Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 14
60 LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. Móðurmálin og himnaríkismálið Nýlega (2. mars) er genginn í gildi samningur milli norrænu ríkjanna um rétt okkar til þess að nota móður- málið í samskiptum við yfirvöld hvar sem er á Norðurlöndum. Samningur- inn hefur verið lagður fyrir Alþingi til fullgildingar en hin norrænu ríkin fjögur hafa þegar gengið frá málinu. Þessi samningur er fagnaðarefni og til marks um að það miðar nokkuð á leið í norrænu samstarfi. Þetta er að vísu ennþá pappírsgagn einbert en til þess er ætlast að fram- vegis geti norrænir ríkisborgarar, í svo ríkum mæli sem kostur er, notað eigin tungu þegar þeir eiga eitthvað vantalað við yfirvöld og opinberar stofnanir. Það er ekki ónýtt að eiga heimtingu á því, ef maður lendir í útistöðum eða í slysi í Finnlandi eða á Fjóni, þar sem enginn skilur prent- smiðjudönsku, að nota íslensku á lögguna eða lækninn. Viðkomandi aðilum er skylt að útvega túlk eða þýðanda, svo framarlega sem því verður við komið, svo að við getum sagt það sem við vildum sagt hafa á kjarnyrtri íslensku, í stað þess að stama upp því sem við getum komið orðum að á skandinavísku. Miðstöðvar fyrir þýðingar og túlkun Hins vegar þýðir ekkert að vitna til norræna málasamningsins í síma- þvaðri við yfirvöld, því að yfir það samskiptatæki nær hann ekki. í dómsmálum ber að útvega túlk eða þýðanda, eftir því sem tök eru á, og í sakamálum er það skylt án undan- tekninga. Samningurinn gerir svip- aðar kröfur á hendur heilbrigðis-, félagsmála- og barnaverndaryfir- valda, svo og vinnumarkaðs-, skatta-, lögreglu- og skólayfirvalda. Hið op- inbera stendur straum af kostnaðin- um, nema menn gerist óþarflega langorðir eða skjöl þyki með ein- dæmum merkingarlaus fyrir fram- vindu máls. Þá er hægt að endurkrefja útlagðan kostnað hjá málsaðilum. Félagsleg mannúðarsjónarmið gegnsýra þennan samning. í fjórðu grein segir m.a. að þeim sem dvelur á hæli eða stofnun skuli, eftir því sem aðstæður leyfa, gefinn kostur á að umgangast fólk sem hefur vald á því tungumáli sem viðkomandi er tam- ast. I fimmtu grein er rætt um að komið skuli upp opinberri túlkunar- og þýðingaraðstoð á stöðum þar sem nokkur hópur ríkisborgara annars samningsríkis dvelur og ekki skilur tungumál dvalarlandsins. Eigi þessi samningur að verða ann- að og meira en pappírsgagn hlýtur að vera nauðsynlegt að skipuleggja miðstöðvar fyrir þýðingar og túlkun. Þær gætu einnig komið að notum í tengslum við funda- og ráðstefnu- hald. Ég er t.a.m. ekki í nokkrum vafa um að það væri góð fjárfesting fyrir íslenska rikið að hlutast til um að í helstu borgum á Norðurlöndum væru löggiltir skjalaþýðendur og dómtúlkar á föstum launum fyrir að vera tiltaekir til íslenskustarfa. Að nota móðurmálið Norræni málasamningurinn á að styrkja það grundvallarsjónarmið að norrænar þjóðir geti notað móður- mál sitt í innbyrðis samskiptum. En eins og flest góð markmið er þetta að sjálfsögðu langt frá raunveruleik- anum. Það heitir svo að 75% Norðurlandabúa skilji hverjir aðra, Norræn útsýn Einar Karl Haraldsson það er að segja Danir, Norðmenn, Svíar og Finnlandssvíar. í reynd skilst danskan illa og Danir eiga oft i erfiðleikum með að skilja vissar mállýskur í Noregi og Svíþjóð. Fjórðungur Norðurlandabúa, finnskumælandi Finnar, íslendingar, Færeyingar, Grænlendingar og Sam- ar, getur ekki notað móðurmál sitt í bréfaskriftum eða samtölum manna á meðal á Norðurlöndum. Á Norðurlandaráðsþinginu í Hels- ingfors sauð uppúr þegar Finnar hótuðu með því að tala finnsku á fundum ef Danir töluðu ekki hægar og skýrar. Og í sannleika sagt er það ekki heiglum hent, jafnvel ekki ís- lenskum dönskustúdent, að skilja dönsku þingmennina þegar þeir tala eins og þeir væru í ræðustólnum heima hjá sér í Christiansborg með samhljóðana svo langt niðri í maga að ekkert heyrist nema sérhljóða- blástur í mismunandi tónhæðum. Eins og danska getur verið fallegt mál. En í Helsingfors kom það enn í ljós að Danir eru drengir góðir og þeir tóku að kveða fastar að. í bæklingi Norrænu málnefndar- innar, „Að skilja hverjir aðra á Norðurlöndum," eru gefin ýmis ráð um það hvernig hægt sé að bæta hlustunarskilyrðin í norrænu mála- fjölskyldunni: Tala hægt, kveða fast að, forðast smá- og tengiorð, tísku- orð, læra að forðast ákveðnar gryfjur sem menn eru alltaf að detta í o.s. frv. Þessi bæklingur er tilvalinn sem lestrarefni í flugvélinni á leið á nor- rænan fund. I þessu riti er einnig skotin niður sú kenning, sem stundum hefur sig til flugs, að réttast væri að tala ensku á norrænum vettvangi. Þar segir náttúrlega að norræna málafjöl- skyldan hafi mikla og táknræna þýðingu fyrir Norðurlandabúa, auk þess sem norræn mál tjái best okkar eigið umhverfi og viðfangsefni. Veigamestu rökin gegn enskunni eru þó einfaldlega þau að við erum upp til hópa ekki nógu góð í ensku til þess að geta talað hana okkur til gagns. Það er annað að snúast í kringum túrista heldur en að segja hug sinn á ensku. Þá er fyrirhafhar- minna að nota eigið mál eða skylt í norrænum samskiptum vegna þess að það er auðveldara að aðlaga eða læra. Finnar og Islendingar Af þeim fjórðungi Norðurlandabúa sem ekki geta notað móðurmál sitt í almennum norrænum samskiptum erum við íslendingar og Finnar, sem hafa finnsku að móðurmáli, mjög á sama róli. Færeyingar og Grænlend- ingar munu nota dönskuna vegna þess að hún er ennþá þeirra stjórn- keríísmál að nokkru leyti. Samar nota norsku, dönsku eða fmnsku eft- ir því hvar þeir hafa höfuðaðsetur. Fyrir nokkrum árum gerðist það að norrænir þingmenn gengu út úr Há- skóla íslands þegar háskólamenn fóru að skýra út fyrir þeim viðfangs- efni sín á ensku. Og alltaf þykir mér það jafnkauðalegt þegar verið er að tala við Islendinga á ensku í norræn- um fjölmiðlum. Jafnnöturlegt er til þess að vita að ekki er hægt að ganga að því vísu að þú komist milli staða í Helsingfors þó að þar séu öll götu- nöfn bæði á sænslu og finnsku. Leigubílstjórar og vegfarendur kunna ekki stakt orð í öðru máli en finnsku. Og hlutfall Finna sem hafa sænsku að móðurmáli fer lækkandi (er nú 6%). Finnar gerast hvað málið snertir æ innhverfari og það er áhyggjuefni vegna þess að maður hefði haldið að norræn samskipti væru þeim mikilvægari en flestum öðrum. Að mínum dómi er ástæðan fyrir vandræðum íslendinga og Finna af svipuðum toga. Af sjálfstæðis- og þjóðernisástæðum hafa þau mál sem beinast hefur legið við að læra á Is- landi og í Finnlandi orðið hornrekur í skólakerfinu, illa kennd og auka- geta hjá kennurum sem hafa sér- menntað sig á öðrum sviðum. I okkar tilfelli er danskan þessutan erfitt mál í munni. Finnar hafa tilhneigingu til þess að vantreysta Finnlandssænsk- unni sem norrænu samskiptamáli - með röngu - á svipaðan hátt og við vantreystum dönskunni - með réttu. Margareta Westman, formaður sænsku málnefndarinnar, hvetur Finna til þess að læra Finnlands- sænsku í stað ríkissænsku. „Hún er tært og áheyrilegt mál sem tekið er gott og gilt um mestan hluta Svíþjóð- ar.“ Jo Benkov, forseti norska stórþingsins, hefur látið hafa eftir sér að hann vilji gera Finnlandssænsku að ráðstefhumáli norrænu. Njörður P. Njarðvík hefur í ágætri Þjóðvilja- grein (11. jan. 1987) lagt til að Islend- ingar tækju að læra Finnlands- sænsku og fært gild rök að skoðun sinni. Tryggvi Gíslason, sem nú gegnir störfum ráðuneytisstjóra hjá ráðherranefndinni í Kaupmanna- höfn, hefur í fjórtán ár barist fyrir því að hafin yrði kennsla í norsku og sænsku á Islandi. Til þessa hefur verið vitnað í blaðaumræðum um norræna málnotkun að undanförnu. Nú er þess að geta, svo allrar sann- girni sé gætt, að dönskukennsla hefur verið bætt á íslandi og sænsku- kennsla aukin í Finnlandi. En allt kemur fyrir ekki, enskan er tamari skólafólkinu, þegar það lýkur námi, heldur en norræna málið. Markmið- ið hlýtur að vera að fólk sé samtals- hæft og sendibréfsfært á öðru norrænu máli en sínu eigin þegar það kemur úr skóla. Og þarna gæti Finn- landssænskan hjálpað bæði Finnum og íslendingum ef hún væri hafin til vegs og virðingar. Eiður Guðnason segir gjarnan þá sögu í Finnlandi við miklar vinsældir að Sigurður heitinn Þórarinsson jarðfræðingur hafi í ein- hvern tíma fullyrt að Finnlands- sænska væri áreiðanlega töluð í himaríki vegna þess að hún hljómaði fegurst þeirra tungumála sem töluð eru á jörðinni. Eins trúhneigðir og við erum Islendingar hljótum við að taka því fegins hendi að fá að læra sjálft himnaríkismálið. Stokkhólmi, 12. mars Einar Karl. Jafnvel á þingum Norðurlandaráðs eiga stjórnmálamenn, vanir norrænum samskiptum, í erfiðleikum með að skilja hverjir aðra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.