Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 12
58 LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. Konan að baki Amóri Guðjohnsen Arnór Guójohnsen á fullri ferð. Þó eiginkonur leikmannanna sjáist ekki sitja þær spenntar á áhorfendabekkjunum en þær gera mikið að þvi að fara á lelki. Kristján Bemburg, DV, Belgiu; Það vill oft gleymast þegar ungir, óhugasamir piltar fara út í atvinnu- mennsku að þeim fylgir oft ung stúlka sem veit lítið út í hvað hún er að fara. Oft á tíðum bjargast hlut- irnir en stundum gefst hún upp þar sem álagið er mikið á eiginmannin- um og henni er ekki sinnt sem skyldi. Ólöf Einarsdóttir, konan hans Arn- órs Guðjohnsens, hefur kynnst dökku hliðunum ó þessu hlutskipti en líká átt bjarta daga. En gefum nú Ólöfu orðið: „Það er allt í lagi að vera gift at- vinnuknattspyrnumanni. Fyrir Amór er þetta eins og hver önnur vinna. Að vísu er mjög mikil pressa á leikmönnum og þeir eru mikið í burtu. Maður verður að læra að lifa með því ef maður ætlar að búa með íþróttamanni yfirleitt. Geti maður ekki sætt sig við fjarvistimar er al- veg eins gott að sleppa þessu. Það er margt sem eiginkonur at- vinnuknattspyrnumanna þurfa að sjá á bak. Þær hætta yfirleitt í skóla og geta ekki verið allan daginn í burtu, sérstaklega ekki ef verið er með barn. Það er náttúrlega hægt að vera með alls konar hobbi en það er erfitt. Knattspyrnumaðurinn hef- ur engan tíma til að gera neitt heima og gerir í rauninni ekkert þar. Hann vaskar til dæmis ekki upp, allavega ekki minn maður,“ segir Ólöf og hlær. „Hjá sumum knattspyrnufélögum er heilmikið gert fyrir eiginkonumar en það fer mikið eftir þjálfaranum hvort um eitthvað slíkt er að ræða. í byrjun var bókstaflega ekkert gert hér hjá Anderlecht fyrir okkur konurnar. En síðan Aari Hahn, yfir- þjálfari Anderlecht, tók við hefur eiginkona hans reynt að koma okkur öllum saman. Við höfum til dæmis farið saman á snyrtinámskeið hjá Lancome. Svo höfum við farið saman út að borða og ýmislegt fleira og mórallinn er miklu betri núna heldur en hér áður. Það vill oft myndast öfundsýki milli eiginkvenna knattspymu- mannanna. Þó fannst mér öfundsýk- in vera meiri milli eiginkvennanna hjó Lokeren heldur en hjá okkur. Ég held að öfundsýkin sé meiri hjá konum leikmanna minni félaganna, eins og til dæmis Lokeren. Þar eru kannski bara nokkrar sem geta leyft sér einhvem munað og þær skara nóttúrlega fram úr hinum í klæða- burði og öðru. Við eiginkonumar leggjum mikið upp úr því að fara á völlinn og förum fínt klæddar. Fyrir okkur er þetta eins og að fara út á laugardagskvöldi á íslandi. Þetta er kannski eini dag- urinn i vikunni sem við förum út úr húsinu,“ segir Ólöf og hlær. Jafnupptekin og Arnór Arnór fór út í atvinnumennsku aðeins sextán ára gamall og þá voru þau Ólöf byrjuð að vera saman. „Þegar ég var sextán ára hvarflaði það ekki að mér hversu miklar breyt- ingar yrðu við þetta á lífi mínu,“ sœir Ólöf þegar hún rifjar þetta upp. „Ég ætlaði að vera úti í eitt ór og eftir það ár pakkaði ég öllum mínum styttum og albúmum niður og fór heim aftur. Ég bjóst ekki við að þetta yrði neitt meira en þetta eina ár og hugsaði ekkert meira út í það. Svo samdi Arnór í þijú ár í viðbót og þá fór ég út aftur en ég gerði mér engan veginn ljóst hversu rosalega erfitt þetta yrði í byrjun. Núna er þetta hins vegar orðið allt annað. Ég hef komið mér vel inn í málið og stundum liggur við að ég sé jafnupp- tekin og Arnór. Ég byrjaði á að fara í snyrtisér- fræðiskóla en hætti eftir ár. Það gekk ekki af því ég var svo lítið kom- in inn í málið. En síðan hef ég farið á ljósmyndanámskeið og blómanám- skeið. Þetta voru stutt námskeið sem gáfu engin próf en ég hafði mjög gaman af þessu. Ég fór líka á nám- skeið í vefnaði. Það gaf heldur engin próf, þó svo mín verk hafi verið not- uð á sýningum. f vor lýk ég svo tveggja ára námi í fararstjórn og öðru sem lýtur að ferðamannaþjónustu. Það felst í því að ég læri að vera fararstjóri og skipuleggja veislur og fundahöld." Sýningardama „Ég hef líka fengist svolítið við að sýna föt. Ég hef sýnt fyrir Nato og danskar verslanir. Eins hef ég sýnt fyrir Trade Center í Brussel og svo fyrir Lokeren, en þar hef ég verið í Qögur ór að sýna. VERTU VISSUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.