Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1987. 2fH Sviðsljós Kærastan íturvaxna Tennisstjarnan Vitas Gerulaitis er ekki einungis lipur tennisleikari heldur hefur karl sæmilegt auga fyrir kvenmannsbúkum. Þetta er kærastan - Janet Jones - en hún er forsíðustúlkan á marshefti Playboytímaritsins. Janet er leikkona, hefur komið fram í myndum eins og The Flamingo Kid. A Chorus Line og American Anthem en er þó einkum nafntoguð fyrir að vera búkgóð kvensa með afbrigðum. Bókmennta- þjóðin vestra íslendingar eru ekki eina bókmenntaþjóð veraldar. Hasarmyndablöð eru í miklum metum hjá nágrönnum okkar í vestri og seljast nú sem aldrei fyrr. Maðurinn á meðfylgjandi Reutermynd er einn æðstuprestanna í bransanum og segir karl að selt sé fyrir í kringum þrjú hundruð milljónir dollara. Eng- ir smápeningar skoppandi í þeim herbúðum! Slaufuburður Díönu Kalli prins er varla kominn úr hvalahálsbindinu ægilega þegar Díana, eiginkona hans, setur allt á annan endann með hálstau- inu líka. í opinberri heimsókn hjúanna til Portúgal mætti Di á ballettsýningu í Lisbons Gulbenkian Centre með myndar- slaufu á berum hálsinum. Viðstaddir menn og kettir ráku upp stór augu og nú lætur enginn sjá sig slaufulausan utan dyra á næstunni. Pappírskóróna á prinsessuna Díönu prinsessu af Wales var gefin pappírskóróna þegar hún heimsótti Sintra Palace í Portúgal. Gefendur voru börnin í bænum og á meðfvlgjandi Reutersmynd sést prinsessan teygia sig eftir gripnum. Ólyginn sagði... Sylvester Stallone keypti nýtt hús fyrir sína dönsku tengdaforeldra svo hann hefði eitthvert svigrúm á staðnum þegar hann heimsækir Dan- mörku með eiginkonunni Gitte Nielsen. Villan er við Helsingor og heil álma er þar ætluð gest- um allan ársins hring. Þegar foreldrar Gitte koma svo til Hollivúdd búa þau hjá Rambó- hjónunum sem eru að sögn hreint alveg að springa af ham- ingju. Friðrik krónprins Dana er. grútspældur núna. Þegar hann berst um á hæl og hnakka i herskóla situr Jóakim litli bróðir og sólar sig i Ástraliu. Til þess að þita svo höfuðið af skömminni eru foreldrarnir al- sælir með Jóakim þvi hann blómstrar meðal andfætling- anna - orðinn kaffibrúnn og sælleguraf dvölinni. Friðrik situr hins vegar náfölur inni yfir skólabókum alla daga og i verk- legum æfingum er honum velt upp úr leðju og skit. Krónprins- inn er ekki öfundsverður af hlutskipti sinu þessa dagana. Madonna er af trygglyndu gerðinni og það angrar eiginmanninn Sean Penn verulega. Það er allt i lagi á meðan hún heldur sig við hans höfðinglegu persónu á hverju sem gengur en þegar fyrrum elskhugar koma inn i ’ r dæmið ætlar allt vitlaust að verða. Einnfyrrverandi hjá kven- sunni er illa haldinn af eyðni og Madonna styður hann ótrauð í veikindastríðinu. Allir himinháir læknareikningar eru skráðir á Madonnu sem síðan þorgar summuna umyrðalaust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.