Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð' HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr. Verð I lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Vaxandi valdsdýrkun Almenningur hefur löngum hneigzt að hollustu við sterka leiðtoga, bæði þá, sem reynzt hafa vel, og hina, sem miður hafa stjórnað. Til dæmis nutu Hitler og Mussolini mikils fylgis og sumpart stjórnlausrar dýrk- unar í löndum sínum á mestu velgengnisárunum. Það er eitthvað við valdið, sem veldur hrifningu fólks og sogar það til sín. Ef ráðherra eða annar valdsmaður heggur í einu vetfangi á hnút í stað þess að reyna að leysa hann á löngum tíma, eru margir reiðubúnir að klappa saman lófunum og lofa hinn sterka leiðtoga. Þegar hinir sömu valdsmenn átta sig á, að þeir afla sér vinsælda og jafnvel hrifningar með öflugri beitingu valds, eru þeir í hættu staddir. Sumir lenda í vítahring valdafíknar. Þeir ganga æ lengra á þessari braut og lenda að lokum utan ramma þess valds, sem þeir hafa. I langri sögu hafa Vesturlönd svo slæma reynslu af sterkum og valdasjúkum leiðtogum, að smíðaðir hafa verið rammar til að hemja þá, hvort sem þeir eru mar- skálkar, hershöfðingjar, forsetar, forsætisráðherrar, ráðherrar, borgarstjórar eða aðrir valdsmenn. íslendingar voru svo hræddir við valdsmenn í fyrnd- inni, að sagt var, að engan vildu þeir hafa yfir sér nema lögin. Höfðu þeir þá reynsluna af Haraldi harðráða í Noregi. Auðvitað er unnt að ganga of langt í slíkri hræðslu eins og unnt er að ganga of langt í ást á valdi. Nú á tímum ríkir hér á landi eins og í nágrannalönd- unum tiltölulega fastmótað jafnvægi, í fyrsta lagi framkvæmdavalds og í öðru lagi laga, sem meðal ann- ars setja valdinu skorður, svo og í þriðja lagi dómsvalds, er úrskurðar í ágreiningsefnum af margs konar tagi. Samt virðist svo, að margir kjósendur dýrki fram- kvæmdavaldið svo mjög, að þeir séu reiðubúnir að fagna í hvert sinn, sem þeirra maður beitir valdi, hvort sem það er innan ramma laga eða utan. Þetta hugarfar af- vegaleiðir suma stjórnmálamenn, svo sem dæmin sýna. Af okkar valdsliði eru Sverrir Hermannsson mennta- ráðherra og Davíð Oddsson borgarstjóri hættast komnir á þessu sviði. Þeir hafa báðir hvað eftir annað lent að jaðri laga eða yfir hann í sætri nautn valdbeitingar. Og þeir æsast upp af fagnaðarlátum og mótmælalátum. Segja má, að þeir félagar hafi til skiptist sett allt á annan endann. Fræðsluskrifstofumál Davíðs kom í kjöl- far fræðslustjóramáls Sverris, sem kom í kjölfar borg- arspítalamáls Davíðs, sem kom í kjölfar lánasjóðsmáls og mjólkurstöðvarmáls Sverris. Og svo framvegis. í nýjasta málinu hefur Davíð með óvenju grófum hætti vaðið yfir lög og rétt til að koma í veg fyrir eðli- lega starfrækslu Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Hann hefur tekið lögskipuð verkefni frá ráðinu og skipað liði sínu að halda alls enga fundi í stjórn skrifstofunnar. I þessu nýtur hann þegjandi samkomulags við hinn valdshyggjusjúklinginn, menntaráðherrann, er hefur ákveðið að láta kyrrt liggja, svo að borgarstjórinn geti farið sínu fram í friði. Sem betur fer er félagsráðherrann í öðrum flokki og hefur blásið til lögmætrar andstöðu. Alitsgerð frá ráðgjafarþjónustu Lagastofnunar Há- skóla Islands eyðir öllum vafa um, að borgarstjóri hefur farið offari í máli þessu. Vandinn er þó ekki sá mestur, að lög séu brotin, heldur hversu margir kjósendur eru reiðubúnir að fagna lögbrotum sinna valdsmanna. Ef fjölmennir hópar manna eru sífellt reiðubúnir að fagna valdbeitingu, endar það á, að við s'itjum uppi með íslenzkar vasaútgáfur af Hitler og Mussolini. Jónas Kristjánsson Óharðnaðir unglingar gera sér ekki grein fyrir hvað er verið að okra á þeim í þessum nýtisku sælgætisbúðum. Skiptir nokkru hvað hlutimir kosta? Margt af því sem hér er tekið sem gott og gilt gengur ekki upp erlend- is. Margt af því sem hér er gott og gilt er talin þversögn erlendis þar sem alheimshagfræðikenningar eru í fullu gildi. Þær gilda ekki hér á landi. Of margar búðir- engin verðsamkeppni Nú liggur fyrir niðurstaða í könn- un Verðlagsstofnunar á því hvers vegna verðlag á matvörum er hærra á Isafirði og í Vestmannaeyjum held- ur en annars staðar á landinu. Skýringin er hálfgerð þversögn. Það eru of margar verslanir - verð- samkeppni er engin! Þar sem alþjóðahagfræðireglur gilda á fjöldi verslana einmitt að tryggja að verðmismunur sé nægi- legur. Það er talin hætta á því að verðið sé of hátt ef aðeins er um eina verslun á staðnum að ræða! Enda er oft talað um að þessi eða hinn okri í skjóli þess að viðkomandi sé einn um markaðinn! Kannanir Verðlagsstofhunarinnar sýna að verðlag er 8% hærra á ísafirði og 5,8% hærra í Vestmanna- eyjum en í Reykjavík. Skorpufólk Á báðum þessum stöðum býr að miklum hluta til fólk sem vinnur mikið í skorpum, getur haft mjög háar tekjur yfir eitthvert ákveðið tímabil en svo minni tekjur á milli. íbúamir eru hreinlega ekkert að hugsa um hvað hlutimir kosta. Þetta em allt nauðsynlegar vörur sem neytendur þurfa á að halda og þá er bara ekkert verið að hugsa um verðið. Fólk hefúr mikið að gera og ekki tima til þess að renna á milli verslana til þess að athuga hvar verðið er lægst. Fólk er orðið vant því að kaupa vömr án þess að spyrja um verð. I mesta lagi hreytir fólk einhverj- um ónotum úr sér við kassafólkið en lætur oftast þar við sitja, greiðir fyrir með plastpeningum og fer sína leið. Svo þegar skorpunni lýkur þá tek- ur við erfiðleikatímabil og fjárhags- vandræði. Þau leysast svo þegar næsta vinnuskorpa hefst. Það er hægt að fara í sólarlandaferð eða í höfuðborgina á meðan - allt greitt með plastpeningum. Þetta á ekki neitt sérstaklega við íbúa á þessum áðurgreindum kaup- stöðum, Isafirði og Vestmannaeyj- um. Islendingar em meira og minna skorpufólk. Óþarfa sparnaður Það er heldur ekki neitt óeðlilegt við að heildsalar og umboðsmenn leiti ekki eftir hagstæðari flutning- um og innkaupum fyrst þeir geta selt vörur sínar á hærra verði en fæst fyrir þær í Reykjavík. Þetta em eins og með hver önnur fyrirtæki í landinu, reynt að reka þau á sem hagkvæmastan hátt. Ef hins vegar neytendur myndu spyma við fótum og hætta að kaupa KjáUaiirm Anna Bjarnason blaðamaður vömr á „uppsprengdu" verði myndu þeir sem hafa atvinnu sína af því að kaupa inn og selja vörur hugsa sig um tvisvar. En það skiptir bara engu máli hvað hlutimir kosta. Fólkið fer bara í verkfall og heimt- ar hærri laun ef kaupið dugar ekki til þess að kaupa og kaupa og kaupa og kaupa allt sem hugurinn gimist og helst aðeins meira heldur en það! Uppsprengt verð á gosdrykkjum er einmitt dæmigert upp á verð sem hægt væri að lækka með samtaka- mætti. Gosdrykkir em auðvitað engin lífsnauðsyn en samt drekka Islendingar manna mest af þeim. I athugunum Verðlagsstofhunar kemur í Ijós að gosdiykkir em óhóf- lega dýrir víða úti á landsbyggðinni, jafnvel svo dýrir að það er eins og hver flaska hafa verið send í venju- legu flugpóstsumslagi á milli staða! Ef fólk tæki sig saman um að hætta að kaupa gosdiykkina þá mætti ætla að umboðsmennimir væm til þess að lækka á þeim verð- ið heldur en að sitja uppi með óselda vöm. En það em litlar líkur til þess að fólk taki sig saman og hætti að kaupa einhveija vömtegund til þess að lækka verðið. Það skiptir nefiii- lega engu máli hvað hlutimir kosta. Okurbúðir Það er hægt að selja okkur alla skapaða hluti og það á hvaða verði sem er. Mjög gott dæmi er ný tegund af sælgætisverslunum sem sprottið hafa upp í höfúðborginni á sl. ári og víst reyndar einnig úti á lands- byggðinni. I þessum verslunum er allt sæl- gæti selt efitir vigt. Viðskiptavinur- inn velur sælgætið sjálfúr í poka og síðan er greitt við kassann. Hver tegund er nákvæmlega merkt með verði á 100 gr. Mjög til fyrirmyndar hvemig þetta er merkt. En það er ekki alveg til jafnmikill- ar fyrirmyndar hvemig þetta sælgæti er verðlagt. Það kostar að jafnaði helmingi meira en nákvæm- lega sama sælgætið ef það er keypt í pokum í nálægri verslun! Ég leyfi mér að nefria t.d. súkku- laðihúðaðar rúsínur sem kosta 90 kr. 100 g á meðan 200 g plastpoki með rúsínum kostar 85 kr.fer reynd- ar kominn í 95 kr. núna). Ég leyfi mér einnig að nefna svona í leiðinni að heildsöluverð á svona rúsínum er 313 kr. kg. I sælgætisbúðunum er rúsínukíló- ið selt á 900 kr. Dálagleg álagning það! I þessum búðum var fyrir jolin til sælgæti sem kostaði 250 kr. 100 g eða 2500 kr. kg. Það er ekki víst að böm og unglingar átti sig á hve þetta er rosalega dýrt, jafhvel ekki einu sinni fullfiískt fólk. En hver á svo sem að gæta náungans nema þá hann sjálfur. Fyrir nokkrum árum var farið að flytja svissneskt „gæða“konfekt hingað til lands í flugi og þótti með ólíkindum. Þetta konfekt þótti líka kosta sitt. Nú talar enginn lengur um sviss- neska konfektið enda er það senni- lega ekki lengur það dýrasta á markaðinum. Nú eru nýju sælgætis- búðimar búnar að slá öll met. Því hefúr verið haldið fram að við myntbreytinguna 1981 hafi margar smávörur verið hækkaðar mörg hundruð prósent í verði og það verð hefur síðan haldið sér að meira eða minna leyti. Fólk er bara svo fljótt að gleyma hvað einstakir hlutir kostuðu en hins vegar leyfir undir- ritaður sér að halda því blákalt fram að enginn hefði keypt venjulegan „staur“ á 2.500 kr.(gamlar) en slík munaðarvara hefur kostað 25 kr. nú lengi (er hækkaður upp í 28,50). Það er því kannski svolítið hlægi- legt að vera að fjargviðrast út af því hvort hveitikílóið kosti 46 eða 56 kr. eða hvort laukurinn kostar 38 kr. eða 57 kr. og hvort eplin kosta 85 kr. eða 100 kr. á meðan við kaupum súkkulaðirúsínur eins og ekkert sé á 900 kr. kg. Og það er ekki eins og það sé bara ein svona sælgætisbúð sem þannig getur setið ein að því að okra á okk- ur í skjóli einokunar. Nei, þær eru margar. En eins og áður sagði: Það skiptir engu máli hvað hlutimir kosta. -A.BJ. „Það er svolítið hlægilegt að vera að fjargviðrast út af því hvort kílóið af hveiti kostar 46 eða 56 kr. á meðan við kaupum súkkulaðirúsínur eins og ekkert séá900 kr. kg.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.