Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 8
54 LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. Cano var á ferð í bíl sínum viku fyrir jól er tveir menn á mótorhjóli skutu hann til bana. Pablo Escobar Gaviria er sá sem er efstur á lista yfir eftir- lýsta kókaínsala í heiminum. í Medellín gengur hann undir nafninu Don Pablo og kemur það ekki á óvart því auður hans er talinn vera um tveir milljarðar Bandaríkjadala eða um áttatíu milljarðar íslenskra króna. Þá má nefna Ochoasfjölskylduna í Medellín: Don Fabio, föðurinn, og syni hans, Fabio, Juan David og Jorge Luis, en kókaínsala hefur gert þá alla að milljarðamæringum. Carlos Lehder Rivas, sem situr nú í fangelsi í Flórída og bíður dóms, var einnig einn valdamestu manna samtakanna í Medellín. Hann er þó ættaður frá borginni Armenia sem er um hundrað og sextíu kílómetrum sunnar í landinu. Talið er að samtök þessara manna hafi smyglað kóka- íni, sem metið er á tíu milljarða Bandaríkjadala eða fjögur hundruð milljarða króna, síðan árið 1978. Fleiri framleiða og selja Það eru þó ekki aðeins fjölskyld- urnar tvær í Medellin og Lehder sem komið hafa við sögu þessarar um- fangsmiklu eiturlyfjasölu. Nefna má menn eins og Conzalo Rodriguez Gacha og Gilberto Rodriguez Orju- ela, en bróðir þess síðarnefnda, Miguel, keypti Américaknatt- spyrnuliðið og Groupo Radial Colombianoútvarpsstöðina. Medell- ínsamtökin eru þó langtum valda- mest. Ýmislegt hefur þótt athyglisvert vjð einstaka menn innan þeirra. Þannig er Lehder þekktur fyrir að- dáun sína á Adolf Hitler og í gisti- húsi, sem hann lét reisa úti í sveit, lét hann koma fyrir styttu af John Lennon eins og hann leit út nokkrum augnablikum eftir skotárásina í New York sem varð honum að bana. Escobar og kirkjan Pablo Escobar Gaviria var fyrstur manna í Medellín til þess að gera sér grein fyrir því hver áhrif það gat haft að gefa til góðgerðarsamtaka og kirkjunnar. Hann fór því að láta af hendi fé til góðgerðarstofnana sem kirkjan stýrði og þær þáðu það. Að- spurður skýrði Darío Castrillón, biskup frá Pereira, þá afstöðu þannig að með því að þiggja þetta fé hefði tekist að tryggja að það rynni ekki til „hóruhúsa, frekari framleiðslu eiturlyfja eða annarrar glæpastarf- semi.“ Eitt af verkum Escobar var að stofna samtökin „Medellín án fá- tækrahverfa.“ Fékk hann í því sambandi til liðs við sig rómversk- kaþólskari prest sem reisti 500 lítil hús á hæð þaðan sem útsýni yfir borgina er gott. Þessi fjárfesting varð Escobar lyfti- stöng meðal almennings. Hann fékk brátt á sig nafnið „Don Pablo hinn góði“ og vann varasæti á þingi fyrir Antioquiakjördæmi í kosningunum 1982 á vegum Frjálslynda flokksins. Framsalssamningurinn Medellínsamtökin höfðu góða ástæðu til þess að hefja þátttöku í stjórnmálum. Árið 1979 var undirrit- aður gagnkvæmur samningur um framsal afbrotamanna milli Kólomb- íu og Bandaríkjanna en hann fól í sér að kólombíska borgara, sem gerð- ust brotlegir við bandarísk lög, mátti framselja til Bandaríkjanna og bandaríska borgara, sem gerðust brotlegir við kólombísk lög, til Kól- ombíu. Þetta varð meðal annars til þess að Lehder stofnaði eigið dagblað, Quindío Libre, og stofnaði stjórn- málaflokk, Latinoþjóðarflokkinn, sem átti að vekja andúð fólks á því að nú skyldi vera genginn í gildi samningur sem gerði kleift að kólombískir borgarar hlytu dóm fyrir erlendum dómstóli. Eitt af því sem haldið var freim, Carlos Lehder Rivas þóttist þess fullviss að hann yrði ekki handtek- inn. Reyndar má telja nokkurn veginn fullvíst að í allri Kólombíu hafi aðeins verið örfáir embættis- menn sem trúðu því að hann eða hinir kókaínmilljarðamæringamir fimm eða sex kynnu að lúta í lægra haldi fyrir réttvísinni. I reyndinni hafa „mafíumennirnir", eins og þeir eru nefndir í heimalandi sínu, marg- oft boðið yfirvöldunum byrginn og hvað eftir annað myrt dómara og ráðherra sem hafa gert þeim lífið leitt. Ógnun og spilling hefur á ýms- an hátt gert þá valdameiri en ríkis- valdið. Fimmtán handteknir Það kom því illa við kókaínmillj- arðamæringana þegar Lehder, myndarlegur en hrokafullur þrjátíu og níu ára gamall forystumaður í sveit þeirra, var handtekinn ásamt fjórtán lífvörðum á einu af heimilum sínum 4. febrúar. Nokkrum klukku- stundum síðar var hann kominn um borð í flugvél bandarískra yfirvalda á leið til Flórída þar sem hann skyldi svara fyrir margvíslegar ásakanir um brot á bandarískum lögum. Flutningur hans þangað var í sam- ræmi við gildandi framsalssamninga á milli Bandaríkjanna og Kólombíu en þeir eru gagnkvæmir. Þetta var í fyrsta sinn í sögunni að æðsti maður einnar af þremur eiturlyfja„fjöl- skyldum" hafði mætt þessum örlög- um. Vakti hræðslu fleiri Handtakan vakti þó ekki aðeins ótta meðal hinna kókaínbarónanna, eins og þeir eru oft nefndir þessir auðugu menn sem stjórna kókaín- framleiðslunni í Kólombíu. Það fór skelfing um marga stjórnmálamenn og opinbera starfsmenn í landinu því á undanförnum vikum hafa ýmsir forráðamanna þjóðarinnar gert sér grein fyrir því að vera má að Kólombía sé í gíslingu glæpamanna. Þá er eiturlyfjavandamál farið aó gera vart við sig í ríkara mæli en áður svo útflutningsvaran hvíta er nú einnig orðin söluvara innanlands. Nýlega fjallaði ríkissaksóknarinn, Carlos Mauro Hoyos hershöfðingi um þennan vanda og sagði þá meðal annars: „Eiturlyfjasalar eru að vaxa ríkinu yfir höfuð sakir auðs síns.“ Þá lét borgarstjórinn í Medellín, sem er í hjarta kókaínframleiðslu- héraðsins, nýlega þessi orð falla: „Þetta er mesti vandi sem komið hefur upp í sögu lands okkar þvi baráttan stendur um verðmætamat." Ummæli þessi verða að teljast vottur um mikið hugrekki því eiturlyfjasal- ar ráða svo miklu í Medellín að þar hafa bandarísk yfirvöld látið loka skrifstofu sem Stofnunin til baráttu gegn eiturlyfjum fékk að starfrækja þar. Lokaorð borgarstjórans, Willi- ams Jaramillo Gómez, voru þessi: „Þegar ég læt til mín heyra um þessi efni verð ég var við stuðning en hann er þögull því óttinn er svo mikill að fáir láta til sín heyra.“ Einn af kunnustu ritstjórum í Kól- ombíu hafði þetta að segja: „Við erum orðin því vön að búa við lög frumskógarins. Ég er því alls ekki Lögregla gerir árás á kókainverksmiðju í Bogotá. viss um að það góða eigi eftir að bera sigurorð af því illa.“ Áhrifin ótrúleg Áhrifin sem kókaínframleiðslan og salan, þá fyrst og fremst til Banda- rikjanna, hafa haft á mannlíf í Kólombíu eru ótrúleg. Margir hafa á orði að landið sé að sökkva ofan í „suðupott djöfulsins" en þótt svo áhrifamiklar lýsingar heyrist viður- kenna margir af forystumönnum þjóðarinnar að þeir geti ekki lagt fram neinar tryggar tillögur til lausnar vandanum. Ástæðan er meðal annars sú að vopn þjóðfélagsins í baráttu gegn kókaínmilljarðamæringunum og starfsliði þeirra hafa að mestu verið gerð óvirk með mútum og ofbeldi. Þannig hefur það hvað eftir annað gerst að lögreglan hefur setið að- gerðalaus og barónarnir og starfslið þeirra hefur fengið að vera í friði þótt vitað hafi verið hvar hægt væri að handtaka mennina. (Carlos Leh- der var handtekinn nokkrum dögum eftir að skipt hafði verið um yfirmenn í lögreglunni í Medellín). Á kólomb- íska þinginu sitja svo margir þingmenn sem hafa komist þangað af því kókaínbarónarnir hafa staðið undir kostnaðinum við kosningabar- áttu þeirra. Þá liggur fyrir að sumir af helstu frammámönnum Frjáls- lynda flokksins og íhaldsflokksins eru tengdir kókaínveldinu en það eru ekki aðeins menn til hægri og í miðju stjórnmálanna sem hafa þegið hlut- deild í kókaínágóðanum; það hafa vinstri sinnaðir skæruliðar einnig gert. Örlög dómaranna Dómarar, sem reynt hafa að fram- fylgja lagabókstafnum, hafa margir orðið að gjalda fyrir með lífi sínu. Þannig höfðu nýverið fimmtíu og sjö dómarar verið myrtir fyrir að neita að taka við fé af „mafíumönnunum“ eða fyrir að taka ekki mark á hótun- um þeirra. Jafnvel kaþólska kirkjan sem þáði gjafir af barónunum þar til fyrir þremur árum hefur lítið um málið að segja. Óttinn er mikill. Þeir sem líklegir þykja til þess að gerast stórtækir í baráttunni gegn kókaínframleiðsl- unni verða oft ekki langlífir. Þannig er bandaríska sendiráðinu í Bogotá nú líkt við virki og allmargir starfs- manna þess ganga vopnaðir. Fyrrum forseti Kólombíu, Belisario Betancur, sem gerði kókaínbarónun- um gramt í geði með því að hrinda af stað herferð gegn eiturlyfjum, verður stöðugt að hafa fjörutíu líf- verði. Morð í Búdapest „Mafían“ kólombíska hefur nýlega sýnt og sannað að járntjaldið er henni lítill þrándur í götu. Fyrrum dómsmálaráðherra Kólombíu, sem hafði unnið gegn eit- urlyfjasölunum, var gerður að sendiherra lands síns í Ungveija- landi og settist því að í sendiráðinu í Búdapest. 13. janúar slapp hann naumlega er gerð var tilraun til þess að ráða hann af dögum þar. Barón- arnir höfðu þar með gerð lýðum ljóst að þeir væru í litlum vanda með að koma fram hefndum handan járn- tjaldsins. Jaime Ramírez, fyrrum yfirmaður eiturlyfjalögreglunnar, var hins veg- ar ekki eins heppinn. Hann var ráðinn af dögum í nóvember sl., ell- efu mánuðum eftir að hann lét af embættinu. Hús fyrir fátæka í Medellín. Pablo Escobar Gaviria. Hættulegt að vera blaðamað- ur í hópi þeirra sem hvað harðast hafa gengið fram í baráttunni við eiturlyfjasalana eru blaðamenn. Á undanförnum þremur árum hafa þó tuttugu og fjórir þeirra orðið að gjalda fyrir skrif sín með lífinu. Um ástandið í landinu sagði Guill- ermo Cano Isaza, ritstjóri annars stærsta blaðsins: „Það er eins og almenningur sé undir áhrifum lyfja. Hann sér ekki hve mjög völd og áhrif eiturlyfjabar- ónanna vex.“ Er Kólombía í gíslingu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.