Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 16
62
LAUGARDAGUR 28. MARS 1987.
VERTÍÐARVINNA
Enn vantar okkur nokkrar stúlkur til fiskvinnslustarfa,
fæöi og húsnæði á staðnum. Upplýsingar í síma
97-81200.
K.A.S.K., fiskiðjuver, Höfn, Hornafirði.
St. Jösefsspítali Landakoti
RÖNTGENDEILD
Aðstoðarfólk óskast nú þegar. Upplýsingar í síma
19600-330 alla virka daga milli kl. 13 og 15.
Reykjavík 27. mars 1987.
v*‘»**<«** iiBlllalggRivfuíf”
VOLVOSALURINN
SKEIFUMIU115. S. 35200
Volvo 245 GLT ðrg. 1982, ekinn
82.000 km, sjálfsk., m/vökvast., 6
cyl., 155 hö., rafmrúöur, sport-
felgur. Verð kr. 495.000,-
Volvo 343 GLS árg. 1982. Ekinn
48.000 km. Blár metal, beinskiptur,
sumar-/vetrardekk. Verð 290.000,-
Volvo 244 GL árg. 1982, ekinn
51.000 km, sjálfsk., .-n/vökvast.,
blár. Verð kr. 420.000,-
Volvo 245 DL árg. 1982, ekinn
66.000 km, rauður, beinsk., m/
vökvast., toppbill. Verð kr.
415.000.-
Volvo 240 turbo árg. 1984, ekinn
32.000 km, silfurgrár metal,
beinsk., overdrive, m/vökvast.,
topplúga, sumar- og vetrardekk á
felgum. Verð kr. 720.000,-
Volvo 244 GL árg. 1982, ekinn
119.000 km, silfur metal, sjálf-
skiptur, m/vökvastýri. Verð kr.
390.000,-
Volvo 740 GLE árg. 1985, ekinn
45.000 km, dökkgrár metal, sjálf-
skiptur, m/overdrive, m/vökvast.
Verð kr. 780.000,-
Subaru 1800 GL station, árg. 1983,
ekinn 83.000 km, rauður metal.,
beinsk., góð kjör. Verð kr.
370.000,-
NÝIR BÍLAR í SÝNINGARSAL
★ Nýjar hugmyndir.
★ Góð kjör.
★ Úrval notaðra bíla
★ Heitt á könnunni.
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 9.00 TIL 18.00
LAUGARDAGA FRÁ KL. 10.00 TIL 16.00,
VOLVOSALJURINN
SKEIFUNNI 15, SÍMI 35200 - 35207.
Merming
Einar Jóhannesson, klarenetUeikari og tilvonandi Kínafari.
DV-mynd GVA
„Konfekt á plötu“
- segir Einar Jóhannesson
„Þetta er einleiks blásaraplata,
árangur af íslensku og ensku sam-
starfi,“ segir Einar Jóhannesson
klarinettuleikari um nýútkomna
plötu sína. „Það er enskt útgáfu-
fyrirtæki, Merlyn Records, sem
stendur að útgáfunni. Þetta er
frekar lítið íyrirtæki sem gefur út
ýmsar tegundir tónlistar, þó aðal-
lega klassík.
Það var mjög gaman fyrir mig
að vinna að þessari plötu,“ segir
Einar. „Ég bjó einmitt lengi í Eng-
landi. Það er gott að halda
sambandinu á þennan hátt.“
Rómantísk klassík
„Efni plötunnar er blandað. Á
annarri hliðinni eru gömul og rót-
gróin erlend verk, sérlega rómant-
ísk klassík. Á hinni hliðinni eru
íslensk verk eftir Jón Þórarinsson
og Þorkel Sigurbjörsson. Þar eru
ennfremur íslensk þjóðlög í útsetn-
ingu Þorkels.
Ég byrjaði að vinna að þessari
plötu síðastliðið sumar. Ég var í
fríi frá Sinfóníuhljómsveitinni og
skaust þá út til Englands og æfði
með Philip Jenkins píanóleikara.
Ég fór svo út aftur í september og
tók plötuna upp á þremur dögum
í London."
- Hver stjómaði upptökunum?
„Það var Tryggvi Tryggvason,
Islendingur sem hefur verið búsett-
ur í Englandi frá þriggja ára aldri.
Það er kannski ein af ástæðunum
fyrir því að ég réðst í þetta verk-
efni. Þama var ég að endumýja
gömul kynni af Englandi og
Tryggvi að halda sambandinu við
ísland. Tryggvi er auk þess fær
upptökustjóri og mjög eftirsóttur
sem slíkur í Englandi."
Mynd af Heklu
„Ég held að efni plötunnar sé
framur aðgengilegt," segir Einar.
„Á henni er að finna allt litrófið í
rómantískri músík. Ilmandi hæga
kafla og allt upp í ástríðufulla og
hraða músík.“
- Er þetta fyrsta einleiksplatan
þín?
„Já, þetta er í fyrsta skipti sem
ég er ekki í samfloti við aðra á
plötu. Þar af leiðandi er þetta dálít-
ið öðruvísi, einhvem veginn miklu
persónulegra. Ég er til að mynda
alveg einráður í efnisvali.
En ég verð jafnframt að viður-
kenna að þessi frumraun sem
einleikari á plötu var dálítið erfið.
Tæknilega hliðin var til dæmis
nokkuð sem ég hafði ekki hugsað
mikið út í. Það var nokkur pressa
á manni að ljúka upptökum á til-
settum tíma. Þannig varð maður
að vera í toppformi hvernig sem á
stóð.
Eins var mér ekki sama um
vinnslu plötunnar eftir á þegar frá-
gangur hennar var kominn í
hendur annarra. Ég gerði til dæmis
athugasemd við umslagið og fékk
því breytt. Nú er það prýtt vatn-
slitamynd af Heklu. Þetta er eftir-
prentun af mynd eftir enskan
málara, mynd sem er í eigu Þjóð-
minjasafnsins.
Vinkona mín hafði reyndar á orði
að hún hefði einhvem tíma séð
sömu mynd utan á konfektkassa.
Það skiptir mig engu enda em
kannski nokkrir sætir molar á plöt-
unni,“ segir Einar og hlær.
Til Kína
Það eru Fálkinn og ístónn sem
sjá um dreifingu plötunnar hér
heima. Aðspurður sagðist Einar
hafa tekið þátt í vinnslukostnaði
en þyrfti að öðru leyti ekki að hafa
áhyggjur af kostnaðarhlið útgáf-
unnar. „Það voru ýmsir sem
aðstoðuðu mig fjárhagslega. Það
kom mér þægilega á óvart hvað
mörg fyrirtæki voru tilbúin til að
styðja við bakið á síblankri lista-
gyðjunni."
- Nú er platan komin út. Hvað er
fram undan hjá þér?
„Ég er á leiðinni í mánaðarferð
til Kína ásamt þrem öðrum tónlist-
armönnum. Það eru Áskell
Másson, tónskáld og slagverksleik-
ari, Jósef Fung, gítarleikari og
tónskáld, og sænskur slagverks-
leikari, Roger Carlson að nafni.
Við köllum okkur Norræna kvart-
ettinn. Fyrst höldum við eina
tónleika í Svíþjóð og förum svo
þaðan til Asíu.“
- Hvað ætlið þið að spila fyrir þar-
lenda?
„Á efnisskránni eru splunkuný
verk eftir norræna höfunda. Við
leitumst við að gefa mynd af því
sem er að gerast í okkar umhverfi.
Þetta er ný, skapandi samtímatón-
list. Áhugi Kínverja á nútímatón-
list hefur aukist mikið á síðustu
árum. Þeir eru geysilega opnir fyr-
ir öllum nýjungum,11 sagði Einar
Jóhannesson.
-ÞJV