Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Síða 18
18 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. RÍKISSPÍTALAR LAUSAR STÖÐUR Sérfræðingur í veirufræði óskast til starfa á Rann- sóknastofu Háskólans í veirufræði. Um er að ræða heila stöðu, þ.e. hálfa fasta stöðu og hálfa afleysingarstöðu til viðbótar. Umsóknir á umsóknareyðublöðum fyrir lækna ber að senda stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 20. mars nk. Upplýsingar veitir yfirlæknir rannsóknastofunnar í síma 29000. Rafvirkjameistari óskast á Vífilsstaðaspítala og Kópa- vogshæli. Umsækjandi skal hafa löggild réttindi frá Rafmagnsveitum ríkisins. Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu ríkisspítala fyrir 2. mars nk. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri tæknisviðs rík- isspítala í síma 29000-215. Bakaranemi og aðstoðarmaður óskast í bakarí Landspítalans. Upplýsingar veitir yfirmatráðsmaður í síma 29000-491. Starfsmaður óskast til ræstinga á dagheimili ríkisspít- ala, Sólbakka við Vatnsmýrarveg. Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilisins í síma 22725. Starfsfólk óskast á dagheimili ríkisspítala að Kleppi. Vaktavinna. Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilisins í síma 38160. Hjúkrunardeildarstjóri óskast við kvenlækningadeild 21A (gyn). Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, sendist hjúkrunarforstjóra Landspítala fyrir 16. mars nk. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri Kvennadeildar í síma 29000-509. Reykjavík, 23. febrúar 1987. VIKAN er ekki sérrit heldur fjölbreytt og víölesið heimilisblað og býður hagstæðasta auglýsingaverð allra íslenskra tímarita VIKAN nær til allra stétta og allra aldursstiga. Aug- lýsing í Vikunni nær því til fjöldans en ekki aðeins takmarkaðra starfs- eða áhugahópa. VIKAN hefur komið út í hverri viku í næstum 50 ár og jafnan tekið breytingum í takt við tímann, bæði hvað snertir efni og útlit. Þess vegna er Vikan svona flölbreytt og þess vegna er les- endahópurinn svona stór og fjölbreyttur. VIKAN selst jafnt og þétt, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Þess vegna geta auglýsendur treyst því að auglýsing í Vikunni skilar sér. VIKAN er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óviðkomandi. Þess vegna er Vikan svo vinsæl og víðlesin sem raun ber vitni. VIKAN veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsam- legu verði og hver auglýsing nær til allra lesenda Vikunnar. VIKAN hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar. Upplýsingar um auglýsingaverð Vikunnar eiga við hana eina og þær fást hjá auglýsinga- deild Vikunnar í síma 27022. „Ef nýju sælgætisbúðirnar eru að slá einhver met þá er það sennilega að þar sé lágt verð á gæðavörum frekar en öfugt.“ Okurbúðir eða hvað? Fyrir hönd Hnetubarsins (sem er sjálfsafgreiðsluverslun) finn ég mig knúinn til að svara kjallaragrein eftir Önnu Bjamason blaðamann undir fyrirsögninni „Skiptir nokkru hvað hlutimir kosta?“ sem birtist í DV 17. febrúar síðastliðinn. í þessari grein er farið með svo rangt mál að það er með ólíkindum að vanur blaðamaður setji svona lagað frá sér. Vakna hjá manni spumingar um hvað blaðamenn geti látið frá sér fara án ábyrgðar. Anna byrjar grein sína á þessum orðum: „Margt af því sem hér er gott og gilt er talin þversögn erlend- is þar sem alheimshagfræðikenning- ar em í fullu gildi. Þær gilda ekki hér á landi.“ Hvað verð á sömu vöm í Danmörku snertir kosta 100 g frá 15 dkr.-25 dkr. sem samsvarar 85 kr.-142 kr. I versluninni Hnetubam- um er verðið hins vegar frá 59 kr.-129 kr. á 100 g. Sést á þessu að okkar verð er þónokkuð undir verði í Danmörku. Hins vegar hef ég ekki trú á að danskir blaðamenn komist upp með skrif eins og Anna Bjama- son í umræddri grein. Nei, það gengur ekki upp erlendis. Hvar eru „okurbúðirnar“ hennar önnu? Anna segir orðrétt um sælgætið í sjálfsafgreiðslubúðunum, eða okur- búðunum, eins og hún kallar þær: „Það kostar að jafnaði helmingi meira en nákvæmlega sama sælgæt- ið ef það er keypt í pokum í nálægri verslun" Þettaeraðsjálfsögðuekki rétt frekar en annað í þessari stór- merkilegu grein. Ef farið er í allar venjulegar sjopp- ur í 300 metra radíus frá Hnetubam- um kemur í ljós að sambærileg vara (í þessu tilfelli wine gums) kostar að jafnaði 53 kr. 100 g en í Hnetubam- um 59 kr. 100 g. Eins og sjá má er þetta ekki helmingsmunur, eða hvað, lesandi góður. Þess ber þá að geta að í flestum sjálfsafgreiðslubúð- um er jafnaðarverð, þannig að í sumum tilfellum er álagning há og sumum tilfellum lág. Sem dæmi má taka að önnur vara, sem seld er undir verðinu 59 kr. 100 g, kostar 52 kr. 100 g í heildsölu, þ.e. 13,5% álagning og varla getur það talist okur. Súkkulaðirúsínurnar dýru! Anna fullyrðir eftirfarandi: „I sæl- gætisbúðunum er rúsínukílóið selt á 900 kr. sem kostar 313 kr. í heild- sölu.“ I Reykjavík em nú fimm sjálfsaf- greiðslubúðir, Hnetubarinn, Lauga- Kjallariim Viktor Urbancic verslunarmaður vegi 33, Gott og blandað, Laugavegi 53, Góðgæti (Mixit), Austurstræti 8, og íkominn, Laugavegi 8 og Lækjar- götu 2.1 verslununum Hnetubarinn, Gott og blandað og Góðgæti kosta súkkulaðirúsínur 590 kr. kílóið en í íkomanum 700 kr. kílóið. Hér skeik- ar aðeins 52% en hvað munar blaðamann sem amast við verði um það. Hveiti og rúsínur í greininni ber Anna saman kíló- verð á súkkulaðirúsínum og hveiti sem eins og allir sjá er óskyld vara. Ég undrast að Anna beri ekki saman verð á harðfiski og súkkulaðirúsín- um þar sem kg af harðfiski kostar 1.463 kr. án söluskatts en súkkulaði- rúsínumar í sjálfsafgreiðslubúðun- um 590 kr. kílóið með söluskatti, eins og áður sagði. Gæðakonfekt í greininni minnist blaðamaðurinn gæðakonfekts sem flutt var inn frá Sviss og kostaði sitt. „Nú talar eng- inn lengur um svissneska konfektið enda er það sennilega ekki lengur það dýrasta á markaðnum. Nú em nýju sælgætisbúðimar búnar að slá öll met,“ fullyrðir Anna. I Hnetu- bamum er einnig selt gæðakonfekt (þó ekki handunnið). Það kostar 129 kr. 100 g. Konfektið frá Sviss er enn- þá til og kostar 315 kr. 100 g. Sviss- neska konfektið kostar þvi 144% meira en konfektið í Hnetubamum. Ef nýju sælgætisbúðimar em að slá einhver met þá er sennilegra að þar sé lágt verð á gæðavörum frekar en öfugt. Alhæft út í loftið Tilvitnun: „1 þessum búðum var fyrir jólin til sælgæti sem kostaði 250 kr. 100 g eða 2.500 kr. kg.“ Hvað Hnetubarinn snertir er hæsta verð 129 kr. 100 g og því ekk- ert selt svo dým verði eins og Anna fullyrðir. Ekki veit ég hvort einhver hinna sjálfsafgreiðslubúðanna hefur boðið sælgæti á þessu verði fyrir jólin, enda hætti ég mér ekki út á sömu braut og Anna Bjamason að fullyrða um eitthvað sem enginn fót- ur er fyrir. Óábyrg blaðaskrif Niðurstaðan er sú að ekkert verð stenst í þessari grein og er meira að segja ofreiknað um tugi og hundmð prósenta. Hvað höfundur greinarinnar hefur á móti hreinlegum og gimilegum sjáfsafgreiðsluverslunum veit ég ekki. Hitt veit ég að skrif sem þessi geta vegið þungt fyrir starfsgrund- völl slíkra verslana. Vakna því spumingar um hvort blaðamenn beri enga ábyrgð á skrifum sínum og skáldskap. Ekki veit ég í hvaða sælgætisversl- un Anna Bjamason keypti súkku- laðirúsínumar dým en hitt veit ég að það hefur ekki verið í Hnetubam- um á Laugavegi 33. Hvet ég því fólk til þess að láta gagnrýni sem þessa sem vind um eyru þjóta og láta reyna á hvort sannara reynist. Viktor Urbancic „Ég undrast að Anna beri ekki saman verð á harðfiski og súkklaðirúsínum þar sem kg af harðfiski kostar 1.463 kr. án söluskatts en súkklaðirúsínumar í sjálfs- afgreiðslubúðunum 590 kr. kílóið með söluskatti.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.