Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. 17 DV Lesendur Lögin hjá Skriðjöklum eru flott og skondin og einnig er sviðsframkoma þeirra á hljómleikum alveg meiriháttar. Skriðjöklar, haldið hljómleika Stjáni og Kalli skrifa: Við erum miklir aðdáendur hljóm- sveitarinnar Skriðjökla og finnst okkur þeir langirumlegastir af íslensk- um hljómsveitum enn sem komið er. Bæði eru lögin flott og skondin og einnig er sviðsframkoma þeirra á hljómleikum alveg meiriháttar. Viljum við skora á Skriðjökla að halda hljómleika hér í Reykjavík, því fyrr því betra. Það koma sko alveg pottþétt alveg rosalega margir. Launamisrétti A.A. hringdi: Ekki er langt síðan ég sá könnun er Þjóðhagstofiiun vann þar sem talið er að meðallaun í landinu séu um 63 þús. á mánuði. Það væri gaman að vita hve mörg prósent eru með svona há laun og fyndist mér réttast að Þjóð- hagstofnunm birti í leiðinni hlutfall milli þeirra lægt og hæst launuðu. Könnunin gefur svo vitlausar hug- myndir þegar engin hlutföll eru birt en bara gefið til kynna að meðallaun- in séu þessi. Það er nefriilega alveg vitað mál að meginþorri landsmanna er með mun lægri laun en 63 þús. á mánuði og mér finnst þessi könnun einmitt lýsa best launamismuninum sem er milli landsmanna. Ovæntur glaðningur Sigrún Siguijónsdóttir skrifar: Mikið er ánægjulegt að vita til þess að nú eigi að gera gangskör að því að stofha nýjan flokk, Lýðræðisflokk- inn, með það að markmiði að draga úr miðstýringu en færa valdið til fólks- ins í héruðunum. Það er tímabært að eitthvað sé farið að huga að fólkinu er býr úti á landsbyggðinni; því hefur núverandi stjóm svotil ekkert sinnt og er það miður. Sveitafólkið verður að sækja nánast allt til Reykjavíkur. Það er þróun sem verður að snúa við og ég tel Lýðræðis- flokkinn einmitt kjörinn til að koma þeim sjónarmiðum á framfæri. Fleiri karatenámskeið Hafnfirðingur hringdi: Af hverju er ekki hægt að bjóða upp á karatenámskeið í Hafnarfirði? Sonur minn og félagar hans vildu gjaman læra karate en vilja ekki þurfa að fara í Garðabæ til að sækja tíma. Það er eðlilega mun hentugra að geta lært þetta í sínu eigin byggðarlagi. Skora ég á þá er kenna karate að bjóða upp á það í Hafiiarfirðinum því hér er mikill áhugi á þessari íþrótt. ÍÍOUK £ KVENSKÓR - HERRASKÓR VESTUR-ÞÝSKIR GÆÐASKÓR Þessir skór eru aðeins fáanlegir í tveim verslunum: Skósölunni, Laugavegi 1, Skóverslun Kópavogs, Hamraborg 3. Umboðs- og heildverslun ANDRES GUÐNASON HF., Bolholti 4, sími 686388. Nafnpiiíner Kennitala 8186-4403 170253-2649 Kennitala í stað nafnnúmers Kennitala er 10 stafir, 6 fyrstu tákna fæðingardag, mánuð og ár, 4 síðustu eru fæðingarnúmer og -öld. Kennitala kemur fram á skattframtölum nafnskírteinum sjúkrasamlagsskírteinum bankakortum Vinsamlegast athugið, að skattframtöl þessa árs og skattlagning fer fram á kennitölum. Hafið því kennitöluna á reiðum höndum. Hagstofan 14" litsjónvarp, frábært tæki sem hentar alls staðar. Verð stgr. 23.900 kr. Verð afb. 25.900 „ VESTURÞYSK HATÆKNI 3916 myndbandstæki með fjarstýringu, HQ, scart tengi, 14 daga minni o.fl. Verðstgr 39.800 kr. Verð afb. 45.540 k, Einnig HiFi stereo myndbandstæki á stgr. 59.900 kr. iLLIRt 20" litsjónvarp, þau gerast vart betri en þetta. Verð stgr. 36.880 k, Verðafb 40.980 kr Skipholti 7 - Simar 20080 og 26800.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.