Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987. 15 Lesendur Samræmið kveðjurnar V.P. skrifar: Talsvert virð ist á reiki hvemig fólk heilsar og kveður. Það væri þarft verk að setja samræmdar regiur um þessar'kveðjur. Það mun hafa verið áður að þegar fólk kom í heimsókn að því væri heilsað af húsráðendum eða öðrum heimamönnum á þann hátt að sagt væri eitthvað á þá leið: komið þið sæþ komið þið blessuð og sæl; verið velkominn. Gestimir heilsuðu aftur á móti þannig að þeir sögðu: sæl verið þið; sælt veri fólkið og margar fleiri kveðjur og ávörp voru notuð en hér áður fyrr mun varla hafe heyrst að aðkomumaður- inn segði: komið þið sæl. Það var ofureinfoldlega af því að heimafólkið var ekki að koma heldur gestimir og það vom þeir sem áttu að koma sælir og blessaðir á heimihð, sem sagt vera velkomnir. Fögur og hlýleg móttaka á gestum það. Nú kveður oft við annan tón og n'kisfjölmiðlamir virðast ekki leggja kapp á að hafa þessa reglu í heiðri. Þess í stað er sagt í útvarpi og sjón- varpi: komið þið sæl, enda þótt enginn sé kominn og flest fólk sitji heima hjá sér og hlusti og horfi, en í þessum tilfellum er það einmitt sá sem þetta ávarp flytur sem kemur fram og birtist þeim er heima sitja. Ýmsir hefja mál sitt án nokkura ávarpsorða. Það er e.tv. best. Þegar dagskrá hefet er þó ósköp ánægju- legt að boðinn sé góður dagur eða gott kvöld, eftir atvikum, en vandséð er hvort áriðandi sé að þéra lands- menn í þessu eina ávarpi að morgni dags eins og gert var til skamms tíma, en þúa þá ella. Það kann að virðast dálítið kauðalegt þegar er- indi er flutt að morgni dags og hefet á því að boðinn er góður dagur, en er svo endurflutt að kvöldi dags og þá hljómar þetta avarp: góðan dag- inn. Hjá veðurfræðingum i sjónvarpi virðist ríkja eitthvert ósamræmi eða ósamkomulag. Sumir segja gott kvöld, aðrir ekki. Þú er og til að sagt er: komið þið blessuð og sæl (enda þótt enginn sé kominn) og enn aðrir hafo ekkert ávarp fyrir máh sínu. Það má mikið vera ef ekki er hagstæðara fyrir landsmenn að veð- urfræðingar leggi meiri rækt við veðurspámar heldur en kveðjumar. Það ætti að vera auðvelt að sam- ræma öll þessi ávörp, ekki hvað síst í fjölmiðlum, og væri slíkt til hins betra fyrir alla aðila. Víðvómn - ekki ruddaskapur Mjög hneykslaður nemandi skrifer: Sumir viiðast eiga erfitt með að kyngja því að aldurinn fer alltaf lækk- andi ú þeim er stunda kynlíf. Þá á ég við hina hneyksluðu móður sem skrifeði í DV fyrir nokkm um að nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti hegðuðu sér mddalega með því að ítreka notkun smokksins og festa hann á aðgöngumiða skólaballs sem var haldið fyrir nokkm. Staðreyndin er nú bara sú, og er eins gott að gera sér grein fyrir því strax, að unglingar em femir að stunda kyn- líf óþarflega ungir, en svona er það nú samt! Fólk veiður bara að bíta í það súra eph og opna augun fyrir vandan- um. Hér er um viðvörun að ræða en ekki mddaskap. Einnig finnst mér þetta góð hugmynd hjá starfefólki Broadway og Hollywood fyrir góða auglýsingu á smokknum gegn eyðni. Böðullinn og skækjan: Þráðlaus hörmung S. Birgisdóttir skrifar:: Jæja, nú hefúr þjóðinni enn á ný verið sýnt íslenskt verk úr heimi kvikmyndanna og á ég þá að sjálf- sögðu við Böðulinn og skækjuna er Hrafh Gunnlaugsson leikstýrði. Það er ekki laust við að maður hafi að undanfömu verið í erfiðis- vinnu við það eitt að hugsa um íslenskan kvikmyndaiðnað og þá um íslenska „listamenn“. Mikið held ég að þeim hljóti að líða illa - líf til einhvers! Þeir virðast ekki gera ann- að en að velta sér upp úr lágkúm, niðurlægingu og myrkustu skúma- skotum mannkynssins, þegar best lætur. Og til að svala nú þörf okkar fyrir eitthvað „listrænt" og „menn- ingarlegt", em herlegheitin fest á filmu. Þar kemur til kasta margra Hrafn er snillingur I sinu fagi, en er það nóg? Verk Hrafns em bara annar helmingurinn, hinn helming- inn - efnið - vantar. kvikmyndagerðarmanna að gera „góða“ mynd. Hrafn Gunnlaugsson er t.d. einn þeirra. Böðullin og skækjan er mynd sem er listrænt séð mjög vel gerð. Hrafh er snillingur í sínu fagi, það dylst fáum. En er það nóg? Verk Hrafris em bara annar helm- ingurinn, hinn helminginn - efiiið vantar. Er ekki nóg af hörmungum og viðbjóði í lífi okkar nútímafólks? Á ekki listin að vera jákvæð, gefa okkur gleði og vellíðan þegar við njótum hennar. Listin ætti í mínum huga einnig að draga fram ljósu hlið- ar lífeins og það góða í manninum. Allavega finnst manni ekki veita af því eftir þennan „menningar- og listaskammt" ríkissjónvarpsins að undanfómu. IÐNFYRIRTÆKI TIL SÚLU Á STÓR-REYKJAVÍKURSVÆÐINU Fyrirtæki í plastiðnaði til sölu, tilvalið fyrir 1 til 2 menn til að skapa sér sjálfstæða atvinnu. Hafið samband við auglýsingaþjónustu DV í síma 27022. H-4477. Vinningstölurnar 14. febrúar 1987. Heildarvinningsupphæð: 8.879.158,- 1. vinningur var kr. 5.602.213,- og skiptist hann á milli 7 vinnings- hafa, kr. 800.316,- á mann. 2. vinningur var kr. 983.083,50 og skiptist hann á 558 vinnings- hafa, kr. 1.761,- á mann. 3. vinningur var kr. 2.293.861,50 og skiptist á 14.387 vinningshafa, sem fá 1 59 krónur hver. Upplýsingasimi: 685111. FLUGLEIDIR AÐALFUNDUR FLUGLEIÐA HF. verður haldinn föstudaginn 20. mars 1987 í Kristalsal Hótel Loftleiða og hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins, tillaga um út- gáfu jöfnunarhlutabréfa. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, frá og með 12. mars nk. frá kl. 09.00 til 17.00. Afhendingu atkvæðaseðla lýkur á hádegi fundardags. Stjórn Flugleiða hf. sími 28705 Aftur er komið að okkar vinsælatilboði sem allir þekkja, 24 timar á aðeins 1600 krónur. VERIÐ VELKOMIN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.