Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Síða 13
MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987.
13
Neytendur
Aukaefni í hveiti
Lesandi hafði samband við okkur,
og vildi fá að vita hvaða aukaefni
væru leyfileg í hveiti. Sendi hann okk-
ur gamla grein úr Dagblaðinu þar sem
bent var á þá staðreynd að þrátt íyrir
bann við notkun efhisins potassium
bromate í matvæli þá væri selt hveiti
með þessu efiii.
Greinin var skrifuð 1976 og er
skemmst frá þvi að segja að enn er
selt hveiti frá Bandaríkjunum sem
inniheldur þetta efni.
Þó er rétt að benda á að samkvæmt
nýrri athugunum er þetta ekki eins
slæmt og áður var talið. Potassium
bromate ætti að vísu aldrei að hafa í
matvælum en samkvæmt skýrslu Al-
þjóða heilbrigðisráðsins um efnið, frá
árinu 1983, kemur fram að við bakstur
breytist efnið í brómíð sem er mun
saklausara.
Eftirlit með notkun bannaðra auka-
efha hefur verið í molum hér á landi.
Erfitt hefur reynst að fylgja eftir bönn-
um, en nú liggur fyrir nýr listi um
leyfileg aukaefni í matvælum.
Samkvæmt honum má ekki nota
nema askorbinsýru, öðru nafni C-
vítamín, í hveiti og í mjöl til kexgerðar
má eingöngu nota amylasi og papin
sem eru hvatar.
Er listinn öðlast gildi, líklega um
áramót, er ætlunin að sinna þessum
málum af aukinni festu og hafa þá
eftirlit með því að reglugerðir séu í
heiðri hafðar.
Verður þá væntanlega neytandinn
loks tryggður fyrir alls kyns hættuleg-
um aukaefnum og það hveiti, sem ekki
uppfyllir kröfur þar um, tekið af mark-
aði. -PLP
Þar sem brómat er ekki bannað i Bandarikjunum er það i mörgum tegundum
hveitis þaðan.
Hársins
vegna!
FAMILY
FRESH
Hárnæring
Freyðibað
Sturtusápa
Svitaspray
Rollon
FJÖLSKYLPUSJAMPÓ
600 ml
Þrjár mildar tegundir fyrir {ajlaj fjölskylduna.
Reynið FAMILY FRESH
- hársins vegna!
Heildsala: Kaupsel
Laugavegi 25
S: 27770 og 27740
Raddir neytenda
Okrað
í nafni frelsis
Guðrún Jakobsdóttir hringdi og
sagði okkur sögu um kjólakaúp.
Hafði hún farið í bæinn til að
kaupa sér kjól fyrir árshátíðina.
Sá hún einn sem henni leist vel á
í versluninni Liljan og kostaði
hann kr. 11.900. Þótti henni það
nokkuð dýrt og ákvað að hugsa
málið yfir nóttina.
Morguninn eftir var hún búin
að ákveða að kaupa kjólinn og fór
aftur í bæinn. Á leiðinni varð
henni litið í verslunina Quatro og
sá hún sama kjólinn. Þar kostaði
hann ekki nema kr. 5.200, og var
um sama vörumerki að ræða.
Kjóllinn var sumsé á 128% lægra
verði í Quatro.
Viljum við enn og aftur brýna
fyrir fólki, að kaupa aldrei neitt
án þess að hafa verðsamanburð.
Það að Guðrún skyldi ákveða að
hugsa málið hefur sparað henni
kr. 6.700 sem er drjúgur skilding-
ur. Þið hafið alltaf tíma til að spara
ykkur slíkt. -PLP
Glóðarkerti
i urvali fyrir
TOYOTA
ISUZU
DATSUN
MERCEDES BENZ
O.FL.
G ”
SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88
FJARLÆGÐARKLOSSAR
Að gefnu tilefni viljum við vekja athygli á að mikið
af steypuskemmdum í húsum stafar af rangri legu
jámbindinga.
Komið í veg fyrir þessar skemmdir þegar í upp-
hafi með notkun fjarlægðarklossa og komist hjá
viðgerðum fyrir hundruð þúsunda eftir nokkur ár.
Heildsala - smásala.
Fallar hf.
Vesturvör 7
200 Kópavogi.
Simar 42322 - 641020.
PÁSKAFERÐIR
TIL SVISS OG MALLORKA
SVISS
11. til 20. apríl.
Eins og undanfarin ár bjóöum við
nú skíða- og skemmtiferð til
Axenfels í Sviss. Á þessum tíma
er Sviss í vorblóma og er þessi
ferð því sambland af vetrar- og
sumarferð.
Verókr. 35.300
á mann í stúdíó-íbúð.
Barnaafsláttur.
MALLORKA
15. til 29. apríl.
Sumarferðir Atlantik byrja með
tveggja vikna páskaferðtil
sólskinseyjarinnar Mallorka.
Gist verður í íbúðarhótelunum
glæsilegu, Royal Playa de Palma
og Royal Jardin del Mar.
Takmarkað sætaframboð er í
þessari ferð.
Verðfrákr. 22.000
á mann miðað við hjón
meö tvö börn í íbúö.
OTC9*
FERÐASKRIFSTOFA
IÐNAÐARHUSINU
HALLVEIGARSTÍG 1.
SÍMAR 28388 - 28580