Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987. 5 DV Lýðræðisflokkurinn stofnaður um helgina - uppstillingamefnd tekin til starfa á Vestfjöröum Stofnfundur nýs stjómmálaflokks, sem líklega mun hljóta naínið Lýð- ræðisflokkurinn, hefur verið boðað- ur á Selfossi um næstu helgi, 21. og 22. februar. Stefht er að framboði við næstu alþingiskosningar. í drögum að stefnuyfirlýsingu kemur fram að baráttumál flokksins verða í anda Samtaka um jafnrétti milli landshluta; að dregið verði úr miðstýringu en valdið fært til fólks- ins í héruðunum. Er ætlunin að flokkurinn beijist meðal annars fyrir stofnun fylkja, eins og gert er ráð fyrir í stjómarskrárfrumvarpi Sam- taka um jafnrétti milli landshluta. Helstu hvatamenn að stofhun flokksins em tveir Akureyringar, Pétur Valdimarsson framkvæmda- stjóri, formaður Samtaka um jafn- rétti milli landshluta, og Ámi Steinar Jóhannsson garðyrkjustjóri. Framboðsmál virðast komin lengst á veg á Vestfjörðum. Þar var á 15 manna fundi á ísafirði á sunnudag kjörin uppstillingamefiid. í henni sitja: Sveinbjöm Jónsson, Súgandafirði, Eva Sigurbjömsdóttir, Djúpuvík, Jón Haraldsson, Isafirði, Sveinn Guðmundsson, Miðhúsum, Austur- Barðastrandarsýslu, og Karl Guðmundsson, Súgandafirði. -KMU Stjómmál Pétur Valdimarsson, iormaður Samtaka um jafnrétti milli lands- hluta, er einn af hvatamönnum að stofnun nýja stjórnmálaflokksins. Framboðsmálin: Kvennalisti fiindar á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra Vaxandi líkur em til þess að Kvennalistinn bjóði fram í öllum kjördæmum landsins við næstu al- þingiskosningar. Um næstu helgi halda kvennalistakonur fundi um framboðsraál á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, einu kjördæ- munum sem framboð hefur ekki enn verið ákveðið í. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir verður á fundi á ísafirði um næstu helgi og Guðrún Agnarsdóttir á Pat- reksfirði. Á sama tíma fer Kristín Halldórsdóttir um Norðurland vestra. Þegar hafa verið birtir listar í fimm kjördæmum. 1 Reykjavík em Guðr- ún Agnarsdóttir og Kristín Einars- dóttir í efstu sætum. í Reykjanesi er Kristin Halldórsdóttir efet, á Vest- urlandi Danfríður Skarphéðinsdótt- ir, á Norðurlandi eystra Málmfriður Sigurðardóttir og á Austurlandi Kristín Karlsdóttir. Einnig hefur verið ákveðið að bjóða fram í Suðurlandskjördæmi. Ekki hefur verið gengið frá fram- boðslista þar. -KMU Dómsmálaráðherra fékk ekki grænt Ijós: Lögsagnar- umdæmunum ekki breytt „Málið er sofnað, ráðherra fékk ekki stuðning í stjómarflokkunum til þess að leggja fram nauðsynlegt lagafrumvarp," sagði Hjalti Zophon- íasson, skrifetofustjóri í dómsmála- ráðuneytinu. Þetta á við um gjörbreytingu á lögsagnarumdæm- um á höfuðborgarsvæðinu, samein- ingu undir eina húfu í Reykjavík. Erlendir sérfræðingar fóm ofan í saumana á löggæslumálum þessa svæðis og gerðu tillögur um róttæk- ar brevtingar. Átti að stjóma löggæslunni á öllu svæðinu frá mið- stöð í Revkjavík. Einnig átti lög- gæslan að taka að sér minni háttar mál sem nú heyra undir Rannsókn- arlögreglu ríkisins. Löggæslumenn vom misjafrilega ánægðir með þessar hugmvndir og margir hundóánægðir. Sérstaklega átti þetta við um lögregluna í Kópa- vogi og Hafnarfirði. Andstæðingar brevtinganna geta nú andað léttar því málið er sofnað að sinni. -HERB Wagoneer VI AMC Jeep ÞAÐ ER VALIÐ Cherokee Mbl. 14.02 1987 Cherokee Amerísk fagtímarit segja Cherokee vera einn besta torfærubíl í sínum flokki. Það er nokkuð til í því; bvað aksturseiginleika og þægindi Ný 6 cyl. vél, 4 gíra sjálfskipting m/vinnsluvali. Fullkomið 4x4 drif. SELEC TRAC varðar þarf hann ekki að óttast samkeppni, a.m.k. ekki frá hinum amerísku stallbræðrum sínum. Kn verið gæti að hlutfallslega hátt verð þessa bíls gerði honum erfitt fyrir með að ná fótfestu á evrópska markaðnum nema á íslandi vegna hagstæðs gengis $. Endurteknar verðlaunaveitingar hafa skipað bílnum í enn æðri sess. glæsilegri, kraftmeiri, þægilegri og fullkomnari. Söluumboð Akureyri: Þórshamar hf. - simi 22700. ECILL VILHJALMSSON HF Smiðjuvegi 4, Kópavogi, simar 77200 - 77202

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.