Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 3
1.AUGARDAGUR 28. MARS 1987. 49 Klukkur og kosninga- barátta Nú mun kosningabaráttan hafin fyrir alvöru og er víst aðallega fólg- in í því að menn þeytast um landið með fríðu föruneyti (ráðherrarnir með fríðu ráðuneyti) og bjóðast til að halda tónleika á ám og vötnum enda hafa frambjóðendur sann- prófað að fátt sé auðveldara en að halda slíka tónleika til dæmis á vindsæng. En það er fleira skemmtilegt að gerast í tónlistarlífmu þessa dag- ana og í tilefni af því að við eignuðumst nýverið útvarpshús með gosbrunni voru lögin sem eiga það fyrir höndum að sigra í söngva- keppni sjónvarpsstöðva send beint út úr húsinu ásamt gutlinu í gos- brunninum og voru sumir á því að brunnurinn gæti hugsanlega náð fimmtánda sætinu ef hann yrði sendur til Brussel. Og svo á að útvarpa úr útvarps- húsinu tónlist allan sólarhringinn svo að fólk, sem er einhverra hluta vegna vakandi, fái nú örugglega engan frið fyrir poppgargi sem er jafnvel orðið meiri plága en sinfó- níuvælið var forðum daga og þeir sem voru svo óheppnir að fá út- varpsvekjaraklukku í jólagjöf eru nú farnir að hugsa um að henda henni í öskutunnuna um leið og þeir hafa efni á að kaupa klukku sem vekur með gamla laginu þvi að mönnum finnst það gæti hugs- anlega verið óhollt að vakna þrjú hundruð sextíu og fimm sinnum á ári við efsta lagið á vinsældalista klukkunnar. Annars er ég ekkert á móti fjöl- miðlabyltingunni og fmnst raunar gaman að hugsa til þess að síst hefði manni dottið í hug fyrir svo sem þrjátíu árum að þegar fram liðu stundir hefði álitlegur hópur fólks það að aðalstarfi að setja plötu á fóninn og fá borgað fyrir það. Þetta er nútíminn, segir fólkið um leið og það kaupir steríógræjur handa táningnum sínum í ferming- argjöf, útvarp, segulband og grammófón, og prísar sig sælt þeg- ar farið er að prófa tækin að það skuli eiga nægar birgðir af bómull til að stinga í eyrun á sér Fermingar Þegar ég var á fermingaraldrin- um var ekki búið að finna upp svo hávaðasamar græjur að nægt hefðu til að gera fólk brjálað á stuttum tíma en þá tíðkaðist hins vegar að gefa krökkum úr, ekki vissi ég hvers vegna en giskaði á að það væri aðallega gert í þeim tilgangi að þeir yrðu kannski einhverju nær um hvað tímanum liði. En á þessum árum þurfti fólk ekkert frekar að vita hvað klukkan væri fyrr en það var orðið fjórtán ára og í staðinn fyrir glymskratta, bíla og hundrað og tuttugu káa tölvu með litaskjá var okkur gefið skrifborð. Oftast nær sló öll fjöl- skyldan saman í skrifborðskaupin. Sennilega ber það vott um aukna velsæld að nú skuli foreldrar al- mennt vera hættir að gefa börnun- um sínum úr þegar þau fermast og farnir að snúa sér að einhverju skynsamlegra. Eg uppgvötaði nefnilega um dag- inn að í þessu ágæta þjóðfélagi nútímans er eiginlega ómögulegt að komast hjá því að vita hvað klukkan er svo framarlega sem Háaloft Efenedikt Axelsson maður kann á klukku og hlustar á fjölmiðlabyltinguna. Að vera með úr Á mínu heimili eru þrjár vekjara- klukkur, þar af ein sem vekur okkur á morgnana, hinar þykjast vera pólitíkusar og standa i stað. Frammi í eldhúsi er eldhúsklukka, inni í stofu er stofuklukka og á klósettinu er gamla úrið konunnar minnar sem var sett upp á hillu þegar búið var að fmna upp úr sem ekki þurfti að trekkja. Það gengur ekki nema einhver nenni að trekkja það upp. Allir meðlimir fjölskvldunnar eru með úr og það virðist fjölmiðlabyltingarfólkið vera líka því að um leið og útvarp- ið er opnað segir sá sem er í þann veginn að setja plötu á fóninn: Og nú vantar klukkuna fimm mínútur í sjö og þegar lagið er búið segir hann: Og nú vantar klukkuna tvær mínútur í sjö og svo segir hann okkur hvað hann heitir og hvað hann eigi eftir að vera lengi með okkur. í sjónvarpinu okkar er klukka og á Stöð tvö er líka klukka, ein klukka er niðri á Torgi og svo er klukka á Útvegsbankanum og um daginn fór ég til úrsmiðs að kaupa rafhlöður í úrið mitt og hvað hald- ið þið að ég hafi séð þar? Eiginlega ekkert nema klukkur. Þama voru meira að segja tutt- ugu gauksklukkur sem voru allar í gangi og höfðu svo hátt að ég vil hér með ráðleggja þeim foreldrum sem eru í þann mund að láta ferma táninginn sinn og hafa ekki efni á að kaupa steríógræjur handa hon- um að kaupa þess í stað sautján gauksklukkur. Þær geta örugglega gert hvern sem er brjálaðan á mettíma og eru þar að auki tiltölulega ódýrar. Kveðja Ben.Ax. _________________________________36 Flnnurðu átta breytingar? Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins. En á neðri myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafhlega erfitt að finna þessar breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa þetta trúum við því að allt komi þetta að lokum. Merkið með hring eða krossi þar sem breytingamar eru og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaim: Ferðaútvarpstæki með segulbandi frá Rad- íóbæ, Armúla 38 (verðmæti kr. 2.860,-), ferðaútvarp frá Radíóbæ (verðmæti kr. 1.595,-) og heymartól frá Radíóbæ (verðmæti kr. 1.295,-). 1 þriðja helgarblaði héðan í frá birtast nöfri hinna heppnu en ný þraut kemur í næsta helgarblaði. Góða skemmtun! Merkið umslagið: „Átta breytíngar - 36, c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík. Verðlaunahafar reyndust vera: Jón E. Jónsson, Hólabraut 10, 220 Hafnarfjörður (fataúttekt kr. 2500,-); Jóhanna Óskars- dóttir, Knarrarbergi 1, 815 Þorlákshöfn (fataúttekt kr. 1.800,-); Dóra Tryggvadóttir, Hamrahlíð 30, 690 Vopnafjörður. Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.