoðanir eru meðal starfs- fólksins um söluna. Starfsmenn hafa óskað eftir viðræðum um að þeir kaupi spítalann. -óm Strætisvagn ók aftan á vönibíl Einn farþegi slasaðist og var fluttur á slysadeild þegar strætisvagn ók aft- an á kyrrstæðan vörubíl á Kleppsvegi í Reykjavík. Svo virðist sem ökumaður vörubíls- ins hafi stöðvað til að hleypa út farþega og ökumaður strætisvagnsins hafi áttað sig of seint, en mikil hálka var á Kleppsveginum í gær. Strætis- vagninn er mikið skemmdur eftir áreksturinn. -SJ LOKI Borgar spítalinn? Samningamálin: Með pennana á lofti Búistvar vlð undirskrift samninga í nótt- rikisstjómin gekk að kröfum aðila vinnumaikaðarins Um kvöldmatarleytið í gær barst aðilum vinnumarkaðarins jákvætt svar frá ríkisstjóminni við þeim kröfum sem til hennar em gerðar varðandi nýja kjarasamninga. „Okkur Þorsteini Pálssyni fjármála- ráðherra var falið fúllt umboð til að svara aðilum vinnumarkaðarins og það er skoðun ríkisstjómarinnar að gera skuli allt sem í hennar valdi stendur til að samningar geti gengið saman,“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra í gær- kveldi. Hann sagði í kröfúnum vera erfiða liði sem ætti eftir að reikna betur og yrði það gert strax. Borgar- stjóri var hafður með i ráðum og lofar hann að gera það sem hann getur varðandi þessi sömu atriði. Verðbólguspá fyrir næsta ár er 7%-8% í þessum plöggum. Gengið verður áfram fast. I gær var að mestu búið að ganga frá nýjum kjarasamningum, aðeins beðið eftir svari ríkisstjómarinnar. Eftir að það barst þurfti að halda áfram útreikningum fram eftir kvöldi, jafnvel fram á nótt. í þeim samkomulagsdrögum, sem fyrir lágu í gær, var gert ráð fyrir að lágmarks- laun yrðu á bilinu 25-26 þúsund krónur fyrir til að mynda byrjendur í fiskvinnslu en 26.300 kr. á mánuði fyrir fiskvinnslufólk sem farið hefur á námskeið. Afgreiðslufólk og fleiri hópar, sem em fyrir neðan þetta lág- mark, flytjast upp. Samningurinn gildir í eitt ár. Gert er ráð fyrir að laun hækki þrisvar sinnum um 500 krónur á mánuði á næsta ári. Samn- ingar um breytingar á taxtakerfinu fari fram á bilinu 1. mars til 1. sept- ember. VSI segir lítið svigrúm til annars en samræmingar varðandi breytingar á taxtakerfinu. Að öllum líkindum mun launanefnd starfa næsta ár en ekki var víst hvort ein- hver rauð strik verða á árinu. Uppsagnarákvæði mun verða miðað við 1. september ef ekki næst sam- komulag um taxtauppstokkun. Þetta er í grófum dráttum það sem samkomulag hafði náðst um í gær en þó með þeim fyrirvara að meðan ekki er búið að undirrita getur þetta eitthvað breyst. Það sem að ríkisstjóminni snýr er að draga úr erlendum lántökum, aðhald í peningamálum, að ekki verði settur kvóti á kjúklinga- og eggjaframleiðslu, almannatrygg- ingabætur verði hækkaðar, fast gengi, opinberar verðhækkanir verði ekki umfram almenna verðlag- sviðmiðun né heldur hækkanir á búvöm. Steingrímur Hermannsson tók fram að kjarasamningar undir þess- um formerkjum gætu leitt til vaxta- hækkana. -S.dór Þrjár konur og tveir karlmenn voru flutt á slysadeild Borgarspitalans eftir mjög harðan árekstur á Reykjanesbraut skömmu eftir hádegi í gær og eru konurnar þrjár alvarlega slasaðar. Ekki er vitað nákvæmlega um tildrög slyssins en bifreiðamar vom að mætast og virðist sem þær hafi rekist saman á miðjum veginum. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var gífurlega mikil hálka á Reykjanesbrautinni í gær. SJ/DV-mynd Steingrímur Erlendsson Veðrið á sunnudaginn: Slydduél sunnanlands Á sunnudaginn verður lægð skammt suður af landinu, hæg austlæg átt og skúrir eða slydduél sunnanlands. Austan- og norðaustanstrekkingur og él norðanlands. Hiti verður á bilinu -3 til 2 stig. Veðrið á mánudaginn: Él norðanlands Á mánudaginn verður lægð fyrir suðaustan landið og norðaustanátt á landinu með éljum norðanlands en björtu veðri syðra. Hiti verður á bilinu -4 til 0 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.