Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987. Spumingin Á að auka gæðaeftirlit með steypu í húsbyggingar? Alda Steingrímsdóttir röngten- tæknir: Já. mér finnst það því galli á steypu kemur vanalega ekki í ljós fyrr en eftir mörg ár og þá má ekki líða of langur tími svo skaðabóta- krafan fyrnist ekki. Þetta er hlutur sem mér finnst að megi taka meira tillit til og ein leiðin er að auka gæðaeftirlitið. Ingibjörg Guðmundsdóttir hús- móðir: Já, það finnst mér því gallinn á stevpu kemur yfirleitt ekki nærri því strax í Ijós. Guðfinna Sigurjónsdóttir hús- móðir: Auðvitað. mér fínnst mjög eðlilegt að auka gæðaeftirlitið. Eftir því sem manni heyrist virðist svo sannarlega ekki vera vanþörf á því. Ragnar Ágústsson sjómaður: Mjög brýn þörf á því. Mér sýnist nefnilega annað hvert hús í bænum vera að hrvnja. Guðný Björnsdóttir: Já, alveg endilega og það er alveg furðulegt að ekki skuli vera búið að gera eitt- hvað róttækara í þessu máli. Sigurlaug B. menntaskólakenn- ari: Já, alveg tvímælalaust, reynslan sýnir að ekki er vanþörf á. Mér finnst að það eigi einnig að gera þá menn ábyrga sem vinna sitt verk illa. Lesendur Bandaríkjadekur MotgunMaðsins A Filippseyjum traðkaði skúrkurinn Marcos á íöndum sínum áratugum saman en það skiptir Bandaríkjamenn engu máli eins lengi og Marcos er þeirra stuðningsmaður. Guðjón V. Guðmundsson skrifar: Hér á árum áður þegar Þjóðviljinn var talsmaður Sósíalistaflokksins sáluga, er dyggilega studdi rúss- nesku kommúnistana og allt sem frá þeim kom, þá blöskraði venjulegu fólki sú takmarklausa fylgispekt við þessa erlendu aðila sem Þjóðviljinn stöðugt lét í ljós. Nú er það sem betur fer liðin tíð. Nú eru það aðrir aðilar sem eru komnir til sögunnar reyndar á öðr- um vettvangi líka, nú á dögum eru það Morgunblaðsmennimir með sína yfirgengilegu þjónkun við Bandaríkjamenn. Það gengur iðu- lega fram af manni hve gersamlega glórulaus þessi undirlægjuháttur er. Það virðist stundum sem mönnum sé alls ekki sjálfrátt. Allt er varið og réttlætt sem kemur úr þessari átt. Hryðjuverkasveitimar sem þeir gera út gegn Nicararagua em að meginstofni leifamar af hinu ill- ræmda þjóðvarðliði Somoze klí- kunnar sem stjómaði þama í áratugi af fádæma miskunnarleysi. Þá höfðu Bandaríkjamenn ekki áhyggjur af fólkinu í þessu landi. Á Kúbu ríkti einræðisherrann Battista um árabil, ekki fór það fyrir bijóstið á þeim í Washington, nú er þar aftur á móti vondur Castro við völd. Duvalier feðgar réðu ríkjum á Haiti árum saman, eymd og volæði þeirra þjóðar var alger, ekkert við það að athuga enda þessir herrar dyggir stuðnings- menn Bandaríkjmanna. Vinstri maðurinn Allende var kosinn forseti Chile fyrir nokkrum árum, Banda- ríkjamenn aðstoðuðu við að steypa honum af stóli og var hann myrtur. Komið var til valda hershöfðingjan- um Pinochet sem þeir Washington- menn eru hæstánægðir með, dauðasveitir hægri manna í E1 Salvador fara ekkert illa í þá í Was- hingtonmenn. í gegnum tíðina hafa lengst af ráðið ríkjum hægri sinnað- ir einræðisherrar í gervallri S- Ameríku með öflugum stuðningi Bandaríkjamanna sem hafa átt mik- illa hagsmuna að gæta. Þama eru gífúrlegar eignir og hafa þeir rakað saman fé á meðan almenningur hef- ur soltið heilu hungri, þannig að það er alveg voðaleg tilhugsun fyrir þá ef til valda kæmust menn sem færu að hugsa um hag fjöldans. Á Filippseyjum traðkaði skúrkurinn Marcos á löndum sínum áratugum saman, ekki kom það við kaunin á þeim fyrir „westan“. Loksins þegar fólkinu tókst að velta honum úr sessi voru Bandaríkjamenn fljótir að koma honum undan svo hann yrði ekki látinn svara til saka fyrir glæpi sína. Lítið fer fyrir lýðræði og mann- réttindum í Suður-Kóreu, Pakistan eða á Taiwan, stjómvöld þar em dyggir stuðningsmenn Hvítahúss- herranna. Ég læt hér staðar numið að sinni, af nógu er samt enn að taka. Stað- reyndin er sú að það skiptir Banda- ríkjamenn alls engu hveijir fara með völdin, aðeins að valdhafamir séu þeirra stuðningsmenn. Hvar sem þeir hafa von um að koma ár sinni eða sinna fyrir borð svífast þeir einskins. - Allt þetta styðja íslensku íhaldsöflin, skriðdýrsháttur þeirra er alger. Hvað er verið að fela? 6252-1295 skrifar: Svenir Hermannsson rak Sturlu Kristjánsson úr embætti fræðslu- stjóra. Þessi skyndilega ákvörðun olli miklu uppþoti á Norðurlandi eystra þar sem Sturla var fræðslustjóri. Sverrir segist vera tilbúinn að ræða málin svo fremi sem enginn sé honum ósammála. Það komi hann til með að líta á sem vantraust. Lipur maður hann Sverrir. Það virðist núi líta þannig út að þingmenn flestir ætli að hunskast til að hlýða Sverri, annars verður hann reiður. Og það væri nú alveg óttalegt ef þessi indæli pottorm- ur, sem þjóðinni finnst svo gaman að, yrði reiður. Þessu ætlar þingflokkur Sjálfstæðisflokks auðvitað að hlýða og megnið af Framsóknarflokki líka. Það er auðvitað aukaatriði að sveita- fólk af Norðurlandi eystra skilji ekkert í brottvikningu Sturlu úr embætti, málið er bara það að Sverrir gæti orð- ið reiður og litið á það sem vantraust, svo það verður að stoppa með öllum ráðum. Svona rannsókn er óþarfi því skoð- anfr og ákvarðanir Sverris á ekki að gagnrýna, hann verður þá reiður, eitt- hvert hyski á Norðurlandi eystra getur bara verið fúlt sveitafólk í friði. Aðal- atriðið er að hindra að opinber rannsókn fari fram því niðurstöðumar gætu verið Sverri í óhag og þá verður hann reiður. Alþingismenn, haldið áfram að passa upp á hann Sverri og í guðanna bænum gefið þið skít í sveitavarginn áfram. áverrir segist vera tilbúinn að ræða málin svo fremi sem enginn sé honum ósammála. Það komi hann til með að líta á sem vantraust. Vínbúð auglýst Lesandi hringdi: Nú hef ég alltaf staðið í þeirri meiningu að vínauglýsingar væru bannaðar. Þess vegna fannst mér hálf ankanalegt er ég sá í „kvennaríkinu", Laugarásvegi 1, auglýsingu (þ.e. stórt skilti) um að þama væri vínbúð. Finnst mér þetta stinga svolítið í stúf við fyrri yfirlýsingar. Skondinn þáttur Gunnlaugur Karlsson hringdi: Mig langar að þakka Sigurði Skúlasyni fyrir Charlie Chaplin þáttinn á rás 2. Þessi þáttur var endurtekinn á fimmtudegi fyrir nokkm og var hann alveg virkilega skemmtilegur. 7090-1919 hringdi: Ég er alveg sammála því sem kom fram á lesendasíðunni fyrir nokkm um þáttinn I takt við tímann. Þessir þættir em alveg fyrir neðan allar hellur og allt tómir viðvaningar sem stjóma þeim. Þetta kostar okkur sjónvarpsáhorfend- ur eflaust stórfé og margir af þessum þáttum em hreinlega ekki fólki bjóðandi. Lögfræðiaðstoð Orators Begga. K. hringdi: Eg vil þakka lögfræðiaðstoð Orators fyrir mjög vel unnin verk fyrir mína hönd. Það er mjög nauðsynlegt og gagnlegt að geta fengið svona ókeypis ráð- leggingar í gegnum símann því maður veit stundum akkúrat ekkert um rétt sinn. Ég frétti nú reyndar ekki af þessu nema í gegnum vinnufélaga minn og ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir þessari aðstoð. Væri ekki bót í máli að auglýsa þennan símatíma aðeins meira, svo fólk viti af þessu og notfæri sér þetta? Mjog skemmtilegur þatturinn á rás 2 um Charlie Chaplin. Rás2:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.