Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 2
48 LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. Breid síðan Konungsfjölskyldan á vorum dögum. Fyrirfólk á sýningu Domingo sektaður Stórsöngvarinn Placido Domingo hefur fallist á að greiða skaðabætur vegna þess að hann skrópaði á tón- leikum sem hann átti að halda á Wembley leikvanginum í Lundúnum í jólamánuðinum. Domingo lýsti því yfir daginn fyrir tónleikana að hann ætlaði ekki að mæta og gerir það brot hans síst létt- vægara. Stórsöngvarinn hefur átt í stappi vegna þessa máls undanfarið en hefur nú séð að staðan er von- laus. Hann ætlar því að greiða skaðabætur og sleppur þá við dóms- mál. Engin fjölskylda í veröldinni á jafnmargar ljósmyndir í safni sínu og breska konungsfjölskyldan. Talið er að í safni hennar séu um 50 þús- und myndir, þær elstu frá því að Viktoría drottning var og hét. Nýverið var efht til sýningar á 240 myndum frá valdatíma Viktoríu á síðustu öld í drottningarsalnum í Buckinghamhöll. Þeir sem séð hafa sýninguna segja að myndirnar vitni um að konungsfjölskyldan sé ósköp venjuleg fjölskylda. Fúasprek úr garði Presleys Nú stendur yfir útsala á 15 sentí- metra löngum viðarbútum úr girð- ingunni sem umlykur Graceland sem eitt sinn var bústaður rokkarans Elvis Presley í Memphis. Hver bútur úr girðingunni kostar 30 dali sem jafngildir 1171.80 krónum á núver- andi gengi. Á útsölunni er einnig boðið upp á helmingi lengri búta úr girðingunni og fást þeir með nokkrum afslætti. Til útsölunnar er efnt vegna þess að óhjákvæmilegt hefur reynst að skipta um nokkurn híuta af girðing- unni vegna fúa. Þessar framkvæmdir hafa leitt til þess að til hefur fallið efniviður í um 1600 minjagripi. Ein- hverjir hafa þó orðið til að efast um gæði viðarins sem þarna er boðinn til sölu. Allar tekjur af sölu girðingarinnar renna til rannsóknarstofnunar sem hefur barnasjúkdóma að viðfangs- efni. Presley enn til sölu. Rambo í endurskoðun Brugðið hefur verið á það ráð að semja að nýju handritið að þriðju myndinni um hinn harðskeytta Rambo. Fyrri útgáfan að handritinu var tilbúin áður en stórmyndin Platoon var frumsýnd. Sú mynd ger- ist á hetjuslóðum Rambos í Víetnam og hefur hlotið lof fyrir raunsæi enda útnefnd til fjölda óskarsverðlauna. Sylvester Stallone, faðir Rambos, vill sem minnst gera úr þessum breyt- ingum og segir að Rambo hafi aldrei átt verðugan keppinaut og svo sé enn. Aðstoðarmenn Stallone hafa hins vegar viðurkennt í votta viður- vist að óhjákvæmilegt hafi reynst að lappa upp á Rambo vegna þess að með Platoon hafi ímynd Víetnam- hermanna breyst. Stallone segir að Rambo verði áfram eins og hann var skapaður - illskeyttur, fámáll og ákaflega þjóð- hollur. Tökur á myndinni hefjast eftir nokkrar vikur. HiHary ver tmdirrn sinn Sir Edmund Hillary, sá sem fyrstur manna kleif hæsta tind Everest, hef- ur lýst þeirri skoðum sinni að fjallið sé það hæsta í veröldinni þrátt fyrir efasemdir landfræðinga um það. Bandarískir vísindamenn hafa undanfarið verið að búa heims- byggðina undir að afskrifa Everest sem hæsta tindinn því nærliggjandi tindur, sem auðkenndur er K-2, er talinn hærri. Við mælingarnar er notuð nýjasta tækni þar sem gervi- tungl koma m.a. við sögu. Samkvæmt nýju mælingunum er K-2 nokkrum metrum hærri en Ever- est. Á hitt ber þó að líta að Everst hefur ekki verið mældur með sömu aðferð þannig að ekki verður endan- lega úr málinu skorið fyrr en það hefur verið gert. Sir Edmund Hlllary. VIKAN HANN ER SAGÐUR 0FSALEGA LJUFUR STRAKUR og frábærlega góður pabbi. Samt lítur hann eiginlega hálfgrallaralega út „töff og kúl" næstum eins og hann gefi skít í allt. ímynd hans sem fríkaða rokkarans í hljómsveitinni Grafík er þó óralangt frá túlkun hans á hlutverki Danna í leikritinu Þar sem Djöflaeyjan rísen þar er hann viðkvæmur og einrænn. Helgi hefursýnt að hann erfjöl- hæfur listamaður og hann er alls ekki töff heldur einlægur, tilfinningaríkur og það sem meira er-ófeiminn að viðurkenna „mjúku" hliðarnar... Helgi Björnsson, leikari og tónlistarmaður, í Vikuviðtalinu * AKUREYRI - Útivera - Skemmtanir - Hvíld Akureyri hefur breyst mikið á undanfömum árum þó svo margt af því sem áður undir- strikaði sérstöðu bæjarins sé enn í fullu gildi. Vikan á Akureyri * Listin á alls staðar heima segir myndlistarkonan Sigþrúður Pálsdóttir - Sissú - í viðtali í Vikunni * Nafn Vikunnar: Ágústa Þorkelsdóttir frá Refstað Þótt sólin fari. Smásaga eftir Magnús Einarsson Ljúffengur unghænuréttur í Viku-eldhúsinu Litla hryllingsbúöin í kvikmyndaþættinum Skíðaferðir Vikan - ný og fersk í hvem viku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.