Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987.
7
Deilt um
synd guð-
f á*m
TicBOI"
lektors
i*SÍS,þ6tti™JeM,gœt«
Stjómin í guðfræðiskóla norsku kennurunum í norska guðfræðiskól-
kirkjunnar ákvað á dögunum að anum og þvi var það þung ákvörðun
reka einn af lektorum skólans úr fyrir stjómskólansaðþurfaaðbiðja
starfi vegna þess að hann hafði hann að segja af sér.
syndgað. Lektorinn hafði játað synd Mikil opinber umræða varð um
sína fyrir stjóm skólans en syndin málið og ýmsir kirkjunnar menn og
þótti of stór til þess að hægt væri jafnvel biskupar iögðust á móti því
að leyfa manninum að halda áfram að lektomum yrði sagt upp. Eftir
kennslu í guðfræði. töluvert þóf var ákveðið að láta
Lektorinn hafði nefnilega falhð málið niður falla og leyfe honum að
fyrirþeirrifreistinguaðbúaíóvigðri halda áfram í starfi sínu. En hipn
sambúð með unnustu sinni í tólf syndugi lektor segist ekki geta verið
daga Og til þess að kóróna allt sam- áífram við guðfræðiskólann eftir allt
an bar sambúðin ávöxt og ástkonan það sem á undan er gengið. Engar
varð bamshafandi. Þar með varð sögur fera af því á hvaða mið hann
ekki umflúið að stjóm skólans kæm- mun leita á ný í starfi.
Sakharov og
Ihatcher ræddu
um mannréttindi
Andófshjónin Andrei Sakharov og
Yelena Bonner þáðu í gær matarboð
Thatcher, forsætisráðherra Bret-
lands, í breska sendiráðinu í Moskvu
og áttu við hana langar viðræður.
Eftir fundinn sagði Sakharov að
hann og Thatcher hefðu rætt mann-
réttindamál, afvopnunartilraunir og
ástandið í Sovétríkjunum og hefðu
verið sammála um flest.
Sakharov, sem er kjarneðlisfræð-
ingur og stundum kallaður faðir
vetnissprengju Sovétmanna, sagðist
hafa áréttað við breska forsætisráð-
herrann að hann styddi umbóta-
stefnu Gorbatsjovs í Sovétríkjunum,
eins og hann hefur áður gert í yfirlýs-
ingum síðan sovéski leiðtoginn leyfði
Sakharov að snúa aftur heim til
Moskvu úr útlegðinni í Gorkí.
Thatcher sagði í gær við frétta-
menn að á fundum hennar og leið-
toga sovéska kommúnistaflokksins
hefði Gorbatsjov greint allítarlega
frá áætlunum um endurskipulagn-
ingu sovéska þjóðfélagsins. Bar hún
lof á umbótastefnu hans.
Sovéski andófsmaðurinn Andrei Sakharov og eiginkona hans, Yelena Bonn-
er, yfirgefa breska sendiráðið i Moskvu í gær eftir viðræður þeirra við
Margaret Thatcher, forsætlsráöherra Breta, sem stödd er i heimsókn i
Moskvu. Að baki hjónunum sést Geoffrey Howe utanrikisráðherra gæta
þess að þau hjón fari ekki með vitið út úr húsinu.
Simamynd Reuter
Útlönd
Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands, og Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, við komu þess fyimefnda
til Hvíta hússins. Simamynd Reuter
Chirac og Reagan
gera samning um
eyðni og verslun
Franski forsætisráðherrann
Jacques Chirac, sem ásamt eigin-
konu sinni er staddur í opinberri
heimsókn í Bandaríkjunum, og
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
undirrituðu í gær samkomulag
ríkjanna þar sem bundinn er endi
á ágreininginn um einkaleyfi á
blóðprófi til sjúkdómsgreiningar á
alnæmi.
„Þetta samkomulag markar nýtt
tímabil í samstarfi Frakka og
Bandaríkjamanna i viðleitninni til
þess að ná tökum á hinum hræði-
lega sjúkdómi og þróa mótefni og
lækningu við honum,“ sagði Reag-
an forseti eftir fund þeirra í Hvíta
húsinu í gær.
Ætlunin er að tekjur af einkaleyf-
inu verði látnar renna í sérstakan
sjóð sem notaður verði til barátt-
unnar gegn alnæminu.
Þeir Chirac og Reagan áttu lang-
ar viðræður í gær þar sem vopna-
takmörkunarmálin bar á góma og
þar á meðal tillagan um að banna
meðaldrægar kjarnaflaugar í Evr-
ópu.
Sömuleiðis ræddu þeir milliríkja-
verslun þessara tveggja landa, en
Frakkar hafa áhvggjur af síhækk-
andi röddum í Bandaríkjunum sem
krefjast þess að innlendur iðnaður
verði tollverndaður fyrir innflutn-
ingi.
Gjöf sem kemur á óvart
frá Sinclair - ensk gæðavara.
Sniðug fermingargjöf, gengur fyrir rafhlöðum
eða rafmagni. Tæki sem þú hefur með þér hvert
sem er.
Staðgrverð 11.600,-
Greiðsluskilmálar.
Opið laugardaga
Verslunin Grensásvegi 50 - simi 83350.