Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 22
68 LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. Kvikmyndir T nn 11 stin í fyrirrúmi Franski leikstjórinn Tavernier hefur nýlega gert myndina ROUND MIDNIGHT sem Qallar um líf jassleikara að nafni Dale Turner Myndin er að mestu byggö á lífi Lester Young. þeirra ... allt frá D.W. Griffítn... Ford.. Frank Capra og upp úr til okkar daga. Ég elska kvikmyndir sem örva mig til að gera kvikmynd- ir sjálfur. Meðal uppáhaldsleik- stjóra hjá mér má nefna menn eins og Jospeh Losey, Fritz Lang, Max Ophulus, Meric Pressburg, Micha- el Powell og svo Ettero Scola ... Ég get bara tekið undir orð Thelonious Monk þegar hann var spurður hvað virkaði sem örvun á hann: „Allt og allir sem hafa verið góðir við mig virka örvandi." “ SP.: „Hvað með Coppola og Spiel- berg?“ SV.: „Ég er náttúrlega hrifnari af Coppola, sérstaklega þeim Copp- ola sem gerði myndirnar Guðfaðir- inn II, Apocalypse Now og The Conversation ... fyrir fimm til sex árum var bandarísk kvikmynda- gerð mjög áhugaverð. Mean street, Badlands Days of Heaven og Scarecrow. Myndirnar í dag eru ekki eins áhugaverðar. Martin Scorsese ásamt nokkrum öðrum eru þeir einu sem eru áhugaverðir. En hvað gerðist svo t.d. með Terr- ence Malick? Robert Altman neyðist til að vinna með super 16 fyrir utan kerfið, svo eitthvað sé nefnt. Þótt myndin fjalli um líf jassleik- arans Dale Tumer þá hefur handritahöfundurinn David Rayfi- el án efa haft í huga saxófónleikar- ann Lester Young. Einnig virðist myndin byggja að hluta til á lífi píanóleikarans Bud Powell. Til að glæða svona tónlistarmvnd því lífi sem nauðsynlegt er til að halda áhorfendum uppteknum við hvíta tjaldið valdi Tavernier saxó- fónleikarann Dexter Gordon til að leika aðalhlutverkið. Hann hefur búið lengi í Danmörku og er nú 62 ára að aldri orðinn goðsögn í heimi jassins. Myndin hvílir mikið á herðum hans því engum leikara hefði tekist að sannfæra áhorfend- ur um að þeir tilfinningaríku tónar, sem streyma út í áhorfendasalinn, væru framkallaðir af fingrum ein- hvers sem ekki væri frábær tónlist- armaður. Ekki sakar það heldur að rödd hans, sem er gróf eins og sandpappír, fellur mjög að sögu- þræði myndarinnar. Efnisþráðurinn er sáraeinfaldur. Myndin gerist 1959 og sögusviðið er Blue Note jassklúbburinn í Par- ís. Þar er kominn til að spila hinn þeldökki saxófónleikari Dale Turner til að skemmta Frökkum með leik sínum. Hann á við alvar- legt áfengis- og eiturlyfjavandamál að stríða sem hann virðist ekki ráða við. Ætlun Tumers með þessu hljómleikaferðalagi til Parísar er ekki aðeins að sjá og sigra Frakk- ana heldur einnig að athuga hvort breytt umhverfi gefi honum þann kraft sem hann þarf til að vinda sig út úr þessum vandamálum. Tónlistin ífyrirrúmi Þegar til Parísar kemur kynnist Turner listamanninum og aðdá- anda sínum, Francis Borier, sem býður Turner íbúðina sína ásamt allri hjálp sinni til að losna við eiturlyfin gegn þeim skilyrðum að hann hætti að drekka og reyni að spila eins oft og hann geti. Eins og gefið hefur verið til kynna fjallar raunar Round Mid- night nær eingöngu um jasstónlist. Sumir vilja ekki skilgreina mynd- ina sem kvikmynd sem fjallar um jass heldur sem jassmynd. En fyrir utan tónlistina eru mörg átakanleg atriði varðandi baráttu Turner gegn vandamálum áfengis og eitur- lyfja auk ástarsambands þeirra Turners og Boriers sem stendur í skugganum í hlutverki húsmóður- innar sem styður við bakið á snillingi sem er á leið til ókunnra landa í heimi tónlistarinnar. Leikstjóm Taverniers hefur verið líkt við að hann hafi tekið sögu- þráðinn og leikið hann í gegnum trompet, þar sem trompetleikarinn lék af fingmm fram á hljóðfærið, til að færa myndinni það líf og þá sál sem raun ber vitni. Kvikmynda- takan skiptir hér einnig miklu máli en þar sat við stjórnvölinn Bmno De Keyzer sem renndi myndavélinni fram og aftur átaka- laust þannig að áhorfandinn varð aldrei var við það. Að lokum full- komnaði handbragðið sá eini sanni Herbie Hancock sem sá um tónlist- ina. Bertrand Tavernier En hver er þessi Bertrand Ta- vernier sem allt í einu birtist með stórgóða jassmynd upp á arminn? Það verður að teljast langur tími síðan góð jassmynd leit dagsins ljós hvað þá að hún hafi náð eins mikl- um vinsældum og Round Midnight á svo skömmum tíma. Tavernier gaf nýlega viðtal við sænska kvikmyndatímaritið Chaplin og fer hér á eftir lausleg þýðing á hluta þess til fróðleiks fyrir lesendur. SP.: „Hvers vegna notaðir þú fé- laga þinn, Martin Scorsese, í hlutverk í myndinni?“ SV.: „Það reyndist mér ódýrara jafnvel minni en Scorsese, leit allt- af yfirvegaður á hann og sagði: „Vertu rólegur. Ég veit nú sitthvað um hljóð. Ég vann við fyrstu frönsku talmyndina með Rene Cla- ir árið 1929 sem var Sous les Toits de Paris. Það sló alltaf þögn á Hancock ... hvað getur maður sagt. Trauner er næstum kominn í dýrlingatölu. Hann gerði útfærsl- una á Les Enfants du Paradis, (1945), ásamt fleiri Billy Wilder myndum." Draumur um Hollywood SP.: „Hvað um bandarískar myndir?" SV.: „Sem ungur kvikmyndaá- hugamaður fyrr á tímum elskaði ég bandarískar myndir. Ég held meira að segja að það hafi verið Gary Cooper sem olli því að ég fór að gera kvikmyndir. Ég elska myndir sem gefa mér tækifæri til að skynja Bandaríkin betur og þessa sérstöku menningu Það er Dexter Gordon sem fer með aðalhlutverkið. en að mynda í New York. Með þessu móti sparaði ég mér í það minnsta 25 sviðsetningar því frá og með fyrsta orði er Scorsese orð- inn táknrænn fyrir New York. Hann er New York. Það var einnig hann sem kynnti mig fyrir Irwin Winkler sem er framleiðandi myndarinnar. Scor- sese og Winkler voru á leið frá ísrael til Bandaríkjanna en höfn- uðu í París einn sunnudagsmorgun í rigningu og kulda. Scorsese spurði mig hvort ég vildi snæða hádegisverð með Winkler og með- an á honum stóð rökræddum við hvernig mynd við myndum gera ef við fengjum algerlega að ráða ferð- inni. Ég sagði: „Mynd um banda- ríska jasstónlistarmenn í París á árunum 1950-1960.“ Þannig byrj- aði þetta nú allt saman. Tónlist og taktur Winkler fjármagnaði handritið en síðan hófust vandræðin. Hann segir sjálfur að þetta hafi verið erf- iðasta verkefni sem hann hafi tekið að sér að fjármagna síðan Rocky (sem var fyrsta Rocky-myndin sem allir neituðu að fjármagna nema Winkler). En Winkler hefur gaman af vandamálum. Raging Bull var einnig mjög erfið í fjármögnun. Hvað sem því líður þá fengum við 3 milljónir dollara frá Wamers kvikmyndaverinu sem átti að vera framleiðslukostnaður myndarinn- ar. Samtímis varð ég að leggja laun mín að veði að ég færi ekki fram yfir kostnaðaráætlunina." Sp.: „Það var Herbie Hancock sem stóð fyrir tónlistinni." SV.: „Hann var áhyggjufullur yfir hljómgæðunum þar sem við tókum tónlistina, sem leikin var í klúbbnum, beint upp. „Heldurðu að það verði of mikið ekkó?“ spurði hann í sífellu okkar stórgóða upp- tökustjóra, Alexander Trauner. Trauner, sem er lágvaxinn maður, Framhaldsmyndir Ég hef yfirleitt orðið fyrir von- brigðum að undanförnu með myndir. Það er greinilegt að mynd- imar em gerðar fyrir unglingana. Ég hef engan áhuga á að sjá mynd- ir eins og Porky’s I, II, III, IV, V, VI, VII... Þessi orð sem maður er alltaf að heyra eins og „byggð á“ eða „framhaldsmynd" hljóma ekk- ert spennandi. En það eru þó undantekingar eins og After Hours, The Color of Money og svo Out of Africa. Tæknilega finnst mér Spielberg snillingur. En ég held ekkert sér- staklega upp á myndirnar hans. Ég var hrifinn af The Duel og hafði gaman af ýmsum hlutum úr öðrum myndum hans eins og Sugarland Express og svo Jaws. Hins vegar var Indiana Jones and the Temple of Doom ekki fyrir mig. Milli 1940 og 1950 hefði þessi mynd verið talin sem B-mynd með ef til vill William Witton eða John English sem leik- stjóra og framleidd af Republic Pictures." Þá er þessu viðtali lokið en til gamans skulu nokkrar helstu myndir Taverniers taldar upp í lok- in. L’Horloger de Saint-Paul (The Watchmaker of Saint-Paul) Que La Fete Commence.. .(Let Joy Reign Supreme ...) Le Judge Et l’Assassin (The Judge and the Assassin) Coup de Torchon A Week’s Vacation. Hér sést Tavernier fara yfir atriði meö Gordon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.