Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. 69 DV Bróðurþel Man 2 Man Paul Zone í hljómsveitinni Man 2 Man hefur ekki átt sjö dagana sæla. Tveir af meðlimum Man 2 Man hafa látist á einu ári. Þrátt fyrir það heldur hann ótrauður áfram starfrækslu sveitarinnar og hpfur nú uppskorið nokkrar vin- sældir eftir að lagið Male Stripper fór í stökkum upp breska smáskífu- listann. Paul Zone, sem er frá New York, starfrækti hljómsveitina ásamt bróður sínum, Miki Zone, sem lést úr heilahimnubólgu að kvöldi síð- asta gamlársdags. Áfallið var mikið því aðeins nokkrum mánuðum áð- ur lést annar meðlimur Man 2 Man í íbúð Boy George í Lundúnum vegna ofneyslu heróíns eins og fram kom í fréttum á sínum tíma. Sá hét Michael Rudetski og þótti ákaflega efnilegur tónlistarmaður. Paul og Miki Zone höfðu verið að í fjölda ára og áttu marga vini í tónlistarheimi New York borgar. Hljómsveitin Blondie byrjaði til Helgarpopp Jónatan Garðarsson dæmis á að hita upp hjá þeim bræðrum en síðar þróuðust málin á þann veg að þeir bræður voru farnir að hita upp hjá Blondie. „Ég var hárgreiðslumaður Debbie Harry um tíma. Ég er einnig vel kunnugur meðlimum Talking He- ads“, segir Paul Zone. „Ég þekki nánast alla tónlistarmenn sem starfa í bransanum í New York. Þetta eru allt vinir mínir. Það er vissulega erfitt að halda starf- rækslu Man 2 Man áfram eftir að tveir af meðlimunum eru látnír, en ég nýt góðrar aðstoðar upptöku- stjórans, Man Parrish. Bróðir minn, Miki, samdi lagið Male Stripper fyrir tveim árum. Textinn er byggður á minni eigin reynslu sem karlfatafella í kvennaklúbbi. Þetta er hörkulíf hér i Bandaríkj- unum. Hér eru starfræktir kvenna- klúbbar þar sem karlmenn dansa fatafelludans og öðrum karlmönn- um er bannaður aðgangur. Ég starfaði á einum slíkum klúbbi um tíma eftir að ég lauk herþjónustu í sjóhemum.“ En um vinsældimar hefur Paul eftirfarandi skýringu: „Ég varð að halda áfram eftir að Miki dó. Hann hefði óskað þess. Og ég er þess full- viss að vinsældimar eru honum að þakka. Hann er þama uppi með alla þræðina í hendi sér og stýrir þessari brúðuleiksýningu okkar hér á jörðinni. Hann á sinn þátt í vinsældum Man 2 Man,“ segir Paul Zone. Man 2 Man, bræöurnir Miki (sem nú er látinn) og Paul Zone, handfjatla trommuheilana sína. Christians, frá vinstri eru Russell Christian, Henry Priestman, Roger Christ- ian og Garry Christian Kristj áns-bræður frá Lifrarpolli í dag gildir annaðhvort að vera í fjölmennum hópi efnilegra systkina eða að koma frá Bítlaborginni Liver- pool. Christian-bræðurnir em hvort tveggja. Þeir eru frá Liverpool og eru úr barnmargri fjölskyldu. Bræðumir Christians eru þeir Roger, sem er fullra 29 ára gamall, kvæntur og fað- ir nýfæddrar dóttur, Garry 26 ára, en heimilishagir hans eru ókunnir, og síðan Rusell, tveggja dætra faðir, kvæntur en neitar að gefa upp aldur sinn. Þessir þrír bræður bera ættar- nafnið Christian og em aldir upp í 12 systkina hópi. Faðir þeirra er frægur kricketleikari frá Vestur- Indíum sem settist að i Liverpool fyrir margt löngu og ól þar upp börn sín. Bræðurnir gerð sér það oft til gam- ans að syngja margraddaða söngva er þeir fóru á salerni karla á dan- sleikjum í Liverpool. Ekki vegna þess að þeim þætti betra að syngja á salerninu en í baði heldur af þeirri einfoldu ástæðu að hljómburðurinn á flísalögðum salernum er oftar en ekki firnagóður. Þess utan áttu þeir vanda til að troða upp á ýmiss konar skemmtunum og tónlistarhátíðum í heimaborginni og syngja saman slagara af ýmsum gerðum. Árið 1983 komu þeir fram á tónlistarhátíð í Liverpool, en þar tróð einnig upp hljómsveitin Frankie Goes to Hollywood (sem nú hefur verið leyst upp um stundarsakir). Hljómborðs- leikarinn Henry Priestman, þáver- andi meðlimur It’s Immaterial, sá Kristjánana þrjá og hreifst svo mjög af flutnigi þeirra á gömlu soullögun- um að hann ákvað að bjóða þeim liðveislu sína sem piltarnir þáðu með þökkum. Síðan eru liðin nokkur ár og það var ekki fyrr en núna í árs- byijun að eitthvað fór að þokast í rétta átt hjá þessum piltum, er lagið Forgotten Town tók að færast upp vinsældalistana. Þeir segja lagið ekki fjalla um heimabæinn Liverpool heldur einhvern allt annan bæ, ein- hvers staðar í heiminum. Það skiptir víst minnstu, en hitt skiptir meira máli að bræðurnir með Kristjáns- nafnið og félagi þeirra með prests- nafnið gætu átt eftir að boða fagnaðarerindi dægurlaganna um víða veröld á næstu árum ef rétt er á spilunum haldið. Það er því í þeirra valdi að útbreiða boðskap sinn með líku móti og aðrir fjórir piltar frá Lifrarpolli gerðu hér á árum áður, svo að lá við messufalli. Jets Keppinautar Five Star? Það er ákaflega algengt þessa dagana að heilu hljómsveitimar séu skipaðar meðlimum úr einni og sömu fjölskyldunni. Jets er ein viðbótin í þennan hóp. Átta strákar og stelpur sem bera öll sama ættar- nafnið, Wolfgramm, eiga það sameiginlegt að vera ættuð frá Kyrrahafseyjunni Tonga og skipa hljómsveit sem kallast Jets. Fyrir nokkru gerðu þau lagið Crush On You vinsælt í Bretlandi og þegar farið var að grafast fyrir um fortíð þessarar fjölskyldu kom í ljós að elsti bróðirinn, Leroy (sem er 19 ára) fæddist á eyjunni Tonga. For- eldrarnir fluttust síðan til Banda- ríkjanna og þar fæddust hvorki meira né minna en 12 böm til við- bótar. Meðlimir Jets eru á aldrin- um frá 19 ára niður í 12 ára og enn bíða fimm yngri systkini heima eft- ir því að læra danssporin og lögin til þess að geta tekið þátt í fjörinu. Undanfarin 18 ár hefur Wolfg- ramm-fjölskyldan búið í Bandaríkj- unum, landi tækifæranna. Síðustu þrjú árin hefur heimili þeirra verið í heimaborg Prince, Minneapolis, og þaðan hafa þau gert út. Faðirinn hefur haft veg og vanda af vel- gengni systkinanna. Hann þjálfar þau, sér um umboðsmálin og rekur þau áfram af stakri umhyggjusemi. Þau sem skipa Jets em: Leroy (19 ára) sem er foringi hópsins, Eddie (18 ára) sem er kallaður herra bros, Eugene (17 ára) hinn spaugsami, Haini (16 ára) sem er rólegi íþrótta- maðurinn í fjölskyldunni, Rudy (15 ára) sem sér um að semja dansana, Kathy (14 ára) sem er fatafrík og föndrar við hárgreiðslu, Elizabeth (13 ára) sem dundar sér aðallega við að lesa Agöthu Christie og Moana (12 ára) sem er lestrarhest- ur, hljómborðsleikari og ásláttar- leikari. Ennþá em fimm yngstu systkinin ónefnd, en þau munu lík- ast til bætast í hópinn um leið og líður að fermingunni. Um það hvort þau eru svar Bandaríkjmanna við Five Star systkinunum bresku, segja þau að svo sé ekki. Að vísu eru þau söng- elsk og hress fjölskylda sem fer svipaðar leiðir og Five Star-krakk- arnir en þar með er samlíkingunni lokið. Þau eru jú átta eins og stend- ur en innan fárra ára verða þau orðin 13 talsins og geta því tæplega staðið jafnfætis Five Star, í það minnsta ekki hvað mannafjölda varðar. Jets-systkinin i Wolfgramm-fjöiskyldunni, frá vinstri: Elizabeth (13), Eddie (18), Mona (12), Eugene (17), Kathy (14), Leroy (19), Haini (16), og Rudy (15). Samhent systkini frá Kyrrahafseyjunni Tonga. , , „ » * jMjySi*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.