Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987. • Bjarni órsigur hjá Wanne Eickel Afli HilnvTrssari, DV. Þýskalandi: Bjarni Guðmundsson átti nijög góðan leik með liði sínu. Wanne Eickei. í 2. deild handboltans um síðustu helgi. Wanne Eickel vann þa Langerich auðveldlega, 23-15, eftir að staðan haföi verið 6-0 eftir tuttugu mínútur og 10-3 i leikhléi. Bjami skoraði þrjú mörk í leiknum og- var með bestu mðnnum í liði Eickel. „ -SK. Ravn Jensen er dýrastur DýTasti daaski leikmaðurinn sem leikur í V-Þýskalandi er Hen- rik Ravn Jensen en hann er tiltölu- lega óþekktur hér á landi. Það er líklega ekki nema von því Henrik er aðeins 21 árs og eru aðeins um íjórir mánuðir síðan hann hóf at- vinnumennsku. Hann lék með Vejle Boldkluhb þegar útsendarar Fortuna Diisseldorf komu auga á Henrik sem leikur í sókninni. Það er ekki hægt áð segjtt annað en að Dússeldorf hafi lagt í góða fiár- festingu. Þeir greiddu rúmá millj- ón króna fyrir piitinn sem er nú metinn á 15 milijónir króna. í umsögn Kickers um Henrik fyrir stuttu var honum spáð mikl- um ft-ama og að hann væri örugg- lega landsliðsmaður framtíðarinn- ar hjá Dönum. Henrik er Hpur sóknarmaður með mikla tækni og næmt auga fyrir marktækifærum. Nú leika fimm danskir leiknienn í Bundesligunni en við íslendingar eigum eins og kunnugt er þrjá ieik- menn þar. Þeir eru auk Henrik: Morten Olsen lijú Köin. Lars I-undc iijá Bayern Múnchén. Elvar Jörgensen hjá Mannheim og Ole Möller Níelsen hjá Bochum. -SMJ Mót hjá IK Firma-og félagahópakeppni ÍK í innanhússknattspymu verður haldin í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi. Hefst keppnin sunnu- daginn 25. febrúar. Keppt verðui’ í riðlum þann dag og að auki mið- vikudaginn 25. febrúar og sunnu- daginn 1. mars. Leikið verður til úrslita miðvikudaginn 4. mars. Fjórir til átta leikir á hvert lið, Þátttökugjald er 4000 krónur og aðeins 25 lið komast í keppnina. Því er mikilvægt að grípa sem fyrst til símans og tUkynna þátttöku fyrir þá sem að henni hyggja. Þeir sem svara þátttökutilkynn- ingum eru: Víðir (68 13 33 eða 7 52 09), Reinhardt (4 40 04 eða 2 93 68), og Ragnar Bogi (8 32 33 eða 4 22 72). Þátttöku ber að tilkynna fyrir 18. febrúar. Þorbjöm vrtakóngur - skoraði 5 úr vítum. Bvynjar með 10 mörk Gunnlaugur A Jánssan, DV, Svíþjóð: Ekki var leikið í úrvalsdeild þeirra Svía um helgina vegna landsieikja við Spánverja. Á hinn bóginn fóru fram leikir í syðri riðli fyrstu deildar og áttu íslendingar sem þar leika ágætan dag. Olympia vann botnliðið Wasa Itema með 28 mörkum gegn 19. Brynjar Harðarson átti stórleik. skoraði 10 mörk og átti auk þess ófáar línusend- ingar. IFK Malmö lék aftui' á móti við Sávehof á útivelli og tapaði. 26-33. Gunnar Gunnarsson þótti besti maður vallarins þrátt fyrir tapið og skoraði 6 af mörkum þeirra Málmevinga. Þor- bjöm Jensson skoraði hins vegar 7. • Brynjar Harðarson. þar af 5 úr vítum. Hann er nú víta- skytta Málmeyjariiðsins og hefur frammistaða hans á þeim vettvangi vakið umtalsverða athygli í Svíþjóð. Gunulaugur A Jónsson, DV, Sviþjóð: Svíþjóð mætti Spánverjum í tveimur landsleikjum í handknattleik í vik- unni sem leið. F>ttí leikurinn fór fram í Stokkhólmi og lauk honum með sigri heimamanna, 21-20. Jilsen bræðumir, þeir Björn og Pár, lögðu grunninn að sigrinum. Skomðu hvor um sig 6 mörk. Melo skoraði flest mörk Spán- verja eða 4. í seinni leiknum, sem fór fram í Rörebro, tókst Spánverjum hins vegar að hefna ófaranna í fyrri leiknum. Þeir sigmðu þá gestgjafa sína með 20 Sávehof er nú nú efst í syðri riðli en IFK Malmö hefúr hins vegar lútið undan síga í baráttunni um sæti í Allsvenskan. -JÖG. mörkum gegn 19. Björn Jilsen var markahæstur Svía með 7 mörk en Melo skoraði fiest mörk Spánverja eða 6. Markvörður Svía, Mats Olsson, átti afar góðan dag í Rörebro. Stórbrotin markvarsla hans dugði þó ekki sænska liðinu til sigurs eins og gegn Islendingum á Eystrasaltsmótinu. Svíar eru mjög sáttir við árangur sinna manna þrátt fyrir tapið gegn Spánverjum. Þeir hafa leikið 21 lands- leik á yfirstandandi keppnismisseri, sigrað í 12, tapað í 6 en gert 3 jafnteíli. -JÖG. Blak: Dregið í bikamum í gærkvöldi var dregið í undanúr- slitum bikarkeppninnai- í blaki. í karlaflokki leiða saman hesta sína KA og Þróttur annars vegar og ÍS og Fram hins vegar. í kvennaflokki drógust saman UBK-KA og ÍS-Þróttur. Má búast við hörkuviðureignum í öllum þess- um leikjum. Tap og sigur hjá Svíum gegn Spánverjum Svissneskur undramaður - ógnar veldi A-Þjóðverja í kúluvarpi Besti kúluvarpari í heimi nú þessa dagana er 25 ára gamall Svisslending- ur. Wemer Gúntör kom gífurlega á óvart þegar hann bar sigurorð af a- þýsku kúluvörpurunum Uif Timmer- man og Udo Bayer á Evrópumeistara- mótinu í Stuttgart síðasta haust. í byrjun mánaðarins sýndi hann að þessi árangur hans var engin tilviljun því þá setti hann nýtt heimsmet innan- húss. Það er ekki oft sem kúluvarparar ná að kasta yfir 22 m á mótum innan- húss. Á síðasta vetri kastaði Gúntör 21,80 m en hann setti persónulegt met á Evrópumeistaramótinu með því að kasta 22,22 m. Hefur góða tækni Mikil rigning og blautur hringur var öðru fremur talið stuðla að sigri Gúntörs á EM. Bayer, sem hafði rétt fyrir EM sett nýtt heimsmet heima í A-Berlín, og Timmerman áttu í erfið- leikum í blautum kúluvarpshringnum. Þeir þurfa á þurru og traustu undir- lagi að halda til að geta nýtt sér til fullnustu sinn grófa og kraftmikla stíl. Það þurfti hins vegar Gúntör ekki. Hann er ekki eins kraftalegur eins og a-þýsku risamir en mjög tekniskur. Tækni hans gerði honum kleift að nýta allan hringinn fyrir atrennu. A- Þjóðveijarnir voru hins vegar með hefðbundnari stíl og töpuðu því. Þjóð- verjamir tveir hafa verið nánast ósigrandi á undanfömum árum en nú er ljóst að þeir hafa fengið verðugan keppinaut. 11 kúluvarparar hafa kastað yfir 22 metra en aðeins hefur fiórum sinnum verið kastað yfir 22 metra innanhúss. Sama dag og Gúntör setti heimsmet sitt, 22,26 m, kastaði Timmermann 22 m slétta á móti í Senftenberg en þar hafði hann sett heimsmet innanhúss tveim árum áður, 22,15 m. Nú em skráð 35 köst yfir 22 m en aðeins er skráð lengsta kast hvers keppanda í hverri keppni fyrir sig. Eftirfarandi kastarar hafa kastað yfir 22 m en kast Brian Oldfield er ekki viðurkennt sem heimsmet því hann var atvinnumaður þegar hann náði að kasta kúlunni þessa ótrúlegu vega- lengd, x merkir innanhúss: 22,86 Brian Oldfield (USA).......’75 22,64 Udo Bayer (A-Þýskal.)......’86 22,62 Timmerman (A-Þýskal.)......’85 22,26 Wemer Gúntör x (Sviss).....’87 22,24 Sergej Smimov (USSR).......’86 22,10 Sergej Gavrjusjin (USSR)...’86 22,09 Sergej Kasnauskas (USSR)...’84 22,06 Alessandro Andrei (Italía).’86 22,02 George Woods x (USA).......’72 22,02 David Laut (USA)...........’82 22,00 A. Barysjnikov (USSR)......’76 -SMJ • Werner Giintör þykir hafa mjög góðan stíl í kúluvarpinu og fyrir stuttu setti þessi 25 ára gamli Svisslending- ur nýtt heimsmet í kúluvarpi innan- húss, kastaði 22,26 metra. • Wortington gifti sig fyrir stuttu ungri stúlku sem heitir Carol Dwyer og hér.sést hann fagna því ásamt Ron Atkinson og Les Chapman. Nú þarf Wortington eins og Atk- inson að leita sér að nýrri vinnu. Worthington var rekinn Þá hefúr Frank Worthington verið látimi taka pokann sinn en nú um helgina var hann rekinn frá 4. deildar liðinu Tranmere. Þar hefur Worthington verið framkvæmdá- stjóri i vetur auk þess sem hann liefur leikið með liðinu. Worthington er einn litríkasti knattspyrnumaður Englands og hafa ís- lenskir sjónvarpsáhorfendur fengið að sjá dæmigert „Worthingtonmark” á liverjum laugardegi í markasyrpunni á undan ensku knattspymunni. Undanfarin sumur hefur Worthington leikið í Svíþjóð við miklar vinsældir. Tran- mere skuldaði um 25 milljónir króna og því var kappinn látinn fara. -SMJ Fimmta umferðin á laugardag Fimmta umferð ensku bikarkeppninnar verður á laugardag, 21. febrúar. Þú ieika Arsenai-Bamsley, Leeds QPR, Shéff. Wed, West Ham, Stoke-Coventry, Totten- ham -Newcastle, Walsall-Watford og Wigan-Hull. Á sunnudag leika Wimbledon og Everton. Þeim leik verður sjónvarpað beint á Englandi en Everton er ásamt Lund- únaliðunum Arsenal og Tottenham taiið sigurstranglegast í bikarkeppninni. Nokkrir ieikir verða í 1. deild á laugar- dag. Aston Villa Liverpooi, Charlton Oxford, Chelsea Man. Utd, Leicester- Noi-wich og Man. City-Luton. -hsím Mathy þoldi ekki álagið Alli Mlrnaissan, DV, Þýskalandi: Roinhold Mathy, leikmaður með Bayem Múnchen í knattspyrnu, hefúr lýst því yfir að hann sé hættur að leika knattspyrnu. Ástæðuna segir hann vera mikla andlega þreytu samfara æfingum og keppni. Mathy segist vera orðinn óskaplega tæpur á taug- inni og hann sé í marga klukkutíma að jafna sig eftir mikil átök á knattspymuvellinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.