Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. Umsjón: J. Ingimar Hansson Er hætta á að kýmar „hverfi“ og mjólkurvélar „komi í staðinn“? Róbótar við mjólkun kúa Vísindamenn í nokkrum löndum, þ.á m. Hollandi, Bandaríkjunum, Japan og Nýja-Sjálandi, vinna nú hörðum höndum að því að auka sjálf- virkni í húsdýrahaldi. M.a. er sjálf- virk fóðrun nú þegar notuð í mörgum löndum. Hætt er við að kunnátta í tölvufræðum verði meginatriði í ráðningu kúahirða í framtíðinni. Hópur vísindamanna í Hollandi hefur lýst því yfir að róbóti til að mjólka kýr verði kominn á markað- inn árið 1990. Tilraunir þeirra hafa sýnt að í kú, sem mjólkuð er 6 sinnum á dag, aukist mjólkurframleiðslan um ca 35%. Þetta er unnt að gera með tilkomu róbóta. Að lokum má geta þess að á Nýja- Sjálandi hafa menn þegar gert til- raunir með að rýja fé með róbótum. Sjálfvirk verksmiðja og jafnvel sjálfvirk skrifstofa hafa verið mjög til umræðu síðastliðin ár. Nú, þegar vísindamenn eru farnir að velta fyrir sér eins kónar sjálfvirkri umönnun húsdýra, eins og t.d. kúa og svína, er málið komið á viðkvæmara stig. Bæði er þá til umræðu að vélar ann- ist dýrin að langmestu leyti í stað manna og að sú „umönnun" verði að mestu leyti við það miðuð að fá mestu mögulega „framleiðslu“ hjá dýrunum. Þetta hefur kallað á þau viðbrögð að eftir kannski 25 ár verði t.d. ekki lengur til neinar mjólkurkýr heldur einungis mjólkur„vélar“. Þær verða að vísu venjulegar kýr eins og við þekkjum þær ennþá. Undir húðinni verði þær hins vegar þaktar mæli- tækjum sem saman tengjast sendi- stöð sem einnig verði að finna undir húðinni. Hún verði í sambandi við tölvu sem staðsett verði í fjósinu og gefi allar upplýsingar um ástand „mjólkurvélarinnar", svo sem púls, blóðþrýsting, líkamshita, innihald mikilvægra efna í blóðinu og ýmis- legt um hegðunina sem m.a. á að gefa til kynna hvort „vélin beiðir“, hvort hún sé að fá júgurbólgu o.s. frv. Tölvan er auk þess mötuð á upplýsingum um magn mjólkur sem „vélin" gefur af sér, hita mjólkurinn- ar og jafnvel nánari samsetningu hennar. Þar að auki er þyngd „vélar- innar“ mæld á viðkomandi degi. Samkvæmt ofangreindum upplýsing- um stjórnar tölvan síðan fóðruninni og gefur bóndanum upplýsingar um. þær „vélar" sem ekki virka eðlilega. Þar kemur að lokum maðurinn til skjalanna og sér um „viðgerðina". Tilgangurinn er auðvitað að spara vinnuafl og annan kostnað og auka framleiðnina tií muna. Sú þróun, sem lýst hefur verið hér að framan, hefur þegar valdið deilum í nágrannalönd- um okkar þar sem sumir halda því blákalt fram að veruleg hætta sé á því að umönnun húsdýra fari inn á villigötur en aðrir draga fram já- kvæðar hliðar þróunarinnar og benda m.a. á að kúabú, sem nú eru lengst komin á þessari braut, séu síst „ómanneskjulegri" en önnur. Menn virðast hins vegar sammála um að þörf sé á siðferðilegu mati á þróun- inni ekki síður en tæknilegu mati. Bú sem þegar er tölvustýrt Á búi nokkru í Danmörku, sem heitir Gjorslev, er 355 kúa hjarðfjós. Flórinn er hreinsaður sjálfvirkt. Ef kýrnar liggja ekki í nýjum hálmi á básunum geta þær stillt sér i makind- um undir sjálfvirku klóruvélina eða farið í ofurlítinn göngutúr um fjósið eða næsta nágrenni þess. Tölva frá Alfa-Laval stjórnar fóðr- uninni þannig að kýrin fær fóðrið til sín með sama hraða og hún torgar því þangað til hún hefur fengið ná- kvæmlega rétt magn samkvæmt ákvörðun kúahirðisins. Tölvan þekkir kúna á elektrónískum hljóð- gjafa sem hangir í ól sem hún hefur um hálsinn. „Þetta hefur losað okkur við ófrið sem stafar af því að ein kýr reynir að ræna fóðri frá annarri," segja starfsmennirnir. Þeir segja einnig frá því að erfiðlega hafi gengið í byrjun. Bili eitthvað í sjálfvirka útbúnaðin- um þurfi eldfljótt að bregðast við eigi nytin ekki að falla. Hins vegar er nú þegar búið að ná 10% meiri mjólkurframleiðslu á kú. Þar sem stofnkostnaðurinn hafi aðeins verið um 5 þús. kr. á kú sé hann því fljót- ur að gefa af sér arð. Gamlir góðkunningjar í nýjum gamanmyndaflokki O SJÓNVARPIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.