Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 11
aftur. Þetta var „Rock and Roll“ með
Led Zeppelin og það var Jimmy Page
sem töfraði hin undarlegu hljóð úr
gítarnum.
„Breska innrásin“
Aðrir tónlistarmenn hafa svipaða
sögu að segja. Margir hafa þó lengur
verið að fást við rokktónlistina. Einn
þeirra er Boris Grebenschikov sem
kynntist tónlist Bítlanna þegar þeir
voru og hétu. Þau kynni breyttu lífi
hans.
í Sovétríkjunum er talað um
„bresku innrásina" á sjöunda ára-
tugnum. Þá flæddi breska rokkið
yfir landið. Það kom með erlendum
ferðamönnum og hljómaði í erlend-
um útvarpsstöðvum og í sovéskum
áróðursmyndum sem útmáluðu úr-
kynjun Vesturlanda. Þar mátti
jafnan heyra lög sem tekin voru sem
dæmi um siðspillingu ungmenna í
vestrinu. „Við sátum fyrir framan
sjónvarpið og tókum þessi lög upp á
segulband," segir Boris.
Boris Grebenschikov segir sögu af
tónleikum sem haldnir voru í Len-
ingrad á síðasta vori. Hann bauð
erlendum gestum á samkomuna og
þeir þurftu að fara í gegnum þrefald-
an lögregluvörð. Þeir sluppu vand-
ræðalaust framhjá tveim þeim fyrstu
en við þriðju skoðun var Boris beð-
inn að gera grein fyrir sér. Hann
gerði það og benti jafnframt á að
hann ætti að leika á tónleikunum
með hljómsveit sinni. Lögreglumað-
urinn leit í minnisbók sína, fann
nafn rokkstjörnunnar og hleypti
honum og gestunum í gegn.
Vafasöm viðurkenning
Boris segir að svona atvik séu
dæmigerð fyrir lif rokkstjörnu í Sov-
étríkjunum - frægðin leiði aðeins til
nákvæmara eftirlits. En tímamir eru
að breytast og Boris, sem starfað
hefur neðanjarðar með hljómsveit
sinni, er lentur í þeirri undarlegu
stöðu að hafa öðlast opinbera viður-
kenningu. Hin opinbera plötuútgáfa
hefur t.d. gefið út lögin af tveim síð-
ustu plötunum sem báðar voru
ólöglegar.
Undanfarin fimmtán ár hefur Boris
verið einn þekktasti rokktónlistar-
maðurinn í Leningrad. Hann hóf að
dreifa upptökum af tónlist sinni fyrir
meira en áratug og varð þekktur
meðal fjölmargra sem eignuðust eft-
irtökur af þessum upptökum.
Yfirvöld brugðust árið 1981 við
þessari neðanjarðarstarfsemi með
því að opna klúbb þar sem rokktón-
list mátti heyrast. „Þetta var tilraun
til að ná tökum á þessari tegund tón-
listar,“ segir Boris. Rekstur klúbbs-
ins varð til þess að fjölmargir
tónlistarmenn settust að í Leningrad
þar sem helst var von um að hægt
væri að starfa.
„Yfirvöld áttu ekki von á að þessi
tónlist hefði sterk áhrif,“ segir Boris,
„og brugðust því ekki við vinsældum
hennar. Ráðamenn virðast margir
hverjir ekki vita að fólk getur hrifist
af fleiru en áróðrinum frá þeim. Því
vissu þeir ekki við hverju átti að
bregðast."
Saigon
Helsti samkomustaður andófs-
manna í Leningrad er á kaffihúsi sem
gengur undir nafhinu Saigon. Opin-
berlega heitir staðurinn Veitinga-
húsið Moskva en nafnið Saigon
festist við staðinn löngu fyrir bylt-
inguna árið 1917. Á sjötta áratugnum
var hann helsti griðastaður jassá-
hugamanna og á sjöunda áratugnum
tók fyrsta kynslóð rokksins að sækja
staðinn. Það var á sama tíma og
Víetnamstríðið litaði rokkið á Vest-
urlöndum en nafnið Saigon var þá
þegar fast í sessi.
Á Saigon má frétta um allt sem er
að gerast. Þar voru ólöglegir tónleik-
ar auglýstir. Slíkum auglýsingum fer
þó fækkandi því opinberar aulýsing-
ar eru nú löglegar. Hins vegar mátti
enn sjá merki um óánægjuna, sem
sýður undir, daginn eftir minningar-
tónleikana um John Lennon - þá sem
lögreglan stöðvaði. Á vegg kaffihúss-
ins var krotað: Elskum þig, John.
Lifðu áfram.
Inni í kaffihúsinu mátti einnig sjá
að nokkur tíðindi höfðu orðið. Fasta-
gestirnir voru þar ekki og í dyrunum
stóðu lögregluþjónar og kröfðust
skilríkja af þeim fáu sem þorðu inn.
Allir þeir sem höfðu ástæðu til að
óttast um sinn hag héldu sig fjarri.
Seint á síðasta áratug var Saigon
eitt sinn lokað í nokkrar vikur. Þeg-
ar staðurinn var opnaður á ný var
allt óbreytt, utan hvað einn veggur
var orðinn að spegli. Hvað er á bak
við hann veit enginn. Vertinn á Sai-
gon þarf að þjóna tveim herrum og
spyr engra spuminga.
Snarað/GK
Zvuki Mu, ein litríkasta hljómsveitin í Moskvu
57
stfumqvelúja!]
Við styðjum saumadagana
23.-31. mars og bjóðum 5%
aukaafslátt af öllum
saumavélum þá daga.
Verið velkomin.
Gunnar Ásgeirsson hf. Pfaff hf.
Suðurlandsbraut 16 Borgartúni 20
Sdmaddgar23.Sl.Mts
i mmmmmmmm. r
Atari 1040 STF
Örtölva: Motorola 68000
1024K minni (RAM).
Innbyggt 720K diskdrif.
' Skjár s/h 640x400 punktar.
Ásamt:
mús, ritvinnslu,
Basic, Logo og
teikniforriti.
Verð kr. 44.000 stgr.
•Atari 520 STFM
Örtölva: Motorola 68000
512K minni (RAM).
Innbyggt 360K diskdrif.
Sjónvarpstengi.
Ásamt:
mús, ritvinnslu,
Basic, Logo og
teikniforriti.
Verð kr. 24.900 stgr.
HUGTAK HF., DNG,
Vestmannabraul 25, Vestmannaey|um. S. 2963. Óseyri 4, Akureyri. S. 26842.
Bókaskemman,
Stekkjarholti 8, Akranesi. S. 2840
MARCO HF.,
umboös- og heiidverslun, Langholtsvegi 111 - 104 Reykjavik. Simar 687970 & 687971.