Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987. Fréttir Endurskoða þarf alla starfsemi deildarinnar „Það skiptir ekki máli hvað það kostar, við sem eftir verðum hér á deiidinni verðum að veita sjúkl- ingunum alla þá aðhlynningu og hjálp sem við getum veitt. Auðvit- að kostar það röskun á högum okkar, hjá því verður ekki kom- ist,“ sagði Eygló Guðmundsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á hand- lækningadeild Landspitalans, í samtali við DV. Eygló sagði að 23 sjúklingar væru á deildinni, aðeins einn væri sendur heim. Hún sagði að því starfsfólki, sem eftir yrði, væri skylt að vinna aukavinnu sem næroi 33% af dagvinnutíma og hjá því yrði ekki komist að nota þetta ákvæði. Þetta mun að sjálfeögðu breyta öllu einkalffi þess starfs- fólks sem eftir verður, sagði Eygló. Hafi fólk verið með einhveijar áætlanir um að gera þetta eða hitt verður það að víkja núna. Alla vinnutilhögun á deildinni verður að endurskipuleggja, þar sem 6 hjúkrunarfræðingar í 80% starfi og 7 sjúkraliðar sömuleiðis í 80% starfi mirnu hætta á miðnætti, að sögn Eyglóar. „Ástandið hér hjá okkur er í einu orði sagt - óskaplegt - og ég er ekki viss um að almenningur skilji hversu alvarlegt ástandið í raun og veru er,“ sagði Eygló Guð- mundsdóttir. -S.dór Pemngamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækur 10-11 Lb óbund. Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 10-15 Sb 6 mán. uppsögn 11-19 Vb 12 mán. uppsögn 13-22 Sp.vél. 18 mán. uppsogn 20.5-22 Sp Ávísanareikningar 4-10 Ab Hlaupareikningar 4-7 Sp Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5-2 Ab.Bb. Lb.Ob, Vb 6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 2.5-4 Ab.Úb 10-22 Innlán gengistryggð Bandaríkjadalur 5-6 Ab Sterlingspund 8,5-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab Danskarkrónur 9-10.25 Úb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst LJtlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv) 19-20 Lb.Úb Viðskiptavixlar(forv.)(1) 22 eða kge A'menn skuldabréf(2) 20-21.5 Ab.Úb Viöskiptaskuldabréf(1) kge Allir . Hlaupareikningar(vfirdr.) Utlán verðtryggð 20-21,5 Lb Skuldabréf Að 2.5árum 5-7 Lb Til lengri tíma 6.5-7 Ab.Bb. Lb.Sb, Úb.Vb Útlántilframleiðslu Isl. krónur 16.25-21 Ib SDR 7,5-8,25 Lb Bandaríkjadalir 7,5-8 Sb.Sp Sterlingspund 11,25-13 Bb.Vb Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 Bb.Úb. Vb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-6.75 Dráttarvextir 30 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala apríl 1643 stig Byggingavísitala 305 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 3% 1. april HLUTABRÉF Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar trvggingar 121 kr. Eimskip 200 kr. Flugleiðir 166 kr. Hampiðjan 147 kr. lönaðarbankinn 135kr. Verslunarbankinn 125kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla gegn 21 % ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil- alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð- tryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Otvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýslngar um peningamarkaðinn blrtast i DV á fimmtudögum. Upplausn á Borgarspríala: Sjúklingar sendir heim með plastpoka undir hendi Það var dapurlegt um að litast á Borgarspítalanum síðdegis í gær. Aðstandendur sjúklinga steymdu inn um aðaldyr og að vörmu spori út aftur með sjúk skyldmenni sín. Allir voru með plastpoka þar sem í voru helstu nauðsynjar. Ferðinni var heitið í heimahús þar sem að- standendur verða að halda áfram umönnun sjúklinga í stað hjúk- runarfólks sem farið er í verkfall. A Borgarspítalanum varð að rýma 150-60 sjúkraúm en það eru 33 prósent af rúmafjölda sjúkra- hússins. Slíkt hefur aldrei áður gerst í sögu sjúkrahússins: „Þetta er algert neyðarástand," sögðu starfsmenn. „Þó eru menn búnir að hafa sex mánuði til að semja.“ -EIR Eg er ekki einu sinni orðinn alveg hitalaus Petrína Einarsdóttir sjúkraliði er lengst til vinstri á myndinni en hún er í hópi sjúkraliða sem sagt hefur upp störfum á Landspitalanum. Við hlið hennar eru Inga Tryggvadóttir og Fjóla Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingar. DV-mynd S Hvers vegna var uppsagnar- tíminn ekki notaður betur? Þær sátu og ræddu hið alvarlega ástand sem skapast hefur á sjúkra- húsunum, Petrína Einarsdóttir sjúkraliði, sem sagt hefur upp störf- um á Landspítalanum, og hjúkrunar- fræðingarnir Inga Tryggvadóttir og Fjóla Grimsdóttir, en á þá hjúkr- unarfræðinga, sem eftir verða eftir að uppsagnir sjúkraliða og iðjuþjálfa koma til framkvæmda, leggst aukið álag. Petrina sagðist ekki skilja hvers vegna uppsagnartíminn, síðustu 6 mánuðir, hefði ekki verið notaður betur en raun ber vitni. Allt í einu, þegar örfáir dagar eru eftir af upp- sagnarfrestinum, væri rokið til og reynt að semja. Þær Inga og Fjóla sögðu að hjá því gæti aldrei farið að meira álag yrði á þeim hjúkrunarfræðingunum eftir að hinar stéttirnar væru farnar. Þær töldu upp deildir sem búið væri að loka eða yrði lokað og sögðu að þeir sem eftir yrðu á spítalanum væru þeir veikustu sem útilokað væri að flytja heim. Aðspurð hvort hún myndi lausráða sig eftir ósk heilbrigðisráðherra, sagðist Petrína ekki mundu gera það og þannig væri með flesta að því er hún vissi best. Þær voru allar sam- mála um að ástandið væri óskaplega alvarlegt og annað en létt að horfa á eftir sjúklingum heim, sem alls ekki ættu að vera annars staðar en á sjúkrahúsi. -S.dór „Það er ekki um annað að ræða, ég verð að fara heim í dag. Ég er tiltölu- lega nýkominn úr mikilli skurðaðgerð, þar sem segja má að hafi verið skipt um hné í mér. Ég er enn ekki orðinn hitalaus eftir aðgerðina en samt er ekki möguleiki á að vera hér áfram,“ sagði Ólafur Þórðarson, múrarameist- ari frá Akranesi, sem var að yfirgefa Landspítalann um miðjan dag í gær. Ólafúr sagði að hann hefði ekki get- að farið í neina endurhæfingu með hnéð á Landspítalanum vegna þess hve langt er síðan sjúkraþjálfamir fóru í verkfall. Hann sagðist komast í þjálfun uppi á Akranesi hjá sjúkra- þjálfa sem vinnur sjálfstætt og að það væri alveg nauðsynlegt fyrir sig að komast sem allra fyrst í þjálfun. -S.dór Olafur Þórðarson frá Akranesi, ný- kominn úr mikilli skurðaðgerð en verður að fara heim vegna ástands- ins á sjúkrahúsunum. DV-mynd S „Ef ég fæ kast verð ég að drepast heima“ - segir Helgi Gestsson „Starfefólkið héma á ekki að gefa neitt eftir í þessari kjaradeilu. Það er ekkert vit í að láta stjómmálamennina haga sér eins og apinn sem átti að skipta ostinum og át hann svo allan sjálfur," sagði Helgi Gestsson, 87 ára sjúklingur á Borgarspítalanum sem hefur dvalið þar að undanfomu vegna gallblöðrubólgu og gallsteina. „Ég get náttúrlega ekkert annað gert en farið af sjúkrahúsinu og ef ég fæ kast verð ég að drepast heima. Þetta er ósköp einfalt í mínum huga; það er fyrir löngu kominn tími til að lækka launin hjá bankastjórum, ráð- herrum og alþingismönnum og láta hina lægstlaunuðu njóta þess. Eg veit ekki betur en þessir háu herrar hafi allt upp í 200 þúsund krónur á mán- uði fyrir utan öll fríðindi. En það er ef til vill ekki von til þess að nokkuð gerist í þessari sjúkrahúsdeilu á með- an þingmennimir hugsa ekki -um Helgi Gestsson á Borgarspítalanum: - Þetta er ósköp einfalt í mínum huga. DV-mynd KAE annað en að vefa ábreiður fyrir fylgi- fiska sína,“ sagði Helgi Gestsson. -EIR „Get ekki farið heim með stöngjna - segir Vilborg Gísladóttir „Ég var að frétta það núna rétt áðan að ég ætti að fara heim á morg- un. Ég veit ekki hvemig ég á að fara að því með þessa stöng í eftir- dragi,“ sagði Vilborg Gísladóttir, 29 ára gömul húsmóðir og tveggja bama móðir, er DV ræddi við hana á Borgarspítalanum í gær. Vilborg hefur legið á Borgarspítal- anum í rúmar tvær vikur vegna ígerðar er hún fékk eftir gallsteina- aðgerð. Bömin hafa verið í gæslu á meðan móðir þeirra hefur legið á sjúkrahúsi og býst hún við að svo verði áfram: „Ég á að vísu mann en hann er í fastri vinnu og veit ekki einu sinni að ég sé að koma heim. Ég veit eigin- lega ekki hvemig ég á að fara að þessu. Mér er brugðið," sagði Vil- borg. -EIR veit ekki að ég er að koma heim. DV-mynd KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.