Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Page 22
22
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987.
Erlendir fréttaritarar
Hart deitt um
öldrunanuál
í Svíþjóð
Gunnlaugur A. Jónsson, DV, Lundi:
Öldrunarmálin hafa verið eitt
aðalmálið í sænskri stjórnmála-
umræðu að undanfömu. Bengt
Westerberg, leiðtogi Þjóðarflokks-
ins, sem í síðastliðnum kosningum
boðaði þá stefnu að sérhver sænsk-
ur ellilífeyrisþegi skyldi hafa rétt
til einkaherbergis á elliheimilum,
hefur gagnrýnt stjórn jafnaðar-
manna harðlega fyrir fyrirhugaða
byltingu þeirra í öldrunarmálum
og fyrir að ætla að leggja niður öll
elliheimili. Heldur Westerberg því
fram að sá niðurskurður sé þegar
hafinn með því að skera niður opin-
ber gjöld til elliheimilanna.
Ýmsir aðrir hafa orðið til að taka
undir þessa gagnrýni. „Andstaðan
við stofnanir, sem hefur aukist
undanfarin ár, má ekki leiða til
þeirra öfga að telja að við getum
verið án allra stofnana. Við ráðum
ekki einu sinni við heimahjúkrun
eins og málum er nú háttað hvað
þá ef allir aldraðir skulu búa í
heimahúsum," sagði öldrunar-
læknir um málið.
Nú virðist sem jafnaðarmenn
hafi dregið í land. Ingvar Carlsson
Jafnaðarmenn í Svíþjóð hafa verið gagnrýndir fyrir að ætla sér að leggja niður öl! elliheimili. Nú virðist sem
þeir hafi dregið í land og byltingin í öldrunarmálum verði ekki að veruleika.
forsætisráðherra hefur lýst því yfir
að hann telji nauðsynlegt að elli-
heimili verði áfram til staðar.
Gertrud Sigurdssen heilbrigðisráð-
herra hefur tekið í sama streng.
„Meginatriðið hlýtur að vera að
aldraðir fái að búa þar sem þeir
vilja. Þeir sem vilja búa heima eiga
að fá að gera það. Þeir sem hins
vegar vilja búa á elliheimilum eða
þjónustuíbúðum fyrir aldraða eiga
sömuleiðis að eiga rétt á því.“ Og
þar með virðist sem byltingin sem
boðuð hafði verið í öldrunarmálum
verði ekki að veruleika.
Tryggingafélög
hvetja til
nágrannahjálpar
Haiikur L. Haukœan, DV, Kaiganaimahöfti: þeir em fjarverandi án
--------------------- þess þó að leika logregluþjóna. Ef
Tryggingafélög hvetja til atofhun- eitthvað grunsamlegt gerist á fólk
ar8vokallaðrarnágrannahjálparum einungis að láta lögregluna vita.
alla Danmörku í þeim tilgangi að Ságallihefurveriðáaðnágranna-
íækka þjófhuðum og innbrotum. hjálp í einstökum hverfum lækkar
Hvatning þessi á rætur að rekja ekki heildarfjölda þjófoaða Þjófarn-
til þeirrar staðreyndar að þjófiiuðum ir flytja sig einfaldlega yfir í önnur
fjölgaði um tiu prósent á tímabilinu hverfi eða í sumarbúataðalöndin. Því
1985 til 1986. Árið áður nam fjölgun- hvetja tryggingafélögin til stofiiunar
in aðeins þremur prósentum. Þessi nágrannahjálpar um allt land.
mikla flölgun kostaði tryggingafé- Tryggingafélögin hafiia þeim
lögin níu hundruð milljónir danskra vangaveltum að aukningu þjófcaða
króna eða tvær og hálfa milljón á á pappímum megi rekja til tilbúinna
dag. irmbrota. Mörg tryggingafélög hafa
Komið hefiir verið á nágranna- ráðið fyrrverandi lögreglumenn til
hjálp í einstökum hverfiun í að lfta nánar á grunsamleg innbrot
Danmörku en hún felst í því að fólk og bflhvörf og því ætti að vera búið
hefur auga með eignum nágrann- að koma í veg fyrir svindl.
Færri dauðaslys
eftir lækkun
hámarkshraða
Haukur L. HaukEson, DV, Kaupmannahö&i:
Eftir að hámarkshraði í þéttbýli var
lækkaður úr sextíu kílómetrum á
klukkustund í fimmtíu kílómetra á
klukkustund þann 1. október 1985
hefur dauðsföllum í umferðinni fækk-
að um tuttugu prósent.
Talsmaður umferðarrannsóknar-
ráðsins í Danmörku telur að fækkun
dauðaslysanna sé bein afleiðing hinn-
ar nýju hraðatakmörkimar. Þó að brot
á hraðatakmörkun hafi aukist skyggir
það ekki á ávinning breytingarinnar.
Fyrir breytinguna vonuðust menn
til að munurinn á hæg- og hraðakst-
ursmönnum mundi minnka þar sem
jafhari hraði umferðarinnar væri mik-
ilvægur fyrir umferðaröryggið.
Mælingar hafa þó sýnt að þeir er
keyrðu of hratt fyrir breytinguna
keyra á sama hraða sem fyrr og blásá
því á fimmtíu kílómetra hámarks-
hraða. Á meðan höfðu hægfara
ökumenn frekar tilhneigingu til að
hægja á sér.
Hin nýja hraðatakmörkun virðist
sérstaklega hlífa gangandi vegfar-
endum og hjólreiðafólki. Fyrir þessa
hópa virðist það skipta miklu máli að
margir hafa hægt á sér eftir allt sam-
an. Dæmigert umferðaróhapp í þétt-
býli á sér nefhilega ekki stað milli
tveggja bíla heldur milli bíla annars
vegar og fyrmefhdra hópa hins vegar.
Formaður umferðarráðsins i Dan-
mörku vill ekki draga of skjótar
ályktanir af áhrifiun hraðabreytingar-
innar á umferðaröryggið en lýsir yfir
ánægju sinni með fækkun dauðaslysa.
Mengun ógnar stöðuvötnum Kanada
Skógar í Kanada hafa oröið fyrir miklum skemmdum vegna súrregns og telja vísindamenn að hálf milljón stöðu-
vatna landsins sé nú í hættu af sömu ástæðu.
Guðrún Hjanaidóttir, DV, Otlawa:
Kanadískir vísindamenn hafa að
undanfömu verið að gera sér æ ljós-
ari grein fyrir þeirri ógnun er steðjar
að náttúru landsins af völdum súr-
regns á komandi árum. Telja þeir
að nálægt þvi hálf milljón stöðu-
vatna landsins sé í hættu.
David Schindler, sérfræðingur um
súrregn hjá vatnastofhuninni í
Winnipeg, segir að rannsóknar-
mönnum hafi hingað til skjátlast er
þeir hafi talið áhrif súrregns vara í
fremur stuttan tima. „Staðreyndin
er sú að súrregn hefur langtímaáhrif
og hefðbundin líffræðiþekking getur
ekki með nokkru móti séð fyrir
hvaða afleiðingar það á eftir að hafa
í för með sér fyrir náttúruna í fram-
tíðinni," segir Schindler.
Nýjustu rannsóknir á súrregns-
myndun í Bandaríkjunum og
Kanada hafa leitt að þvi líkur að
allt að því þrisvar sinnum fleiri vötn
en áður var talið séu mengúð brenni-
steinssýru á þessu svæði. Málið
hefur verið á þingpöllum í Ottawa
að undanfömu.
Þann 6. apríl næstkomandi mun
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
koma í hina árlegu heimsókn sína
til Kanada. Eitt af aðalumræðuefn-
um hans og Bryans Mulroney
forsætisráðherra verður súrregns-
mengunin og aðgerðir vegna hennar.
En langmestur hluti þessarar meng-
unar berst norður yfir Kanada frá
Bandaríkjunum. í ræðu í síðustu
viku sagði Mulroney að fjórtán þús-
und kanadísk vötn væru menguð af
brennisteinssýru og að önnur þrjú
hundruð þúsund væm í hættu.
Schindler telur hins vegar að tala
dauðra vatna í landinu sé mun hærri
og að um ftmm til sex hundmð þús-
und vötn séu í hættu.
Súrregnið, sem myndast aðallega
af völdum brennisteinsúrgangs frá
verksmiðjum og raforkuverum er
brenna kolum, er einnig talið valda
eyðileggingu á skógum og mann-
virkjum auk þess sem það ógnar
heilsu manna.
Rannsóknir, er staðið hafa undan-
farin ár í Quebeck fylki, hafa sýnt
að skógum á tuttugu og fiögur þús-
und ferkilómetra svæði í fylkinu
stendur ógn af súrregni en um það
bil sjötíu og fimm prósent tijáa á
svæðinu bera merki skemmda af
völdum regnsins að meira eða minna
leyti.