Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 6
52 LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. Sælkerinn Stórgóðar sítrónur Hafið þið nokkurn tíma hugsað um það hvað nokkrir dropar af sítr- ónusafa geta haft mikil áhrif? Soðið heilagfiski með sítrónusafa, steiktur silungur með sítrónusmjöri eða nokkrir dropar af sítrónu í sós- una? Já, sítrónusafi getur haft töluverð áhrif. Sítrónutréð er grænt allt árið og eru trén yfirleitt um 6 metra há. Hvert tré gefur um 400-600 sítrónur af sér á ári. Helstu sítrónufram- leiðsluþjóðir heims eru Bandaríkin, Italía, Argentína, Tyrkland, Grikk- land og Spánn. Samanlagt framleiða þessar þjóðir um 1 milljón tonna af sítrónum á óri. Sítrónur eru hlaðnar vítaminum, Umsjón Sigmar B. Hauksson þær eru sérlega ríkar af C-vítamín- um, sömuleiðis A og B. Þá er sítrónusýran mjög holl. Sítrónur má nota á ýmsan hátt, t.d. í matargerð, drykki, bakstur og meðalagerð. Gamalt ráð til að lækna höfuðverk er að blanda safanum úr /i sítrónu saman við kaffi - en þá verður kafiíð að vera sykurlaust. Grikkir nota sítrónur mikið í mat- argerð. Hér kemur uppskrift að góðri og bragðmikilli súpu sem kallast Avgol- emono. Það sem þarf er: 1 1 kjúklingasoð (frekar sterkt) Vi dl hrísgrjón safi úr 2 sítrónum (síið safann) 2 þeytt egg salt og pipar Sjóðið hrísgrjónin í kjúklingasoð- inu í 15-20 mín. Hrærið vel saman í skál sítrónusafanum og eggjahrær- una. Þessi blanda er hrærð vel saman við kjúklingasoðið. Súpan er svo krydduð með salti og pipar eftir smekk. Það er fljótlegt að matreiða þessa bragðmiklu súpu sem er bæði holl og góð. Frjálst.óháð dagblað SMÁAUGLÝSINGAFt DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. ER SMÁAUGLÝSINGABLADID Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. ___ Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir.., Æ /UZc ViÖ birtum... Þad ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Oplð: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 Kanína í kvöldmatinn Einstaka sinnum er hægt að kaupa kanínukjöt í betri verslunum. Kan- ínukjöt er mikið notað til matar víða um heim, t.d. í Frakklandi og Dan- mörku. Margir Islendingar hafa snætt kanínu erlendis og hkað vel. Kanínukjöt minnir á kjúkling eða kálfakjöt. Auðvitað má matreiða kanínur á fjölmarga vegu. Hér kem- ur uppskrift frá Frakklandi sem hægt er að mæla með. En til gamans má geta þess að þessi uppskrift er um 200 ára gömul og kallast rétturinn sinnepskanína. Uppskriftin: Ein kanína, um 3 kg á þyngd, er hlutuð niður í hæfilega stóra bita. Bitunum er velt upp úr hveiti og þeir kryddaðir með salti og pipar. Tvær þykkar beikonsneiðar eru skornar í strimla og 1 laukur er gróft hakkaður. Kanínubitarnir eru nú steiktir í smjöri á pönnu þar til þeir eru fall- ega brúnir. Nú er pottur með þykkum botni settur á helluna. Beikonið og laukur- inn steikt í smjöri í pottinum. Þegar laukurinn er orðinn mjúkur og bei- konið vel steikt eru kanínubitamir settir í pottinn. Lok er sett á pottinn og kjötið steikt við vægan hita í 5 mín. Þá er 1 tesk. af timjan stráð yfir kjötið í pottinum, 3 geirar af hvítlauk, 2 dl af hvítvíni og 2 dl af hænsnasoði sett í pottinn. Rétturinn er soðinn í 1 klst. Kjötbitarnir eru nú teknir upp úr pottinum og þeim haldið heitum. Blandið l'/2 dl af rjóma saman við soðið i pottinum ásamt 2 msk. af sinnepi. Sósan er látin sjóða við vægan hita í 5 mín. Nú eru kanínubitarnir settir í sós- una og þar með er rétturinn eiginlega tilbúinn. Með sinnepskanínunni má hafa gróft brauð, hrísgrjón eða kartöflur. Þetta er ekta franskur sveitamatur sem tekur nokkurn tima að matbúa, en þetta er svo sannarlega nýstárleg- ur réttur og bragðmikill. Gangi ykkur vel, Reyksoöinn silungur, ódýrt sælgæti Það hljóta ávallt að vera gleði- fréttir fyrir áhugafólk um góðan mat þegar ný matvara kemur á markað- inn. Undanfarna mánuði hefur sjóalinn regnbogasilungur frá Laxa- lóni verið á boðstólum í verslunum hér á höfuðborgarsvæðinu. Liklegast hafa margir höfuðborgarbúar kynnst þessari silungstegund í sjómanna- verkfallinu um áramótin. Regnboga- silungurinn frá Laxalóni er, eins og áður sagði, sjóalinn. Hann er bragð- góður, passlega feitur, kjötið þétt og fallegt á litinn. Ekki sakar það svo að þessi silung- ur er ódýr. Þar sem hér er um eldis- fisk að ræða er hann allur af mjög svipaðri stærð. Þessi silungur er því mjög góður til margs konar full- vinnslu. Erlendis, t.d. í Þýskalandi, Dan- mörku og Svíþjóð, er algengt að silungur sé reyksoðinn og þykir þessi vara hið mesta lostæti. Nú hefur hugmyndaríkur maður, Haraldur V. Haraldsson arkitekt, farið að framleiða heitreyktan silung fyrir íslenskan markað. Haraldur kynnti sér þessa reykingaraðferð í Þýskalandi. Þýskur sérfræðingur hefur verið hér á landi síðustu daga til að þróa framleiðsluna enn frekar. Erfitt er að lýsa þessu góðgæti frekar en Sælkerasíðan getur svo sannar- lega mælt með þessari vöru. Reyk- soðinn silungur er t.d. öndvegis forréttur. Reyksoðið flak með pipar- rótarjóma, graslauk og glasi af. . . ja. . . t.d. Gewurztraminer Naadam. Niðurgreitt grænmeti - hvers vegna ekki? I löndum Vestur-Evrópu og í Bandaríkjunum er töluverður hluti landbúnaðarframleiðslunnar niður- greiddur. Hér á landi hefur viss hluti landbúnaðarafurða verið niður- greiddur, t.d. lambakjöt. Sem kunnugt er er það þýðingar- mikið að nærast rétt. Koma má í veg fyrir allmarga sjúkdóma með réttu mataræði. Ein mikilvægasta fæðu- tegundin er grænmeti. Vissa hluta ársins er grænmeti alldýrt hér á landi. Þó að það sé neyðarúrræði að niðurgreiða matvæli þá væri það góð íjárfesting og raunar heilsuvemd að auka neyslu á grænmeti. Öruggasta leiðin er að lækka verðið. Ein leið til að lækka verð á grænmeti væri t.d. að selja garðyrkjubændum ódýra orku. Hér væri um góða fjárfestingu að ræða sem myndi skila sér í auknu almennu heilbrigði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.