Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987.
Stjómmál
Efn deild samþykkti
umferðarlögin í nött
-100 km hraði, bflbeltasektir, ný bflnúmer
Vildi leyfa
110 km
hraða
„Við lifum ekki á traktorsöld,“
sagði Ámi Johnsen er liann í efri
deild Alþingis í gærkvöldi mælti
fyrir breytingartillögu sinni við
umferðarlög um að ákveða mætti
allt að 110 kílómetra hraða á
klukkustund á tilteknum vegum
ef aðstæður leyfðu og að 100 kíló-
metrar yrði hinn almenni ökuhraði
á bundnu slitlagi.
Tillaga Áma var felld með 10
atkvæðum gegn 2. Aðeins Ámi og
Ragnar Amalds studdu tillöguna.
-KMU
Flokkar
klofha
í Sturlu-
máli
Ekki kom til atkvæðagreiðslu á
Alþingi í gær um frávísunartillögu
þingflokksformanns Sjálfetæðis-
flokksins á lagafrumvarp Ingvars
Gíslasonar, Framsóknarflokki, og
fleiri um skipun nefadar til að
rannsaka Sturlumálið. Atkvæða-
greiðslunni var frestað að ósk Páls
Péturssonar, formanns þingflokks
Framsóknarílokks. Vildi hann fá
tóm til að kanna formsatriði.
Búast má við að hin spennandi
atkvæðagreiðsla verði á morgun.
Er talið að flokkar, jalhvel þrír,
klofni í afstöðu sinni til hennar.
Ingvar Gíslason og Guðmundur
Bjamason fengu ekki stuðning
formanns síns, Steingríms Her-
mannssonar, sem bar þau skilaboð
í þingsali frá forseta Hæstaréttar
að tillaga þeirra væri í fyllsta máta
óeðlileg eftir að málið væri orðið
að dómsmáli.
Ingvar Gíslason og Steingrímur
J. Sigfússon, Alþýðubandalagi,
sögðu að fordæmi væri fyrir hendi
þar sem væri skipan rannsóknar-
nefhdar í Hafskipsmáli.
-KMU
Ný umferðarlög vom samþykkt í
efri deild Alþingis laust eftir mið-
nætti í nótt. Málið á eftir að fara
fyrir neðri deild til lokaafgreiðslu
sem lög frá Alþingi.
Meðal helstu nýmæla er að öku-
hraði á vegum utan þéttbýlis er
almennt hækkaður um 10 kílómetra
á klukkustund. Hraði á vegum með
bundnu slitlagi má verða 90 km á
klst. og á tilteknum vegum allt að
100 km á klst. „ef aðstæður leyfa og
æskilegt er til að greiða fyrir um-
ferð, enda mæli veigamikil öryggis-
sjónarmið eigi gegn því“.
Með samþykkt frumvarpsins verða
einnig teknar upp sektir fyrir að
spenna ekki bílbeltin og bílnúmera-
kerfinu verður breytt. Ný númer
með tveimur bókstöfúm og þremur
tölustöfum koma í stað gömlu núm-
eranna.
Fyrir lokaafgreiðsluna frá efri
deild í nótt voru tvær breytingar
samþykktar á frumvarpinu. Sett
voru inn ákvæði um fjórhjól, eða
torfærutæki, að tillögu allsherjar-
nefndar, og um rannsókn umferðar-
slysa, að tillögu Salome Þorkels-
dóttur og fleiri.
Torfærutæki er nú skilgreint sem
vélknúið ökutæki sem aðallega er
ætlað til fólks- eða vöruflutninga
og/eða til dráttar, ýmist ætlað til
aksturs á vegum jafnt sem vegleys-
um eða aðallega á vegleysum og er
á tveimur, þremur eða fjórum hjólum
og er innan við 400 kg að eigin
þyngd.
Enginn má stjóma torfærutæki
nema hann sé fullra 16 ára og hafi
gilt ökuskírteini til þess eða ökuskír-
Jón G. Hauksson, DV, Akureyri:
Gengið hefur verið frá framboðslista
Kvennalistans í Norðurlandskjör-
dæmi eystra. Fyrsta sæti skipar þar
Málmfríður Sigurðardóttir, Jaðri í
Reykjadal. I öðm sæti er Jóhanna
Þorsteinsdóttir, Akureyri, en hún hef-
ur jafnframt verið starfsmaður
Kvennalistans.
Næstu sætin skipa: Jóhanna Rögn-
valdsdóttir, Bárðardal, í þriðja sæti,
Edda Bjömsdótir, Raufarhöfn, í fjórða
teini til að mega stjóma öðm
vélknúnu ökutæki. Við akstur þess
skulu lögboðin ljós jafiian vera
tendmð. Ennfremur skal torfæm-
tækið vera skráð og bera skráning-
armerki.
Að tillögu Salome Þorkelsdóttur
og fleiri skal slysaskráning lögreglu,
slysadeilda, sjúkrahúsa og trygg-
ingafélaga samræmd. Þá er dóms-
málaráðherra heimilt að skipa
sérstaka rarnsóknamefhd umferð-
arslysa.
-KMU
sæti, Sigurborg Daðadóttir, Akureyri,
í fimmta sæti, Ásta Baldvinsdóttir,
Húsavík, í sjötta sæti og Hólmfríður
Jónsdóttir, Akureyri, í sjöunda sæti.
„Við gerum það ekki opinbert hver
úrslitin urðu í skoðanakönnuninni
varðandi uppröðun á listann, en mér
skilst að ég hafi verið valin í efsta
sæti hstans vegna stuðnings sem ég
fékk í skoðanakönnuninni," sagði
Málmfríður Sigurðardóttir við DV í
gær. Hún sagðist búast við hefð-
bundnu kosningastarfi næstu dagana.
„Ég fullyrði að Sturla Kristjánsson hefur ekki gerst sekur um neitt það
sem réttlætir þessa brottvikningu," sagði Ingvar Gíslason á Alþingi í gær.
DV-mynd GVA
Stuiia heftir þegar
vísað málinu til dómstóla
„Dómstólar eiga einir úrskurðar-
vald um það hvort frávikning fyrrver-
andi fræðslustjóra Norðurlandsum-
dæmis eystra hafi verið rættmæt að
lögurn," segir í frávísunartillögu Ólafs
G. Einarssonar, formanns þingflokks
Sjálfstæðisflokksins.
„Fyrrverandi fræðslustjóri hefur
þegar vísað máli þessu til meðferðar
dómstóla með stefiiu útgefinni 12. fe-
brúar síðastliðinn.
Menntamálaráðuneytið hefur með
bréfi dagsettu 5. febrúar, og ítrekuðu
10. febrúar, fallist í meginatriðum á
hugmyndir fræðsluráðs Norðurlands-
umdæmis eystra, er verða mættu til
þess að bæta samskipti menntamála-
ráðuneytisins og fræðsluráðs. I bréfum
þessum lýsir ráðuneytið sig reiðubúið
til þess að fallast á skipun nefndar, sem
fjalla eigi um störf fræðsluráðs og
fræðsluskrifstofu og samskipti þeirra
aðila við menntamálaráðuneytið.
Þá hefur ráðuneytið fallist á að
umsóknarfrestur um stöðu fræðslu-
stjóra Norðurlandsumdæmis eystra
verði framlengdur, að ósk fræðslu-
ráðsins," segir í rökstuðningi með
frávísunartillögunni.
-KMU
Málmfriður í fyrsta sæli Kvennalista
I dag mælir Dagferi
Framboðsraunir Alþýðuflokksins
á Vestfjörðum hafa loksins verið
leystar. Karvel, sem lenti í fyrsta
sæti í prófkjöri kratanna, skipar
fyrsta sætið en Sighvatur Björgvins-
son, sem hafnaði í öðru sæti, verður
í öðru sæti. Þetta þykja mikil fagn-
aðartíðindi í herbúðum krata og
segja þeir að mikil eindrægni ríki
um listann að fenginni þessari niður-
stöðu. Fyrir utanaðkomandi er að
vísu nokkuð erfitt að skilja hvað
hafi verið svona flókið við niðurröð-
un listans, enda er það almenna
reglan að prófjör séu haldin til að
ákveða röð ffambjóðenda. Sá sem
verður efstur verður efstur og sá sem
verður númer tvö verður númer tvö.
Einfaldara getur það ekki verið.
En ekki hjá krötunum fyrir vestan.
Þeir hafa rætt það fram og aftur í
margar vikur hvemig stilla ætti
þeim Karvel og Sighvati upp og sér-
taklega hefur sá síðamefndi verið
leyndardómsfullur um sætisskipan
sína. Nú hefur hann loksins, í fyll-
ingu timans, ákveðið og fallist á að
taka það sæti sem harrn hlaut í próf-
kosningunni. Sighvatur verður með
öðrum orðum í öðm sæti á listanum
af því að hann varð í öðm sæti á
listanum!
Þær skýringar fylgja frá Sighvati
Sigurlistinn
að þetta hafi hann samþykkt vegna
þess að samkomulag hafi náðst milli
hans og Karvels um að fullkomið
jafnræði og jafnrétti ríkti á milli
þeirra ffambjóðendanna. Þegar
þetta er skrifað hafa ekki verið gefh-
ar út skýringar á því opinberlega
hvað Sighvatur á við. Ekki verður
þó annað séð en að jafnrétti þýði að
þeir verði báðir jafnt á þingi, taki
jafnoft til máls og svo framvegis. Ef
Karvel feilur falla báðir og ef Kar-
vel nær kjöri nær Sighvatur líka
kjöri. Jafnvel þótt hann nái ekki
kjöri. Er nema furða þótt mennirnir
séu jafnaðarmenn?
Sighvati á ekki að verða skota-
skuld úr því að taka jafnoft til máls
og Karvel enda báðir málgefnir með
ágætum og hafa enga minnimáttar-
kennd i þeim efnum. Ef þeir eiga
hins vegar að sitja jafhoft og lengi
á þingi verður ekki betur séð en að
kratamir fyrir vestan hafi tekið upp
aðferð kvennalistans um að skipta
þingmönnum sínum út á miðju kjör-
tímabili. Ef þessi aðferð fer að ryðja
sér til rúms með þessum hætti hjá
stjómmálaflokkunum stefriir allt í
það að kjósendur viti alls ekki hveija
þeir eru að styðja inn á þing úr því
flokkar og frambjóðendur áskilja sér
rétt til að skipta mönnum út af og
inn á eins og þeim hentar. Hvort það
er vænlegt til árangurs er annað mál.
En meðan kratarnir fyrir vestan
em uppteknir við að mgla kjósendur
í ríminu með því að setja Sighvat í
annað sætið eftir að hann lenti í
öðm sæti gegnir öðru máli um fram-
boðslistann í Reykjavík. Þar höfðu
þeir að vísu prófkjör eins og aðrir
en höfðu hins vegar vit á því að raða
í sætin áður en kosið var. Þannig
var Jón þjóðhagi settur í fyrsta sæti
fyrirfram og gat þakkað fyrir sig
áður en til kosningarinnar kom.
Sama gilti um Jóhönnu hina heilögu
og Jón vígamann sem geysist um
landið og biýtur múra með því að
setja hausinn undir sig. Allt var
þetta fólk sjálfkjörið í prófkjörinu.
Nú em þeir búnir að skýra listann
sinn upp og heitir hann Sigurlistinn.
Mynd af Jóni þjóðhaga er birt með
auglýsingum um þennan sigurlista
og stefhir allt í það að listinn verði
sjálfkjörinn eins og í prófkjörinu.
Jón þjóðhagi Sigurðsson verður
þannig fyrsti sjálfkjömi þingmaður-
inn á alþingi, sem sýnir hversu
Þjóðhagsstofnun er mikilvæg. Samt
em þeir að tala um að leggja stofn-
unina niður og er ekki að furða þótt
kratamir séu alfarið á móti þeim
ráðagerðum eftir að hafa fengið það-
an sjálfkjörinn þingmann sem býður
sig fram án þess að þurfa bjóða sig
fram.
Það er aldeilis munur að vera í
Alþýðuflokknum þessa dagana. Sig-
hvatur tekur að sér að vera í öðm
sæti þótt hann hafi lent í öðm sæti
og verður samt þingmaður þótt hann
verði ekki kjörinn þingmaður. Jón
þjóðhagi skipar fyrsta sæti á Sigur-
lista, hvort sem sá listi sigrar eða
ekki. Hann vinnur samt sigur þótt
hann vinni ekki sigur. Þetta er
óneitanlega nýstárleg aðferð í kosn-
ingum og auðvitað mikið betri
heldur en hin að bíða eftir því hvað
kjósendur segja.
Dagfari