Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987. 9 Utlönd Er hann rétti maðurinn? Hver er maðurinn í raun og sann? Það er spurningin, sem stríðsglæpa- réttarhöld þessa dagana í Jerúsalem ganga aðallega út á að finna svarið við. Sækjandinn hefur tekist á hendur að sanna að bandaríski bílastarfsmað- urinn, John Demanjuk, sé í rauninni nasistinn illræmdi úr útrýmingarbúð- unum í Treblinka í Póllandi, sem kallaður var af fóngunum „Ivan grimmi" vegna hrottaskaparins við fómarlömb gasklefanna. Hitt þykir auðvelt að sanna að Ivan grimmi hafi verið sekur um stríðs- glæpi en John Demanjuk byggir vöm sína á því að hann sé ekki umræddur fangavörður og sé tekinn í misgripum fyrir annan mann. En bandarísk yfir- völd framseldu hann Israei vegna þess að ljóst þótti að hann hefði ekki sagt rétt til um uppruna sinn og fyrri feril þegar hann sótti upp úr stríðslokum um ríkisfang í Bandaríkjunum. John Demanjuk, sem Bandaríkjastjórn framseldi israel vegna meintra stríðsglæpa, svalar þorsta sínum í réttarhöldunum i Jerúsalem. Hann er með eyrnafóna til þess að heyra tulkun þess sem talað er við réttarhöldin. Að baki honum situr sonur hans, John Demanjuk yngri. Simamynd Reuter Ur réttarsalnum í Jerúsalem, þar sem fjallað er um mál John Demanjuk, sem borinn er þeim sökum, að vera „Ivan grimrni", illræmdur vörður við gasklefana i Treblinka-útrýmingarbúðum nasista í Póllandi í síðari heimsstyrj- öldinni. Dökkklæddi maðurinn t.v. á myndinni, sem staðið hefur upp til að ávarpa dómarann, er verjandinn, en í stúkunni að baki honum situr ákærði með lögregluverði á báðar hendur. Simamynd Reuter MARSHAL TEPPADEKK 30x 9,5x15 Verð kr. 7.836 31x10,5x15 Verð kr. 8.493 31x11,5x15 Verð kr. 8.603 33x12,5x15 Verð kr. 8.766 700x15 Verð kr. 5.443 600x16 Verð kr. 3.900 900x16 Verð kr. 7.099 Gott verð og mikil gæði eru okkar markmið. Góð greiðslukjör. ___Símar - 687377 685533 |m Jorsteinsson ÓhnSOniif. ármúli 1 105 reykjavík Urval FEBRÚARHEFTIÐ ER KOMIÐ - MEÐ ÚRVALSEFNI EINS OG VENJULEGA ÞORPIÐ SEM ÞEGIR Ironana er litið þorp á Madagaskar norðanverðri. Þar hafa þorpsbúar tamið sér að tala ekki - en kunna það þó. Og meira að segja dýrin þeirra hafa einnig til- einkað sér þögnina og hafið úti fyrir er hljóðlátt og kyrrt. ALLT SEM KONUR VIUA VITA UM KYNLÍF í síðasta hefi var fyrri hluti greinar með þessu heiti eftir hinn fræga lækni, David Reuben. Hér leitast hann við að svara nokkrum grundvallarspurningum um mál- efni sem alla snertir og allir hafa áhuga á. Þetta er síðari hluti greinarinnar. HVER ER HEILBRIGÐISVÍSITALA ÞÍN? Hér geta menn prófað sjálfa sig og kannað hversu líklegt það er að þeir haldi heilbrigði sinni og velferð fram eftir árunum. Það eina sem menn þurfa að gera er að svara prófinu samviskusamiega - og ekki gægjast í svörin fyrr en að prófinu loknu. ÞEGAR JÖRÐIN GLEYPTI CHRIS Tæplega tveggja ára drengur féll ofan í borholu sem átti að vera búið að loka vandlega. Þar sat hann fastur í þröngri holu á þriggja metra dýpi. Það var kapp- hlaup við tímann og vatnsaga í holunni hvort tækist að ná honum ósködduðum í tæka tíð. FROSIN FÓSTUR: ENN EITT SVAR VIÐ ÓFRJÓSEMI Lífeðlisfræðileg læknisstörf hafa skapað ótrúlega möguleika, en afleiðingarn- ar hafa ekki verið kannaðar til fulls, segir læknirinn sem fyrstur frysti frjóvgað konuegg til þess að þíða síðar og koma fyrir í líkama hennar. GLITRANDI FRELSISDAGAR í UNGVERJALANDI Á liðnu hausti voru þrjátíu ár síðan Ungverjar þyrptust út á götur Búdapest og börðust við sovéska skriðdreka með berum höndum og heimagerðum sprengj- um. Uppreisnin var kveðin niður með sovéskri slægð og vopnavaldi. En frelsis- andinn lifir áfram. Úrval ÞÚ VERÐUR AÐ LESA ÞAÐ. KAUPTU ÞAÐ Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ - NÚNA!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.