Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Side 8
8 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. Fiskútflytjendur - útgerðarmenn - skipstjórar Kaupum fisk, staðgreiðum ef óskað er. Dæmi um verð: slægður þorskur (línufiskur) 37 kr. kílóið. Neta- fiskur, 1 nætur, 35 kr. kílóið. Einnig sjáum við um flutninga á ferskum fiski til Hull og Grimsby og annarra staða, ath. leigjum viðskipta- vinum 90 lítra fiskikassa á hagstæðu verði. Allur fiskur, sem við flytjum, er fluttur með kæliskipi og kælivögn- um sem ætti að tryggja betri meðferð á fiskinum. Lestunarhafnir: Sandgerði, Grindavík, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjar og Hornafjörður. Allar upplýsingar veittar hjá ísskotti í síma 91-689560. ÍSSKOTT HF. KÆLISKIP HF. RÝIUIINGARSALA! hefst mánud. 23. febrúar afsláttur af öllum vörum Opið frá kl. 10-18 Laugardaga kl. 10-14 vísa KVENFATAVERSLUN MOSFELLSSVEIT SÍMI 666415 Ný byrjendanámskeið hefjast 2. mars. Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga frá kl. 13-22. L« JÚDÓDEILD^RMANNS^ÁRMÚLA^ Utlönd DV Norski krón- prinsinn orð- inn fimmtugur Björg Eva Eriendadótír, DV, Osló: Haraldur krónprins í Noregi hélt um helgina upp á fimmtugsafinæli sitt ásamt allri norsku þjóðinni. Á fbstu- daginn voru að vísu einungis 170 gestir í konungshöllinni. En á laugar- dag var bætt um betur þegar norska ríkisstjómin hélt krónprinsinum veislu ásamt 350 gestum. Á meðan sáu svo fjölmiðlamir til þess að enginn Norðmaður færi varhluta af hátíðar- höldunum. Á sjónvarpskjánum á laugardags- kvöld var ævi krónprinsins rakin. Auk viðtals við Harald sjálfan vora sýndar gamlar kvikmyndir, bæði úr einkalífi norsku konungsfjölskyldunnar og af opinberum athöfrium. Ennfremur var sjónvarpað beint frá hátíðarhöldunum í Akershus-kastala þar sem ríkis- stjómin og hinir konunglegu gestir sátu að borðhaldi. Þykir verðugur arftaki Gro Harlem Brundtland forsætis- ráðherra flutti aðalræðuna fyrir hönd ríkisstjómarinnar. - „Hinn hlýlegi og trausti persónuleiki krónprinsins styrkir konungdæmið í Noregi. Har- aldur krónprins hefur sýnt og sannað, að hann er verðugur arftaki norsku krúnunnar og hann mun ekki eiga erfitt með að fylgja eftir vinsældum Hákonar, afa síns, og ólafs, foður síns,“ sagði forsætisráðherrann. Verða að sætta sig við hans besta Krónprinsinn, sem sat til borðs með Sylvíu Svíadrottningu, stóð upp og þakkaði fyrir sig í stuttu máli. Vildi hann gera sem minnst úr því lofi sem á hann hafði verið hlaðið. Sagðist vel vita að honum hefði ekki ávallt tekist jafnvel upp við skyldur sínar sem rík- iserfmgi, en kvaðst mundu reyna að gea sitt besta, og það yrði að duga. Siglingar og náttúruvernd Haraldur krónprins hefur orð á sér fyrir að vera maður hógvær, og nán- ast feimninn. Frægastur er hann fyrir íþróttaáhuga sinn og þá einkum sigl- ingar. Hann hefur m.a. tekið þátt í ólympíuleikunum. Önnur hjartans mál hans em m.a. náttúmvemd sem hann hefur látið mjög til sín taka. En yfirleitt segist krónprinsinn fara mjög varlega í að láta skoðanir sínar í ljós opinberlega því að erfitt sé þar að gera svo að öllum líki og hlutverk ríkisarfa sé að vera fyrirmynd allra landsmanna. - Hann staðfesti orðróm- mn um feimnina en segir það smám saman eldast af sér. Staðfastur við hlið Sonju UmdeildEisti atburðurinn í lífi norska krónprinsins til þessa var gift- ing hans og Sonju prinsessu. Sonja var ekki konungborin og í þá daga þótti mikil ósvinna að krónprinsinn tæki svo niður fyrir sig að kvænast venju- legri norskri stúlku, sem ekki hefði dropa af bláu blóði í sínum æðum. En Haraldur stóð fast á sínu og gaf sig ekki þótt það tæki hann níu ár eftir giftinguna að fá samþykki föður hans. Vonast til að bíða sem lengst En víst var að ekki rýrði það mál álit norsku þjóðarinnar á Haraldi. Krónprinshjónin og böm þeirra tvö koma víða og tíðum fram opinberlega, ferðast mikið og mest um Noreg. Þau eiga sívaxandi ástsældum að fagna meðal landa sinna. Aðspurður sagði Haraldur krón- prins að harrn vonaðist til að sem allra lengst liði þar til hann yrði konungur sjálfur. En Ólafur Noregskonungur er kominn vel á níræðisaldur. Krónprinshjónin Sonja og Haraldur, en myndin var tekin við brúðkaup þeirra og þá áttu enn eftir að líða níu ár þar til Ólafur Noregskonungur samþykkti ráðahaginn. Haraldur, krónprins Norðmanna, er kunnur fyrir iþróttaáhuga sinn, og þá einkum siglingar, en hann hefur keppt i siglingum fyrir Noreg á ólympiuleik- um. Kissinger telur umbætur út- spekúleraðar „Sovésku umbætumar eiga ekki að efla lýðræði, heldur einungis gera Kremlstjómina enn voldugri," segir Henry Kissihger, fyrrum utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, nýkominn til New York frá heimsókn til Moskvu. I grein í fréttaritinu Newsweek segir Kissinger misskilning, ef menn haldi, að Kreml-stjómin sé með um- bótabrölti sinu að laga stjómarhætti sína að hugmyndum vestrænna lýð- ræðissinna. - „Þeir era einfaldlega að ná upp meiri afköstum, meiri framleiðni, meiri tækni og vand- virkni til þess að efla mátt Sovétríkj- anna, en ekki til þess að þreyta utanríkisstefiiu sinni. Þegar frá h'ður og ef þeim heppnast verður það síst til þess að auka öiyggi lýðræðis- ríkja," segir Kissinger. Museyen Agca, móðir Tyrkjans Mehmet Ali Agca, sem sýndi páfanum banatilræði t maí 1981, fékk áheyrn hjá hans heilagleika Jóhannes Páli II. á föstudag. Páfinn blður að heilsa Móðir Tyrkjans Agca heimsótti son sinn í fangelsið í Róm um helg- ina þar sem Agca situr í haldi vegna tilræðisins við Jóhannes Pál páfa 13. maí 1981. Á föstudag fékk hún áheym hjá páfanum sjálfum og sagði biaðamönnum eftir á að hann hefði beðið hana fyrir kveðjur til sonarins og orðsendingu þess efriis að Agca léti ekki hugfallast. Páfinn hefur fyrir löngu lýst því yfir að hann sé búinn að fyrirgefa tilræðismanni sinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.