Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987.
Atvimuimál
Kjötsalan til Sovét:
„Nefht í fram-
hjáhlaupi"
„Segja má að um framúrstefhu
fréttamennsku hafi verið að ræða
hjá fjölmiðlum sem fóru að segja
frá kjötsölunni til Sovétríkjanna
því það hefur ekkert gerst nema
hvað málið var nefnt við Sovét-
menn og þeir óskuðu nánari
upplýsinga sem við sendum þeim,“
sagði Magnús Friðgeirsson hjá af-
urðadeild Sambandsins í samtali
við DV.
Magnús sagði að Ólafur Jónsson
frá sjávarafurðadeild hefði verið í
fisksölusamningum í Moskvu og
hefði hann nefht kjötsölu í fram-
hjáhlaupi. Sovétmenn sýndu þau
viðbrögð að spyrjast fvrir um
magn, gæði. pökkun og merkingar.
Þeim voru sendar upplýsingar þar
um og þá nefnt að Sambandið
gæti selt 2 þúsund lestir af ýmsum
kjöttegundum.
Eftir þessar upplýsingar þurfa
Sovétmenn að bera þetta undir
dýralækna sina og fleiri aðila og
það er fjarri lagi að málið sé kom-
ið á eitthvert sölustig, að sögn
Magnúsar.
Vegna fækkunar sauðfjár eru nú
til um 700 lestir af ærkjöti í landinu
sem ákveðið hefur verið að taka
út af markaði hér. Það kjöt vrði
boðið ef til alvarlegra sölusamn-
inga kæmi við Sovétmenn, ásamt
lambakjöti og nautakjöti, en sam-
setning kjötsins vrði eitt af þeim
atriðum sem ræða þvrfti ef til kjöt-
sölu til Sovétfíkjanna kæmi. sem
og verð og fieira.
-S.dór
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán áverðtryggð
Sparisjóðsbækur óbund. 8,5-10 Allir nema Ib
Sparireikningar
3ja mén. uppsögn 10-15 Sb
6 mán. uppsögn 11-19 Vb
12 mán. uppsögn 12-20 Sp.vél.
18 mán. uppsögn 18-19,75 Bb.Sp
Ávisanareikningar 5-10 Ab
Hlaupareikningar 3-7 Sp
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb, Lb.Úb.Vb
6mán. uppsögn 2,5-4 Ab.Úb
Innlán með sérkjörum 10-20
innlán gengistryggð
Bandarikjadalur 5-6 Ab
Sterlingspund 10-10.5 Ab
Vestur-þýsk mörk 3,5-4 Ab.lb
Danskar krónur 8.5-9,5 Ab.Lb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 16,5-20 Lb
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge/21-22
Almenn skuldabréf(2) 17,5-21 Lb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
Hlaupareikningar(yfirdr-) 17,5-21 Lb
Utlán verðtryggð Skuldabréf
Að2.5árum 5,75-6.75 Lb
Til lengri tima 6,25-6.75 Bb.Lb
Lltlán til framleiðslu
ísl. krónur 15-20 Sp
SDR 7,75-8.25 Lb.Úb
Bandar íkjadalir 7,5-7.75 Sb.Sp
Sterlingspund 12,5-13 Lb.Úb.Vb
Vestur-þýsk mörk 6-6,5 Lb.Úb
Húsnæðislán 3.5
Lifeyrissjóðslán 5-6,5
Dráttarvextir 27
ViSITÖLUR
Lánskjaravísitala feb. 1594 stig
Byggingavísitala 293 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 7.5% 1jan
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 113 kr.
Eimskip 300 kr.
Flugleiðir 310 kr.
Hampiðjan 140 kr.
Iðnaðarbankinn 135 kr.
Verslunarbankinn 125 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa
þó viðskiptavíxla gegn 21% ársvöxtum.
(2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs
vanskifalána er 2% bæði á verðtryggð
og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka
og Verslunarbanka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank-
inn, Vb = Verslunarbankinn,
Sp = Sparisjóðirnir.
Nónari upplýsingar um peninga-
markaðinn birtast í DV á fimmtudög-
Breiðdalsvík:
Deilur um
skipsrúm á
togaranum
Hafnarey
aðkomumenn látnir gangafýrir, segja heimamenn
Uppi eru deilur á Breiðdalsvík
vegna þess að heimamenn telja sig
afskipta varðandi skipsrúm á togar-
anum Hafnarev SU 110 sem er
gerður út frá staðnum. Sjómaður.
sem DV ræddi við. sagðist hafa sótt
um pláss á togaranum og honum
sagt að koma eftir áramót. Hann fór
einn túr en var þá sagt að fara í
land og sjómaður frá Fáskrúðsfirði
ráðinn í staðinn. Hann sagði að af
13 manna áhöfn skipsins væm 5
heimamenn og einn í aflevsingum.
Hinir væru allír utanbæjannenn.
Nú nýverið hefði svo stýrimanni á
Hafnarev SU verið sagt upp störfum
en hann er Breiðdælingur.
Útgerðarstjóri skipsins. Heimir
Hávarðsson. sagðist kannast við
óánægjuraddir vegna þessa en
heimamenn hefðu ekki viljað fast-
ráða sig um borð og því hefði orðið
að ráða menn frá öðrum stöðum. Það
væri svo ekki hægt að láta þá fara
í land þegar heimamenn sæktust eft-
ir plássi. Varðandi uppsögn stýri-
mannsins sagði Heimir að um
samstarfsörðugleika hefði verið að
ræða, það væri bara einn skipstjóri
á hveiju skipi.
Guðmundur ísleifur Gíslason skip-
stjóri sagði það sama og Heimir hvað
stýrimann varðaði. Hann sagði að
byijað hefði verið á því að manna
skipið með heimamönnum. En þeir
hefðu verið svo duglegir við að taka
sér frí, án þess jafhvel að láta nokk-
urn vita af því. að ráða hefði þurft
aðra á skipið þegar ráðamenn þess
hefðu gefist upp á að ganga á milli
heimamanna til að fá þá um borð.
Þeim aðkomumönnum sem ráðnir
hefðu verið í staðinn væri ekki hægt
að segja upp nú þegar heimamenn
sæktust eftir plássi. Sannleikurinn
væri sá að lítið væri af sjómönnum
á Breiðdalsvík. En það væru nokkr-
ir sem vildu um borð þegar vel gengi
en hlvpu svo frá borði þegar illa
áraði.
-S.dór
Unniö var á vöktum alla helgina viö að frysta loðnu enda mikil verömæti
í húfi. DV-mynd Ómar
Vestmannaeyjar:
Búið að fiysta upp
í fýrvi samninginn
Ómar Gaiöaisson, DV, Vestmannafiyjum:
í Vestmannaeyjum hafa menn
vænst mikils af loðnufrystingunni sem
hófst fyrir helgi. Á hádegi í fyrradag
var búið að fiysta upp í fyrri samning-
inn, þ.e. 300 tonn. Unnið var á vöktum
í öllum ftystihúsum alla helgina.
Um framhald frystingar er erfitt að
segja. Kemur þar til veður, en miklu
skiptir að ekki verið tafir frá veiðum
því loðnan er ekki hæf til ffystingar
nema í 10-14 daga. Sé áta í loðnunni
verður hún óhæf til frystingar.
Mikið er í húfi því verðmæti loðn-
unnar margfaldast við að fara í fryst-
ingu fr ekar en í bræðslu og vona menn
hér að þetta eigi eftir að ganga vel.
Skreiðarsalan:
Aðeins 50 þúsund pakkar eru eftir í landinu
5 þúsund pakka skreiðarfarmi var
skipað um borð í Hvalvík um síðustu
helgi og er skipið farið áleiðis til Ní-
geríu. Nú er talið að eftir séu í landinu
um 50 þúsund pakkar af skreið en
þeir voru fyrir ári 200 þúsund. í haust
og það sem af er þessu ári hefur geng-
ið verulega á birgðimar.
Hannes Hall hjá Samlagi skreiðar-
framleiðenda sagði að heldur brösu-
lega gengi að fá greiðslur fyrir
skreiðina og væri mikið fé útistand-
andi vegna skreiðarsölu. Þá hefur líka
gengið heldur illa að fá ábyrgðir fyrir
þeim förmum sem sendir hafa verið til
Nígeríu. Menn eru þó sæmilega bjart-
sýnir á að úr rætist með greiðslur.
Oll skreiðin, sem menn hafa verið
að selja til Nígeríu undanfarið og það
sem eftir er í landinu, er frá árunum
1982 og 1983 og er það samdóma álit
skreiðarframleiðenda að betra sé að
reyna að selja skreiðina þótt ábyrgðir
vanti heldur en láta hana morkna nið-
ur hér á landi. Svo virðist sem
bankamir séu á sama máli því skreið-
in hefur verið flutt út ábyrgðarlaus
án þess að bankamir kipptu í tau-
mana. -S.dór
birgðimar námu 200 þúsund pökkum fyrir ári
Unnið að útskipun á 5 þúsund pökkum af skreið i ms. Hvalvik.
DV-mynd S.
Fiskmiðlun á Dalvík
Ján G. Haukssan, DV, Akureyn:
Fiskmiðlun verður senn stofnuð á
Dalvík. Hún mun sinna öllu Norður-
landi. Það er Hilmar Daníelsson,
sem flytur út gámafisk, sem stendur
að miðluninni. Hann hefúr enga trú
á fiskmarkaði fyrir norðan. Miðlun-
in kemur í staðinn.
„Fiskmiðlun, eins og ég er að tala
um, þarf ekki að vera dýrt fyrir-
tæki, það nægir að vera með litla
skrifstofu og telefax-tæki,“ sagði
Hilmar, er DV ræddi við hann.
„Miðlunin gengur út á að hafa
samband við skipstjóra og kynna
þeim hvaða kaupendur em í boði
og hvaða verð hver þeirra vill borga
fyrir fiskinn. Ennfremur að hafa
upplýsingar um sölur erlendis og
spár fyrir næstu daga.
Ég veit því hvaða verð skipstjórar
eiga möguleika á að fá á hverjum
tíma fyrir aflann, bæði hér innan
lands og erlendis. Enn fremur hef
ég upplýsingar um ferðir skipa út
með gáma, þar með er þetta komið."
Að sögn Hilmars mun fiskmiðlun-
in skila hærra fiskverði til útgerðar-
innar. Verðið er fijálsara en áður
og meira háð framboði, eftirspum
og gæðum hráefhisins.
Hilmar sagðist enga trú hafa haft
á fiskmarkaði fyrir norðan, eins og
til dæmis á Akureyri. Kæmi það
mest til af því að framboðið væri
ekki nægilega stöðugt og þá væru
samgöngur á landi ekki nægilega
öruggar á vetuma.
„Þar við bætist að fiskvinnslan
hefúr togaraútgerð á Norðurlandi
að mestu með höndurn," sagði Hilm-
ar. „Ég gat því ekki séð að dæmið
gengi upp á Norðurlandi."
Fiskmiðlunin mun mest skipta við
togara sem hafa aukafisk eins og
kola, grálúðu, karfa og steinbít. Bát-
amir útvega meira ýsu og þorsk.
„En á móti kemur að verulegur
þrýstingur er nú á að flytja meira
af togarafiskinum út í gámum,“
sagði Hilmar Daníelsson á Dalvik
og er bjartsýnn á fiskmiðlunina.
um.