Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 5
Borghildur Anna sögu, og þá gjarnan ef þungamiðjan er líf mikilmenna eins og Bismarcks og Napóleons. Tvær bækur hafa komið út um Alexandre sjálfan. Eftir þrjátíu ára starf í hárgreiðslu, árið 1972, komu út endurminningar hans, skráðar af Etienne de Mont- pezat, bróður Hinriks prins í Danmörku, eiginmanns Margrétar drottningar. Lífssagan í myndum - Mon destin animé - kom svo út árið 1982. Stærsta hársafn veraldar „Eins og þú sérð á safninu hérna á neðri hæðinni hef ég áhuga á öllu sem tengist hári. Þetta er líklega eitt besta safn skartgripa, sem unnir eru úr hári, sem fyrirfinnst í veröldinni. Reyndar safna ég bókstaflega öllu sem tengist hári. Frá unga aldri þurfti ég að spara og ef einhverjir aurar voru aflögu fóru þeir í að kaupa gripi af þessu tagi. Eg borðaði frekar samlokur í öll mál og safnaði dýrgripum úr mannshári. Þannig varð þetta safn til.“ Krafturinn geislar af Alexandre þegar hann talar. Hann skiptir um ham í sífellu og virðist ganga á ein- hverjum aukahleðslum. Þegar honum er bent á þetta samsinnir meistarinn samstundis: „Ég hefði viljað verða margt annað en hárgreiðslumaður líka - til dæmis leikari - og er það auðvitað að sumu leyti á stofunni. Einu sinni lék ég sjálfan mig í kvikmynd og hafði mik- ið gaman af.“ Skrifstofan á rue de Ponthieu er glæsileg og á veggjum hanga minjagripir frá ýmsum tímum. Þarna sést í mynd og kveðju frá Grace Kelly, Wallis Simpson, Liz Taylor og Rainier fursta. hjúkrunarkonu. „Það hefur senni- lega bjargað lífi mínu,“ segir Alex- andre í dag. „í lok ársins 1944 voru svo harm- leikir styrjaldarinnar í algleymingi. Þá vann ég með andspymuhreyfing- unni sem hélt yfir mér verndarhendi. Konan mín kom til mín í heimsókn og til varð sonurinn Michel sem meðal annars hannar skartgripi fyrir mig núna.“ Fyrstu skref til heimsfrægðar Árið 1946 varð nafn Alexandre fyrst verulega þekkt þegar prinsess- an Begum Aga Khan valdi hann til að sjá um hárgreiðslu sína fyrir brúð- kaupið sem allur heimurinn fylgdist með af áhuga. En samt sem áður á hann frægðina hvað mest að þakka hertogaynjunni af Windsor - öðru nafni Wallis Simpson - sem tók hann ungan með sér frá Cannes til Parísar og síðar fór hann með henni til Bandaríkjanna. „í þeirri ferð kynnti Simpson mig fyrir ungfrú Maxwell sem var mikill blaðamaður en verulega ófríð. Og hertogaynjan sagði við mig: Ef þú gerir hana fagra með réttri hár- greiðslu mun hún elska þig að eilífu. Ungfrú Maxwell var þá þekkt í sjón- varpi vestra. Mér tókst að gerbreyta henni og varð frægur fyrir strax eftir fyrstu útsendinguna. Þá vissi ég að framtíðin var gulltryggð. Síðan hef ég greitt mörgum heimsfrægum per- sónum, hitti Taylor í París, Loren í Róm og Schneider í Þýskalandi. Aílt dásamlegar konur, hver á sinn mát- ann. Og herrarnir hafa sótt til mín líka, til dæmis Ustinov, og Burton kom einnig oft á stofuna. Greiddi Grace Kelly Um árabil ferðaðist ég með Grace Kelly og greiddi henni meðal annars í síðustu myndinni hennar. Þaðan fór hún til Mónakó og giftist Rainier fursta og bað mig að sjá um greiðsl- una fyrir þá athöfn. Þetta varð til þess að ég var einkahárgreiðslu- meistari hennar í tuttugu og sex ár. Andrumsloftið við kvikmyndirnar heillar Alexandre og hann hefur meðal annars leikið sjálfan sig i kvikmynd. Hérna er hann að fullgera hár Alexöndru Stewart fyrir kvik- myndina Madame Claude No 2. Hún var ógleymanleg kona. Núna sé ég um hár Karólínu en með henni hef ég fylgst frá fæðingu." Alexandre er lifandi persónuleiki og sem svo margir fleiri af rómönsku bergi brotnir nægir honum ekki að tjá sig með orðunum einum - hann talar með öllum líkamanum. Af og til stekkur hann svo á fætur úr skrif- borðsstólnum og hendist í kringum borðið til að leggja meiri áherslu á orðin. Kyssti YSL „Auðvitað er ég búinn að vera lengi í faginu og kominn tími til að gefa yngri mönnum tækifæri. Það er bara ekki svo auðgert að hætta. Ég greiddi sýningarstúlkunum á fyrstu sýningu Yves Saint Laurent og hef unnið með honum allar götur síðan, nú síðast á vorsýningunni. Að henni lokinni var Yves svo feginn þegar allt var yfirstaðið að hann hrópaði til mín:„ Gefðu mér nú stóran koss, Alexandte!" Við föðmuðum hvor annan og kysstum innilega enda mörg ár liðin síðan við höfum staðið saman í eldlínunni. En fólkið í kring- um okkur horfði undrandi á og vissi ekki hvaðan á það stóð veðrið." Fyrir hátískusýningarnar, Haute Couture í París á síðasta ári, sá meistarinn um hárgreiðslur fyrir Mori, Balmain, Scherrer, Patou, Lanvin, Ungaro, Chanel, YSL, Gi- venchy og Dior. Á Prét- á- Porter sýningunum voru það Lagerfeld, Tarlazzi, Valentino og margir fleiri. Núna er hins vegar heilsan farin að setja strik í reikinginn - hvað sem síðar verður. Óskarsverðlaun hártískunnar féllu Alexandre í skaut árið 1963. Hann er forseti Intercoiffure samtakanna og honum hafa verið veittar ótal orð- ur og viðurkenningar fyrir snilli sína og er meðal annars riddari af St. Charles-reglunni í Mónakó. Alex- andre vinnur einnig með Intercoiff- ure-hópnum í París og leggur tvisvar á ári línuna fyrir samtökin. Bróðir prinsins skrifar Alexandre segist hafa mörg áhuga- mál og stunda þau þegar tími gefst frá vinnu. Hann les mikið, einkum Sjáumst á íslandi „Við sjáumst kannski á íslandi næst,“ segir hann svo hinn hressasti og tekur enn eina hringferð frá skrif- borðinu - fórnandi höndum. Allir andlitsvöðvar eru nýttir til hins ýtr- asta þegar leggja þarf auknar áherslur á setningarnar. „Hvemig land er þetta ísland eiginlega? Er loftslagið óskaplega kalt? Hver eru stærðarhlutföllin miðað við Frakk- land og hversu margir búa þarna?“ Það er ekki um annað að ræða en setja í gang hefðbundna lýsingu á landi og þjóð, miðnætursól, eldgos- um og snjóþunga. Meistarinn lyftist allur af ánægju og segist hlakka til að sjá þetta með eigin augum. „Það væri gaman að koma til Is- lands einhvern tímann - yrði eins konar frí fyrir mig. Ég ferðast mikið vegna starfsins og hef yfirleitt gaman af. Ég vil lifa skapandi lífi og ekki of reglubundnu. Það er nauðsynlegt að krydda tilveruna með mátulegri spennu." Innan tiskuheimsins i Parisarborg er Alexandre á heimavelli. Héma mefi Maryll Lanvin. LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. I rnidre tunglið í ljóni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.