Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Side 4
4
MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987.
Fréttir
Þjóðhagsstofnun:
Spáir 11-12% verðbólgu frá
upphafi til loka þessa árs
- Viðskiptin við útlönd í jafnvægi í fýira í fyrsta sinn frá 1978
í nýútkominni þjóðhagsspá er þvi
spáð að verðbólgan verði 11-12% á
þessu ári og er það meiri hækkun
verðbólgu en reiknað var með við gerð
kjarasamninganna í desember, en
ástæða þess að verðbólgumarkmið
kjarasamninga næst ekki, að mati
Þjóðhagsstofnunar, er talin óhagstæð
gengisþróun að undanfómu. Þá er í
þjóðhagsspánni gert ráð fyrir því að í
ár hækki atvinnutekjur um 22-23% á
mann að meðaltali en kaupmáttar-
aukningin geti numið 7% í ár.
Mikill hagvöxtur var hér á landi
árið 1986 eða um 6,5% og þjóðartekjur
jukust um 8,5% vegna mikils bata við-
skiptakjara. í ár er hins vegar búist
við hægari vexti landsframleiðslu eða
um 3,5%. Þó gætu þjóðartekjur vaxið
um 5,5%, að mati Þjóðhagsstofhunar.
Á síðasta ári voru viðskiptin við
útlönd í jafhvægi í fyrsta sinn frá 1978
og stafaði það af mikilli aukningu í
útflutningi sjávarafurða og lækkunar
á verðmæti olíuinnflutnings. Hins
vegar vógu vaxtagreiðslur til útlanda
upp þennan afgang að mestu og horfur
em á viðskiptahalla í ár, að mati Þjóð-
hagsstofhunar. Er þvi spáð að við-
skiptahallinn geti numið um 0,5%
miðað við landsframleiðslu og er
ástæða þess sú að vöruviðskiptin em
ekki talin verða jafh hagstæð í ár og
í fyrra.
Árið 1986 var verðbólga frá upphafi
til loka árs sú minnsta sem mælst
hefur hér á landi í fimmtán ár og nam
hún 13% á mælikvarða framfærslu-
vísitölu. Um ástæðu þess að ekki
náðist sá árangur að ná verðbólgunni
niður í eins stafs tölu segir í þjóð-
hagsspánni að þar sé óhagstæðri
gengisþróun Bandaríkjadollars um að
kenna. Um verðbólguna í ár segir að
þar sé ekki mikilla þreytinga að vænta
og er spáð að hún nemi 11-12% frá
upphafi til loka þessa árs, eins og fyrr
sagði.
í þjóðhagsspánni segir að hagvöxtur
í aðiídarríkjum OECD hafi verið 2,5%
að jafriaði á síðasta ári, en á íslandi
nam hagvöxturinn tæplega 6,5% og
var þar með nálægt 160% meiri en var
að jafhaði í aðildarríkjum OECD. í
ár er því spáð að hagvöxtur í iðnríkj-
unum nemi 2,5-3% en að vöxtur
alþjóðaviðskipta verði sá sami og í
fyrra, eða nær 4%.
-ój.
Af Ijufvi list
Ðrúöuleikhúsiö Sögusvuntan:
Smjörbitasaga.
Handrit, brúður og leikmynd: Hallveig
Thorlacius.
Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir.
Brúðuleikhúsið „Sögusvuntan" á sér
aðdáendur og vini um allt land. Þetta
leikhús er nefnilega þeirrar náttúm
að það kemur til áhorfenda sinna og
heldur sýningar hjá þeim. 1 gær var
ein sýning á Litla sviði Þjóðleikhúss-
ins og var þar sýnt nýtt leikrit,
Smjörbitasaga. Handrit, leikmynd og
brúður em eftir Hallveigu Thorlacius,
sem leikur öll hlutverk og stjómar
brúðunum að auki. Leikstjóri er
Brynja Benediktsdóttir.
Sýningar Sögusvuntunnar miðast
við böm og á undanfömum tveimur
árum hefur Hallveig heimsótt leik-
skóla og dagheimili víðs vegar um
landið. Og nú geta bömin farið að
hlakka til að kynnast honum Smjör-
bita litla og hundinum hans, Gullin-
tanna.
Á sýningunni í gær var óvenjumargt
fullorðið fólk miðað við það sem gerist
á sýningum í brúðuleikhúsi hér á
landi. Ekki bar á öðm en yngri sem
eldri skemmtu sér prýðilega, enda ein-
staklega ljúf saga sem þama bar fyrir
augu. Það er líka mesti misskilningur
að fullorðnir eigi ekki erindi á brúðu-
leiksýningar, það sást best í þáttaröð-
inni Úr brúðuheimi í sjónvarpinu um
daginn.
Leikbrúðuiist er ævafom listgrein
og mikilsvirt víða um lönd. Ég býst
við að margir þeir, sem áður álitu
brúðuleikhús aðeins fyrir böm, hafi
skipt um skoðun við að horfa á þessa
bráðskemmtilegu og fróðlegu sjón-
varpsþætti, sem „pabbi“ Prúðu leikar-
anna, Jim Henson, sá um. Þar sást
ljóslega að þetta listform og sá tján-
ingarmáti, sem það gefur kost á, getur
náð mikilli fullkomnun í höndum
góðra listamanna. Og jafhframt, að
innan leikbrúðulistarinnar em marg-
ar ólíkar greinar. En þar kom líka
greinilega fram hversu mikla ögun
jafhframt áralangri þjálfun þarf, til
þess að ná góðu valdi á því að stjóma
brúðunum.
Það vill oft gleymast að hér á landi
eigum við rótgróið brúðuleikhús, sem
hefur staðið fyrir mörgum sýningum
um árabil. Hallveig Thorlacius hefur
starfað með Leikbrúðulandi frá upp-
hafi og unnið þar að mörgum verkefn-
um á þeim átján árum sem em síðan
það var stofnað. Það hefur verið mik-
il uppörvun fyrir hópinn að á leiklist-
arhátíðum erlendis hefur hann hlotið
mjög góðar viðtökur og viðurkenning-
Leiklist
Auður Eydal
Smjörbiti leitar Gullintanna.
ar og það í löndum þar sem leikbrúðu-
list er rótgróin og virt.
Sögusvuntan er hins vegar eins
manns leikhús. Hér sér Hallveig um
allt, stórt og smátt, sem til fellur,en
hefur við úrvinnslu notið góðrar að-
stoðar Brynju Benediktsdóttur leik-
stjóra. Leikritið er eftir Hallveigu og
leiktjöld og brúður em hönnuð og
unnin af henni. Áralöng reynsla kem-
ur til góða og sést meðal annars á
næmum skilningi á viðbrögðum hinna
ungu áhorfenda. Hún náði athygli
bamanna strax í upphafi þegar hún
sagði frá henni ömmu sinni, sem gat
tekið út úr sér tennumar og varð við
það svo ósköp skrítin í framan að
bamabömin hennar veltust um af
hlátri. En það var þessi sama amma,
sem sagði söguna af honum Smjörbita
litla og ævintýrum hans, sém Hallveig
hefur nú fært í leikbúning.
I brúðuheimi getur margt óvænt og
skemmtilegt gerst. Sagan, sem um
stund hefur fylgt venjulegum frásagn-
arleiðum, tekur allt í einu nýja stefnu.
Álfar og hverapúkar skjóta upp kollin-
um og ýmist hjálpa til eða þá hrella
söguhetjuna, strákinn hann Smjör-
bita. Hans veikleiki er hvað honum
þykja afskaplega góðar kleinur og við
liggur að það komi honum í koll.
Textinn er oft hnyttilega saminn og
málfar eðlilegt sem er auðvitað höfuð-
nauðsyn þegar samið er fyrir böm.
Auk þess nýtir Hallveig fjölbreytta
málakunnáttu sína á skemmtilegan
hátt þegar álfakóngurinn birtist uppi
á Snæfellsjökli og féll það í góðan jarð-
veg hjá fullorðna fólkinu.
Og bömin fylgdust grannt með sögu-
þræðinum sem er hæfilega spennandi.
Hallveig leikur sjálf öll hlutverkin „á
staðnum" og gefst þannig ráðrúm til
að svara því sem áhorfendur hafa til
málanna að leggja. Þetta gerir sýning-
una lifandi og fjöraga. Henni er líka
lagið að tala við böm eðlilega og lát-
laust, eins og aðra menn, og beitir
aldrei uppskrúfaðri tilgerð, sem alltof
oft heyrist þegar flutt er efni fyrir böm,
til dæmis í útvarpi og sjónvarpi.
Brúður og leiktjöld í þessari sýningu
era gerð af mikilli hind. Strákurinn
Smjörbiti er gulur og hnellinn með
góðlegan spumarsvip á andlitinu og
amma hans ljúfmennskan uppmáluð.
Bjartur, loftandinn úr jöklinum, sjálf-
ur álfakóngurinn, lendir í brasi með
hverapúkann og vöktu viðskipti þess-
ara fulltrúa hins efra og neðra mikla
kátínu áhorfenda.
Að baki svona sýningu liggur ótrú-
lega mikil vinna, eins og þeir vita sem
til þekkja. í landi þar sem mjög fáar
leiksýningar bjóðast fyrir böm en því
meira af afmenntandi afþreyingu á
skjá er ómetanlegt starf þeirra sem af
umhyggju og listrænum metnaði gera
sýningu sem þessa að veraleika.
í dag mælir Dagfari
Hvenær byrjar slagurinn?
Kosningaskjálftinn er ekki byrjað-
ur enn fyrir alvöra þótt greina megi
smákippi af og til. Formaður Sjálf-
stæðisflokksins þeysir um landið um
helgar með Morgunblaðslið á hæl-
unum sem sér um að birta valda
kafla úr ræðum formannsins ásamt
myndum sem sýna hann að spjalli
við bændur og fiskverkunarfólk.
Formaðurinn hélt fund á Akureyri
á laugardaginn og sagði þá meðal
annars að ríkið ætti ekki að redda
Hitaveitu Akureyrar úr þeim krögg-
um sem hún var í en hins vegar
væri ríkisstjómin að undirbúa frum-
varp um hvemig bjarga ætti hita-
veitum landsins úr fjárhagskrögg-
um. Þótti Akureyringum sem
formaðurinn hefði þama siglt milli
skers og bára á snilldarlegan hátt. Á
fundinum upplýsti Halldór Blöndal
að Ámi Gunnarsson hefði legið í sér
um að Sjálfetæðisflokkur og kratar
birtu sameiginlega yfirlýsingu þess
efnis að flokkamir hygðust vinna
saman eftir kosningar. Kvaðst
Blöndal hafa hryggbrotið Áma, ekki
einu sinni og ekki bara tvisvar held-
ur þrisvar. Þorsteinn lét sér vel líka
og sagði Alþýðuflokkinn höfuðand-
stæðing Sjálfstæðisflokksins í
komandi kosningum. Ámi varð hins
vegar hinn versti við þessar upp-
ljóstranir og sagði það af og frá að
hann hefði biðlað til íhaldsins. Út-
varpið hafði eftir Árna að Halldór
hefði misskilið samræður þeirra og
ummæli Halldórs væra bull og vit-
leysa. Jón Baldvin raddist fram á
sfður blaða og ásakaði Þorstein fyrir
að hafa ekki lesið tillögur krata í
lífeyrissjóðsmálum. Kosningabar-
áttan er sem sagt ekki burðugri en
svo að það er aðallega rifist um hvort
Halldór Blöndal og Ámi Gunnars-
son skilji hvor annan og hvað
Þorsteinn Pálsson les eða les ekki
áður en hann dettur út af á koddan-
um á kvöldin. Annars var Bylgjan
að reyna að hleypa einhverju lífi í
kosningaundirbúninginn hér um
kvöldið og hafði opinn símatíma fyr-
ir tvo frambjóðendur sem lítið ber
á, hvom í sínu lagi þó. Fyrst sat
formaður landsnefndar Bandalags
jafnaðarmanna fyrir svörum og var
það hin kostulegasta stund. Banda-
lagsstjórinn kom af fjöllum við
nánast hverja spurningu sem til
hans var beint. Sum mál höfðu ekki
verið rædd. Önnur höfðu verið rædd
og ákveðin en síðan afráðið að end-
urskoða þá ákvörðun og væntanlega
breyta um stefiiu. Ennfremur vora
mörg mál enn í umræðu og óljóst
hvaða stefnu Bandalagið tæki í
þeim. Það eina sem virtist vera
ákveðið var að bjóða fram í trausti
þess að málefnin skiptu ekki máli
eða dyttu af himnum ofan fyrir kjör-
dag.
Þegar Bandalagið hefði verið af-
greitt kom tungulipur og mjúkmælt-
ur formaður frá Flokki mannsins.
Hann byrjaði að kvarta sáran undan
því að fjölmiðlar hefðu ekki áhuga
á flokknum og leituð lítið til forystu-
manna hans um lausnir á þeim
vandamálum sem uppi era í þjóð-
félaginu. Hófust síðan hringingar
hlustenda og kom brátt í ljós að
formaðurinn hafði gengið þannig frá
hnútum að það vora hans eigin
flokksmenn sem sátu við símann og
hringdu. Veittist honum því létt að
svara þeim spumingum sem fram
komu. Þetta hafði Bandalagsstjór-
inn ekki fattað og sat því uppi með
allt niðrum sig eins og tiðkast að
segja í dag. Hlustendur höfðu ekki
annað upp úr krafeinu en bráðgóðan
skemmtiþátt sem er í sjálfu sér góðra
gjalda vert en auðvitað koma þessir
söfnuðir pólitík ekkert við. Hjá
Framsókn felst kosningabaráttan nú
einkum í illdeilum feðga á Akur-
eyri. Þar berst Haraldur M. Sigurðs-
son um á hæl og hnakka sém
kosningastjóri Stefans frá Auð-
brekku meðan ' Sigurður, sonur
Haralds, stjómar kosningaskrifstofu
Framsóknar þama fyrir norðan.
Skiptast þeir feðgar á illvígum
skeytum í fjölmiðlum fyrir norðan,
Akureyringum til óblandinnar gleði
því fátt kætir þann þjóðflokk meira
en þá er ffölskyldumeðlimum lýstur
saman opinberlega. Alþýðubanda-
lagið heldur áfram dauðaleit að
einhveijum málefhum til að beijast
fyrir en sú leit hefur engan árangur
borið enn sem komið er. Kvennalist-
inn fer sér hægt og lætur lítið á sér
bera. Hafði ekki einu sinni uppi til-
burði til að mótmæla konudeginum
í gær. Þetta er sem sagt steindauð
og hrútleiðinleg kosningabarátta
enn sem komið er og bráðnauðsyn-
legt að finna einhver hressileg rifr-
ildismál ef sá granur á ekki að
læðast að kjósendum að kosningam-
ar séu bara eitt sjónarspil og úrslit
skipti litlu máli. Við verðum bara
að vona að flokkamir hafi einhver
leynivopn uppi í erminni. Kannski
að Steingrímur komi með nýtt inn-
legg til baka eftir að hann hefur
heimsótt Gorbatsjov í Sovét. Leggi
fram fimm ára áætlun um uppbygg-
ingarstarf á Reykjanesi eða hertar
aðgerðir gegn áfengisneyslu. Kjós-
endur heimta hanaslag fyrir kosn-
ingar var Jón heitinn Sólnes vanur
að segja og rataðist þar satt á munn
eins og svo oft áður. Við förum ekki
á kjörstað nema fá gott sjó í staðinn.
Dagfari.